Morgunblaðið - 13.07.1972, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.07.1972, Blaðsíða 32
Símar: 15899 — 15543. EINVÍGISBLAÐIÐ KEMUR ÚT MORGUNINN EFTIR HVERJA SKAK. IGNIS UFPIÞVOTTAVÉtAR RAFTORG RAFIÐJAN SÍMI: 26660 SlMI: 19294 FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1972 SkipverjiáFjall fossi drukknaði — er skipið var statt í Ventspils SKIPVKR.TI á Fjallfossi fóll fyr- Ir borð og drukknaði, þar sem skipið lá í höfn í Ventspils í Lettlandi. Hann hét Smári Egils- son, matsveinn, 32 ára að aldri, til heimilis að Brautarholti 22 í Keykjavík. Atburður þessi gerðist aðfar- arnótt sunnudagsins 3. júli sl. í útflutningshöfnmni í Ventspils, en hún er við fljót. Froskmenn hafa leitað mannsins, en án ár- angurs. Fjallfoss kom til Reykja víkur í fyrrakvöld og verða sjó- próf vegna þessa atburðar á föstudaginn. Stærsti togari íslendinga: 1042 lesta skuttogari keyptur f rá Þýzkalandi Útgerðarfyrirtækið Karlsefni hf. í Reykjavík hefur fest kaup á skuttogara í Cuxhaven í Þýzkalandi og var hann afhent- ur forstjóra fyrirtækisins, Ragn- ari Thorsteinsson, í fyrradag. Togarinn sem bera nwn nafndð Karlsefni, er 1042 lesfir að sfærð, smíðaður 1966. Áhöfn gamila tog- arans Karl.sefnis er koaniin til Cuxhaven og mun sigla nýja tog- aranuim þaðan síðdegis á föstu- dag. Verður fynsf haldið til Hull, þar sem gamli togarinn e-r nú, og verða tek’ n úr homim ýmis tæki og veiðarfæri, en síðan verður haldið til Reykjavíkur. Skipstjóri er Ásgeir Gíslason. Að öllum líkindum verður gamli togarinn skilinin eftir í Hull, en hanin hefur verið seldur í brota- jánn. Bobby Fischer (til Iiægri) réttir Boris Spassky hendina til nierk is nm að hann gefi fyrstu einvígisskákina. 40 LSD töflur LÖGREGLAN í Keflavík gerði í gær leit að fíkniefnum hjá varn- arliðsmönnum á Keflavíkurflug- velli og fundust m.a. í fórum eins þeirra um 40 töflur af LSD, sem hann hafði ætlað að selja. Einn unglinganna, sem stóðu að hassbréfasendingunum frá Dan- mörku á dögunum, reyndist vera viðriðinn þetta mál. Mér þykir þetta leitt en þetta mun lagast —■ kallaði Fischer til vinar síns eftir fyrstu skákina -□ □-------------------- Sjá skákina á bls. 3. □----------------------□ BORIS Spassky vann fyrstu skákina í heims- meistaraeinvíginu gegn Bohby Fischer. Gaf Fisch- er skákina í 56. leik. Það gerðist í gær, er biðskákin var tefld, að Fischer hvarf af sviðinu í nær hálftíma, enda þótt röðin væri kom- in að honum að leika. Var hann óánægður með myndavélar þær, sem kom- ið hafði verið fyrir í veggn um á sviðinu í Laugardals- höll og fannst, sem frá þeim stafaði truflandi suð. Myndavélarnar voru síð- an teknar niður og fjar- lægðar. Þá þótti Fischer lýsingin ekki rétt í fyrstu skákinni, en það á að hafa stafað af því, að hún var ekki stillt á hámark, svo að auðvelt á að vera að lagfæra það atriði. Guðmundur G. Þór- arinsson, forseti skáksam- bandsins, vísaði í gær á bug öllum orðrómi um, að fyrsta skákin hefði ekki verið gild, vegna þess að aðstæður hefðu verið ófullnægjandi fyrir kepp- endurna. Sagði hann, að slíkt hefði aldrei verið nefnt á nafn við sig. Önn- ur skák einvígisins á að hef jast í Laugardalshöll kl. 5 í dag og hefur Fischer þá hvítt. Það vaikti strax athygli irmi í skáksainum í gær, að ljós- myndaturnarnir tveir, sem komið hafði verið fyrir sinum hvorum megin við sviðið, höfðu verið fjarlægðir og var það einnig gert i samræmi við óskir Fischers. 1 staðinn hafði verið komið fyrir aðstöðu fyr- ir kvifcmynda- og Ijósmynda- töku uppi á myndvörpu þeirri, Framhald á bls. 21. Viihjálmur Þór Ný álma byggð Bændahöllina við — með 1000 manna samkomusal Á AÐALFUNDI Stéttarsam- bands bænda, sem lauk í gær, var samþykkt með 26 atkvæðum gegn 14, „að hef jast þegar handa um viðbyggingu á tveimnr hæð- um sunnan Bændahallarinnar, er rúmi samkomusal fyrir allt að eitt þiisund manns, „kaffiteríu“, brauðgerð og þvottahús" og er við það miðað, að þessi bygging verði tekin í notkim fyrir þjóð- hátíðina 1974. Þá var og samþykkt heimild til þess að reisa norðan Bænda- hallarinnar álmu með allt að 100 Vilhjálmur Þór látinn VILHJÁLMUR Þór lézt í Land- spítalaniim í fyrrinótt, 72 ára að aldri. Vilhjálmur Þór var fæddur 1. september 1899 á Æsustöðum i Eyjafirði, sonur Þórarins Jónas- sonar, bónda þar, og konu hans, Ólafar Þorsteinsdóttur Thorlac- ius. Hann hóf störf hjá KEA árið 1912 og varð framkvæmda- stjóri félagsins 1923. Hann fékk leyfi frá störfum árið 1938 og gerðist aðalframkvæmdastjóri fyrir þátttöku íslands í heims- sýningunni í New York, 1939, og varð jafnframt fyrsti ríkis- stjórnarfulltrúi Islands í Vest- urheimi. Aðalræðismaður ís- lands fyrir öll Bandaríkin varð hann í apríl 1940. 1. okt. það ár tók hann við starfi banka- stjóra Landsbankans og lét formlega af störfum hjá KEA skömmu síðar. Hann var skip- aður formaður í samninganefnd Framhald á bls. 3. gistiherbergjum að fullnægðiini vissum skilyrðum, en óráðið er hvenær í þá framkvænid verðnr ráðizt. Mjög harðar umræður urðu um Bændahallanmálið á fundin- utm og kom fram fonmileg tilllaga urn að vísa málinu frá, en þess í stað skyldi leitað álits bænda á framkvæmdintni með almennri atkvæðagreiðtslu. Þetstsi tililaga var felld með 28 atkvæðum gegn 13. 1 greiinargerðinni með frávís- unartiililötgunini segir m. a., „að hér sé verið að sviðsetja alvar- legt deilumái gegn vilja megin- þorra bændastéttarinnar i land- inu, mál, sem Stéttansambandið hefur ekki leyfi til að vasast í, þar sem það liggur langt fyrir utan verksviðs samtaika Okkar og genigur beinlínis í berhögig við sjálfar saimþykktir Stéttarsam- bandsiins". Morgunblaðið leitaði í gær um- Framhald á bls. 21. Bana- slys BANASLYS varð í umferðinni í Reykjaviik um kl. 17 í gær. Harður árekstur varð á milli tveggja fólksbifreiða á mótum Háaleitisbrautar og MáMubraut- ar, og kastaðist ökumaður ann- arrar bifreiðarinnar út úr henni við áreksturinn. Hann lézt skömmu síðar. Hinn ökumaðurinn kastaðist til hálfs út úr bifreið sinni og slasaðist talsvert, en mun þó ekki li’fshætitulega slasaður. Bkki er unnt að birta nafn hins látna, sem var 47 ára karlmaður. Nýtt útvarps- hneyksli ÞRÍR ráðherrar og einn vara þingmaðnr Alþýðubandalags- ins komu í gaerkvöldi fram í útvarpsþættiniim „Álitamál“ til þess að ræða efnahagsað- gerðir ríklsstjórnarinnar. Um ræðnrnar voni eins og við mátti biiast og ekld ,til þess fallnar, að draga fram iný at- riði né koma að ólíktim sjón- armiðum. Það er líka vafa- samt, að í allri sögu ríkisút- varpsins finnist nokkurt dæmi þess, að það hafi veirið misnotað jafn blygðnnarlanst í pólltísknm tilgangi og I gær kvöldi. Viðbrögð manna við þætt- inum voru óvenju sterk, og iinnt.i ekld símahringingum á Morgunblaðið til þess að vekja athygli á þættinum með ósk um að fordæma þan ólýð- ræðislegn vinnubrögð, sem þar vorn höfð í frammi. Einn þeirra, sem hringdi, sagði m. a. við blaðanienn Morgunblaðs ins: „Ef svona heldur áfram, neita menn að borga afnota- gjöldin.“ Rétt er að vekja athygli á, að ráðherrarnir skyldu velja hver annan til þess að spjalla um efnahagsráðstafanirnar og hafa Stefán Jónsson sem spyrjanda. Það gefur kannski nokkra mynd af málstaðnum. Ekki er ástæða til þess að fara mörgum orðum um störf Stefáns Jónssonar hjá ríkistit varpinu né um stjóm hans á þættinum „Álitamiál," sem beinlínis var tekið fram um, að væri til þess að tiilka ólik viðhorf. Stefán Jónsson heifnr Framhald á bls. 21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.