Morgunblaðið - 27.10.1972, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.10.1972, Blaðsíða 17
MORGUiNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2T. OKTÓBKR 1972 17 Eggert G. Þorsteinsson: Al- þýðuflokksfólklð tekur end- anlegra ákvörðun í næstu kosningum. „Þessi guðdómlegi gleðileikur á að fá svipmeiri leikslok64 Frá 34. þingi Alþýðuflokksins SAMEINING lýðræðis- sinnaðra jafnaðarnianna var meginviðfangsefni 34. þings Alþýðuflokksins, scm haidið var um sl. helgi. Fyrir þinginu lá að taka ákvörðun um samein- ingaryfirlýsinguna, sem landsfundur Samtaka frjálslyndra og vinstri manna samþykkti fyrir mánuði. Þing þessara tveggja flokka voru sam- bærileg að því leyti, að þau voru álíka fjölmenn og bæði fjölluðu þau nær einvörðungu um samein- ingarmálið. ÓLlK VINNUBRÖGÐ Þrátt fyrir þessi sameigin- legu einkenni voru þessi þing engu að siður ólík um, flest. Rótleysi, alger klofn- ingur og djúpstætt persónu- legt hatur einkenndi öll störf landsfundar SFV. Á þingi Alþýðuflokksins var hins vegar ágreiningur, en ekki klofningur; umræðurnar voru nokkuð málefnalegar og að mestu lausar við persónu- leg hnjóðsyrði. Áralöng sam- vinna hefur greinilega agað fólkið í hinum gamla og rót- gróna Alþýðuflokki. Við þingsetninguna mátti t.a.m. heyra, að ýmsir fulltrú- ar vildu fyrir alla muni sitja til borðs með sömu mönnum og á 'seinasta þingi. Gömlum flokkum er þannig siður hætt við að fara úr böndun- um. Þing Alþýðuflokksins var auk þess vinalegt, jafn- vel heimilislegt; þar mátti sjá ráðsettar kratakonur sitja og prjóna frá morgni til kvölds. Þær rétt litu upp frá prjón- unum til þess að klappa fyr- ir góðum ræðum. Og Helgi Sæm. sat gjarnan við hliðina á þeim og horfði á fullur að- dáunar. Hlutskipti Jóns Þorsteins- sonar Varð einnig annað en Bjarna Guðnasonar, en báðir reyndu þeir að koma í veg fyrir sameiningu. Bjarni bar kápuna á báðum öxlum í sínum málflutningi og belð af hroð. Jón tefldi hins vegar vel og skynsamlega eins og einhver þingfulltrúinn orð aði það; hann stendur því enn uppréttur, þó að sjónar- mið hans hafi ekki orðið of- an á í atkvæðagreiðslu um málið. GLEÐII.EIKITRINN Þó að sameiningaryfirlýs- ingin hafi verið samþykkt með miklum meirihluta at- kvæða, var efinn þó ríkjandi í ræðum velflestra þingfull trúa. Niðurstaðan segir ekk- ert um, hvort Alþýðuflokkur inn muni sameinast Samtök- um frjálslyndra og vinstri manna. Greinilegt var, að margir töldu óhyggilegt að slíta þessum viðræðum nú, þó að þeir væru í hjarta sínu andvígir samein- ingu. Orð Jóns H. Guðmundsson- ar eru eflaust gott dæmi um þá hugsun, sem raunverulega liggur að baki þeirri samein- ingarsamþykkt, sem þing- ið gerði. Hann sagði: „Ég greiði atkvæði með þessari ályktun, svo að þessi Divina Comedia (guðdómlegi gleði- leikur) fái svipmeiri leiks- lok en unnt er að setja á svið hér.“ Ljóst er, að sameiningaryf irlýsing viðræðunefndanna hefði aldrei verið samþykkt á flokksþinginu, ef ekki hefði jafnframt verið sett það ráð fyrir kosningabanda- lagi, en ef viðræður bæru ekki árangur fyrir 1. septem ber næsta ár, skyldi þeim slit ið. Báðar tillögurnar voru í Hver verða úrslitin, þegar Jón Þorsteinsson stillir tafl- niönimniim upp á nýjan leik. eflaust verið sú, að þeir vildu ekki opinbera málefna- lega samstöðu með Gylfa og flokksforystunni. En að undanförnu hafa ungu krat arnir ekki farið dult með andstöðu sína við flokksfor- ystuna. TORTRYGGNI Flestir ræðumanna á þing- inu lýstu yfir stuðningi sín- um við sameininguna með ákveðnum fyrirvörum og tor- tryggni. Hjá sumum kom fram sár tregi vegna hugsan legs skapdægurs Al- þýðuflokksins. Eggert G. Þorsteinsson var einn þeirra, er sögðust vera tortryggnir á áframhaldandi viðræður, þó að hann teldi rétt að halda þeim áfram. Hann sagði, að ekki væri unnt að gefa við- ræðunefndinni ótakmarkað umboð; enn væru of margir endar lausir til þess. Hann ítrekaði, að endanleg ákvörð ÞORSTEINN PALSSON SKRIFAR AF INNLENDUM VETTVANGI skilyrði, að Alþýðuflokkur- inn starfaði áfram og ekki yrði gengið frá endanlegu skipulagi nýs flokks fyrr en eftir næstu kosningar. Gylfi Þ. Gíslason lýsti hugmynd- inni þannig, að gengið yrði til kosningabandalags við Samtök frjálslyndra og vinstri manna og e.t.v fleiri aðila undir nafni Jafnaðar- mannaflokks Islands. Al- þýðuflokkurinn myndi eiga aðild að þessu bandalagi, og endanleg sameining kæmi fyrst til athugunar eftir næstu alþingiskosningar. MÁLAMIÐLUN Þegar þessum fyrirvara hafði verið bætt við samein- ingaryfirlýsinguna, var hún í sjálfu sér ekki ýkja frá- brugðin tillögu Jóns Þor- steinssonar. Sú tillaga gerði raun réttri málamiðlunartil- lögur. Jón Þorsteinsson lýsti t.a.m. yfir því, að hann væri algerlega andvígur samein- ingu. Hann hélt þvi m.a. fram, að málefnagrundvöllur undir samstöðu væri ekki fyrir hendi, þegar litið væri á stjórnarsáttmálann, sem SFV ættu aðild að og stefnu- yfirlýsingar þeirra fyrir sein ustu kosningar. Annars vakti það nokkra athygli, að eindregnustu andstæðingar sameiningar beittustu stuðningsmenn sam- umræðunum. Fulltrúar ungra jafnaðarmanna gerðu það ekki heldur, en í þeirra röð- um er eflaust að finna ein- beittustu stuðn iingsmenn sam einingarinnar. Ástæðan fyrir hlédrægni þeirra í umræðun um um þetta málefni hefur un um sameiningu yrði ekki tekin á þessu þingi; það myndi Alþýðuflokksfólk- ið gera í næstu kosningum. Á landsfundi Samtaka frjálslyndra og vinstri manna var á hinn bóginn lögð þung áherzla á, að við- ræðunefndunum yrði ekki sniðinn neinn stakkur fyrir fram. Hannibal lýsti því m.a. yfir, að ekki væri heimilt að samþykkja sameiningaryfir lýsinguna með skilyrðum eða fyrirvörum. REFSKÁK? Eflaust átti Alþýðuflokk- urinn ekki annarra kosta völ en að samþykkja sameining- aryfirlýsinguna eins og sak- ir standa. Þingflokkur Al- þýðuflokksins átti frum- kvæði að vinstriviðra'ðunum svonefndu árið 1971, eftir ósigur flokksins í bæjar- og sveitarstjórnarkosningun um þá um vorið. Þessar við- ræður stóðu á milli Alþýðu flokksins, Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna og Alþýðubandalagsins. Ein- ingin var þó ekki meiri en svo, að Alþýðuflokkurinn varð að ræða við þessa flokka hvern fyrir sig. Jón Þorsteinsson sagði, að þessar viðræður hefðu verið leiksýning fyrir kosning- ar. Þær hefðu verið settar á svið, en ekkert hefði gerzt. Eflaust hefur ein megin- ástæðan fyrir þessum viðræð um verið sú, að Alþýðuflokk urinn vildi sýna kjósendum, að hann stæði nær vinstri flokkunum svonefndu en Sjálfstæðisflokknum. Þetta var einnig ráð til þess að koma flokknum inn í hring- iðu stjórnmálaumræðnanna, Alþýðuflokknum stafaði ein faldlega hætta af því, að hann hreinlega gleymdist í stjórnmálaumræðunni. Þessar hættur eru enn fyr- ir hendi, eftir ósigur flokks- ins í alþingiskosningun- um s.l. sumar. Með því að halda þessum sameiningarvið ræðum áfram, getur flokkur inn haldið sér í sviðsljósinu enn um sinn. Þessar ástæður virðast fyrst og fremst knýja á um framhald þessara við- ræðna, þó að með hálfkær- ingi sé. Hinu er þó auðvitað ekki að leyna, að ýmsir hópar inn an flokksins eru reiðubúnir til þess að leggja Alþýðu- flokkinn niður fyrir fullt og allt, ef það leiðir til þess, að jafnaðarmenn verði sameinað ir í einum flokki. Þannig þarf þetta sameiningarmál ekki að öllu leyti að vera pólitisk refskák. ÞEGAR TAFLMÖNNUNUM VERÐUR STILLT UPP Á NÝ Þegar ljóst var, að Jóni Þorsteinssyni myndi ekki tak ast að koma í veg fyrir fram- gang sameiningaryfirlýsing arinnar, sagði einn af þing- fulltrúunum, að Jón hefði teflt vel. En stundum hagaði svo til i tafli, að skvnsamleg ast væri að taka menn- ina saman og stilla upp á nýjan leik. Eindrægnin með endan- legri sameiningu var ekki meiri en svo á þessu þingi, að það kæmi ekki á óvart, þó að sjónarmið Jóns Þor- steinssonar yrðu ofan á, þeg- ar taflmönnunum verður stillt upp á nýjan leik til þess að gera út um þetta mál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.