Morgunblaðið - 21.07.1972, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.07.1972, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JOLI 1972 21 Minning: Valdimar Magnússon Með nokkrum fátæklegum orð um vil ég kveðja miág minn og vin, Valdimar Magnússon, tré- smiðameistara, Kúrlandi 22, en hann lézt með sviplegum hætti í bifreiðarslysi hinn 12. þ.m. áhuga á skák, íþróttum, fræðslu málum, ferðalögum, stjórnmál- um, listum eða einhverju öðru. Alltaf fannst mér tíminn líða fljótt í návist Valdimars, því að nóg var um að ræða, vak- andi áhugi og skilningur gerðu viðræður skemmtilegar, og alúð- legt viðmót olli því, að fólki leið vel í návist hans. Sjálfur hef ég ekki haft mik- il kynni af störfum Valdimars. Hann vann við iðn sína og stóð m.a. fyrir byggingu margra fjöl býlishúsa, en ég veit, að hann var orðlagður fyrir vandvirkni, smekkvísi og samvizkusemi í verkum sinum og reyndist jafn- Framh. á bls. 22 Kynni okkar Vaidimars voru stutt. Við hittumst fyrst 12. marz 1966, í samkvæmi þeirrar fjöl- skyldu, sem ég var að tengjast, fjölskyldu, sem hittist oft og hef ur gott samstarf. Valdimar varð mér strax minnisstæður, með okkur tókst góð vinátta og það var líkast því, að við hefðum lengi þekkzt. f>ví finnst mér nú, að ég kveðji ævivin, þó að kynni okkar fengju aðeins að vara í rúm 6 ár. Ekki veit ég. hvað því veldur, að sumir verða manni strax nákomnir og minn- isstæðir. Hvað Valdimar snertir, voru það efalaust margir mann- kostir hans, einkum þó einlæg, látlaus og vingjarnleg fram- koma ásamt glaðlegu viðmóti, gestrisni og viðbragðsfijótri hjálpsemi, hvenær sem hann varð þess áskynja, að hann gæti orðið að einhverju liði. Valdim- ar var maður tilfinninganæmur. Það var pft eins og hann vissi,- hvað öðrum kæmi vel, var ávadt reiðubúinn að hjálpa til og gerði jafnan lítið úr, að þetta hefði kostað sig nokkra fyrirhöfn. Það var alltaf tilhlökkunar- efni að koma á heimili Valdim ars og Bergþóru, konu hans, fá þau i heimsókn eða hitta í hópi vina og ættingja. Umræðuefni voru ávallt nóg, því að áhuga- mál voru mörg. Ég held, að Valdimar hafi haft'svo vakandi áhuga á mörgum óskyldum hlut- um, að hann hafi átt auðvelt með að ræða við hið ólíkasta fólk, hvort sem það hafði Lítil íbúB óskast sem allra fyrst, helzt í vesturbænum. Reglusemi, skilvisri greiðslu og góðri umyengni heitið. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Tilboð merkt: „2204" sendist blaðinu fyrir fóstudagskvöld. Reyöarvatn Veiði er hafin. — Veiðileyfi verða einungis veitt hjá veiðiverði við vatnið. Tjaldstæði, bátaleiga, veiðleyf. Veiðivörður. Leiklistaróhugnfólk Stofnfundur samtaka áhugafólks um leiklistamám verður haldinn í NORRÆNA HÚSINU sunnudaginn 23. júlí kl. 15,00. Á fundinum mæta fulltrúar Islands, er sóttu þing norrænna leiklistarnema, sem haldið var í Danmörku 3. til 8. júlí s.l. Skorað er á allt áhugafólk um leikiistarnám á Islandi að mæta. Upplýsingar liggja frammi í NORRÆNA HÚSINU. Londsmót í golfi 1972 verður dagana 1.— í Reykjavík. 5. ágúst á Grafarholtsvelli Þátttaka tilkynnist fyrir 25. júlí til G.S.Í. Golfþing verður haldið 31. júlí að Hótel Loft- leiðum og hefst kl. 10.00 f.h. Golfsamband íslands. TIZKUSYNINGAR AÐ HOTEL LOFTLEIÐUM ALLA FOSTUDAGA KL. 12:30—13:00. Hinir vinsælu islenzku hádegisréttir verSa enn Ijúf- fengari, þegar gestir eiga þess kost aS sjá tizku- sýningar, sem íslenzkur HeimilisiSnaSur, Módel- samtökin og Rammagerðin halda alla föstudaga, til þess að kynna sérstæSa skartgripi og nýjustu gerSir fatnaSar, sem unninn er úr islenzkum ullar- og skinnavörum. H afnarfjörður Tapazt hefur stálpaður kettlingur grábrönd óttur með rauða slaufu. Finnandi hiringi í síma 52028. Laugardalsvöllur ÍSLANDSMÓTIÐ I. DEILD. Vulur—Breiðablik leika í kvöld kl. 20. — Hvað skeður nú? VALUR. M ótorhjól aeigendur Hjálmar, gleraugu og andlitshlífar. Ný sending. FÁLKINN - Reiðhjóladeild. Orðsending frá FÍB Bifreiðaeigendur, sem hug hafa á að ganga í F.Í.B., en geta ekki komið því við að koma á skrifstofuna í Reykjavík eða til umboðs- manna félagsins úti á landi, geta hringt í síma 33-6-14 eða 38-3-55 og gerzt félags- menn. Félag íslenzkra bifveiðaeigenda, Ármúla 27. Skólholtsskóli auglýsir Skálholtsskóli tekur við nokkrum nemend- um í almenna lýðháskóladeiid í október næstkomandi. Sameiginegur námskjarni. Margar valfirjálsar greinar. Sérstök aðstoð verður veitt þeim nemendum, sem vilja búa sig undir nám á gagnfræða- stigi eða við sérskóia. Nánari upplýsingar hjá skólastjóra. Skálholtsskóli. I\ludd- og snyrtistofa \stu Baldvinsdóttur Kópavogi HRAUNTUNGU 85 — SiMI 40609. Tyrknesk böð Handsnyrting Megrunarnudd Fótsnyrting Partanudd Augnabrúnalitanir Húðhreinsun Kvoldsnyrting Viljum sérstakiega vekja athygli á 10 tíma megrunartímum með mæhngum. Opið til klukkan 10 á kvöldin. Bílastæði. — Sími 40609.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.