Morgunblaðið - 30.06.1972, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.06.1972, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1972 Pétur Guöjónsson: Undanhald í landhelgismálinu ; Tillaga fulltrúa íslands í samn ingaviðræðunum við Breta er imdanhald, og afsláttur í land- helgismálinu. Hún er einnig svik á kosningaloforðum, þvi það var hvorki sagt á Vestfjörð um eða Austfjörðum eða annars staðar á landinu á kosningafund unum vorið 1971 að landhelgin yrði færð út 1. september 1972 í 50 mílur en bæði Bretar, Þjóð- verjar og ef til vill fleiri ættu eftir sem áður að fiska innan við 50 mílna línuna. Engir fyrir varar voru nefndir hér um. Menn geta gert sér í hugarlund, hvort Hamnibal Valdimarsson hefði orðið hinn mikli sigurveg- ari kosninganna 1971, ef hann hefði sagt sjómönnum og útgerð armönnum á Vestfjörðum að sú ríkisstjóm. sem hann tæki þátt í mundi hleypa Bretum og Þjóðverjum inn fyrir 50 milurn- ar, sem hann lofaði mönnum gegn kosningu á sér. Sama er að segja um alla aðra þá þing- menn, sem kosnir voru í kjör- dæmum, sem byggja afkomu sína fyrst og fremst á sjávarafla. Þó er vandi þeirra manna mestur, sem haft hafa með samningavið- ræðumar við Breta að gera og eru flutningsmenn þeirra undan sláttartillagna, sem lagðar hafa verið fyrir Breta. Þær merkilegu upplýsingar fcomu fram á fjölmiðlafundi sjáv arútvegsmálaráðherra föstu- daginn 23. júní, að samkomulag hefur orðið um að ræða ekki um lagalegu hílið málstns, þar sem þar beri of mikið á milli, og til- gangslaust sé að ræða þá hlið þvi fyrirfram sé vonlaust um ár- angur, svo málið hefur tekið þá stefnu, að Bretar eru eingöngu að reyna að semja um sérréttindi innan 50 mílnanna án við- urkenningar á landhelginni. Frá rökrænu sjónarmiði skil ég efcki, hvert verið er hér að fara. því hvernig er hægt að vera að semja við aðila um ákveðin rétt- Indi á hafsvæði, sem verið er að lýsa yfir um leið að hafi engan yfirráðarétt yfir þessu sama svæði? Ég fæ því ekki betur séð en að allur grundvöllur samn- ingaviðræðnanna sé hrein og bein röksemdaleg þvæla, tveir aðilar með ekki hreint í poka- hominu séu að leita eftir ein- hverjum grundvelli, sem ekki er til. Og í framhaldi af þessu, hvernig ber að svara góðum við skiptaþjóðum Islendinga eins og Pólverjum og Rússum, þeg- ar þeir leggja fram beiðni um séraðstöðu í íslenzkri land- helgi? Hvemig stendur á þvl að Bret ar, sem nú allt síðast liðið ár hafa ekkert átt fram að færa i umræðum um landhelgismálið en samninga og lög eru nú allt í einu búnir að leggja alla samn- inga og öll lög á hilluna og vilja ekkert nema eitthvert bráða birgðasamkomulag um fiskveiði réttindi sín innan 50 mílnanna? Bretar voru svo sannarlega bún ir að hugsa sér annan gang í þessum málum skv. umsögn þing mannsins Mr. Wall, sem fram kom í sjónvarpsumræðum í apríl siðastliðnum. Þar átti svo sann- arlega að draga islenzka söku- dólginn fyrir lög og dóm, fá hann dæmdan, lögbann á hann ef hann virti ekki dóminn, kæru fyrir þingi Samein- uðu þjóðanna og Öryggisráði fyr ir frelsissviptingu á hinu frjálsa úthafi og brezk herskip til verndar alþjóðalögum, ef allt annað brysti. Nú er bara ekki minnzt á lög, saimnimga og dóma. Hvað veldur þessari kúvend- ingu? Hvernig getur staðið á því að Bretar telja hag sín- um bezt borgið með þeirri stefnu, sem samningaviðræðum- ar hafa nú tekið? Eingöngu stór merki geta orsakað slíka af- stöðubreytingu. Hvað hefur þá gerzt? Það er margt og mikið, sem hefur gerzt nú alveg síð- ustu vikur og daga, sem allt hef ur gengið okkur í vil, og skal hér nokkuð upp talið. Bretar hafa átt von á ákærum sænskra yfirvalda nú um nokkurt skeið vegna yfirgangs og truflana, sem Bretar hafa valdið í Norð- ursjó á aldagömlum miðum sænskra fiskimanna þar. Bretar Pétur Guðjónsson. hafa þar komið í veg fyrir eðli- legar athafnir Svíanna á fiski- miðunum með byggingu borunar turna og lagningu leiðsla ofan á hafsbotninum allt upp í 140 mílur undan ströndum Bret- lands. Bretar eiga einir þær auð lindir, sem í hafsbotninum eru á landgrunni sínu skv. samkomu- lagi á síðustu hafréttarráð- stefnu. En það var jafnframt skýrt fram tekið á þeirri sömu ráðstefnu, að ekki væri endan- legt samkomulag um þær auð- lindir sem væru fyrir ofan hafs botninn. 12 milna fiskveiðilög- saga var ekki samþykkt á þess ari ráðstefnu sem alþjóðaregla. Því halda Bretar þvi fram að Is- lendingar geti ekki ákveðið ein- hliða 50 mílna fiskveiðilögsögu, það væri brot á alþjóða- lögum. Nú hefur sú staðreynd orðið ljós, að auðlindirnar í hafs botninum verða ekki nýttar nema að til komi mjog alvarlegt brot á umferðafrelsi á þeim haf svæðum sem yfir hafsbotninum eru. Því eru Svíar hér að ásaka Breta um brot á þeim sömu laga principum á aldagömlum fiski- miðum þeirra í Norðursjó, sem Bretar byggja mótmæli sín á gagnvart útvíkkun fiskveiðilög- sögu Islendinga. Þessar ásakan- ir Svía voru settar fram af sænska sjávarútvegsmálaráð- herranum í fjölmiðlum fyrir 5 dögum. Bretar eru nógu skyn- samir til að skilja, að ekki er hægt að heimta að Islendingar hætti við útfærslu fiskveiðilög- sögu sinnar vegna lagaprincipa sem þeir eru sjálfir að brjóta gagnvart Svíum á sama tima. Þegar svo er komið ákveða Bret ar einfaldlega að gleyma öllum lagaprincipum, því ef vera á sjálfum sér samkvæmur verða Bretar að fórna nýtingu gas og olíuauðlinda í Norðursjó fyrir hugsanlegan rétt fyrir fiskiskip sín innan 50 mílna línu við Is- land. Þegar svo er komið þá er einfaldlega söðlað um. Laga- principið þjónar ekki leng- ur hagsmunum Bretlands. Þá er því einfaldlega gleymt gagnvart Islendingum en haldið áfram að brjóta það gagnvart Svíum. Þannig eru lög heimtuð virt eða brotin eingöngu • til að þjóna hagsmunum Breta á hinum ýmsu svæðum í heiminum. Því er ekki lengur krafizt réttairúr- skurðar og dóma með meiru heldur eingöngu, hvað Islend- ingar geti gert til að koma í veg fyrir snöggit versnandi af- komu þess litla hóps innan brezku þjóðarinnar, sem byggir tilveru sína að einhverju leyti á íslandsútgerð. Þvi er málið komið niður í það að verið er að biðja um að taka tillit til hagsmuna ákveðinnar fram- leiðslugreinar. Þá verðum við sém íslendingar að gera okkur ljósa þá þrjá aðalþætti þessarar framleiðslu, veiðamar, flutning inn og söluna. Fyrr en fram- leiðslan hefur verið seld er loka þætti þessarar framleiðslu ekki Útgerðarmenn Höfum til sölu, beitusíld, makríl og loðnu. Upplýsingar í síma 11574 og 20575. ÍSBJÖRNINN HF. Kodak I Kodak I Kodak ■ Kodak ■ Kodak KODAK Litmqndir árájdögum HANS PETERSEN H/f. BANKASTR. 4 GLÆSIBÆ SÍMI 20313 SÍMI 82590 Kodak I Kodak I Kodak ■ Kodak ■ Kodak lokið. íslendingar geta I þessu máli haft afgerandi áhrif á fyrsta stig framleiðslunnar, veið arnar. 1 samkynja íslenzkri framleiðslu geta Bretar haft af- gerandi áhrif á síðasta þátt fram leiðslunnar, söluna. 1 hvert skipti sem Islending- ar hafa eitthvað gert með ein- hliða aðgerðum varðándi 1. þátt þessarar framleiðslu hafa Bret- ar ætlað af göflunum að ganga og gripið til ýmissa ofbeldisað- gerða, sem alþjóð eru kunn. En á sama tíma hafa þeir með ein- hliða ráðstöfunum gert ýmislegt, sem haft hefur þau áhrif á sölu (tollar, kvótar, árstímabinding) og aðrar aðgerðir til rekstrar- aðstöðumismunar, að gengið hafði að togaraútgerð Islendinga dauðri til meira en hálfs. Árið 1960 gerðu Islendingar út meir en 40 togara, i dag gerum við út 19 gamla togara. Yfir hálfrar ald ar gömul úitgerðarfyrirtæki eins og Kveldúlfur og Alliance eru lögð í rúst. Þurft hefur að sækja tugi ef ekki hundruðir milljóna króna í vasa skattgreiðenda í Reykjavík til að halda lífinu í Bæjarútgerð Reykjavíkur. 33% af þeim fjármunum, sem þjóðin varði til fjárfestingar í sjávar- útvegi og fiskiðnaði að lokinni annarri heimsstyrjöldinni, bygg ingu nýsköpunartogaraflotans, skilaði sér aldrei til endurnýj- unar, heldur át sig upp, hér hefði svo sannarlega átt að eiga sér stað endurnýjun og ávöxt- un. Hin myndarlega bæjarútgerð í heimabæ sjávarútvegsmálaráð- herrans, Neskaupstað, fékk einn ig sitt hæga andlát. Meginástæð- an fyrir þessari sorgarsögu voru einhliða aðgerðir Breta og Þjóðverja, en allt, sem sagt er um Breta i þessari grein á líka við Þjóðverja, til hagsbóta fyr- ir sína útgerð, en jafnframt til frekari samkeppniserfiðleika fyrir Islendinga. Ástandið var orðið svo hroðalegt árið 1960 að þá hætta fslendingar að taka þátt í þróun bygginga og rekstri á stærstu og nýjustu gerðum tog ara og stendur fram yfir allan áratuginn á eftir. Þó lifir ís- lenzka þjóðin á að draga fisk úr sjó. Útgerðin í dag á 19 göml- um togurum talar skýrasta mál- inu, 19 gömlum tögurum, er tald ir hafa verið upp í 160 erlend- ir togarar á Islandsmiðum á ein- um og sama deginum. Staðreynd irnar eru óhagganlegar, Islend- ingar hafa ekkert.mátt gera til að tryggja sér veiðarnar, þótt þeir í leiðinni hafi með friðunar aðgerðum tryggt brezkum fiski- skipuim fisk á íslaindsmið- um fram til þessa, á sama tíma sem Bretar hafa leyft sér allt til að skerða rekstursaðstöðu is- lenzkrar togaraútgerðar. Það er skiljanlegt og mannlegt að reyna að meta og virða þau mannlegu sjónarmið, sem sett hafa verið fram í sam- bandi við afkomubreytingar þær, sem það fólk í Bretlandi verður fyrir, sem haft hefur af- komu sína af Islandsútgerð, er 50 mílna landhelgin gengur í gildi. En það hlýtur að vera for- senda þess, að hægt sé að líta á það með skilminigi, að brezk stjómvöld, sem orsökuðu með gerðum sínum dauða meir en helmings íslenzkrar togaraút- gerðar á árunum 1960—1970, liti með skilningi á samkeppnis erfiðleika íslenzka togara- flotans og þar með skert lífs- kjör íslenzkra togarasjómanna, og létti þeim aðgerðum sinum, sem erfiðleikunum valda. Ef þetta verður ekki gagnkvæmt er forsendan fyrir hugsanlegri heimild veiða brezkra tog- ara innan 50 mílna markanna um takmarkaðan tíma eftir 1. september brostin. Útilokaður mun verða skilningur sjómanna og útgerðarmanna á slíku hátta- lagi. Eingöngu gagnkvæmur skilningur og gagnkvæmar að- gerðir geta orsakað samþykld sjómanna og útgerðarmanna við hugsanlegan umþóttunartíma Breta og Þjóðverja og breytt með þvi svikurn á kosningalof- orðum í skiljanlega aðgerð. Nú eftir að upplýst er eftir þriggja ára vísindalega athug- un á vegum Norð-austur- Atlantshafsnefndarinnar að all- ir þorskfiskastofnar eru hættu- lega ofveiddir og minnka yrði veiðarnar um helming ef stofn- arnir ættu að jafna sig á 5 ár- um, ber að hafa mikla varfærni í öllum undanþágum á banni við veiðum innan 50 mílnanna og er hér um hagsmuni allra að ræða. Það var von manna að takast mætti að stjórna sókninni á hina mismunandi fiskistofna með al- þjóðlegum nefndum og því voru hinar tvær miklu nefndir, sem kenndar eru við NV og NA Atlantshaf settar á stofn. Nú hafa flestir misst trúna á slíkt þar á meðal Bandaríkjamenn. Bandaríska blaðið National Fisherman segir frá því í júní- útgáfu sinni að bandariska stjórnin hafi breytt um stefnu I fiskveiðimálum. Hún hafi fram til þessa verið fylgjandi alþjóð- legum nefndum til vemdar fiski stofnunum en þessar nefnd- ir hafi svo gjörsamlega brugð- izt hlutverki sínu að héðan í frá muni Bandaríkin fylgja meiri ákvörðun viðkomandi strandríkja en áður. Hér er um grundvallarstefnubreytingu að rtæða hjá bandari.sikium stjóm völdum. Meðlimaþjóðir NATO eru búnar að tilkynna Bretum, að ekki komi til mála að þeir or- saki nein vandræði í varnarmál- um Norður-Atlamitsihafsims út aif einkahagsmunum litils hóps Breta sem er uim 40 milljón doll- ara virði, og sem þó kostar þá ekki undir 60 milljón dollara að afla. Sem sé að orsaka ekki vandræði þótt koniið yrði í veg fyrir að þeir töpuðu 20 milljón dollurum. Þetta gæti orsakað nýtt Möltumál fyrir NATO og Islendingar væru búnir að ráða Mr. Mintoff sem sinn aðal samningamann. Ef ekki kemur til slíkra hluta, reynir á, hvort við eigum Mr. Mintoff meðal okkar. Endalok samninganna koma til, með að segja okkur nákvæmlega til um það. Bandaríkjamenn eru búnir að tilkynna Bretum að hafa sig hæga og vera ekki að orsaka vandræði á varnarsvæðum, sem þeir bæru engan veg og vanda af og fengið fram að þessu varn araðstöðu gefins á. Ekki komi til mála að beita þá þjóð efnahags- þvingunum eða að heimta að fá að halda áfram að eyða þvi eina, sem sú þjóð lifir á, sem lætur Bretum í té aðstöðu til varna á 25% af varnarlinu sinni. Afleið- ing af slíku hlýtur einfaldlega að verða sú að íslendingar fái mat á gildi varnaraðstöðunnar á á Isilamdi fyrir NATO oig sendi svo Bretum reikning, og ef þeir eru ekki borgunarmenn einir fái NATO reikning sameig- inlega. Bretar megi ekki halda, að þótt Bandaríkjamenn hafi •gefið Bretum þessi verð- mæti fram til þessa þá sé mögu- leiki fyrir hendi að Bretar geti með þröng og skammsýni sinni bundið endá á þetta ástand. Allar líkur eru fyrir því að I ag séu jafnvel % af þjóðum Sam- einuðu þjóðanna fylgjandi mjög stórum landhelgum, algjörum yf irráðarétti strandríkja yfir haf- svæðum landgrunna og allt að 200 mílum. Náttúruvemdarmenn í Bret- landi láta meir og meir til sín heyra og þeir eru allir með Is- lendingum. Skozki þjóðernisflokkuriinn og strandfiskimenn Breta herða sífellt meir baráttu sína fyrir stærri fiskveiðilandhelgi. Er nokkur furða að framan- rituðu athuguðu, þótt Bretar nú allt í einu séu búnir að gleyma alþjóðalögunum sínum, öllum stefnunum, dómunum, lögbönn- unum, kærunum til Sameinuðu þjóðanna og Öryggisráðsins, þótt sumir muni ennþá eftir brezkum fallbyssubátum? Það er jafn nauðsynlegt að skilja að menn eiga unnið tafl eins og glatað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.