Morgunblaðið - 20.12.1972, Síða 28
28
MORGU.NBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1972
PÍ* * Hfíngl cftif (niðncctti
M.G.EBERHART
Haan var alltaf formlegur 5
framkomu. Hann hafði enga
ástæðu til að gera grein fyrir
þarveru sinni við Jenny, en
gerði það samt. Hann stóð upp
og rétti fram höndina. — Ég
kom undir eins og ég frétti
þetta. Hvernig líður þér,
Jenny?
Hún tók í hönd hans.
— Gaman að sjá þig aftur,
sagði hann kurteislega. — En
þó varla gaman, eins og á stend
ur.
Hún léit í áttina til bókastof
nunnar, en þaðan heyrðist manna
mál.
Art sagði: — Pétur er inni í
bókastofunni. Lögreglan er að
tala við hann. Ég býst við, að
hún vilji tala við þig aftur. Já,
undir eins og ég heyrði um
þetta sorglega atvik, þá kom ég
auðvitað strax, ef Pétur skyldi
þurfa á mér að halda. Ekki svo
að skilja, að ég geti mikið gagn
gert sem lögfræðingur. Hef
aldrei fengizt neitt við sakamál.
En Pétur þarf nú sennilega held
ur ekki neitt á lögfræðingi að
halda. Ég er ekki enn farinn að
sjá hann. Ég kom heim úr borg-
inni i gærkvöldi. Blanche
hringdi til mín klukkan hálí-
tólf. Svo sleit hún snögglega
sambandið, en mér datt ekki i
hug, að neitt alvarlegt væri að.
Cal sagði mér, að þá hefði Fi-
oru verið sýnt fyrra banatilræð
ið.
— Þú ert þá búinn að hitta
Cal?
— Já, já. Og Blanche rétt
sem snöggvast. En mér skilst
þeir ekki vera enn búnir að ná
í morðingjann. Hræðilegt!
— Já!
— Afskaplegt.
— Já, Henni datt í hug, hvort
hann færi ekki að verða uppi-
skroppa með lýsingarorð.
— Óskaplegt!
— Já, fyrir Fioru, sagði
Jenny og fann um leið til með
aumkunar. Aumingja Fiora
með rika eiginmanninn og loð-
kápurnar þrjár.
Art var að taka upp snjó-
hvítan vasaklút, en stanzaði
og leit á hana hvössum — en
varkárum — augum. Já, já, já.
Það er meira en hræðilegt. En
einhvern veginn finnst mér ég
ekki hafa búizt við, að þú bær-
ir neitt hlýjan hug til hennar.
Þama kom það. Ofurlítill
broddur sem virtist detta eins og
óviljandi út úr Art. Hann sagði:
— En auðvitað má nú margt á
milli vera að vera litið um hana
gefið eða óska henni feigðar.
— Ég óskaði henni ekki feigð
ar.
— Mér þótti það dálítið skrít-
ið, að Pétur skyldi biðja þig að
koma hingað.
— Það fannst mér líka, sagði
Jenny.
— Hvers vegna gerði hann
það?
Þetta var ekki í eina skiptið,
sem Jenny var spurð þessa, en
hún átti ekki nema eitt svar við
því. — Pétur var órólegur og úr
jafnvægi. Hann vildi, að við Cal
kæmjum bæði.
— Afsakaðu, Jenny en — eins
og ég sagði, þá varð ég hissa á
þessu.
— Hvers vegna það? Fólk get
ur verið góðir vinir, þó að það
hafi skilið.
— En mér hefði ekki dottið i
hug — nú jæja, ekki kernur mér
þetta við. Pétur hefði heldur átt
að kalla á mig. En kannski hef-
ur hann haldið, að ég væri í
borginni yfir helgina. Cal hefði
ekkert getað gert, sem ég hefði
ekki getað gert.
— Enginn hefði neitt getað
gert. Og svo var Fiora ekki al-
varlega slösuð.
—- 1 fyrra skiptið ... sagði
hann. En það hefði nú verið
betra að taka þessari fyrri til-
raun með meiri alvöru.
Það er hægast að vera vitur
eftir á, hugsaði Jenny, en hún
jánkaði þessu bara.
Dymar að bókaherberginu
opnuðust og Blanche kom fram.
Blásvart hárið markaði umgjörð
um andlitið, og hvert hár var
þar á sinum stað, hún var snyrti
leg og glœsileg í gráu dragtínni
sinni, og hún bar armbandið sitt
og perliufesti; líktist einna helzt
seiðkonu.
Fallegur litarháttur hennar
var eins og þurrkaður út, and-
litið var hvitt eins og kerti, jafn
vel grænu augun virtust hafa
fölnað og varaliturinn stekk ein
kennilega í .stúf við allt hitt.
Hakan var eins og innfallin og
það voru dálitlir pokar undir
augunum. Hún sagði: — Nú þú
ert þá hérna ennþá, Art?
Art leit á Blanehe dálítið
ólundarlega og Jenny skipti um
fyrri skoðun sína á þeiim. Ein-
hvem veginn hafði hún alltaf
haldið, að þau Blanche væru
í þýðingu
Páls Skúlasonar.
beztu vinir. Ekki svo að skiija,
að Blanche færi ^nokkum tíma
að kasta sér út I kæruleysislegt
ástarævintýri með neinum! En
nú skipti hún sem sagt um sikoð-
un, sem hlaiut að hafa verið röng
því að nú fannst henni eins og
þau umgengjust hvort annað aí
ýtrustu varkárni, og kuldaíega,
Art sagði: — Já, auðvitað vildi
ég taiia við Pétur!
Blanche sneri sér að Jenny.
— Þeir vilja tala við þig. 1
bókastofunni. Ég er hrædd um,
að ég hafi hlaupið á mig. En ég
gat bara ekki að mér gert.
Enn blikaði rauða ljósið. —
Hvað gerðirðu ?
Blanche neri augun með hend
inni. — Ég er ekki með sjálfri
mér. Ég gat ekki hugsað. Þeir
hríðuðust í mér. —Þessi Parenti
kafteinn og ... Hann hélt áfram
að spyrja mig um allt ... öll smá
velvakandi
Velvakandi svarar í síma
10100 frá mánudegi tií
föstudags kl. 14—15.
• „Til hvers er lögreglan?“
Smári Karlsson, flugstjóri
skrifar:
,,Til hvers er lögreglan? Spyr
sá sem ekki veit.
Konan mín segir mér eftir-
farandi sögu:
— „Sunnudaginn 10. þ.m.
I vonda veðrinu, átti ég að
mæta til hjúkrunarstarfa að
Sólvangi við Hafnarfjörð. Þenn
an morgun reyndi ég hvað ég
NILFISK
pegar
um gæotn er
að tefla....
■=wmi imc
SUÐURGÖTU 10, REYKJAVÍK, SÍMI 24420
gat til þess að fá leigubíl og
sagði ég stöðinrii frá ástæðun-
um, en það reyndist ómögulegt
að fá bíl. Þá hringdi ég loks á
Lögreglustöð Kópavogs. Sagði
ég þeim hvernig ástatt væri
fyrir mér og bað þá um akstur,
en þeir sögðu blátt nei. Ég vissi
varla hvað ég ætti til bragðs að
taka, en taldi að ef ég gæti
gengið út á lögreglustöð, þá
mundu þeir varla neita mér.
Þegar svo þangað kom sagði
ég ástæður mínar aftur og bað
um akstur en þeir sögðu nei.
Fór ég þá niður á „Strætóbíl-
skýli“. Beið þar lengi. Bað þá
svo enn um liðveizlu, en fékk
neitun. Loks kom svo Volks-
wagen-bifreið á bensínstöðina
og bauðst sá góði maður til að
aka mér.“
• Skylda eða riddara-
mennska
Eftir að hafa hlustað á þessa
sögu konu minnar hringdi ég
til bæjarfógeta Kópavogs.
Spurði ég hann, hvort lögregl-
an tilheyrði hans starfssviði.
Kvað hann svo vera. „Gott,"
sagði ég, „því ég ætla að segja
þér ófagra sögu um einn lög-
reglu-bumbara úr þínu starfs-
liði.“ Ég hélt, að bæjarfógetinn
tæki þessu þannig, að hann
mundi formæla þessum manni
og hans aðgerðum, en það fór
á annan veg, sagði sem sagt, að
þeir færu samkvæmt sínum
fyrirmælum, þ. e. a, s. mættu
ekki fara út fyrir bæjarmörkin.
Ég spyr: „Er þetta hægt, Ólaf-
ur?“
Maður les í blöðum um ridd-
araskap iögreglumanna Reykja
víkur þá er þeir keyra heim
fólk af böllum og milli hverfa.
Einnig les maður, að fólk og
yfirvöid hjálpi hjúkrunarfólki
yfir ófæra fjallvegi og öræfi
þegar á þarf að halda. Sjálfur
þekki ég til hvernig þetta hef-
ur gengið fyrir sig hjá flugfólk-
inu. Þegar veita þarf aðstoð, þá
ekki spurt um bæjarmörk.
Þess vegna sagði ég bæjar-
fógeta, að ég skildi ekki svona
ráðstafanir. Hann sagði þá, að
hann og hans lið hefði öðrum
hnöppum að hneppa en að aka
konu minni eða öðrum, jafnvel
tæknum, þótt þeir kynnu að
leita á náðir þeirra um slíkt í
neyðartilifellum, ef það væri
akstuir „út fyrir bæjarmörkin".
Það væri aðeins ein undan
tekning, nefnilegá, þá er þyrfti
að keyra menn til Reykjavíkur
í tukthúsið. Einnig sagði bæjar
fógetinn: „Hvað heldurðu að
fólkið segði, ef eitthvað stórt
mundi ske og menn og bíll
væru utan bæjarmarkanna?"
En ég segi þá líka: „Hvað
mundi fólkið segja, ef eitthvað
mundi ske vestast i Vesturbæn-
um, þegar menn og bíll væru
austast í Austurbænum, eða á
leiðinni í tugthúsið í Reykja
vik?“
Smári Karlsson.
Velvakandi hafði samband
við Sigurgeir Jónsson, bæjar-
fógeta í Kópavogi og tjáði hon-
um efni bréfs Smára. Hér kem-
ur svar bæjarfógeta við bréf-
inu:
• Löggæzlumenn fari ekki
út fyrir umdæmið
„Ég þakka Velvakanda fyrir
að gefa mér kost á að svara
bréfi Smára Karlssonar. Það er
rétt, að Smári Karlsson hafði
simasamband við mig á heim-
ili mínu á síðkvöldi einu ný-
lega, og var lýsing hans og
hneykslun þá svipuð og kemur
fram í bréfinu. Svar mitt í sím-
talinu var það, að þó að ég
vissi ekki um málavexti, ve-
fengdi ég á engan hátt frásögn
hans. Þau viðbrögð iögreglunn-
ar, sem hann lýsti, væru í sam
ræmi við mín fyrirmæli, þ.e.
að láta lögregluliðið eða tæki
lögreglunnar aldrei fara út fyr-
ir umdæmið, nema tryggt væri
að nægur liðskostur og bifreiða
kostur væri fyrir hendi í um-
dæminu. Ég sagði honum jafn-
framt frá því, að við hér þyrft-
um að leita til Reykjavíkur á
slysavarðstofu og fangelsi, og
væru óhjákvæmilegar ferðir
þangað, einu undantekningar
frá þessari reglu. Þegar í Ijós
kom, að Smári gat ekki skilið
réttmæti þessarar reglu, o>g
hótaði blaðafrásögn, sagði ég
honum, að við það hefði ég ekk
ert að athuga, en ég vildi síður
eiga á hættu gagnrýni, ef slys
eða eldsvoði kæmi upp i um-
dæmi lögreglunnar í Kópavogi,
en ekki hefði verið hægt að
sinna því vegna fjarveru lög-
regluliðs og bifreiða í öðrum
umdæmum, jafnvel þótt verið
væri að sinna svo mikilvægu
verkefni sem þvi að aka eigin-
konu hans til þýðingarmikilia
starfa.
Að lokum skal þess getið, að
morgun þann, sem marggreind-
uir atburður átti sér stað, var
ófærð svo mikil, að lögreglan í
Kópavogi varð að fá leigða hjá
bílaleigu Loftleiða, bifreið, með
drifi á öllum hjólum til þess að
geta komizt um götur bæjarins,
og leiðin milli Kópavogs og
Hafnarfjarðar var meira og
minna lokuð.
Virðingarfyllst,
Sigurgeir Jónsson,
bæjarfógeti, Kópavogi."
• Útvarpsefni tekið upp í
gegnum síma
G. H. skrifar:
„Kæri Velvakandi!
Kannski er það að bera í
bakkafullan lækimn, að gagn-
rýna útvarpið, en það er nú
bara svo með „garminn hann
Ketil", að hann er alþjóðareign
og ætlazt er til að sem flestir
hafi gagn og gaman af. Enda
segi ég það satt, að marga
ánægjustundina hefur útvarp-
ið fært mét um dagana.
Tilefni þessara skrifa er það,
að stundum er útvarpað viðtöl-
um, sem tekin eru upp í gegn-
um sirna; meira að segja hefur
stundum komið fyrh, að heil
erindi hafa verið flutt þannig.
Ég er viss um, að ég er ekki
einn um að láta þetta fara í
taugarnar á mér, en sl. fimmtu
diag var útvarpað löngu viðtali,
sem haft var við rnann austan
úr sveitum, en það fór fyrir of-
an garð og neðan hjá mér; það
var svo óþægiLegt að hlusta á
allt suðið og sóninn. Þarna
hefði verði miklu heppilegra
fyrir viðræðandann að segja
bara í stuttu máli frá samtali
sínu og mannsins.
Ég get vel faMizt á, að nauð-
synlegt geti verið að hafa þenn
an hátt á, til dæmis eí um er
að ræða stutt fréttaviðtöl við
fólk í útlöndum, eliegar þá úti
á landi, en að boðið skuli vera
upp á silikan „hallærisiflutning"
á útvarpsefni á timum háþró-
aðrar tæknii, það fininst mér
ekki nógu sniðugt.
G. H.“