Morgunblaðið - 05.12.1972, Page 16

Morgunblaðið - 05.12.1972, Page 16
MORGLTNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5: DESEMBER 1972 Oiígefefldi hf. Árvokw, Réyfejavfk FremífíiVí&mda&tjdri HaroWur Sve'maaon. ■Ritstjórar Mottihfaa Johenwoaaon, EyíóBfur Kom-éð Jónaaon. Sftyrmir Gumvarason. Rhs#6mar&d*trúi Þ»rfajönn Guðmundaaoft Fréttaatjðri Bjöm Jéharwwaon. Atigiýaírvgaaií&ri Ámi Giarðar Kriatinaaofl. Wtstjórn og afgrsiðsia AðWstræti 0, sfrni 1Ó-100. Aug5ý»ngar Aðatetrteti 6, afmí 22-4-60 Ásíkrrftargjafd 226,00 kr á mðmuði irmanland® f fousasðlu 16,00 Ikr eintókið. hækkanir hafi orðið of mikl- ar í síðustu kjarasamningum. Þannig segir ritstjóri Tímans í sunnudagshugleiðingum sín- um í fyrradag: „Önnur stað- reynd, sem ekki verður fram hjá horft, er að á þessu ári hafa kauplags- og verð- lagsbreytingar verið tvöfalt hærri hér á landi en í flest- um öðrum löndum Efnahags- og samvinnustofnunarinnar og meira en tvöfalt hærri en hækkun útflutningsverðlags í ár. Þannig hafa hinar miklu kauplagshækkanir, sem valda hækkanir hafi orðið of mikl- ar í fyrra, taka verði þær aft- ur og flytja til atvinnuveg- anna á ný. Þetta eru þeirra eigin orð, þeirra eigin lýsing á afleiðingum af stefnu ríkis- stjórnar Ólafs Jóhannessonar í efnahags- og atvinnumálum. Rækilegri hirtingu hefur rík- isstjórnin tæpast fengið en hvérjir ættu að vera betur kunnugir störfum vinstri stjórnarinnar og afleiðingum þeirra en einmitt þeir, sem sitja í innsta hring — rit- stjórar Tímans. ÓSANNSÖGLI RÁÐHERRA STEFNIR í RÍKISGJALDÞROT - SEGIR TÍMINN I> úmlega ár er liðið frá “ valdatöku vinstri stjórn- arinnar og svo mikil bölsýni hefur gripið um sig meðal stuðningsmanna henanar, að helzta stjórnarmálgagnið, Tíminn, boðar í fyrradag, að ríkisgjaldþrot sé framundan, ef þjóðin lifi til langframa um efni fram og stjórnarfars- legu sjálfstæði verði stefnt í voða. Jafnframt segir þetta málgagn ríkisstjórnarinnar, að stöðva verði „í bili“ aukn- ingu ráðstöfunartekna heim- ilanna. Þetta eru vond tíðindi. Þeg- ar vinstri stjórnin tók við völdum taldi hún fjárhag ríkissjóðs svo góðan og efna- hagsstöðu þjóðarinnar slíka, að hún hraðaði greiðslu vísi- tölustiga, sem frestað hafði verið greiðslu á vegna verð- stöðvunar, flýtti gildistöku laga um hækkun bóta al- mannatrygginga og taldi at- vinnuvegina vel færa um að taka á sig verulegar kjara- bætur. Þegar þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í upphafi eru hafðar í huga, er Ijóst, að ekki getur bölsýni stjórn- arsinna um horfurnar í efna- hagsmálum stafað af því, að hún hafi tekið við svo erfiðu ástandi. Orsökin fyrir því, að Tíminn boðar nú ríkisgjald- þrot, ef ekki verður að gert, hlýtur því að felast í at- höfnum eða athafnaleysi rík- isstjórnarinnar sjálfrar. Raunar sýnist Tíminn vera kominn á þá skoðun, að kaup- að sjálfsögðu auknum til- kostnaði hjá atvinnuvegun- um, mikil áhrif á samkeppn- isstöðu atvinnuveganna á út- flutnings- og heimamarkaði. Er nú ljóst, að fram hjá því verður ekki komizt að færa fjármagn til atvinnuveganna til að tryggja sem öflugastan rekstur þeirra á næsta ári, en jafnframt verður að afla fjár til aukinna niður- greiðslna til að halda vísitölu í skefjum.“ Þannig hljóðar úttekt aðal- málgagns ríkisstjórnarinnar á efnahagsstjórn hennar sl. 16 mánuði. Tilkynnt er, að rík- isgjaldþrot vofi yfir, stöðva verði aukningu ráðstöfunar- tekna heimilanna, kauplags- CJjaldgæft verður að teljast, ■ að ráðherrar í ríkisstjórn skjalfesti beinlínis ósann- sögli sína eins og þeir Einar Ágústsson og Lúðvík Jóseps- son gerðu á dögunum, þegar þeir sendu frá sér yfirlýsingu vegna fréttar í Morgunblað- inu um orðaskipti þeirra í milli frammi fyrir blaða- mönnum. í yfirlýsingu þess- ari sögðu ráðherrarnir, að ekki hefði verið um blaðavið- tal að ræða. Nú liggur fyrir vitnisburð- ur tveggja dagblaða um, að þarna fari ráðherrarnir með rangt mál. Blaðamaður Al- þýðublaðsins, sem viðstaddur var, hefur skýrt frá því í blaði sínu, að um ósköp venjulegt blaðaviðtal hafi verið að ræða og ráðherrarn- ir hafi alls ekki tekið fram, að þeir óskuðu eftir því, að með ummæli þeirra yrði far- ið sem trúnaðarmál. Tíminn hefur staðfest þetta í forystu- grein sl. laugardag, en þá við- urkenndi blaðið, að ráðherr- arnir hefðu ekki tekið fram, að líta bæri á ummæli þeirra sem trúnaðarmál. Þar með er sú fullyrðing ráðherranna að ekki hafi verið um blaðavið- tal að ræða endanlega fallin og staðfest að Morgunblaðið hafði rétt fyrir sér. í yfirlýsingunni sögðu ráð- herrarnir einnig, að í frásögn Morgunblaðsins hefði verið hallað réttu máli. Ummæli ráðherranna eru til á segul- bandi í fórum Morgunblaðs- ins og fer því ekki á milli mála, að rétt var eftir þeim haft. Það er alvarlegt mál í lýðfrjálsu landi, þegar ráð- herrar eru staðnir að ósann- sögli og víða annars staðar mundi verða harðar á því tekið en hér á landi. Fram- sóknarmenn hljóta nú einnig að íhuga stöðu sína í ríkis- stjórninni gagnvart Alþýðu- bandalaginu, þegar svo óræk- ur vitnisburður liggur fyrir um það, hvernig Lúðvík Jósepsson auðmýkir einn ráð- herra þeirra sýknt og heilagt. Morð og aftökur í nafni hugmyndafræði Fyrri grein Nokkrir sögu- legir punktar Á síðustu árum hefur það færzt í vöxt, að póMtísk öfga- samtök sem eiga erfitt með að vekja athygli á skoðunum sin uim opinberlega, gripi til ör- þrifaráða til að komast i sviðsijósið. Flest hafa þessi samtök byrjað starfsetni sína með tiltölulega lýðræðisleg- um aðgerðum, en þróunin hef ur oft orðið sú er frá líður, að ofbeldi, skemmdarverk og morð verða helztu meðul þeirra. Ástæður þessarar þró unar eru ólikar og margar. Ein skýring segir, að þegar þessir hópar hafi starfað um tima lýðræðisiega, uppgötvi þeir hve erfitt er að skapa hljómgrunn fyrir þá byltingu er þeir boða meðal almenn - ings, og gripi þá tii ofbeldis i örvita tilraun til að vekja athygli á boðskap sínum. önnur skýring segir, að sú hugmyndafræði er liggi til grundvallar þessari starfsemi brjóti undantekningalaust í bága við leikreglur lýðræðis- ins og hljóti þvi að fæða af sér ofbeldi fyrr eða síðar. Það er ákaflega erfitt að gera sér grein fyrir hvemig þessi þróun á sér stað og hver er rétta skýringin á henni. Ástæðan er sú, að þess ia- hópar starfa leynilega og erfitt er að afla röikst-uddra frétta af starfsemi þeirra. 1 þessum greinum verður því reynt að tengja saman í gróf- uim dráttum það fréttaefni sem til er um starfsemi nokkurra þeirra og samtímis að styðj- ast við lögregluskýrslur og fréttaskýringair sem birzt hafa í fjölmiðlum. AFTAKA SEM HEFÐ Hægt er að rekja sögulega hefð á aftökum í nafni hug- myndafræði meðal hinnar gamalgrónu byltingarfræði. „Hugmyndafræðileg aftaka“ í hópi byltinigarsiinnaðra stúd enta i Rússdandi 1870 vakti á sinum tima ótta og skelf- ingu um Evrópu, þegar flett var ofan af glæpnum. Þessi glæpur varð samtímis neiist- inn að einu mesta bókmennta- afreki rússneskrar frásagnar listar, skáldsögunni „Illir and ar“ eftir Dostojevskij. Skáldsagan er uppgjör Do- stojevskijs við byltingarsinn aða öfgamenn, og fordæmimg hans á hinum blinda bylting- arm-anni sem lætur stjórnast af kennisetningum og hafn- ar heilbrigðri skynsemi. Sam- tímis varar Dostojevskij við borgaralegum „intellektúöl- um“ sem biða aðeins eftir því að aðrir hefji byitinguna, en skriða þá um eins og rottur i valnum Það eru þeir sem sitja aðgerðalausir í hæginda stólum og þvæla um byltingu, en geta á næsta augnabliki breytzt í óargadýr. Skáldsaga Dostojevskijs fjallar um þeirra tima vinstri hópa meðal stúdenta. Sá for- ingi vinstristúdenta sem hann lýsir i skáldsögunni, hafði síð ar mikla þýðingu fyrir Lenin. Og núna, upp úr 1970, eru kenningar hans aftur að skríða inn í dagsljósið. Árin eftir 1860 ríkti mikil ólga meðal rússneskra stúd- enta — stúdentar börðust gegn úreltu kennslufyrirkomu lagi, kennaraofríki og skóla- refsingum. Ólgan byrjaði vegna reyk- ingabanns á göngum læknis- fræðideildarinnar í St. Péturs borg. Eftir að rektor hafði beitt „síðhærða og ótilhafða" stúdenta refsiaðgerðum, var eldurinn laus. Bannað var að efna til pólitískra funda og ströngum refsingum beitt við agabrot. Stúdentar risu upp sem einn maður, en baráttu- fylking þeirra klofnaði fljót- lega í tvennt. Fyrri hópurinn vildi einbeita sér að breyting um við háskólana og tak- marka sig við háskólana með setuverkföllum og mótmæla- göngum. Síðari hópurinn krafðist þess að baráttan yrði látin ná til alls þjóðfélagsins og takmarkið væri aiger bylt ing. 1 síðari hópnum varð nafn- ið Sergej Netjajev stöðugt meira áberandi. Netjajev var ekki stúdent, heldur kennari við unglingaskóla, en i lok áratugarins 1860, varð hann stjórnandi og foringi bylting- armanna i hópum stúdenta. Netjajev tókst að bregða rómantískum Ijóma yfir per- sónu sína og notfærði sér alls konar brellur til að vekja á sér athygli. 1 skáldsögu Dostojevskijs ber hann nafn- ið Veréhovenskij. Netjajev skrifaði niður kenningar um, hvernig bylt- ingin yrði undirbúin. Lenin vitnaði síðar oft í þessi skrif Netjajevs. Einnig er óhætt að Sergej Netjajev. fullyrða, að sú staðreynd, að Albert Camus benti á skrif Netjajevs sem eitt öflugasta hjálpartæki byltingarsinna, hafi gert Netjajev einn af postulum hinnar blóðugu bylt ingar. Að þvi er einn fréttaskýr- enda Dagens Nyheter segir, hefur hann orðið var við að skrif Netjajevs gengu á milli vinstri stúdenta bæði í Dubl- in og Paris, sem eins konar biblía byltingarinnar. Grunnhugmynd Netjajevs, sem Lernim dáðist að, en Cam- us undraðist með ótta — er, að nota megi alla þjóðfélags- hópa og einstaklinga sem verkfæri fyrir byltinguna. Maður á ekki að bíða eftir byltingunni eins og fellibyl (eins og draumóramenn í hópi vinstrisinna gerðu) heldur er nauðsynlegt að vinna að henni baki brotnu í litlum vel öguðum hópum. Þannig verð- Framhald á bls. 30 Stokkhólmsbréf frá Hrafni Gunnlaugssyni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.