Morgunblaðið - 18.08.1972, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.08.1972, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1972 SAI GAI N | í frjálsu ríki eftir VS. Naipaul Heimsk kona, sem veit ekki hvað hún er að segja. Ég hleyp út úr húsinu og út á para-gras- ekruna og inn i sykur-reyrinn. Ég reyni að bæla niður skömm- ina og gremjuna. Ég geng lengra og lengra og mér finnst sem ég vilji aldrei faira aÆtuir heim. En daguiriinin líð ur. Ég verð að snúa við. Frosfcamn ir kvaka í dýjunum og skurðun- unum. Dauf ljósin skína 1 gluggunum. Enginn sakn- ar mín. Öllum er sama, hvað sagt er við mig. Enginn spyr, hvert ég hafi farið eða hvað ég hafi gert. Allir eru uppfullir af nýju frétibunum. Dayo á að fflytj ast til borgiariinnar. Hann á að setj ast að hjá Stefani og fjölskyidu hans. Stefan ætiar að koma hon- um í skóla og sjá um framhalds- menntun hans. Stefan ætlar að gera hann að lögfræðingi eða lækni eða einhverju álíka. Allt er þegar ákveðið. Þetta var eins og draumur. En það gerðist á röngu augnabliki. Ég á að vera glaður, en mér finnst illur andi i öllu. Nú þegar Dayo á að fara burt, finnst mér ég bera hann innra með mér, eins og Stefan ber sinn son innra með sér, eins og brothættan hlut, sem gæti orðið skeinuhættur. Og um leið, fyrirgefið mér, gerir ný tilfinning vart við sig hjá mér. Ég fer að bíða þess, að faðir minn og móðir, að Stefan og öll fjölskylda hans og allir, sem voru hér þennan dag, ég fer að bíða þess að þau deyi, svo ég geti lagt niðurlægingu mina í gröfina með þeim. Ég hata þau. Ég get jafnvel hatað þau i dag, þegar ég ætti frekar að hata hvíta menn, ég hata þessa kaffi- stofu og þessa götu og þetta fólk, sem hefur gert mig örkumla og eyðilagt líf mitt. Því nú er dauði maðurinn ég sjálfur. Ég sá fyrir mér í huganum stóra borg. En hún var ekki svona. Göturnar voru öðruvísi. Ég sá fyrir mér fallegan garð með háu spjótiaga grindverki og gömlum trjám með digra stofna, sem uxu upp úr breiðum gang- stígunum, og regn, sem féll eins og regnið féll á Robert Taylor í „Waterloo-brúnni“. Og gang- stéttar þaktar laufblöðum, alla- vega að lit og lögun, gullnum og rauðum. Lauf af hlyni. Sonur Stefans sendi okkur lauf af hlyni skömmu eftir að hann fór til Montreal til að stunda fram- TIZKUSYNINGAB AÐ HOTEL LOFTLEIÐUM ALUA FÓSTUDAGA KL. 12:30—13:00, Hinir vinsælu islenzku hádegisréltir verða enn Ijuf- fengari, þegar gestir eiga þess kost aS sjá tizku- sýningar, sem íslenzkur HeimilisiSnaSur, Módel- samtökin og RammagerSin halda alla föstudaga, til þess að kynna sérstaeða skartgripi og nýjustu gerSir fatnaðar, sem unninn er úr islenzkum ullar- og skinnavörum. ssssö'. ..... haldsnám. Umslagið er ílangt, frímerkið ókunnuglegt og innan j býðingn í umslaginu og bréfinu er þetta fallega laufblað af hlyni, eitt IlUlaU V altýsdottur. laufblað af þúsundum á gang- stéttinni. Ég handfjatla umslag- ið oft og laufblaðið. Ég grand- skoða frimerkið og ég sé fyrir mér son Stefans, þaæ sem hann gengur á gangstéttinni meðfram svörtu grindverki. Það er mjög kalt í veðri og ég sé að hann stanzar til að snýta sér. Og hann horfir á laufin og hugsar um okkur frændur sína. Hann er í frakka til að halda á sér hita og hann er með skjala tösku undir hendinni. Þann- ig hugsa ég mér hann í Montre- al, við framhaldsnám, glaðan inn an um laufblöðin. Og þannig lang ar mig til að sjá Dayo. Þegar sonur Stefans var far- S^i//c/oy'c Hd- og snyrtistofa Astu Baldvinsdóttur Knpavngi HRAUNTUNGU 85 — SÍMI 40609. Tyrknesk böð Handsnyrting Megrunarnudd Fótsnyrtirrg Partanudd Augnabrúnalitanir Húðhreinsun Vil sérstaklega vekja athygli á 10 tíma megrunartímum meö mælingum, viktun og matarkúr. Opið til klukkan 10 á kvöldin. Bílastæði. — Sími 40609. tVriNGANa 'Sta inn til Montreal, fór fyrst að bera veruliega á aifhrýðilsemi hjá 1 fjölskyldu Stefans gagnvart NILFISK mm gæéítt er " tefía.... SUÐURGÖTU 10, REYKJAVlK, SÍMI 24420 velvakandi 0 Kristilegt efni í sjónvarpi Velvakanda hefur borizt bréf írá tveimur ungum mönn- um og fer það hér á eftir: „Eftir að hafa horft á helgi- stundina í sjónvarpinu sl. sunnudagskvöld, finnst okkur sjálfsagt að taka undir tiilögu biskupsins um að hafa helgi- stund í sjónvarpi, ekki aðeiins á sunnudögum, heldur á hverju kvöldi, eins og sjálfsagt þykir í nágrannalöndum okkar og öðrum kristnum löndum. Þetta kæmi ekki að sök fyrir þá, sem vilja ekkert með kristilegt efni hafa, því þeir gætu bara slökkt á tækinu, án þess að missa af öðru. Fyrir hina mörgu, sem hlynntir eru meira kristilgu efni í fjölmiðlum er þetta ekki nema sjálfsögð þjónusta. Á virkum dögum væri e.t.v. nóg að hafa stundina fimm minút- ur og fimmtán minútur á sunnudögum. Æskilegt væri, að biskupinn sæi sér fært að taka þættina saman. Mætti þá hugsa sér, að stuttu þættimir værú lesnir inn á segulband, en biskup kæmi fram á skerminum á sunnudögum. Kostnaður fyrir sjónvarpið yrði lítill, væri notuð stilli- mynd og segulband. Með þökk fyrir birtinguna. Ungir iiK‘iin.“ 0 Lokuð barnaheiniili Einstæð móðir skrifar: „Sl. þriðjudag var í út- varpinu þátburinn Vettvangur og fjallaði hann þá um vainda- mál einstæðra foreldra. 1 þess- um þætti var talað við forstöðu konu Barnavinafélagsins Sum- argjafar og þá aðailega um vandamál þau, er skapast, er barnaheimilum er lokað i 3 vik- ur á hverju sumri. Sagði for- stöðukonan, að þetta kæmi harðast niður á þeim einstæðu mæðrum, sem nýlega hefðu hafið vinnu og ættu ekki kost á sumarfrii, en í þeim tilvik- um væri reynt að koma barn- inu á annað bamaheimili, þar sem bamaheimiiin væru ekki lokuð öll í einu, heldur skipt- ust á. 0 Ekkert dagheimili opið Nú er ég einstæð móðir, en hefi verið svo heppin að eiga að góða foreldra, sem hafa hjálpað mér á allan veg. Samt sem áður hef ég haft bam mitt á leikskóla eftir hádegi. í vor varð ég fyrir þvi óhappi að veikjast og var óvinnufær í 2% mánuð. En þegar ég er rétt að byrja að vinna aftur, lokar leikskóiinn, sem bamið hefir verið í, vegna sumarleyfa. Um þetta leyti ætluðu foreldrar mínir út úr bænum og vantaði mig þá bamagæzlu og leitaði ég á náðir Sumargjafar. Svar- ið, sem ég fékk var því miður það, að forstöðukonur barna- heimilanna réðu því, hvort börn væru tekin irm á heimilin, en ekki stjóm Sumargjafar. Nú var þama um Vá mánuð að ræða, nánar tiltekið 24. júií til 5. ágúst. Ég bað um upplýsing- ar um hvaða dagheimili væru opin þennan tima. Þá kom í ljós að vikuna 31. júií til 5. ágúst voru öll dagheimili lok- uð, en vikuna 24. júlí til 29. júl'í væri Barónsborg eina heimilið, sem til greina kæmi. Ég hringdá strax í Barónsborg. Kom þá í Ijós, að þar var alis ekki urn dagheimili að ræða, heidur leikskóla. 0 Hætta á atvinnumissi Það er anzi hart að eiga góða foreldra, sem reyna að hjálpa manni á allan hátt og þurfa svo að verða til þess, að þeir komiist ekki i hálfsmán- aðarferð á ári. Foreldrum, sem sjálfir eru búnir að eiga böm og ala þau upp, ber engin skylda til að sjá fyrir börnum barna sinna. En við einstæðar mæður þurfum líka að sjá fyr- ir bömum okkar og þá er ekk- ert gamanmál að eiga það á hættu að missa atvinnuna, vegna skorts á bamagæzlu. Einstæð móðir.“ Velvakanda hefur oft virzt sem „barnagæzlukerfið“ væri nokkuð ósveigjanlegt. Mætti ekki hugsa sér, að í stað þess að loka þessum stofnunum, skiptust fóstmrnar á um að taka sumarleyfi sitt, eins og tíðikast hjá starfsfólki flestra fyrirtækja. Eða hvers vegna þurfa þær allar að fara í einu? Á sumrin er oftast nóg fram- boð af fólki til aífeysinga, þann ig að þetta ætti að vera vel framkvæmanlegt. Enníremur hlýtur það að vera óæskilegt, að bömunum sé þvælt af ednu bamaheimili á annað umfram það, sem brýn nauðsyn krefur. Þetta er aðeins það, sem Vel- vakanda dettur í hug í þessu samhandi, en fróðlegt væri að heyra álit annarra á þessu máH og þá helzt þeirra, sem kunn- ugir eru þessum málum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.