Morgunblaðið - 12.11.1972, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1972
Fischer teygir makindalega úr sér heima hjá Sæma og hhist-
ar á plötuspilarann.
verið, en h-ann bar miMa virð-
ingu fyrir Spassky.
Svaí alltaf yfir sig
Oftast var ekki farið til kojs
fyrr en á tímabilinu 4—7 á
morgnana og Bobby svaf allt-
af til kl. 4,30 á daginn. Það
var þess vegna sem hann kom
aíltaf of seint, það gekk svo
illa að vekja hann. Stundum
kom ég inn til hans ki. 4 tii
þess að vekja hann, en þá bað
hann um að fá að lúra svolítið
lengur og stundum kom það
fyrir að hann var svo seinn
að honum vannst ekki tími til
þess að fá sér eitthvað í svang
inn. Þetta er ástæðan fyrir því
að hann kom of seint, en ekki
sú, eins og sumir héldu, að
hann væri að reyna að taka
Spassky á taugum. Þá daga
sem ekki var beflt svaf hann
oft langt fram á kvöld.
í skrafstuði
á hvíldardeginum
Á hvíldardegi hans, föstu-
deginum, hreyfði hann sig mjög
Htið frá sólarlagi til sólarlags
á laugardegimim og þá ræddi
hann alls ekki um neina samn-
inga eða slíkt. Hins vegar var
hann oft í miklu skrafstuði á
þessum dögum og þá var ég oft
með honum. Það var mjög gam
an að ræða við hann og hann
var ákafflega fljótur að setja
sig inn í hlulina, en mest var
að sjálfsögðu rætt um skák-
ina.
Land og fólk vann
hug Bobbys
Eftir því setm á leið líkaði
honum alltaf betur og betur
við land og þjóð og sérstáklega
hreif loftslagið hann og þetta
hávaðalausa umhverfi. Rign
mgu líkaði honum vel við og
ekki gekk hann minna í rign-
ingunni. Honum fannst hann
geta slappað vel af héma.
Bobby bárust margar gjafir
á meðan hann dvaldi hér, en
Bkfega þótti honum vænst um
teppi með ofnum hestshaus á.
Keypti hann nokkrar slíkar
myndir áður én hann hélt utan
til þess að gefa kunningjum og
vinum. Bobby var mlkiTl dýra-
vinur og talaði hann stundum
um þau mál. Oft var ætlunin að
fara í reiðtúr, en aðeins einu
sinni gafst taskifæri til þess.
Var það dag einn í úðarign-
ingu að Bobby reið um Sel-
tjamarnesið þvert og endi
langt.
Geller sló Cramer út
Þegar kvörtunarbréf Gellers
barst skáksambandinu um
ímynduðu rafeindatækin, sem
kynnu að trufla Spassky, hló
Fxseher eins og svo margir aðr
ir.
Oft höfðu menn að vísu hleg
ið að kvörtunarbréfum Cram-
ers, sem með sinni miklu rit-
gleði kom upp með furðuleg
atriði, sem Fischer hafði aldrei
minnzt á, en bréf Gellers sló
allt út og gerðí hugmynda-
auðgi Cramers að engu. Ann
ars var Cramer bezti karl.
Mér fannst Fisöher hafa
mjög næma heym, óvenju
næma, og kom það oft fram. Ég
var til dæmis í bakherbergjum
LaugardalshallarÍJinar í hverri
skák og færði bæðl Spassky
og Flscher að drekka. 1 einu
herberginu var skni og vöfðum
við hann í klæði þannig að við
Sæmundur
Pálsson,
lögregluþjónn,
segir frá dvöl
sinni með
Fischer, heima
og heiman
heyrðum varia í honum sem
vómm við hlið taekisins, en
Fischer kvartaði. Hann heyrði
i honum í gegn um vegginn
inn á sviðið. Þetta þötti okk-
ur furðulegt, en það stóðst,
síminn hafði hrlngt þegar
Fisöher kvartaði. Einnig kvart-
aðí hann oft yfir þvl að hann
heyrði fólk frammi I salnum
vera að tala saman og segja
ákveðnar setningar. Aðrir
greindu ekkert.
í boði á Bessa-
stöðum - Fischer
fyrstur í hlað
Boð Forseta Islands, herra
Kristjáns Eldjárns og konu
hans frú Halldóru, eftir lok
einvígisins var ákaflega hátið-
leg og ánægjuleg stund.
Skemmtu menn sér hið bezta.
Ég tók það ráð boðsdaginn
að flýta klukkunni minni, en
Fischer spurði alltaf um ttm-
ann, því að hann gengur ekki
með klukku. Þegar hann
spurði svaraði ég tímanum sem
var á minni klukfcu, 15 mínút-
um á undan, en Fisóher hafði
sofið fram eftir að vanda. Á
leiðinni til Bessastaða sagði ég
honuim sem var og brosti hann
þá bara en sagði efcfcert. Við
renndum í hlað á Bessastöðum
10 mín. fyrir boðsttmann og
komuim fyrstir af gestunum. Þá
sagði forsetinn að liMega væri
Fischer nú búinn að setja ann
að heimsmet með því að mæta
fyrstur.
Fischer var mjög hrifinn af
Bessastöðum. „Hérna væri gott
að tefla," sagði hann þegar
hann sat undir þakglugganum
í vinnustofu forsetans.
Skömmu siðar komu hinir
gestirnir og voru umræður hin
ar fjörugustu. Spassky spurði
Fischer m.a. að þvi hvort að
hann myndi taka áskorun um
einvígi að ári liðnu. „Ef pen-
ingar verða í þoði,“ svaraði
Fischer og hló, en Spassky
klappaöi þá á öxl mér og sagði:
„Þá hef ég Sæma fyrir aðstoð-
armann". Ekki virtist Fischer
llka sú hugmynd vel.
I boðinu vatt Fischer sér
einu sinni að rússneska sendi-
herranum og sýndi honum rúss
neskt dagblað, sem hann hafði
komið með með sér, en hann
var alltaf með einhver blöð eða
bækur i vösum sínum. Benti
Fischer sendiherranum á hvern
ig sagt væri frá úrslitum ein-
vigisins í rússneskum blöðum.
Þetta var eitt af stórbK>ðunum
og sagt var frá úrslitunum i
eindálka frétt, nokkrum iinum.
Ekki er hægt að segja að
sendiherrann hafi verið mjög
kampakátur. Annars var
Fischer mjög leiður þegar
hann frétti hvernig tekið hefði
verið á móti Spassky í Rúss-
landi þegar hann kom þangað
eftir einvígið. „Hann á þetta
ekfci skilið, þetta er ekM
drengilegt," sagði hann.
Fischer haíði engin breytt
viðhorf þegar hann var orð-
inn heimsmeistari. Hann var
mjög ánægður, en það kom
greinitega fram að hann mat
Spassky mjög miMls og taldi
hann bæði vera góðan dreng
og gððan skákmann, þann
sterkasta á eftir sér.
Hreifst af
Þjóðminjasafninu
Brottfarardaginn frá Islandi
gekk á með snörum handtök-
um, Nóttin hafði fariö I að
pakka og eitt og annað hafði
dreigizt. Þegar við ókum frá
Hótei Loftteiðum eftir að
Fischer hafði kvatt alla, leyft
myndatökur og skrifað þakkar
bréf til starfsfólksins, ók ég
sem leið lá vestur i bæ. „Hvert
ertu að fara nú, Sæmi,“ spurði
Fiscáier. „Að gera nokkuð, sem
við megum ekki gleyma,“ svar-
aði ég, „það á eftir að árita
keppnisborðið í Þjóðuninja-
safninu,“ „Alveg rétt," svaraði
Fischer, „þvi verðum við að
ljúka.“ Fischer var hrifinn af
uppsetningu borðsins.
Nokkuð töföumst við i Þjóð-
minjasafninu vegna þess að
Fischer var mjög hrifinn af
ýmsu þar, en okfcur var ekki
til setunnar boöið, Loftleiða
flugvélin var farin að bíða á
Keflavikurflugvelli.
Frá íslandi - Lindsay
bauð einkaþotu
Lindsay borgarstjóri í New
York hafði boðið Fischer að
senda 9 manna einkaþotu eft-
ir honum, en Fischer spurðl
hvað við vildum. Hringt hafði
verið tfl mín frá skrifstofu
Lindsays og ýtt á að við þægj-
um boð borgarstjórans og kæm
um í einkaþotu hans, en ég
lagði áherzlu á að við flygjum
með Loftleiöum og kona mín
vildi það einnig. Okkur þótti
ástæða til þess að fljúga með
íslenzka flugfélaginu. Fischer
lét okkur ráða. Fischer var
var mjög hress, þegar hann
var að fara héðan og lét í ljós
mikla ánægju með fólkið, vel-
vild þess, og aHa þjónustu.
Kveðjur til íslendinga
frá Lindsay
Þegar við komum til New
York beið fulltrúi frá Lind-
say eftir okkur og bifreiðar
borgarstjórans. Það var ekið í
gegnum borgina í lög-
regiufylgd, en á flugvelliming
hafði verið mikið um biaða-
menn. Ég var í bil Fischers
ásamt fulltrúa borgarstjórans,
en í öðrum bílum voru Lom-
bardy, kona mín og fleiri úr
fylgdarliði Fischers. Eftir
nokkra daga í New York hélt
Lindsay móttöku í opinberu
móttökuhúsi borgarinnar. Var
veizlan haidin utan dyra og
var mjög hátíölegt þar. I ræðu
Lindsays þakkaði hann sérstak
lega fyrir veitta aðstoð við
Fiseher og bað fyrir sérstakar
kveðjur til íslendinga. Berast
þær hér með. Bandaríkjamenn
irnir voru mjög ánægðir með
þá aðstoð sem Fiseher hafði
verið veitt. Þá voru þeir einn-
ig mjög þakklátiir og ánægðir
yfir því að ísienzka lögregian
skyldi hafa neynzt svo hjálp-
söm, sem raun bar vitni. Það
var mjög ánægjulegt hvað all-
ir voru þakklátir. Fischer
sjáLfur var ekkert spar á að
lýsa því yfir að án mín hefði
hann verið ilia staddur í þessu
einvígi. „Ég hefði staðið illa án
Sæma,“ sagði hann.
„Spyrjið Sæma“ -
góðir vinir
Annars vikiu margir meina
að sá sem gæti uimigengizt
Frainhald á bls. 26.
Físcher leikur við eina ftf dætruin Sæniundftr á heiniiU Sæni uudar og Ásgerðar.