Morgunblaðið - 21.07.1972, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1972
Sveiflast gegnum tónlistina
líkt og sjónhverfinga-
maður af guðs náð
Helgi Tómasson fær stórkostlega dóma
Helgi Tómasson í dansi
;
í síðasta blaði af bandaríska
tímaritinu Newsweek er sagt frá
Stravinsky hátiðinni miklu í
New York 18. til 28. júní, en
þar var frumsýning- á 21 af 30
ballettum, sem samdir voru við
tónlist Stravinskys. Var svo
mikil hrifning og aðsókn að
balletsýningum New York City
balletsins í Lincoln Center að
fólk stóð fyrir utan, veifaði 25
dala seðlum og kallaði livort
nokkur ætti aukamiða.
I nýjasta Newsweek er talað um
snilli dansaranna og þar nefnd-
ur meðal fjögurra fyrstu dans-
ara Helgi Tómasson, en Helgi
hefur fengið gífurlega mikið
lirós fyrir dans sinn i þessari
sýningu. í næsta Newsweek tíma
riti á undan er mynd af
honum að dansa „Sinfóníu i
þremur töktum“. I>ar er einkum
fjallað um nýjan ballet eftir
Balanchine við „Baiser de Ia
Fée“ eftir Stravinsky og talað
um stórkostlega mýkt og krefj-
andi snilli, sem dansararnir Pat-
ricia McBride og Helgi Tómas-
son sýni.
' 1 tilefni af þessum skrifum um
Helga Tómasson og öðrum um
þessar mundir, svo sem í
New York Times og víðar, leit-
uðum við frétta af Helga hjá
móður hans, Dagmar Helgadótt-
ur, og söfnuðum saman nokkr-
um nýjum umsögnum um hann,
svo landar hans hér mættu fylgj
ast með ferli hans.
Dagmar sagði, að eftir
að Stravinsky-hátiðinni lyki,
mundi baUettflokkurinn New
York City Ballet fara til Sara-
toga til æfinga í mánuð, eins og
alltaf er gert á hverju ári. Þá
verður farið 8. ágúst í sýning-
arferð til Þýzkalands í sam-
bandi við Olympíuleikana. En
18. september verður farin 5
vikna danssýningaferð um Rúss
land. Helgi, sem er einn aðal-
dansari flokksins, mun að sjálf-
sögðu fara í þessar sýningar-
ferðir. Hann dansaði t.d. í jan-
úar í vetur Don Quixote i
Þýzkalandi og sögðu blöðin þar,
að annað eins hefði ekki sézt
þar fyrr.
New York City Ballet hefur
allan veturinn sýningar í Lin-
coln Center í New York og hef-
ur Helgi dansað þar í vetur
við sívaxandi vinsældir. Hann
dansar mikið á móti balletdans-
meynni frægu Violet Verdi, en
nú hefur hann byrjað að dansa
einnig með 18 ára gamalli upp-
vaxandi stjömu, Gelsey Kirk-
land. Á einstökum sýningum
dansar hann á móti öðrum dans-
meyjum. Þá fer hann stundum
og dansar utan flokksins. 1 vet-
ur dönsuðu hann og Patricia
McBride t.d. á galakvöldi í New
Orleans 16. apríl. Voru þau bæði
útnefnd heiðursborgarar New
Orleans í veizlu að lokinni
sýningu.
1 janúar í vetur var í New
York efnt til galakvölds til
ágóða fyrir dansdeild bókasafns
New York borgar, þar sem
frægustu dansarar dönsuðu
frítt, þar á meðal Margot Fon-
teyn og fleiri. Þarna dansaði
Heigi Tómasson í fyrsta skipti
í New York hlutverk sitt í Don
Quixote, sem hann fær svo mik-
ið lof fyrir. Balletgagnrýnandi
New York Times skrifar 26.
janúar: „Á nýjan hátt dönsuðu
Gelsey Kirkland og Helgi
Tómasson „Don Quixote, Pas de
Deux“ i fyrsta skipti í New
York. Þau voru stórkost-
leg saman og dönsuðu með fín-
legu og minnisstæðu blandi af
frjálsræði og nákvæmni." Gagn
rýnandi blaðsins Long Island
Press skrifaði sama dag: „Per-
sónulegur hápunktur sýningar-
innar var fyrst og fremst þessi
glæsilega og furðulega spenn-
andi sýning Helga Tómassonar á
„Don Quixote, Pas de Deux“ með
Gelsey Kirkland, hinn æsaadi
„Mistakavalz" úr „Konsert-
inum“ eftir Jerome Robbins og
hið tilfinningarika „Óp“ eftir
Alvin Ailey, sem Judish Jamis-
son dansaði."
I febrúar rákumst við á um-
mæli um Helga Tómasson í
Dance Magazine. Þar er löng
grein um dansmeyna Violet
Verdi, og rætt um mótdansara
hennar. Þar segir: Bæði Violet
og Helgi Tómasson eru dansar-
ar, sem áhorfendum geðjast að.
Maria Tallíchief er ekki ein af
þeim, ekki heldur Gelsey Kirk-
land, en Margot Fonteyn „get-
ur ekki dansað spor“ öðru visi
en áhorfendum líki það, segir
Kirkstein framkvæmdastjóri
N.Y. City Ballet. Hann segir að
Helgi Tómasson sé sem dansari
fullkomnunin sjálf og spáir þvi
að hann verði mikill dansmeist-
ari. Gagnstætt Villella og Jac-
ques d'Amboise, sem Kir-
stein segir að hafi aldrei getað
fundið sjálfa sig, þá sé Helgi
Tómasson öruggur, og þekki
fullkomlega hæfni sína. Hann
sé tillitsamur mótdansari og
ábyrgur meðlimur dansflokks-
ins. Þó hann sé ekki hár í lofti,
þá samsvari hanri sér vel og
sýnist því vera hár maður. Sjálf
hrósar dansmærin Violet Verdy
Helga mjög mikið, segir blaða-
mönnum að hún hafi þar loks-
ins fundið nokkuð við sitt hæfi
eftir að hafa lengi verið að
þjálfa með nýjum ungum döns-
urum.
1 maí í vor finnum við í tveim-
ur úrklippum úr New York
Times hrós um Helga Tómasson.
í blaðinu 18. mai er gagn-
rýnandinn að skrifa um sýningu
Konunglega brezka ballettsins,
þar sem bæði Margot Fonteyn
og Nureyev dansa, og hann ber
saman sýningu á balletinum
„Samkomudans" eftir Jerome
Robbins hjá Konunglega ballett-
inum annars vegar og New
York City Ballet hins vegar og
segir: „Rudolf Nureyev ýkir
allt of mikið, í samanburði við
bæði Edward Villella og Helga
Tómasson i City ballettinum."
En 16. maí fjallar hann í New
York Times um sýningu N.Y.
City Ballet á „Samkomudansi"
eftir Jerome Robbins, sem hann
segir vera dásamlega léttan og
lifandi. Og hann segir: „Helgi
Tómasson var brúnklæddi mað-
urinn, sem opnar ballettinn með
því að horfa hugsandi til him-
ins og snertir í lokin jörðina af
álíka á'kefð. Hreyfliinigarnar
eru eintfaldar, en krefjast mi!k-
illar einbeitni þar sem þetta er
í eina skiptið sem damsararnir
sýna að þeir séu sér meðvitandi
um það, sem er fyrir utan þeirra
eigin einhæfa hring. Helgi
Tóanasson var iðuleiga hárná-
kvæmjur án nokkurrar sýnilegr-
ar fyrirhaifnar og hreinasta un-
un að horfa á hann aiHan tám-
ann. Gáskafullur leikur hans á
móti Amthoiny Blum nýttí hvert
tækiifæri tíl slíks, en freistaðist
aldrei út í auðveld tei'kbröigð.
Nú siðast, á Stravinsky hátíð-
inmi í New York í júní virðist
Helgi Tómasson enn hafa afiað
sér aðdáunar gagnrýnenda stór-
blaðanna. Athyigdi þeirra bein-
ist þó að sjálfsögðu í skrifum
mest að stórmeisturunum, Strav-
insky, sem verið er að heiðra
á áttræðisafmælinu og bailet-
meistaranum mikla Balanchine,
sem nú hafði samið fjóra nýja
dansa við tónlist Stravinskys tii
viðbótar gömfliu ballettunum, sem
nú eru orðnir sigildir, og að
Jerome Robbins, sem samdi nú
fjóra nýja balletta við tónlist
Stravinskys fyr/' þessa sýn-
ingu. Dansaranna er minna get-
ið en háitiðarinnar í heild, en
þó er Helgi ávallt nefndur.
Mánudaginn 19. maí skriíar
Olive Bames í New York Times
um sýninigu kvöldið áður, þar
sem Stravinsfcy hátíðin hóifst.
Hann hrósar mjög tveimur af
hinum nýju balflettum Balanch-
ines og segir þá dásamlega fall-
ega. Síðan segir hann: Miss Le-
land, Mamee Morris, Lynda
Yourhit, Helgi Tómasson, Ed-
ward Villella og Robert Weiss
leiddiu „Sinfóniuna" af ynd-
istegri braigðvisi. Hinn antihljóð
fræðilegi taktur Balanohines
fyrir dansarana mieð stöðutgu
gríni og samsvarandi áinætgjiu,
er ákaflega yndislegt. Og dans-
aramir hans leiggja siig alla fram
og falla að þessu." 22. júní skrif
ar hann um aðra sýningu, þar
sem Heltgi dansar. í „Le Baiser
de ia Fé“ ettir sama hötfund.
Harmar gagnrýnandinn það að
aðeins var dansaður hluti af
þessum ballet. Hann segir: „For-
ustu fyrir dönsurunum höfðu
Patfricia McBride og Helgi
Tómasson, og voru bæði upp á
sirttf musifcaisikasta bezta í dansi.
McBride snerist með sinni tign-
arlegu ástríðu og HeLgi
Tómass'on sveiflaðist og sneri
sig gegnum tónfctina eins og
sjónhverfinigamaður af guðs
náð.
Sama dag skrifar anmar gagn
rýnandi, Frances Herriige í New
York Post um þessa sýninigu og
er ákaflega hritfinn af þess'um
sama dansi, þar sem hann segir
að nútíminn læðist inn í sí'gilda
stíla og koreografía Balanohines
Sleppi framhjá hreinum klass
ískum ba'ltet og fái persónu
iega drættfi. „Þetta er faltegt
stykki, fagurlega útbúið og
dansað af fuilkomnun atf þeim
Patricia McBride og Helga
Tómassyni.
Hátiðadaigslkrá Stravinsfcy há-
tíðairinnar hefur vakið igítfurlega
athygli um víða veröld. Hefur
verið beðið um að New York
City baOattinn komi til Þý2ika-
Qjamcbs, Pariisar og London en
miálið er í aithugun.
Lofc má geta þess að beðið
hefur verið um að 14 dansarar
úr New York bailettinum og
þeirra á meðal Helgi Tómasson
koimi til Reykjiavífcur á næstfu
liistahátíð, árið 1974. En ballett-
inn he'fur etoki getað gefið svar
við því. Væri sannarílega gaman
að sjá Helga dainsa hér í heilum
baliet oig með flokki dans-
ara.
Þessa mynd birtir timaritið Newsweek af Helga Tómassyni að dansa „Sinfóníu í þrernur tökt
um“ á Stravinskyhátíðinni.
— Opid bréf
Framhaíd af bls. 17
maðurinn hefur sagt að hann muni
flytja allan liðsafla frá Vietnam, því
sem næst án nokkurra skílyrða. En
þér hljótið að vita, að munur er á
að vera í framboði til forsetaemb-
ættisins og sitja á forsetastóli.
Jafnvel þótt McGovern hlyti kosn
ingu (sem er vægast sagt vafasamt),
virðist ólíklegt, að hann gæti boðið
betri skilmála en Nixon forseti gerði
í ræðu sinni 8. maí. Þegar allt kem-
ur til alls fór Nixon aðeíns fram á
að bandarí'skum stríðsföngum yrði
skilað og vopnahléi undir alþjóðlegu
eftirliti komið á. Hann sagði, að fjór-
um mánuðum síðar mundi allt banda
riskt herlið vera á brott.
Hvers óskið þér meira? Afsagnar
Thieu forseta? Hann hefur boðizt til
að segja af sér mánuði fyrir nýjar
kosningar. Auðvitað viljið þér, að
Viet Cong taki yfir stjórnina í Sai-
gon. Um það er stríðið. En Suður-
Vietnamar hafa enga löngun til að
verða undir kommúnískri stjóm. Ef
þér efizt um það, þá spyrjið þá tugi
þúsunda flóttamanna sem flýðu und
an hersveitum yðar í stað þess að
mæta hinum skipulögðu „aftökum“,
sem þér fögnuðuð hinum stutta sigri
yðar við Hue og annars staðar með
á meðan á Tet-sókninni stóð fyrir
f jórum árum.
Sem kommúnisti eruð þér þjáifaðir
í að horfast í augu við veruleikann.
Ef þér gerið það vitið þér, að nú
er rétti tíminn til að hætta sófcninni
og hefja samningaviðræður í alvöru
i París.