Morgunblaðið - 13.07.1972, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.07.1972, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FTMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1972 Framhaldsþjóðhátíö HAFÍSS: Barizt af hörku við Quang Tri Stunduð reiðlist og f ol- öld skírð úr kampavíni MBL. hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Finni Birg- issyni, ritara HAFlSS, félags Is- lendinga í Hannover: Hannover i júní 1972. Eins og undanfarin ár efndi Bandalag Islendinga í Norður- Lýzkalandi til íslendingamóts í tilefni af þjóðhátíðardeginum 17. júní. Að þessu sinni var hitzt i Hannover og íslendingafélagið þar sá um framkvæmd mótsins. Hannover er höfuðborg Neðra- Saxlands, telur með útborgum um 1 milljón íbúa, og stendur við ána Leine. Út á við er hún aðallega þekkt fyrir hina miklu kaupstefnu, sem haldin er þar ár hvert og mun vera ein hin umfangsmesta i heimi. Tengsl Islendinga við þessa borg ná lengra aftur í tímann en marg- ur gæti ímyndað sér, því fyrsti ferðalangurinn, sem þar átti ferð um svo skjalfest sé, var einmitt Islendingur. Sá hét Niku lás, var ábóti og samkvæmt dOerðasögu hians áði hann í „Hana bruiinbong“ á leið sinni til Jerúsalem utm miðja 12. öld. Til Islendingamótsins, sem haldið var i húsakynnum róðr- arklúbbs nokkurs á bakka Maseh- seie, mættu u. þ. b. 70 manns frá borgunum Göttingen, Hann- over, Hamborg, Lúbeck og Kiel. Hófst mótið með aðalfundi Bandalagsins og var Franz E. Siemsen, konsúll í Lúbeck ein- róma kosinn formaður fyrir næsta starfsár, eins og reyndar öll starfsárin þar á undan, en bandalagið var stofnað 1967. Hinn eiginlegi þjóðhátíðar- fagnaður fór síðan fram undir handleiðslu Bjarna Thoroddsen, formanns HAFÍS’s og veizlu- stjóra hans, Haraldar Karlsson- ar, en Finnur Birgisson flutti hátíðarræðu og bað menn að skála fyrir minningu Jóns Sig- urðssonar. Meðal gesta voru kon súll okkar í Hannover, dr. Wem- er Blunck og kona hans, enn- fremur Roland Heller og frú, en þau hjónin eiga sívaxandi stóð íslenzkra hesta, sem þau halda á búgarði sinum rétt við Hann- over. Hafa Islendingar héðan oftlega orðið aðnjótandi gest- risni þeirra hjóna þar á búgarð- inum og við þau tækifæri feng- ið að reyna gæðingana. Að þessu sinni voru Heller-hjónin svo rausnarleg að bjóða öllum móts- gestum til sín sunnudaginn 18. júni. Bjór þann, er rann ofan í hálsa mótsgesta, borgaði Blunck konsúll ailan. synda óbrúuð fallvötn á leið sinni. Þótti sú sundmennska með ólikindum. 1 Schmarrie dvaldist hópurinn síðan fram eftir degi og hafði sér ýmislegt til dægradvalar. M. a. sýndu sunnlendingar reiðlist, og folöld voru skírð úr kampa- víni. Ennfremur fór fram knatt- spyrnuleikur, sem leiddi í ljós, að skákmenn höfðu bezta bolta- meðferðina, en skorti baráttu vilja á við Þingeyinga, sem töp- uðu leiknum. Næsta Islendingamót banda- lagsins vei’ður væntanlega hald- ið í tilefni af 1. des. í haust, en hefur enn ekki verið ákveðinn staður. Norður-Víetnaniar hafa haldið uppi Iiarðri stórskotaárás á suður-víetnömsku hermennina, sein liafa sótt til borgarinnar Quang Tri. Hermeim og óbre.yttir iiorgarar sjást hér flýja eina slika árás yfir brú skammt frá Ixirginni. Hempd’s slápamálning getur varnað því að stál og sjór mætist Sérfræðingar telja að viðhaldi íslenzkra fiski- skipa sé ábótavant, og þess vegna gangi þau fyrr úr sér en nauðsynlegt sé. Viðhald kostar peninga, en vanræksla á viðhaldi er þó dýrari. Málning er einn þýðingarmesti liðurinn í við- haldi skipa. Málningin ver skipin ryði, fúa og tæringu. HEMPELS skipamálning er ein mest selda skipamálningin á heimsmarkaðnum.. Það er engin til- viljun. Það er einfaldlega vegna þess hve góð hún er. Tugir vísindamanna í mörgum löndum vinna að stöð- ugum endurbótum á henni, og þeir hafa búið til marg- ar tegundir, sem henta við misjafnar aðstæður, þar á meðal við okkar aðstæður hér á íslandi. Látið mála skip yðar með HEMPELS skipamálningu og réttu teg- undinni af HEMPELS og þér munuð komast að raun um að þér hafið gert rétt. Á sunnudagsmorgun renndi hver bílfarmurinn af Islending- um á fætur öðrum i hlað á bú- garðinum í Schmarrie, en svo heitir hreppurinn. Höfðu sum- ir lent í vegleysum og orðið að Sveitar- stjórinn kvaddur SKAGASTRÖND, 11. júlí. — Vinir og sveitungar Þorfimins Bjarnasonar, sveita.rstjóra á Skagas’trönd héldu homum og frú Huldu Pálsdóttur kveðjusam- sæti s.l. suninudagskvöld, en þau eru nú á förum til Rey'kja- víkur . Hátt á aniraað hundrað maims tóku þátt í samisætinu. Voru fjölmargar ræður fluttar og Þor- firuni og frú Huldu þökkuð marg- háttuð störf í þágu sveitarfé- lagsiins á s.l 25 árum. Var þeim hjómum afhent málverk af Spá- koniukletti eftir Sveimibjörn Blöm- dal . Að samsætirau loknu var stig- inn dans fram eftir nóttu. Framleiðandi á íslandi Slippfélagið íReykjavík hf Málningarverksmiójan Dugguvogi—Simar 33433 og 33414

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.