Morgunblaðið - 05.10.1972, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1972
Ný
gerð
af
Boeing
727-200
Rannsóknir og undirbún-
ingur að smiði nýrrar gerfi-
ar af Boeingr 727, hinnar „liá
þróuðu“ eða Advanced 727—
200, hefur nú staðið siðan i
árslok 1969, og hóf vélin far-
þegafiugr fyrir u.þ.b. mánuði
siðan.
Boeing 727 er nú orðin
mest selda farþegaflugvél
sem nokkru sinni hefur ver-
ið smiðuð, og er í þjón-
ustu 57 flugfélaga. Flugvél-
in var fyrst kynnt árið 1960
en I sitt fyrsta flug fór hún
árið 1963. 1966 kom Boeing
fram með 727—200, sem er 6
metrum lengri en hin upp-
runalega 727—100, og jókst
brúttóvigtin úr 63,900 kg í
76,500 kg, og farþegafjöldinn
jókst upp i 178 farþega, mið-
að við eitt farrými. Þessi út-
gáfa hóf farþegaflug í árs-
lok 1967 hjá Northwest Air-
lines og fimm mánuðum
seinna voru pantanir á 727
(allar gerðir) orðnar 750.
Afturkippur sá, sem kom í
flugumferð árið 1969, kom ber
lega fram hjá Boeing verk-
smiðjunum, með því að sala
á 727 féll niður i ekki neitt.
Til þess að endurvekja
sölu, lét Boeing gera mikla
könnun á þörfum flugfélag-
anna. f ljós kom að 727—100
hafði mjög góða flughæfni,
en var minna hagkvæm. 727—
200 var hins vegar mjög hag
kvæm en hafði of lítið flug-
þol og notaði of stóra flug-
braut, sem minnkaði nota-
gildi hennar. Þá var einnig
komizt að þeirri niðurstöðu
að i framtíðinni yrði vélin
ekki samkeppnishæf við nýj
- á að slá
ígegn
á milli-
löngum
leiðum
ar þotur eins og DC-10,
L-1011 og A-300B, hvað
snerti þægindi fyrir farþega,
hagkvæmni, hávaða og flug-
hæfni.
Til að mæta aðstæðunum
og að gera 727—200 hæfari til
samkeppni við stóru þoturn-
ar á millilöngum leiðum,
ákvað Boeing að gera ýmsar
breytingar á flugvélinni. Inn
réttingum var gjörbreytt, til
þess að farþegarýmið virkaði
rýmra. Hattahillur viku fyr-
ir skápum, notuð óbein lýs-
ing í rikari mæli, og glugga-
karmar hafðir því sem
næst lóðréttir.
Til þess að nýta þann flug
hraða, sem 727 hafði fram yf
ir nýju, stóru þotumar, og
jafnframt auka flugþol og
burðarþol þurfti nýja og
öflugri hreyfla. Eftir nokk-
urra mánaða rannsóknir var
komið fram með breytingar á
Pratt & Whitney JT8D hreyfl
inum þannig að hann gaf um
7% meiri orku en upp-
runalegi hreyfillinn. Var
þannig hægt að auka flug-
þolið án þess að vélin þyrfti
lengri fiugbraut.
Þá var að ráðast gegn
hávaðavandamálinu. Til þess
að 727 stæði „hvislandi" þot-
unum L-1011 og DC-10,
ekki að baki hvað hávaða
snerti varð að hljóðeinangra
hinn nýja hreyfil vandlega.
Árangurinn varð sá að háv-
aði við aðflug stórminnkaði.
Þó að hliðar- og flugtaksháv-
aði héldist óbreyttur, upp
fyllti 727 þar með ströngustu
kröfur sem gerðar eru til
nýrra farþegaflugvéla, varð-
andi hávaða.
Það sem segir til um hag-
kvæmni flugvélar, er inn-
kaupsverð, rekstrarkostnað-
ur og sætafjöldi. Með 178 há
marksfarþegafjölda og
hreyfla, sem eyða 20% meira
eldsneyti en hreyflar DC-10,
L-1011 og A.300B, er augljóst
að rekstrarkostnaður hinnar
„háþróuðu“ 727—200, miðað
við sætamílu, er meiri en
á nýju þotunum. Til þess
að losna við þann ókost, hef-
ur Boeing tekizt að halda
verðinu niðri, þannig að hin
„háþróaða" 727—200 er 30%
ódýrari i innkaupum, reikn-
að í dölum á hvert sæti, held
ur en nýju stóru þoturnar.
Þetta vegur upp á móti elds
neytisnotkuninni og stærðar
muninuim, þannig að kostnað
ur á sætamílu jafnast út.
Boeing sér mikinn markað
fyrir 727—200 fyrst og
fremst innan Bandaríkjanna.
Af um eitt þúsund beinum
flugleiðum á milli tveggja
borga innan Bandarikjanna,
mun aðeins mikill minnihluti
gera flug með stórum þotum
eins og DC-10 og L-1011 arð
vænlegt næstu árin. Undir-
tektir bandarísku flugfélag-
anna hafa því verið góðar,
og fyrstu fimm mánuði þessa
árs voru pantaðar 76 þotur.
Mestan hlut í þeim pöntun-
um eiga bandarisku flugfé-
lögin Braniff, Continental og
Delta, en hér í Evrópu hafa
Iberia, Sterling og Condor,
sem er dótturfélag Luft-
hansa, gert pantanir. Vonast
Boeing til að geta sdlt um
1500 vélar alls af öllum gerð
um 727.
Fyrsta „háþróaða" 727—200,
fór í farþegaflug fyrir u.þ.b.
mánuði síðan hjá Braniff, en
Boeing áætlar að smíða fjór-
ar á mánuði, og vonast fyrir
tækið til þess að viðskipta-
vinir þess bíði með að fá sér
stærri þotur, en noti 727-
200 þar til þau eru reiðu-
búin til að festa kaup á hinni
risastóru Boeing 747.
f'llll
ÍIIIIHIIII
í KVIKMYNDA
HÚSUNUM
uiiiiMiiiiiaim
Siguröur Sverrir Pálsson:
Ekki er allt
sem sýnist
Háskólabíó:
The Go-Between
(Sen<jiboðinn)
Leikst\óri: Joseph Losey.
ÞAÐ hefur verið sagt um mynd-
ir Loseys, að þær séu eins og ís-
jaki, þær láti Mtið yfir sér á yfir-
boðinu, en þess meira búi undir.
The Go-Between er svo sannar-
lega engin undantekning, jaínvel
söguþráðnriran fellur að þessari
samlíkingu.
Myndin er gerð eftiir sögu L.
P. Hartleys, en handritshöfundur
er Harold Pinter, „sá bezti“, seg-
ir Losey. Þeir hafa áður unnið
saman, fyrst að myndinni The
Servant (Þjónninn) ag seinna að
Accident (Slys), en báðar mynd-
ir hafa verið sýndar hér.
Losey hefur sagt um myndir
Sinar: „Ég lit ekki á neitt af per-
sónium mínium sem hetjur eða
anti-hetjur, aðeins sem einstakl-
inga, mismuinandi hvata eða afl-
gjafa þess, sem oktour er ávallt
t&ert, annaðhvort af okkur sjálf-
úm eða þess, sem aðrir gera otok-
ur. Fyrir mér er þetta aðalatrið-
ið, baráttan við að skilja lífið,
baráttan við það, að lifa lífinu
í stað þess að deyja lifandi . . . .
Vandamálið er, hvemig á að trúa
á mismunandi myndir mannlegr-
ar tilveru og viðurkenna um leið
að mannlifið sé á frumstiigi, gam-
aldags, eigingjarnt, ósiðfágað og
umkringt risavef lyga og blekk-
inga.“
Sé þetta viðhorf haft í huga,
þeigar horft er á The Go-Between,
skiist manni betur hin mikla al-
úð og nærfærni, sem Losey sýn-
ir þessu viðfangsefni sínu.
í stuttu máli segir myndin frá
12 ára pilti, Leo, sem dvelst sum-
arlangt á heimili riks skólafé-
laga síns í Norfolk. Hann verður
skotinn í eldri systur félaga síns,
Marian, (Julie Christie), sem er
falleg stúlka um tvitugt. Hún er
Iofuð ungum lávarði en er jafn-
framt í ástarsambandi við Ted
(Alan Bates), ungan bónda í ná-
grenninu. Leo líkar vel við Ted
og gerist sendill þeirra með ást-
arbréf og stefnumótatiikynning-
ar. En þegar Leo uppgötvar loks
efni bréfanna verður hann yfir-
kominn af harmi. Hann ákveður
að hætta þessum hlaupum en af
taumlausri eigingirni láta Mari-
an og Ted hann hlaupa áfram
með hótunum og fölskum loforð-
um. En samband þeirra er dauða
dæmt. Allir vita hvað er að ger-
ast en allir þegja unz upp úr
sýður. Afleiðingamar verða ægi-
legar. Ted fellur fyrir eigin
hendi en Leo er kaiinn á hjarta
til æviloka. í bók Hartleys er
bæði formáli og eftirmáli. For-
málann segir Leo á gamals aldri
og gamalli dagbók, sem hann fer
að glugjga í og rifjast þá upp fyr-
ir honuim atburðir þessa afdrifa-
ríka sumars. Eftirmálinn greinir
síðan frá þeim áhrifum, sem þess
ir atburðir höfðu haft á Leo. f
myndinni sleppir Pinter bæði
formála og eftirmála, en lætur
þann atburð gerast ssunhliða aðal
sögunni að Leo, 50 árum síðar,
er á ferð um sömu slóðir og hitt-
ir Marian, nú gamla kon-u. Gerir
Losey þetta með innklippsmynd-
um, sem standa stutt i fyrstu en
lengast og gerast tíðari er á
myndina líður.
Það er eftirtektarvert, hvernig
Losey lætur veðrið endurspegla
hugaróstand Leos. Allt suimarið
er sól og blíða, litirnir mjúkir og
fallegir unz daginn, sem allt
kemst upp, þá er hellirigninig. í
öllum atriðunum með Leo 50 ár-
um síðar er rigning, litirnir gráir
og kuildalegiir.
Einkenni Loseys eru auðsæ.
Hann þröngvar engum einum
skilningi að áhorfendum, en með
myndavél sinni og klippinigu, ýt-
ir hann undir hugmyndaflugið.
Hvert skot í kvikmyndatökunni
er yfirvegað, ekkert er gert án
tilgangs. Etokert flauistur, engin
ódýr yfirborðsmennska.
Þegar Leo kemuir einhverju
sinni með bréf til Teda er Ted
úti að skjóta héra. Um leið og
Ted tekur við bréfinu litast það
blóði úr hendi hans; fyrirboði
hinna váléigu en óumflýjanlegu
atburða. í annað skipti er Leo
kemiur er Ted inni að hreinsa
byssu sína. Hann býðst til að
lofa Leo að skjóta af byssunni
og þeir labba út í dyrnar. Mynda-
vélin etr kyrr inni í stofunni, þeir
hverfa og áhorfendur heyra að-
eins skotið; þögn, síðan koma
þeir inn í stofna aftur. Það er
einhver dulinn óhugnaður við
þetta atriði eins og mörg önnur
i myndinni. Og það er einmitt
þessi duddi óhugnaður undir hinu
fágaða, fallega og saklausa yfir-
borði, sem er aðalstefið í mynd-
inni. Þó að Losey komi vel til
skila hinu fagra og óflekkaða
yfirborði með kvikmyndatöto-
unni (Gerry FLscher) og sviðs-
myndinni, án þess að ieggja of
mikía áherzlu á umhverfið,
stenzt hann ekki þá freistingu að
benda okkur á það sérstaklega í
einu atriði, Leo er á gangi um
óðalið og fer fram hjá borðum
hlöðnum vel fægðum silfurborð-
búnaði; hann gengur út úr mynd,
en Losey klippir ekki strax.
Hann Lætur sil'frið, virðuleika-
táknið, standa eitt örfáar sekúnd
ur, eins og til að undinstrika hið
flekklausa yfirborð.
Þegar þessi ytri hjúpuir brest-
ur svo undir lokin, breytist hús-
Framhald á bls. 23
Sendiboðinn: Dominic Guard; Marian: Julie Christie.