Morgunblaðið - 05.12.1972, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1972
„SOLFAXI“
Ný barnabók eftir Ármann Kr.
Einarsson og Einar Hákonarson
í TENGSLUM við og í tilefni
af 100 ára afmæli Bókaverzl-
unar Sigfúsar Eymundssonar
byrjar samnefnt forlag verzl-
unarinnar barnabókaútgáfu
•að nýju. Fyrr á tímum gaf
bókaverzlunin út ýmsar sí-
gildar barnabækur og má þar
t.d. nefna: Bláskjá, Hróa hött,
sögur af Gulliver, þrautir
Herkúlesar og sagnasöfn sr.
Friðriks Hallgrímssonar. Er í
ráði að endurútgefa einhverj-
ar af þessum bókum, þegar
fram líða stundir.
Þegar barnaibókaútgáfain hefst
að nýju er ekki ráðizt á garð-
iinn, þar sem hann er lægstur,
því að óhætt er að fullyrða, að
útgáfa bókarimnar um folaldið
Sólfaxa marki á ýmsan hátt
þáttaskil í íslenzkri bamabókaút-
gáfu. Höfundar bókarinnar eru
tveir: Ármann Kr. Einarsson, rit-
höfundur, og Einar Hákonarson,
listmálari. Hafa þeir unnið bók-
iná sameigimlega frá upphafi og
lagt á það áherzlu, að listgrein
hvprs um sig fái að njóta sín
sem bezt. Nú hefur þróuninni í
islenzkri bamabókaútgáfu síð-
ari ára verið snúið við á þann
veg, að með Sólfaxa er fullunn-
in á íslandi af islenzkum lista-
mönnum og bókagerðarmönnum
bók í þeim flokki, sem einungis
hefur komið út í samvinnu við
erlenda útgefendur. Hyggjast út-
gefendur Sólfaxa reyna að snúa
dæminu við og selja íslenzka
barnabók tii útgáfu erlendis. AH-
ur frágangur bókarinnar er þann
ig, að hann stenzt fyllsta saman-
burð og ströngustu kröfur á al-
þjóðlegum markaði.
Höfundana Ármann Kr. Ein-
arsson og Einar Hákonarson er
óþarft að kynna mörgurn orð-
um. Þeir hafa báðir áunnið sér
viðurkenndngu og vinsældir fyr-
ir störf sín, hvor á sínu sviði.
Saga Ármanns af Sólfaxa grein-
ir frá samskiptum tveggja bama
við folaldið og munum þess, þeg-
ar það villist frá mannabyggðum
inn í óbyggðir íslands. Einar
málaði myndimar í vatnslitum
auk kápu og titilsíðu. Eru mynd-
imar prentaðar í fjórum litum
og textinn síðan sérstaklega inn
á þær, en hver mynd spannar
opnu í bókinni.
Bókin Sólfaxi er í stóru broti
32 sm á hæð og 24 sm á breidd.
Li'tbrá Utgreindi myndimar og
offsetprentaði bókina, prent-
smiðjan Oddi setti textann og
Félagsbókbandið batt bókina
inn.
(Fréttatiílíkynning frá Bóka-
verzlun Sigfúsar Eymunds-
sonar).
tóngæói
sem tilheyra
yður
T3200
LW MW, FM stereo móttaka.
STUTTBYLGJA 1 og2 (bátabylgjur)
2x15 sinus watt a
X? psfsinristseki Ss
Jónas St. Lúðvíksson
Sjómennska og
innrás í Rússland
ÆGISÚTGÁFAN hefur sent frá
sér tvær bækur: „Um borð í Sig-
urði“ eftir Ásgeir Jakobsson og
„t heijarklóm rússneska vetrar-
ins“ eftir Leonard Cooper í þýð-
ingu Bárðar Jakobssonar.
Um borð i Sigurði er 168 blað-
siður og segir Ásgeir þar frá
vem sinni um borð í togaranum
Sigurði og viðkomu í Grimsby.
Bókina prýða ljósmyndir og
teikningar eftir Gísla Sigurðs-
son.
í heljarklóm rússneska vetrar-
Á svalköldum sævi
Sjöunda bók Ægisútgáfunnar
um minnisverða atburði á sjó
„Á SVALKÖLDUM sævi“ heitir
nýútkomin bók er Jónas St. Lúð-
víksson hefur tekið saman, þýtt
og endursagt. Er þetta sjöunda
bók Jónasar frá því á árinu 1963
en allar hafa þær fjailað um sjð-
mennsku og atburði tengda sjó,
hetjudáðir og karlmennsku.
Það er Ægisútgáfan sem gef-
ur út þessa bók sem Jónas hefur
búið til prentunar, eins og hinar
fyrri sex. „Á svalköldum sævi“
skiptist í 6 kafla.
Hreysti og karlmennskuþrek
segir frá viðureign brezka beiti-
skipsins Rawalpindi og orrustu-
skipa Þjóðverja, Scharnhorst
og Gneisenau. Fangaskipið segir
frá flækingi birgðaskipsins Alt-
marks um heimshöfin með farm
hertekinna manna innanborðs.
Stórslys á Saxelfi lýsir þeim ótrú
Iega atburði er 3600 tonna skip
fórst á Saxelíi. Vitasidpið Elbe I
ferst segir frá svipuðum atburði,
þá er skip fórst á lægi sínu á
fljótinu. Öriaganóttin segir frá
mörgu sem ekki hefur áður ver-
ið kunnugt um þann atburð er
Andrea Doria og Stockholm rák
ust á og Hetjuleg orrusta segir
frá sjóorrustu Bandamanna og
Japana á stríðsárunum.
Bókin er 224 bls.
Snjósleði
Til sölu snjósleði. Sími 85301.
Jóludúknr og jólolöberor
fyrirliggjandi.
KR. ÞORVALDSSON & CO.,
Grettisgötu 6, símar 24478—24730.
- > -
Dásamlegur staður
Fallegir skápar og borð
allt klætt —
• aðeins að strjúka hreint með rftkum klút
• engar áhyggjur af blettum
• aidrei að mála
Óteljandi litir og viðarmynstur til að velja úr.
G. ÞORSTEINSSON & JOHNSON HF.f
Ármúla 1 — Sími (92) 2-42-50.
ins segir frá þremur sögulegum
innrásum i Rússland, þar sem á
ferðinni eru Karl tólfti, Napole-
on og Hitler. Herjum þeirra allra
varð rússneski veturinn endan-
lega að falli. Bókin er 224 blað-
síður.
Morð-
gáta
PRENTSMIÐJA Austurlands
hefur sent á markaðinn bókina
„Scotland Yard“, Jeynilögreglu-
sögu eftir J. W. Brown.
Sagan greinir frá Sinclair lög-
regluforingja í Scotland Yard
eftir að rödd í símanum hafði til
kynnt honum að innanríkisráð-
herrann hefði verið myrtur.
Bókin er 137 blaðsíður, prent-
uð hjá Prentverki Oddis Björns-
sonar h.f.
Nýr skáld-
sagna-
höfundur
BÓKAFORLAG Odds Björnsson-
ar hefur sent frá sér fyrstu
skáldsögu Rögnvalds S. Möllers,
kennara: „Á miðum og mýri“.
Rögnvaldur S. Möller er fædd-
ur í Siglufirði 1915. Eftir hann
hafa birzt greinar og kvæði i
blöðuim og tímaritum. Á miðum
og mýri er 168 blaðsíður og segir
á bókarkápu að þarna sé á ferð-
inni „ástríðuþrungin og berorð
ástarsaga, sem segir frá ástum
dugmikils íslenzks sjómanns og
saklausrar sveitastúltou, sem'
verður óstjómlega ástfangin af
hon'um, því hann var fyrsti karl
maðurinn, s©m vakið hafði kven-
eðli hennar.“
SELURINN
SNORRI
BÓKAÚTGÁFAN Björk hefur
sent frá sér tvær barnabækur:
„Selinn Snorra“ og Kötu litlu
og brúðuvagninn“.
Selurinn Snorri kom fyrst út
hér á landi 1950, en höfund'ur er
norskuir, Frithjof Sælen og
þýddi Vilbergur Júlíusson bók-
ina. Sagan segir frá Snorra litla
og heimkynnum hans í Norður-
íshafinu og þess fjölbreytta
dýralííi. Á annarri hverri síðu
eru litmyndir tengdar efni sög-
unnar.
Kata litla og brúðuvagninn er
eftir Jens Sigsgaard, höfund bók
arinnar Palli var einn í heimin-
uim, og er myndskreytt af Arne
Ungermann, þeim sama og
myndskreytti söguna af Palla.
Stefán Júliusson, ritlhöfundur,
þýddi söguna, en bókin hefur
verið gefin út i 30 þjóðlöndum
til bessa.