Morgunblaðið - 05.12.1972, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGIJR 5. Dfc'SEMBER 1972
17
Fer f y rir b j örg o g brotnar ekki
u
99
Árni Óla:
AUlaskil.
Setberg prentaði.
Reykjavik 1972.
Árni Óla er maður kominn á
nírœðisaldur. Oft segir hann frá
ýmsum furðum, en máski
er hann sjálfur mesta og sögu-
legasta furðan Hann ' hefur
eins og flestir aðrir „siglt hann
nokkuð brattan stundum," en
ekki virðist neitt lát á áhuga
hans, starfsorku eða færni til rit
staría. Þegar ég um daginn fékk
í hendur bókina Aldaskil, sem
er 28. bók hans og sú 27. síð-
an 1940, og hvorki meira né
irúnna en 323 stórar blaðsiður,
datt mér í hug það úr gamalli
gátu, sem er fyrirsögn þessa
gremarkorns.
Bókin skiptist í tvo höfuð-
hluta. Annar heitir Að kvöldi
gamla tímans, hinn Huliðsheim-
ar. I stuttum formála minnist
Árni á þá byltingu, sem orðið
hefur í þjóðlífi og atvinnuhátt-
um hér á landi á þessari öld,
og telur hann vel farið, hve
langt þjóðinni hafi miðað til
bættra kjara og lífshátta. „En,“
segir harnn, „þjóðin má þó ekki
taka þau loftköst, að hún
stökkvi frá sögu sinni.“ Hann
skírskotar til þess, sem Einar
Benediktsson kvað: „Án
fræðslu hins liðna sést ei, hvað
er nýtt.“ Binar var rnikill áhuga-
maður um hvers konar framfar-
ir, en samt lét hann svona um
mælt. Og var hann þar sammála
dr. Forna, sem hlaut ekki að
ófyrirsynju þetta heiti með þjóð
sinni, og Árni minnir á þessi
orð úr kveðskap hins virðulega
unnanda þjóðlegra hátta og
menningar: „Mikill er í minning
unni meginstyrkur vorri þjóð.“
Árni segir ennfremur: „Á blaða
mennskuferli mínum taldi ég það
skyldu mína að ganga á fjörur
minninganna og reyna, ef ég
gæti, að bjarga þar ýmsu mori,
„svo það kæfði ekki allt í sand.
Meðal annars leitaði ég uppi
aldrað fólk, sem ég treysti til
þess að segja rétt frá seinasta
skeiði hinnar gömlu aldar og
kjörum almennings fyrir alda-
skilin. Árangur þeirrar viðleitni
er efni þessarar bókar og er-
indi hennar."
Nú mundi margur segja, að
nóg væri komið af frásögnum
frá öldinni, sem leið, en hvort
tveggja er, að af miklu er að
taka ög að Árni hefur verið
fundvís á góða sögumenn og
kunnað jafnvel að spyrja og að
skrá frásagnir sögumannanna,
því að sannarlega er bókin
bæði fróðlegt og oftast skemmti
legt lesefni. Meira að segja eru
furðusögurnar margar svo sér-
stæðar, að lesandanum finnst
alls ekki, að þarna sé verið að
bera í bakkafullan lækinn, en
heimildamenn að þeim sog-
um eru átta. Þar eru einna for-
vitnilegastar sögurnar Drauga-
skipið i Siglufirði og Hvað skal
mennskra manna afl? sögumað-
ur beggja Bjarni Kjartansson,
og svo frásögnin af vitrunum og
heyrnum Halldórs Sigurðssonar
úrsmiðs, en þær eiga vart sinn
líka og eru þeim mun merkari
sakir þess. hversu vitur, grand-
var og vel virtur Halldór Sig-
urðsson var. Slíka menn treysti
ég mér ekki til að segja ljúga,
frekar en Árni Óla.
Mikill meiri hluti bókarinnar
— eða 210 — blaðsiður, er frá-
sagnir um lífsháttu og lífsbar-
áttu hinnar stritandi alþýðu í
byggðum landsins — og
eru sögumenn þar tólf, þar af
tvær konur, og kennir þar
margra grasa. Helmingur þessa
fyrri hluta er „Frásagnir Jóns
Sverrissonar" úr Meðallandi,
sem bjó tvo áratugi í Álftaveri.
Er þar meðai annars greinileg
lýsing á húsagerð í Meðallandi,
og sagt er þar frá margvísleg-
“ j um svaðilförum, sem Skaftfell-
ingar urðu á sig að leggja vegna
kaupstaðar- og verferða yfir
stórfljót eða fjöll og heiðar, en
einnig sjósóknar við hina hafn-
lausu strönd. En i slíkum ferð-
um, hvort heldur var á sjó eða
landi, varð oft hörmulegt mann-
tjón — og þó sjaldnar en ætla
mætti, og var það sakir þess,
hve menn voru hættunum vanir
og að saima skapi harðfengir.
Einna eftirminnilegast verður
mér þrennt úr þessum fjöl-
breytta og vel ritaða þætti.
Fyrst nefni ég beituferð ungl-
ingsins Jóns Sverrissonar í Hval
fjörð á útvegi Gvendar á sæ-
trjánum, sem var fullur æðis-
gengin skepna. Þá er næst
hrakningur Álftavers- og Skaft-
ártungumanna með tvö hundruð
kinda fjárhóp um Fjallabaksveg
í hörkustormi, ófærð og hríðar-
byl. Þá er hið þriðja. Sagt var
í fáfiski vestur í Fjörðum: „Einn
er hver einn, og enginn fæst á
landi,“ en þetta átti ekki við
austur í Skaftafellssýslu. Brim-
rekinn stórþorskur var þar mik
ið bjargræði. Risu menn úr
rekkju eftir sunnan ofsastorm á
undan hrafni og svartbaki og
gengu á reka, og eitt sinn tíndi
Jón Sverrisson upp úr lóni, sem
brimið hafði myndað, hvorki
fleiri né færri en 97 golþorska,
sem allir voru spilifaindi og hin-
ir erfiðustu viðfangs.
Margt er í öðrum þáttum bók-
arinnar, sem festist í minni.
Furðuleg mun virðast nú-
tíðarmanni koma Stefáns í kot
eitt í Staðarhverfi í Grindavík
— og þá ekki siður frásögn, sem
Árni hefur valið heitið Jólakýr-
in. Furðuleg, en dagsönn, er
frásögn Barðstrendingisdins Magn
úsar Péturssonar, sem varð
fyrir snjóflóði einni stundu eft-
ir nón og hafði sig lifandi und-
an dyngjunni klukkan tvö um
nóttina. Og svo var þá eftir að
komast berhöfðaður og staflaus
til manna í brunaírosti stormi
og hríðarhreytingi! Tvær konur
eru sögumenn Árna, svo sem áð-
ur getur. Önnur þeirra, Kristin
Ólafsdóttir, lítil vexti og fötl-
uð, var munaðarleysingi, en
stundaði sjó í Bjarneyjum á
Breiðafirði í níu ár, en á vetr-
um, þegar ekki var róið, varð
hún að hirða kú og kindur og
vinna eldhúsverk, en þess
á milli sitja og prjóna. Kaup
var einn fatnaður á ári, og ekki
átti Kristín eftir níu ára vist
svo mikið sem koddableðil. Hin
konan er Guðrún Benónýsdótt-
ir frá Skagaströnd. Hún segir
fyrst og fremst frá hinum mikla
mannskaða, sem varð á Skaga-
strönd hinn 3. janúar 1887, en
þá fórust þaðan fimm bátar með
tuttugu og fjórum mönnum, og
var einn af þeim faðir Guðrún-
ar. Sumarið áður höfðu verið
hin mestu harðindi á láði og
legi, enda fluttu þá til Ameríku
héðan aí Islandi tvö þúsund
manns. Og svo byrjaði næsta ár
á því á Skagaströnd, að þaðan
fórust fimm bátar, sem á var
hálfur þriðji tugur manna!
Ekki er það að efa, að slíkar
bækur sem Aldaskil eru
með öllu ósýnilegar úr hásæti
þess sænska hæstaréttar, sem
Árni Óla
nú mun talinn óskeikull meðai
helztu heimsflakkara og sterti-
menna í hópi fræðimanna og
„tungutalara" á sviði íslenzkra
bókmennta En það er trúa mín,
að Aldaskil og þeirra líkar þyki
islenzku þjóðinni það fróðleg og
skemmtileg enn um sinn, að ekki
þurfi að brenna neitt af upp-
laginu eða fleygja á hauga til
þess að rýma fyrir nýjum bók-
um útgefandans. Mér þykir
meira að segja liklegt, að svo
muni aldir líða, að ýmsir muni
glugga í Aldaskil, — Árna Óla
sem sé verða að þeirri von sinni,
að þjóðin taki ekki þau loftköst,
að hún stökkvi frá sögu sinni!
Guðmundur G. Hagalín
skrifar um
BÓKMENNTIR
PARÍSARLÍF
Francoise Sagan:
SÓL Á SVÖLU VATNI.
Þýdd úr frönsku af Guðrúnu
Giiómiindsdóttur.
Iðunn, Reykjavik 1972.
YFIRLEITT fer ekki vel á þvi
að þeir, sem skrifa um bækur,
rekji efni þeirra til hlítar. En til
þess að gefa lesendum dálitla
innsýn i hina nýju skáldsögu
eftir Francoise Sagam er rétt að
geta þess að hún fjallar um lífs-
þreyttan franskan blaðamann,
sem er orðinn taugaveiklaður
og getulaus til kvenna aðeins
hálffertugur að aldri. Hasnn
heitir Gillés. Sagan er látin ger-
ast 1967. Gilles leitar læknis, sem
tjáir honum að hann fái fimmtán
álíka sjúklinga til meðferðar í
hverri viku, sjúkdómur hans sé
aðeins tímanna tákn. Gilles fer
út á !and til systur simnar í
þeirri von að læknast. Hann yf-
irgefur glæsilegar konur París-
arborgar og samkvæmdslífið þar.
Systirin býr ásamt manni sínum
á fögru heimili í Limoges og fyrr
en varir er blaðamaðurinn ungi
orðinn miðdepill samkvæmis-
lifsins þar, enda hittir hann
óvenjulega konu, sem vekur
karlmanninn í honum.til lífs. Um
samband hans og konunnar,
sem er gift og heitir Nathalie,
fjallar sagan.
Francoise Sagan er töluverður
sálfræðingur, næm á samskipti
karls og konu. Sól á svölu vatni
hefur beinan söguþráð, en gerist
einkum í hugarfylgsnum þeirra
Gilles og Nathalie, lýsir innri
átökum þeirra og hvernig kröf-
ur daglegs lífs varpa skuggum
sínum inn i sæluríki ástarinnar.
Hún lýsir vel lífi Parísarbúans,
ekki síst drykkjusiðum hans,
matarvenjum og skemmtunum.
Sól á svölu vatni er fiull af lífi,
umhverfislýsingar sögunnar eru
i fyílsta máta trúverðugar og í
eðlilegu samhengi við sálfræði-
lega niðurstöðu höfundarins.
Það er gáfuð skáldkona, sem
semur slika sögu, enda hefur
verið bent á að skáldsögur
Francoise Sagans hafi með árun-
um vaxið að bókmenntagildi.
Við það hafa þær kannski misst
einhvað af upprunalegum fersk-
leika sínum, en ég held að les-
endur Sagans megi vel við una.
Sól á svölu vatni er að mínum
dómi skrifuð af kunnáttu og
innsýn. Hún sýnir okkur vel hve
franskar skáldsögur bera af
skáldsögum annarra þjóða hvað
varðar léttleika og gott hand-
bragð. Það er ekki nóg, að skáld-
sagnahöfundur hafi mikið að
Francoise Sagan
segja. Hann verður að hafa hæfi-
leika til að segja sögu á óþving
aðan hátt. Þann hæfileika hefur
Francoise Sagan í ríkari mæli en
margir aðrir skáldsagnahöfund-
ar, sem um þessar mundir eru
taldir henni meiri að skáldlegu
atgervi.
Þýðing Guðrúnar Guðmunds-
dóttur virðist mér vel af hendi
leyst.
Leiklist,
stríð og
glæpir
Hammond Inncs:
KAFBÁTiVHELLIRINN.
Kristin R. Thoriacius þýddi.
lðunn. Valdimar Jóhannsson.
Reykjavik 1972.
Alistair MacLean:
BJARNAREY.
Andrés Kristjánsson
islenzkaði.
Iðunn. Valdimar Jóhannsson.
Reykjavík 1972.
Skáldsögur þeirna Haramonds
Inrneis og Alistairs MjacLeams
byirja vemijulega eins og góðum
æsisöguim eir títt. f upphafi er frá
sögnin með ósköp rólyndislegum
hætti, memn eru leiddir inin á
sögusviiðið; síðlain taika óvæntir
hlutiir að genast og undiir lokin
nær spenmian hármairki. Þetta á
ekki síst við uim Hairmmiond Innes,
sem styðst alttiaf að visisu manki
við staðreyndir í sögum sinum.
KafbátaheUirinin fjalliar um
kaflbátastöð, sem Þjóðverjar
hafa komið fyrir við Cormvall-
strönd. Leiklistargaignirýn.andt
nokkur er á ferðalagi á þessúm
slóðum þegar sáðari heknsstyrj-
öldin sikellur á og fyrr en varir
er hanin orðinrn þátttakandi í æðis-
genignum leik. Á tilviljunar-
kemndan hátt kemst hainn á snoð-
ir um ferðir Þjóðverja. Hann er
teldiun til faniga ásamit fiski-
manninium Lógian, en Lógan er
áreiðanlega í hópi skemmtileg-
ustu persóna, sem Innes hefur
skapað. Þeir dveljast í kafbáta-
stöðinmi og komiast að raun um,
að Þjóðverjar eru líka menn,
Gestapó verður jaínivel að sætta
sig við að lúta í lægra háldi fyrir
skymsömum flotaforinigja. Það út
af fyrir sig er nýjumg í æsisögu.
Lei'klistargagnrýnaindinn hefur
fulliain hug á þvi að verða þjóð
siinni að gagni í baráttu við óvin-
inm og honium tekst það að lok-
urn á eftirmiinnilegan hátt.
'Reyndar er sagan tvísikipt. Síðari
Framhald á bls. 30
Alistair MaeLean