Morgunblaðið - 05.10.1972, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1972
23
uð í Reyikjarfirði, fluttu þau
hjónin þanigað og bjuggu þar í
1 % ár. t»ar höfðu þau fæðis-
söl'U fyrir mannskapinn og einn
ig vann Steinólfur á lager.
Svwia kembdi maður landið í
kreppunni.
Konu sína missti SteinóLfur í
júní 1969. Síðustu árin vann
hann hjá „Samábyrgð Islands á
fiskiskipum“ og undi sér vel við
höfnina.
Eftir að Vigdis féll frá bjó
hann einn í sinni íbúð kunni
ekki við sig annars staðar, en
dóttir hans hugisaði náttúrlega
um hann og gerði fyrir hann
það sem hægt var.
Mig hefur borið vitt um land-
ið, en engan mann hefi ég þekkt
sem fleiri kön nuöust við per-
sónulega en SteinóLf. Og alltaf
var það í sambandi við ein-
hvern greiða eða fyrirgreiðslu.
í»egar maður var á gangi með
hon>um í Reykjavík, var eins og
hann þekkti flesta menn sem við
mættum.
Að síðuistu var hann sjúkling-
ur á spítölum, en mælti aldrei
æðruorð. Hann dó á Hrafnisfcu.
Ég þakka þér frændi fyrir
samfylgdina og einnig í nafni
konu minnar og sonar. Þegar ég
var að koma úr sumarieyfinu
um daígimm hibti ég Aðalheiði
Þorste i nsdöt t u r á Hreims-
stöðuim og hún bað mig
fyrir þakklæti og innilegar sam
úðarkveðjur, ef ég skrifaði minn
ingargrein. „Ég var eins og dótt
ir þeirra í hvert skipti sem ég
dvaldi þar,“ sagði hún.
Svo kveð ég þig hinztu kveðju
með þakklæti fyrir svo margt
sem ég þáði af þinni hendi.
Hvort við hittumst, eða hvar,
heyrir til hinztu rökum. Þetta
er sú skuld sem enginn getur
keypt sig frá og hollast að taka
undir með Hallgrími:
„Þar læt ég nótt sem nemur".
Halldór Pjetursson.
Sæmdir
Fálkaorðu
FORSETI fslands sæmdi í gær
eftirtalda fslendinga heiðurs-
merki hinnar íslenzku fálkaorðu:
Ásmund Sveinsson, myndhöggv
ara, stórriddarakrossi, fyrir
höggmyndalist.
Sigurjón Sigurðsson, lögreglu
stjóra, stórriddarakrossi fyrir
embættisstörf.
Séra Einar Guðnason, prófast,
riddarakrossi, fyrir störf að
kirkju- og menningarmálum.
Franz Siemsen, ræðismann ís-
lands í Lúbeck, riddarakrossi,
fyrir ræðismannsstörf.
Kristbjöm Tryggvason, yfir-
lækni, riddarakrossi, fyrir emb-
ættisstörf.
Tómas Vigfússon, húsameist-
ara, riddarakrossi, fyrir störf að
félagsmálum.
— Kvikmyndir
Framhald af bls. 10
móðirin úr frú Virðuleika í frú
Æði. Umiskiptin eru snögg og
ógnvænleg, I Lkt og dr. Jekyll
hafi breytzt í rnr. Hyde. Blindiuð
af reiði, afbrýðisemi og hræðslu
við brothættan virðuleik sinn
æðir hún út í riigniniguna með
sakleysinginn Leo í eftirdragi
til að hafa upp á Marian og reyna
að forða frá hneyksli.
Fyrstu orðin í myndinni eru
lesin af þul: „Fortiðin er fram-
andi lamd, þar eru hlutirnir gerð
ir öðruviisi.“ Hvaða fortíð Losey
er þama að tala um má sjálifsagt
deila um. En með tilliti til orða
Loseys hér að framan gæti hamn
áfct við fortíð mannkynsinis, það
fruimstig, sem mennimir hafa
ekiki komizt af þrátt fyrir fram-
farir sínar og ytri siðfágun; þá
fortíð, sem hver og einn burðast
með; þá fortíð, sem mönnum hef-
ur ekki enn tekizt að lifa í sátt
við og felilia að nútíð hvers fcíma.
Þess má geta, að Losey hetfur
mikið álit á Stamley Kiuibrick, en
eimmitt þetta sama efni er meg-
inuppLstaðan í mynd Kubricks,
2001, þó þar sé haldið allt öðni
viisi á mál/uim.
Björn Matthíasson:
Er stefnubreyting í landbún-
aðarmálum tímabær?
ÚTFLUTNINGUR
LANDBÚNAÐARAFURÐA
Um mörg undanfarin ár
hef’ur það verið einn liður í
stefnunni í landbúnaðarmál-
um að flytja út talsvert af
landbúnaðarafurðum. Hefur
mikið verið unnið að því að
skapa markað- erlendis fyrir
þessar landtoúnaðaráfurðir og
er gert enn. Agnar Tryggva-
son, framkvæmdastjóri bú-
vörudeildar SÍS, hefur skrif-
að merka grein um útflutn-
ings- og sölumál landbúnaðar-
ins eftir stríð og birtist hún í
Árbók landbúnaðarins 1970.
Er hún bezta fáanlega heimild
um þessi mál.
Þótt mikið hafi verið unnið
að því að selja landbúnaðar-
afurðir okkar erleindis, þá fer
þvi fjarri, að það sé arðvæn-
leg atvinmugrein. Meðfylgj-
andi tafla sýnir, að það verð,
sem fengizt hefur fyrir út-
fluttar landbúnaðarafurðir,
hefur sjaldnast náð helmingi
af innlenda heildflöluiverðinu
og fóreittárið (1966/67) niður
í 28,6% af imnlenda verðinu.
Mismuninn á söluverðmætinu
erlendis og innlenda verðinu
hefur svo orðið að greiða úr
ríkissjóði. Það þýðir, að sum
árin (t.d. 1966/67 og 1967/68)
varð ríkissjóður að greiða sjö
kr. í uppbætur fyrir hverjar
þrjár kr., sem fengust fyrir
vöruna eriendis.
Árið 1960 var það lögfest,
að tryggja skyldi greiðslu úr
rikissjóði á þeim halia, sem
bændur kynnu að verða fyrir
af útfiiuitningi landbúnaðar-
vara, en þó skyldi greiðslan
vegna þessarar tryggingar
ekki vera hærri en sem svaraði
10% af heildarverðmæti land-
búnaðarframlieiðslunnar við-
komandi verðlagsár. Útflutn-
ingsuppbætur hafa lemgi ver-
ið fyrir hendi, en fóru fyrst
að vaxa á sjöunda áratugn-
uim.
Verðlagsárið 1959/60 nátiw
útflutningsuppbætur 23,8
millj. kr., eða um 2,7% af
framleiðsluiverðmæti landbún-
aðarafurða árið 1960. Tiu ár-
um síðar, árið 1969/70, eru
bæburnar komnar upp í 334,6
millj. kr. og hafa þannig
fjórtánfaldazt á einum ára-
tug. Á þessu geta menn séð,
að útflutningur landbúnaðar-
afurða er vægast sagt mjög
óarðbær fyrir þjóðarbúið í
heild. Þeir forráðamemn land-
búnaðarins, sem kosið hafa
að nota opinbert fé til útfLutn-
ingsuppbóta’, hefðu betur
gert, ef þeir hefðu reynt að
takmarka framleiðslu land-
búnaðarins, þannig að um-
framframleiðsla til útflutn-
ings myndaðist ekki. Þanmig
hefði verið hægt að veita því
mikla fé, sem í uppbæfcurnar
fór tii annarra þarfa, jafnvel
landbúnaðinum innanlands til
góða.
TEKJUR BÆNDA OG
BY GG® ADREIFIN GIN
í einni af fyrri greinum
mínum gat ég þess, að úfcgjöld
tengd landbúnaði hefðu num-
ið 480 þús. krónum á hvern
bónda í landinu árið 1971.
Hafa þau orð vakið mikla úiif-
úð, en sú tala hefur þó ekki
verið nengd sem slík. Nú
kynnu menn að halda, að þess
ir peningar rynnu beint i vasa
bóndans og hver bóndi hefði
fengið 480 þús. krónur upp I
hendurnar á sl. ári án þess að
hafa nokkuð fyrir þvi. Svo er
ekki. Yfirleitt hafa bændur
verið með tekjulægstu stétt-
um landsins. Eftirfarandi sam
anburður er tekinn úr greinar
gerð með frumvarpi að nýjum
framteiðsluráðslöguim, sem
lagt var fyrir Alþingi i fyrra.
Meðalbrúttótekjur kvæntra
karla, 25—66 ára (þús. kr.) Viðm.
Ar Bændur gtéttir U>/<2>
1962 99 126 0,79
1963 118 152 0,78
1964 161 192 0,84
1965 199 232 0,86
1966 193 272 0,71
1967 194 300 0,65
1968 197 276 0,71
1969 233 316 0,74
Öll þessi ár hafa tekjur
bænda verið taisvert fyrir neð
an tekjur þeirra stétta, sem
miða á tekjur bænda við sam-
kvæmt lögum. Þótt það sé
ekki sérstaklega sýnt hér, þá
hafa tekjur bænda sl. 3—4 ár
verið nokkuð lamgt fyrir neð-
an þá upphæð, sem rikið eyðir
í úbgjöld tengd landbúnaði
skipt niður á bændur i land-
inu.
Hvert fara þá allir þessir
peningar? Svarið hlýtur að
hggja í því, að iandbúnaður-
inn er mjög erfið atvinnu-
grein, þar sem kostnaður er
alltaf mikill miðað við afrakst
ur oig því fer eyðsla rí'kisins
að miklum hluta í það að
greiða kostnað við framleiðsl-
una, sem ekki skilar sér að
sama skapi í afrakstri af at-
vinmugreininni í heild. Þarna
kermur hin lága framleiðni
landbúnaðarins fram aftur í
enn einni mynd, og ætti nú
engutm lengur að dyljast,
hversu illa landbúnaður er á
vegi staddur. Vilja andmæl-
endur rminir nú enn halda þvi
fram, að það sé tómt mál að
tala um framleiðni, þegar
landbúnaðurinn er ræddur?
Það er að minu áliti mjög
villandi að tala um landbún-
aðinn sem eina atvinmugrein,
þegar rætt er um erfiðleika
hans. Hér á landi eru sumar
sveitir mjög gjöfular, eins og
t.d. mikill hluti Suðurlands-
undirlendiisins, Borgarfjörður
og Mýrar, Skagafjörður, Eyja-
fjörður svo eitthvað sé nefnt.
f þessium sveitum eru býli
yfirlieitt grösug og gjöful,
þótt smæð þeirra sé oft mikill
tálmi. Svo eru einnig alltaf erf
ið býli innan um. Á himn bóg-
inn eru heilar aðrar sveitir
mjög erfiðar fyrir búskap,
þannig að þar fækkar býlum
stöðugt. Má þar nefna mest-
alla Vestfirðina, hluta af Múla
sýslunum, mestan hluta Suð-
auisturlands og Vesbur-Skafta-
fellssýslu.
Þrátt fyrir mikil átök af
hálfu ríkisins, hefur ekki
reynzt mögulegt að stöðva
samdrátt og eyðingu erfið-
ustu byggðarlaganna. Árið
1951 voru rúmlega 6600 bænd-
ur á landinu, en árið 1971 er
fjöldi þeirra liktega kominn
niður í 4900 og hefur bænd-
um þannig fækkað um 1700 á
tuttuigu árum.
Að mánu áliti er það vel
buigsanlegt, að áframhaldandi
eyðing erfiðustu sveitanna
standi í beinu sambandi við
það, að mestallt styrkjakerfi
landbúnaðarins beinist ekki
að harðbýliustu sveitunum,
heldur að landbúnaði yfirleitt.
Mjög lítið tillit er tekið til
þess, hvort býli eru búsæl eða
erfið, þegar styrkir eru veitt-
ir. í lögum um jarðrækt og
húsagerð í sveitum er ekki
gerður greinarmunur á, hvort
býli er gjöfult eða harðbýlt,
þegar styrkir til fjárfestingar
eru veittír. Þarna standa
býli í Borgarfirði og við ísa-
fjarðardjúp jafnt að vigi, þótt
fyrri sveitin sé mjög gjöfúl
en sú síðari ein sú erfiðasta
hér á landi.
Þannig hefur styrkjakerfið
átt sinn þátt I því að gera
stæða bændur stæðari og verr
stæða bænda enn fátækari.
Bendir þetta til þess, að vel
væri hægt að draga úr fjár-
festingarstyrkj um til gjöfulli
sveita og verðniðurgreiðslum
á vörur þaðan, en aftur á
móti mætti auka aðstoð við
þær sveitir, sem við erfiðust
skilyrði búa. Þetta sjónarmið
virðist eiga sér nokkuirn
hljómgrunn. Kemur það fram
í greinargerð með frumvarpi
að framleiðsLuráðslögum sem
nú liggja fyrir Alþingi, þar
sem nefnd sú, er samdi frum-
varpið, teggur til að stofnað-
ur verði sérstakur sjóður í
þessu skyni.
LOKAORD
f þeim skrifum mínum og
annarra, sem birzt hafa í blöð-
unuip undanfarið, hafa fallið
mörg orð og bitur á báða
bóga. Það virðist eins og um-
ræður um 1 andbún aðarmál
geri engum rótt í skapi. Ótti
forráðamanna landbúnaðar-
ins við, að svóna umræður
verði til þess, að útgjöld til
landbúnaðar verði stórlega
skorin niður og bændur verði
sendir á mölina í stórhópum,
er að mínu viti ástæðulaus.
Allir ístendingar hljóta að
Síðari
grein
vilja bændum, arftökum
Bjarts i Sumarhúsum, vel.
Landbúnaður gegnir þýðingar
miklu hlutverki við að halda
landinu byggðu, þótt fram-
leiðsliugeta þessa atvinnuveg-
ar sé ekki sem skyldi. Hygg
ég, að andmælendur mínir
hafi ekki verið eins ósam-
mála mér eftir allt saman,
og þeir töldu sig vera í mesta
skaphitanuam.
Með skrifúm mínum hef ég
viljað ítreka það, að útgjöld
tengd landbúnaði eru nú orð-
in svo mikil, að þau eru kom-
in úr öllu skynsamlegu sam-
hengi við önnur útgjöld rikis-
ins, og er því brýn þörf á, að
þetta mál hljóti endurskoðun.
Þvi getur enginn sanngjarn
maður mótmælt.
Otflutnlngur landbúnagarafurða, sem vergábyrgg er &
(Miljónir króna)
s?5rðlagsár Heildsölu- verðmæti innanlands Söluverðmæti erlendis, fob. Uppbaetur úr ríkissjóði Fob. verðmæti 1 % af heild- söluverðmæti
1962/63 163,7 88,0 75,6 53,8
1963/64 278,0 118,1 159,9 42,5
1964/65 275,0 107,7 167,3 39,2
1965/66 319,0 107,6 211,5 33,7
1966/67 309,9 88,6 221,3 28,6
1967/68 345,3 101,5 243,7 29,4
1968/69 374,9 124,8 250,1 33,3
1969/70 702,2 367,5 334,6 52,3
Heimild: Hágtíðindl >