Morgunblaðið - 13.07.1972, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1972
Þóroddur Jónasson, héra5s
læknir, Akureyri:
Enn um fluor
1 apríl s.l. átti blaðið Dagur
á Akureyri viðtal við mig, þar
sem ég lét í ljós þá skoðun mína
að fluorblöndun neyzluvatns
Akureyringa gasti orðið þeim til
gagns, sem vernd gegn
tannskemmdum hjá börnum, án
þess að hún hefði skaðleg áhrif
á almennt heilsufar. Kg skal
taka það fram að þá og nú, er
ég tala um fluorblöndun
vat.ns, á ég við 1 mgr/1 eða 1
ppm. Þetta viðtal hefur orðið
Jóni Hilmari Magnússyni tilefni
tveggja greina í Morgunblað-
inu, fyrst 14. maí og a.ftur 15.
júní, en þar á miili, eða 28. mai,
birtist í sama blaði grein eftir
Örn Bjarnason, héraðslækni í
Vestmannaeyjum, um áhrif flu-
ors á menn, bæði í stórum
skömmtum og einnig í þeim
smáu skömmtum, sem notað-
ir eru í drykkjarvatn. Jón Hilm-
ar er okkur Erni mjög ósam-
mála og endar síðari grein sína
þannig: „Annars mega héraðs-
læknarnir báðir hafa sína skoð-
un á málinu, en það vill svo til,
að þeir hafa hvorki siðferðilega
né lagalega heimild til þess að
flúorblanda neyzluvatn eða
hvetja til þess. I refsilögum nr.
19 frá 1940, 170 gr. segir:
„Hver, sem stofnar lífi manna
eða heilsu í hættu með því að
. . . setja skaðleg efni í vatns-
ból eða vatnsleiðslur, skal sæta
fangelsi allt að 12 árum.“
Hér gætir nokkurs misskiln-
ings hjá Jóni Hilmari. Héraðs-
læknar flúorbianda ekki neyzlu
vatn. Flúorblöndun vatns er
tæknileg og fjárhagsleg fram-
kvæmd þess samfélags, sem að
vatnsveitu stendur en ekki
einkafyrirtæki héraðslæknis. Sé
héraðslæknir mótfallinn flúor
blöndun vatns gæti hann að öll
um líkindum komið í veg fyrir
hana, en hversu æskilega, sem
hann telur flúorblöndun, þá get
ur hann ekki fyrirskipað hana.
Um hinn hluta tilvitnunarinnar
í grein Jóns Hilmars, hótunina
um allt að 12 ára fangelsi fyrir
að hafa skoðun og láta hana í
ljós, er bezt að tala, sem minnst.
Jón Hilmar segir að Svíar hafi
hætt flúorblöndun vatns eftir 9
ár og það er rétt. Ég hef leitað
upplýsinga um hvers vegna, og
vonasit til að fá þær
innan skamms, og ég skal lofa
Jóni Hilmari að fá þær þegar
þær koma, hvaða málstað sem
þær verða til framdráttar. En
það er ekki vegna þess að Svíar
telji flúor einskisnýtt til tann-
verndar né eitur mannleg-
um líkama. í>eir láta nefnilega
skólabörn bursta tennur úr flú-
orblöndu og borða flúortöflur
til þess að flúor komist í likama
þeirra (sbr. ummæli sænsks full
trúa á tannlæknaþingi í frétt-
um ríkisútvarpsins kvöldið 29.
júní s.l.) En það hefur að sjálf-
sögðu alltaf verið vitað að flú-
orblöndun vatns er engan veg-
inn eina leiðin til að mannslik-
aminn fái flúor. Það er líka rétt
að flúorblöndun vatns er ekki
leyfð í Danmörku. Þrátt fyrir
það vill svo til að prófess-
or Poul Bonnevie, sem hefur
kennt heilsufræði við Háskól-
ann i Kaupmannahöfn í áratugi,
iLandspróf 1972;
/*•
Islenzka með hæsta
meðaleinkunn
LANDSPRÓF miðakóEa 1972
var haid.ð 5. — 29. maí og
sjúkrapróf 2. — 12. júm. Prófið
þreyttu að þesisu sinni 1584
nem'emduir eða 36% þeirra, sem
verða 16 ára á. þessu ári. Er það
melri fjöldí og hærri hundraðs-
hiuti af árgangi en nokferu sinni
fyrr. Prófið stóðust 1259 þar af
867 með einkumm, er veitir rétt
til inmgön.gu í menntaskóla eða
framhaldsdeild gagnfræðasfcóla.
Er það 54 73% þeirra, sem hófu
pmófið og 19.69% þeira, sem
verða 16 ára á árki'U. 189 nean-
endum. sem fengu einkunmir á
þiliimu 5.6 — 5.9, er gefinn kostur
á að þrevta haustpróf. Eru það
11.93% i.nnritaðna og 4.29% ár-
gamigsims.
Tíðni meða'e'nkumna var þesei:
9 — 10 : 0.6% 5 — 5.9: 25.4%
8 — 8.9: 7.0% 4 — 4.9: 14.1%
7 — 7.9: 17.1% 3 — 3.9: 4.2%
6 — 6.9: 31.0% 2 — 2.9: 0.6%
Meðaleinikuniniir eimstakra
greina voru sem hér segir sam-
kvæmt prófiskýrslum skólanma:
Skólar Skólar Landið
í Rvk. utan Rvk. allt:
og nágr. og nágr.
íslemzikia I 6.8 6.7 6.8
íslenzka II 5.9 6.2 6.0
Daniska 5.8 5.7 5.8
Enska 5.9 5.7 5.8
Saga 6.4 6.2 6.4
Landafræði 6.4 6.6 6.5
Náttúirufræði 6.1 6.0 6.0
Eðlisfræði 5.4 4.9 5.2
Stærðfræði 6.3 6.2 6.3
Meðalein'kunin 6.3 6.0 6.1
er einn af sérfræðingum þeim,
sem gáfu út bækling árið 1971
á vegum Alþjóðaheilbrigðismála
stofnunarinnar um skilyrði, sem
drykkjarvatn ætti að uppfylla.
Ljósmynd af ráðleggingum
þeirra, þar sem þeir telja hæfi-
legt að blanda í vatn 0,9—1,7
ppm af fluor við þann ársmeð-
alhita, sem er hér á landi, er í
grein Arnar Bjarnasonar, sem
áður er nefnd. Slíkum sérfræð-
inigahópi á vegum Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunarinnar verð
ur ekki brugðið um fáfræði eða
fljótfærni.
Eitt af þvi, sem Jón Hilmar
fann mér til foráttu í fyrri grein
sinni, var, að ég vitnaði í gaml-
ar heimildir. Nýjar heimild-
ir eru að sjálfsögðu æskilegri
en gamlar, jafnvel þó að þeim
beri saman. Til þess að full-
nægja óskum hans um nýrri
heimildir kemur hér þýðing á
köflum úr grein úr ameríska
tímaritinu „Pediatrics" (barna-
lækningar), sem kom út í marz
1972, og um öllu nýrri heimild-
ir er varla að biðja. Greinin er
álitsgerð 10 manna neíndar, sem
ameríska barnalæknafélagið
(American Academy of Pedia-
trics) fékik til þe.ss að
semja álitsgerð um flúor, sem
þátt í næringu barna. Ég skal
taka fram að ég fékk mann með
háskólapróf I ensku til að þýða
greinina, svo að mér yrði ekki
brugðið um að lagfæra hana í
meðförum.
Kaflarnir hljóða svo:
„Á svæðum, þar sem almenn-
ingsvatnsból höfðu að geyma
aukið fluormagn frá náttúrunn-
ar hendi, kom í ijós, að minna
var um tannskemmdir heldur en
almennt gerðist annars staðar.
Athuganir af þessu tagi og
rannsóknir, sem á eftir fylgdu,
urðu til þess að tekið var að
setja fluor í vatnsból til almenn
ingsnota, en af því leiddi greini-
lega minnkun tannskemmda.
Allt að 90 milljónir manna
í 7500 samféiögum nota vatns-
ból, sem í hefur verið bland-
að nægilegu magni af fluor til
að draga úr tannskemmdum.
Fluor finnst I þeirri fæðu, sem
við neytum daglega, og oftast
einnig í drykkjarvatni I hlut-
föllunum 0.1 til 0.5 á móti millj-
ón. Fluormagnið, sem líkaminn
fær úr fæðu og drykkjarvatni,
er að meðaltali 0.5 milligrömm á
dag. í tempraða beltinu hefur
fluorinnihald almenningsvatns-
bóla verið aukið upp í 1.0 á móti
milljón, þannig að iíkaminn fær
1.5 milligrömm á dag. 1 hlýrra
loftslagi gerist þess yfir-
Ieitt ekki þörf að bæta jafn-
miklu fluor í vatnið, því að
vatnsneyzlan á hvern einstakl-
ing verður meiri við siík skil-
yrði. Fluor er talið vera líkam-
anum ómissandi, og nú er það
orðin vel þekkt staðreynd, að
þetta efni stuðlar að því að við-
halda tannglerungi, sem verst
skemmdum betur en ella.“
„Rannsóknir, er leiddu i ljós,
að fluor hafði þann eiginleika
að geta dregið úr tannskemmd-
um, hófust undir eftirliti banda-
Ræður sjálfsagi úrslitunum?
STÖRBLOf) víða um heim
skrifa mikið um einvígi ald-
arinnar, sem hafið er í
Reykjavík og líklega hefur
fsland aldrei verið eins í sviðs
Jjósinn um allan heim og nú.
The Economist, segir t.d að
nm leið og Sir Francis Chic-
hester hafi verið kominn heilu
og höldnu í sjúkrahús, hafi
blaðamenn snúið sér að þeim
fiíla Bobby Fischer, þessari
litlu fég-írugu hrollvekju, sem
ýmist vildi eða vildi ekki tefla
við íþróttamanninn Boris
Spassky, sem þó hefði horf-
ið í skuggann, þegar skákx él
Sovétríkjanna hefði tekið vöid
in.
Þá er rætt um íslendinga,
fátæklingana, sem hver og
—
einn leggur fram andvirði
eins dollara til þess að unnt
sé að gera skfilksnillingnn-
um allt til hæfis og vitnað
er i íslendingasögurnar og
rætt um skáklega arfleifð
landans.
The Observer segir að þeg-
ar erlendir blaðamenn gangi
um götur ieikfangaborgarinn-
ar, Reykjavíkur heyri þeir
blaðsölustrákana hrópa orðið
„Fiiischheerrr“ og þá viti þeir
að um er að ræða þá frétt,
sem þeir hafi sjálfir verið á
höttum eftir, frásagnír af ein-
vígi'smáiiuim, en ekki þorska-
stríðiiniu.
Sérfræðingur The Observ-
er í skákinni hér, Harry Gol-
ombek segir í blaðinu, að hann
búizt ekki við neinu óvæntu
af meisturunum, a.m.k. ekki
fyir en komið verður í mitt
einvígið. Fischer muni eins og
hans sé von og vísa reyna að
tefla létt og leikandi, en þó
vel upp byggt og rökrétt tafl.
Spassky muni hins vegar
reyna að flækja stöðuna og
leiða andstæðing sinn í ógöng
ur. Fischer muni brjótasj út
úr ógöngunum og gera stöð-
una ljósari. Golombek segir
að þrátt fyrir mismun á hæfi
leikum standi þeir noíkkum
veginin jafnfætis. Því fcelur
hainn lík'legt að einvigið verði
að mesfcu sálræn barátta, þar
sem skapgerðarstyrkur og
sjá)tflsa.gi geti ráðið úrslitum.
rísku heilbrigðisþjónustunnar í
kring um árið 1935 og var hald-
ið áfram fram undir miðjan
sjötta tug aldarinnar. Þess-
ar rannsóknir sýndu, að tann-
skemmdir minnkuðu greini-
lega, ef bætt var fluor í almenn
ingsvatnsiból í hll'utfalinu 0.1
á móti milljón. Urdráttur
úr skýrslum yfir meira en 7000
börn í 21 borg, þar sem fluor
hafði verið bætt í vatns-
ból, sýndi að tannskemmd-
um fækkaði um meira en 60%.“
„Fluor finnst mjög víða í nátt-
úrunni, og það er í öllum fæðu-
tegundum, en aðeins örlítið
magn í flestum þeirra. Engu að
síður er tiltölulega mikið fluor
í nokkrum algengum fæðuteg-
undum. Sjófang ýmiss konar hef
ur hæst fluorinnihald, eða fdá 6
til 12 milligrömm í kílói. I kjöti
og kjúklingum eru 1 til 2 milli-
grömm í hverju kílói. f kornteg-
undum eru yfirleitt 0.5 til 1.0
milliignam I kílói, og svipað
magn finnst í grænmeti og
ávöxtum. Mjólk, bæði manna og
kúa, hefur að geyma 0.1 til 0.2
milligrömm í lítra. Þetta magn
er nátengt fluorinnihaldi blóð-
vatns bæði í mönnum og naut-
gripum. Te er sú fæðutegund,
sem sker sig úr um hátt fluor-
innihald. 1 þurrum teblöðum eru
30 til 40 milligrömm í hverju
kilói, og flúorinnihald venjulegs
tevatns er nokkurn veginn hið
sama og fluorblandaðs drykkjar
vatns, þ.e. 1.0 á móti milljón."
„Heilsukannanir sýna enn sem
fyrr, að tannskemmdir éru lang
algengasti sjúkdómur í öll-
um aldursflokkum frá frum-
bernsku. Fluornotkun er árang-
ursrík aðferð til að draga úr
tannskemmdum. Læknar, sem
annast börn og hvítvoðunga í
héruðum, þar sem fluor er ekki
blandað í almenningsvatnsból,
og þar sem fluorinnihald vatns-
ins er lágt (0.5 á móti milljón)
ættu að sjá svo um, að börnin
fái viðbótarmagn af fluor, þann-
ig að dagskammtur bama ynigri
en þriggja ára verði 0.5 milli-
grömm, og börn eldri en þriggja
ára fái 1.0 milligramm á dag.“
Þannig lýkur álitsgerð amer-
ísku barnalæknanna. Það er erf
itt að ímynda sér að þeir ráð-
leggi slíka flúorgjöf til barna, ef
þeir telji ekki öruggt, að hún
hafi ekki skaðleg áhrif á al-
mennt heilsufar þeirra.
Skoðanir manna breytast oft
með tímanum og eru ólík-
ar. Sjálfsagt má lengi finna ein-
hverjar andstæðar tilvitnan-
ir um þetta mál, sem mörg önn-
ur og má hver sem vill hafa síð-
asta orðið í þeim efnum í friði
fyrir mér. Við íslendingar höf-
um enga reynslu í þessum efn-
um. Við verðum að sækja fróð-
leik okkar til annarra þjóða,
frétta hvað þeim hefur reynzt
vel og hvað þær teija æskilegt.
En ég vil biðja þá, sem á ann-
að borð hafa nennt að lesa áð-
urnefnd skrif um flúor að skoða
álitsgerð sérfræðinga Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunarinnar
frá 1971, sem birtist í grein
Arnar Bjarnasonar, og álitsgerð
amerísku barnalæknanna frá
1972, sem þýdd er hér að fram-
an og hugleiða þá reynslu og
þekkingu, sem þessir menn
byggja á. Athugið þær fordóma-
laust og í ró og næði, og reyn-
ið svo að gera ykkur grein fyr-
ir hvort gagn af flúorblöndun
neyzluvatns er hugarfóstur
tveggja fáfróðra og framhleyp-
inna íslenzkra héraðslækna.
Eða hvort hún er að dómi
reyndra og fróðra manna mikil
væg tannvernd, sem héraðs-
læfenum er a.m.'k. vansalaust að
kynna héraðsbúum sínum.
Shirjnicki Sumimoto við verk sitt
Nýtt líf hafið (Starting a new
life).
(Ljósm. Mbl. Br. H.)
Japani sýnir
í Mokka
NÚ stendur yfir í Mokkakaffi
við Skólavörðustíg sýning á
verkum eftir þrítugan Japana,
Shirjnicki Sumimoto frá Osaka.
l>ar sýnir hann 13 myndir, allar
vatnslitamyndir nema ein, sem
er gerð með tússi. Þær eru flest-
ar gerðar undir áhrifum frá
hinni hefðbundnu, táknrænu
málaralist Japana, litríkar og
nostursamlega flúraðar. Á bak
við þær er oftast saga einhverr-
ar kvenpersónn, ákveðin hng-
mynd, sem tjáð er í táknum í
myndinni.
Shirjnicki er kokkur að at-
vinnu og starfar i Kaupmanna-
höfn, en hefur dvalizt hér í
nokkrar vikur. 5 myndanna eru
raunar málaðar hér. Þetta er í
fyrsta skipti, sem hann sýnir
verk sín.
Allar myndirnar eru til sölu og
er verðið frá 1000 kr. og upp í
5600 kr. Strax fyrsta daginn
seldust þrjár myndanna. Sýn-
ingin stendur yfir nasstu þrjár
vikur í Mokka.
Nafnið sem gleymdist
Þegar mirmzt er tiímamóta
kemur æðimargt í huga-
og spurningar vakna, hvers eigi
helzt að minnast, hvað hafi
mestu máli skipt og hvað minna.
Nýlega var, á veirðuigan hátt,
minnzt 70 ára afmæJis SlS.
Víst mega allir gleðjast yfir því,
að sá stofn hefur vaxið
með þjóðinni og skotið rótum
í lífi hennar á svo mörgum svið-
um. Frumherjar samvinnuhreyf-
ingarinnar áttu hugsjónir, en
efeki fé. En með hugisjóniuim sín-
um sköpuðu þeir það afl, sem
gaf gaf fóikinu trú til þess
að treysta með sér félagssam-
tök, sem síðan hafa vaxið og
þróazt i samrsami við breytta
tíma. Þegar samvinnufélögin
voru að festa rætur, komu fram
ýmsir áhrifamenn, sem beindu
geiri sínum gegn þeim. Þessir
menn töldu að hér væri á ferð-
inni félagsmálastefna, sem við-
sjált og jafnvel hættulegt gæti
verið að efla. - Þá vildi svo vel
til, að i röðum samvinnumanna
voru til þeir menn, sem af þeim
krafti tóku upp vörn fyrir stefn
una að úr varð sókn á hendur
hinum, sem geiri sínum beindu
gegn samvinnufélagsskapnum.
Úr hópi þeirra manna tel ég
að hæst beri og ætíð eigi að
minnast ritmæringsins Jónasar
Jónssonar frá Hriflu. Með rit-
fimi sinni var hann slyngastur
að slá vopn úr hendi andstæð-
inganna og með snilli sinni gaf
hann fólkinu þá trú á gildi sam
vinnunnar, sem því hefur ekki
bruigðizt, og á voinandi eftir að
aukast í starfi og félagsþroska.
Að ég minnist á þetta, er af því,
að ég í hátíðaræðunni, sem flutt
var á aifmælisfaignaði SÍS, sé
hvergi minnzit á fræðslusfcarfið,
sem skyldi og vildi ég ekki láta
þann, sem þar á heiður skilið
liggja óbæittan hjá garði.
Sigurður Stefánsson
frá Stakkahlið.