Morgunblaðið - 20.12.1972, Side 8

Morgunblaðið - 20.12.1972, Side 8
8 MORGUNBLA.ÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1972 Landspltalinn - Geðdeild — vistunarrýmisþörf á heilbrigðisstofnunum Eftir Pál Sigurðsson lækni, ráðuneytisstjóra í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu í Morgunblaðlnu 15. þ.m. birt ist grein rituð í nóvember 1972 undirrituð af 10 læknum, sem þá voru við framhaldsnám eða störf í Bretlandi. Sama dag birtist í dagblaðinu Tímanum grein eftir ritstjóra þess. Báðar þessar greinar voru að mestu gagnrýni á byggingu geðdeildar við Landspítalann og var sú gagn- rýni studd ýmsum fullyrð- ingum, sem ekki hafa við rök r að styðjast. Af þessum sökum telur heil- brigðis- og tryggingaráðuneyt- ið nauðsynlegt að gefa stutt yf- irlit um þetta mál sérstaklega og störf þau, er unnin hafa ver- ið i ráðuneytinu eða á þess veg- um, til könnunar á vistunarrým- isþörf á hinum ýmsu heilbrigð- isstofnunum. INNGANGUR Um árabil hafa verið starf- andi tvær byggingarnefndir. sem hafa átt að sjá um bygg- ingamálefni annars vegar Land spítalans á lóð Landspítala, hins vegar læknadeild Háskóla Is- lands á lóð Háskólans. Byggingamefnd Landspítal ans er skipuð af heilbrigðisráð- herra og sitja nú í henni þess- ir menn: Sigurður Sigurðsson, fyrrv. landlaeknir, formaður Snorri Hallgrímsson, prófessor, Sigurð tir Samúelsson, prófessor, Davíð Davíðsson, prófessor, Jón Thors, deildarstjóri, Jón Ingimarsson, skrifstofustjóri og Hólmfrið- ur Stefánsdóttir, forstöðukona Landspítalans. Bygginganefnd læknadeild ar starfar á vegum háskólans og menntamálaráðuneytisins og hef ur heilbrigðis- og tryggingaráðu neytið að sjálfsögðu ekki haft nein afskipti af málefnum henn- ar né hefur upplýsingar um störf hennar. Bygginganefnd Landspítal- ans hefur haft yfirstjórn bygg- ingamálefna, þ.e. stjórnað undir búningi verka og haft eftirlit með framkvæmdum. Þegar ráðu- neyti heilbrigðis- og trygginga- *&iála tók til starfa 1. janúar 1970, lá ekki fyrir frá bygging arnefnd formleg áætlun um for- gangsröð byggingarverkefna við Landspítalann. t>á hafði ári áður af þáverandi ráðherra og ríkisstjóm verið tekin ákvörð- un um, að næsta legudeild við spítalann yrði fæðinga- og kven sjúkdómadeild og var undirbún ingur þeirrar byggingar hafinn. Formaður byggingamefnd- ar, dr. Sigurður Sigurðsson, fyrrv. landlæknir, hefur hins vegar tjáð mér, að sú skoð- un hafi verið innan nefndarinn- ar, að geðdeildarbygging við Landspítalann hefði orðið næsti ^áfangi, hefði kvensjúkdóma- og fæðingadeild ekki fengið þann forgang, sem fyrr greinir. Skipulagsmál Landspitalalóð ar voru á döfinni á áratugnum 1960—70, en varð ekki lokið og sú niðurstaða fékkst I árslok 1969, að nauðsynlegt væri að stækka lóðina suður fyrir núver andi Hringbraut og færa um leið þá götu nokkuð suður á við. í desember 1969 var gerður samn ingur milli heilbrigðismálaráð- herra, menntamálaráðherra og fjármálaráðherra annars vegar, fyrir hönd ríkisins og borgar- stjórans í Reykjavík, fyritr hönd borgarsjóðs hins vegar, um lóða mál Landspítalans og stofnana háskólans og um tilfærslu Hring brautarinnar. í þessum samningi afsalaði borgarstjóm sér 38 þús und fermetrum lands til stækk- unar á lóð Landspítalans, en auk þess skuldbatt borgarstjóm sig til að úthluta ríkissjóði, til af- nota fyrir Landspítalann og stofnanir háskólans, sem spítal- anum eru tengdar, um 14 hekt- ara svæði sunnan nýrrar Hring brautar. Þá var og heim- ild í þessum samningi til að tengja saman lóðir norðan og sunnan götu með göngum eða brú. í stað þessara lóða afsal- aði ríkissjóður til borgarinnar lóðum I miðborginni, þ.e. Arnar- hóli öllum og hluta af lóð stjórn arráðsins við Lækjargötu. Þegar hér var komið sögu hafði þáverandi landlæknirfor- göngu um, að fá þekkt brezkt arkitektafyrirtæki, Llewelyn- Davies Weeks Forestier-Walker and Bor Architects, til að taka að sér skipulagningu lóðarinnar allrar. Það verk stendur enn, en mun lokið í janúar n.k. Enda þótt fyrrgreindur samn ingur væri gerður, sem gerði ráð fyrir sameiginlegum af- notum Landspítala og lækna deildar háskólans á lóð Land- spítalans, var ekki tekið til við undirbúning samstarfs þess- ara aðila fyrr en á þessu ári. Sú niðurstaða fékkst af viðræð- um fulltrúa ráðuneytanna og byggingamefnda, að sett var á laggirnar sérstök byggingar- stjóm, sem hafa skal með hönd- um yfirstjórn allra þessara mála. Þessi byggingarstjórn er nýlega fullskipuð og hefur þeg- ar tekið til starfa en formlega tekur hún við af fyrrgreindum byggingamefndum 1. janúar n.k. Það samkomulag um fyrir- komulag þessara mála, sem ráð- herrar heilbrigðis- og mennta- mála hafa komið sér saman um, er svohljóðandi: 1. „Menntamálaráðuneytið og heilbrigðis- og tryggingamála. ráðuneytið hafa sameiginlega stjórn um mannvirkjagerð fyr ir Háskóla • íslands og Ríkis- spítalana á Landspítalalóð inni. 2. Menntamálaráðherra skipar tvo menn I stjórnina og skal annar vera prófessor við Læknadeild H.l. Heilbrigðis- og tryggingamála ráðherra skipar tvo menn I stjórnina og skal annar vera yfirlæknir við Landspítalann eða Rannsóknarstofu Háskól- ans. Ráðherrar geta komið sér saman um að skipa fimmta mann, sem þá yrði formaður nefndarinnar. 3. Stjómin skal koma sam- an eigi sjaldnar en einu sinni í mánuði. Hún skal hafa yfir- umsjón með allri mannvirkja gerð á lóðinni, gera tillögur um forgang verkefna, og fylgja eftir teknum ákvörðun um. Stjórnin skal I tíllögugerð um og starfsemi leitast við að samræma aðstöðu til lækninga starfa við aðstöðu til rann- sókna og kennslu. 4. Byggingastjöri, tilnefndur sameiginlega af ráðherrum i samráði við framkvæmdadeild Innkaupastofnunar rikisins, (sbr. lög nr. 63/1970) hef- ur I umboði stjórnar daglega umsjön með allri mannvirkja gerð, situr fundi stjómarinn- ar, kemur ákvörðunum henn- ar í framkvæmd, og starfar Páll Sigurðsson. sem tengiliður milli hennar og þeirra hönnunarnefnda, starfshópa og tæknilegra ráð gjafa, er kvaddir verða til I samráði við hlutaðeigandi heilbrigðismála- og háskólaað ila, varðandi þá mannvirkja- gerð, sem er á hönnunar- eða framkvæmdastigi hverju sinni. 5. Innkaupastofnun ríkisins hef ur á hendi allt reikningshald vegna framkvæmda- og stjórnunarkostnaðar, og fram kvæmdadeild þeirrar stofn unar annast útboð hönnunar- vinnu og útboð verklegra framkvæmda. Kostnaður við starf stjórnarinnar, svo og byggingarstjóra og starfsliðs hans telst til stofnkostnaðar. 6. Núverandi byggingamefndir starfa áfram að verkefnum sínum, á þeim sviðum, er þær vinna nú á, þar til tilnefnd- ar hafa verið þær hönnunar- nefndir og starfshópar, er um getur í 4. grein.“ 1 byggingarstjórn eiga nú sæti: Jónas Haralz, bankastjóri, til nefndur af ráðherrum sameig inlega, Davíð Daviðsson, prófessor og Torfi Ásgeirs- son, deildarstjóri, tilnefndir af menntamálaráðherra. Ólaf- ur Jensson, yfirlæknir, og Páll Sigurðsson, ráðuneytis- stjóri, tilnefndir af heilbrigð- ismálaráðherra. Nefndin hefur þegar komið saman og meðal annars rætt við formann núverandi byggingar- nefndar og Mr. Weeks, arkitekt, frá fyrrgreindu skipulagsfyrir- tæki. 2. rAdstafanir NÚVKRANDI RÍKIS- STJÓRNAR f MÁLEFNUM GEDS-IÚKRA OG DRVKKJUMANNA í málefnasamningi núverandi ríkisstjómar er það eitt af meg- inatriðum l sambandi viö heil- brigðismál, þau er varða sjúkra- hús og heilbrigðisstofnanir sér- staklega, að ráðin verði bót á ófremdarástandi I málefnum geð sjúkra og drykkjumanna. Hér var raunar um að ræða mál, sem allir stjórnmálaflokkar tóku upp á stefnuskrár sínar fyrir síðustu kosningar og virtist ein- hugur um að leysa þá. Núver- andi heilbrigðisráðherra skipaði því fljótlega, eftir að hann tók við starfi, tvær nefndir til að annast undirbúning mála í sam- ræmi við málefnasamninginn, byggingarnefnd geðdeildar við Landspitalann og byggingar- nefnd lokaðrar deildar fyr- ir drykkjusjúklinga (og eitur- lyfjasjúklinga). í byggingarnefnd geðdeildar Landspítalans eru þessir menn: Tómas Helgason, prófessor, formaður, Adda Bára Sigfúsdótt ir, aðstoðarm. ráðherra, Ásgeir Bjarnason, forstjóri, og Guðrún Guðnadóttir, yfirhjúkrunar- kona. Síðar bættust I nefndina Jó- hannes Bergsveinsson, lækn- ir, og Þórunn Pálsdóttir, for- stöðukona. í byggingarnefnd deildar fyr ir drykkjusjúklinga eru þessir menn: Adda Bára Sigfúsdóttir, að- stoðarm. ráðherra, formaður, Þórður Möller, yfirlæknir og Sveinn Ragnarsson, félagsmála- stjóri Reykjavíkurborgar. Jón Ingimarsson, skrif- stofustjóri, hefur verið rit- ari beggja nefndanna. Ráðherra ákvað, að kostnað- ur við byggingu deildar fyrir drykkjusjúklinga skyldi greið- ast úr Gæzluvistarsjóði. En á fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir 4,5 milljónum króna til þessa verkefnis, þ.e. undirbún- ings að byggingu geðdeildar við Landspítala. Báðar þessar nefndir hafa starfað mjög ötullega að sínum málefnum. Deild drykkjusjúkl- inga, sem ákveðinn hefur verið staður á landi Vífilsstaða og verður því í framtíðinni deild I Vifilsstaðaspítala, er tilbúin til útboðs og geðdeild við Landspi- tala er búið að samþykkja af ráðuneyti, skipulagsnefnd og bygginganefnd Reykjavikur og er nú til athugunar hjá fjárlaga og hagsýslustofnun, I samræmi við lög um opinberar fram- kvæmdir. Vonir standa til, að málið hljóti afgreiðslu þeirr- ar stofnunar og samstarfsnefnd ar um opinberar framkvæmdir fyrir lok ársins og mun þá tak- ast að ljúka öllum undirbúningi, sem til þarf, þannig að fyrri hluti verksins verði tilbú- inn til útboðs á næsta sumri eða á næsta hausti. Ráðuneytið gerði I upphafleg um tillögum sínum tillögu um framlag á fjárlögum næsta árs til þessa verks. Samkomulag hef ur nú orðið milli fjárveitinga- nefndar, ríkisstjórnar og Seðla- banka Islands um, að I fjárlög- um næsta árs verði lánsheimild um 30 millj. króna, og verði þessi heimild notuð, ef undir- búningi verksins miðar eins og ráðgert er. Auk þessa, sem hér hefur ver ið talið, hefur verið unnið að málefnum geðsjúkra á ððr- um vettvangi. Þannig hefur ver ið Iokið við að byggja viðbygg ingu við Kleppsspítaiann, sem í er aðstaða fyrir göngudeildir spítalans, vinnuherbergi lækna, fundaherbergi, bókasafn, kennslustofur og rannsóknastoí ur. Þá hafa verið keypt og leigð hús, þannig að snemma á næsta ári verður hægt að loka gamla Kleppsspítalanum, sem ekki er lengur nothæfur til vistun- ar sjúklinga. Við Kleppsspítalann hefur einnig verið byggður vinnuskáli fyrir sjúklingana og breyting- um og endurbyggingum á deild- um, sem staðið hafa nokkur ár, er nú að ljúka. Gert var ráð fyrir, að kjallari spitalans yrði endurbyggður á þessu ári, en það hefur ekki tekizt og verð ur það væntanlega gert á næsta ári. Þar er gert ráð fyrir eld- húsi, matsal og aðstöðu fyrir starfsfólk auk geymslna ýmiss konar. 1 athugun er að gera aðeins minni háttar eldhús, en nota hið stóra eldhús Landspítalans, sem tekur til starfa í ársbyrj- un næstkomandi og flytja mat á allar deildir spítalans, sem, í bænum, þ.e. á Landspitalann sjálfan, deildina við Laugarás- veg, deildirnar við Hátún og á Bjarg á Seltjarnarnesi. Er byggingarnefnd geðdeildar var skipuð, ritaði ráðuneyt- ið byggingarnefnd Landspít- alans og óskaði eftir, að við það skipulagsstarf, sem þá var í gangi, yrði tekið tillit til stað- arvals fyrir geðdeild við Land- spítalann. Byggingarnefnd Landspítala og Mr. Weeks, verk stjóri skipulagsstarfsins, var þvi frá byrjun ákvörðunaraðili um, hvar á lóð spítalans geð- deild yrði, og ákvörðun um stað inn var í raun gerð af Mr. Weeks, sem taldi, að svæðið vest an fæðingadeildar, sem nefndar- önnum þótti fýsilegra, væri ekki hentugt, bæði vegna stærð ar þess lóðarhluta, aðkeyrslu og tengsla við aðalbyggingu og eld- hús. Það er því alrangt, sem fram hefur verið haldið I blaðagrein lækna frá Bretlandi og víðar, að tveir aðilar hafi haft með hönd- um skipulagsmál Landspítalalóð ar. Hitt er svo annað mál, að ráðuneytið hefur ekki óskað að- stoðar Mr. Weeks í sambandi við ákvörðun um þarfir eða stærð geðdeildar, enda hefur hann heldur ekki haft með höndum könnun eða tillögugerð um stærðarþörf neinna legudeilda yfirleitt, hvorki legudeilda á Landspítalanum eða legudeilda- þörf fyrir landið allt. 3. ÁÆTLANIR UM ÞÖRF FYRIR VISTUNARRÝMI Á HEILBRIGÐISSTOFNUNUM I frumvarpi þvi til laga um heilbrigðisþjónustu, sem lagt var fyrir þing á síðastliðnu vori og lagt verður fram að nýju á þessu þingi, sem nú situr, er gert ráð fyrir, að ráðherra láti gera áætlun um sjúkrahús og heilsugæzlustöðvar til 10 ára i senn og framkvæmdaáætlun byggð á slíkri heildaráætlun skuli árlega leggja fyrir þing við gerð fjáriaga. Þar sem gert var ráð fyrir, að þessi lög tækju gildi á þessu eða næsta ári, hófst ráðuneytið handa á síðastliðnu vori og fékk dr. Kjartan Jóhannsson til að hefja könnun á þessu verki. Það liggja nú fyrir drög að slikri áætlun og nokkur könn- un á vistunarrýmisþörf, miðað við mannfjöldaspár fram til árs ins 1990. Þessi könnun á vistunarrým- isþörf verður væntanlega birt í heild snemma á næsta ári, en hér verða teknar úr henni nokkrar upplýsingar, sem að gagni mega koma. Þannig hafa í samráði við ráðuneytið verið gerð drög að staðli fyrir vistunarrýmisþörf á hinum ýmsu stofnunum innan heilbrigðiskerfisins. FranUiald á bts. 2L

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.