Morgunblaðið - 24.12.1972, Side 17

Morgunblaðið - 24.12.1972, Side 17
 Frumsýnmg 1 Þjóöleikhúsmu um jólin Ljosmyndir Mbl. Kr. Ben S,\C1.V drottninganna Maríu Stúart og Elísabetar I. er wgg- laust hugstæð mörgum fslend- ingum, sérstaklega vegna þess að svo skammt er liðið siðan sjónvarpið sýndi þn>ttina um Elísabetu I. og þar kom María Stúart að sjálfsögðu talsvert við sögu. Þá birti Morgunblaðið einnig ítarlegar greinar um eitt og annað forvitnilegt úr tið drottninganna. Fólk gengur því ekki að því gruflandi hvert viðfangsefnið er i Þjóðleikhúsinu þegar jóla- leikritið verður frumsýnt. Saga Maríu Stúart er saga mikilla ör laga. Við fylgdumst með æfingu á Maríu Stúart i Þjóðleikhúsinu eitt kvöldið og það var auðséð að ekki var langt í frumsýn- ingu. Allt var að komast í fast- mótað form og leikurinn rann svo til snurðulaust í gegn. Margir af beztu leikurum Þjóðleikhússins námu leiklist á sínum tíma í stórveldi leikhúss lífsins, Bretlandi. Þessir leikar- ar hafa verið burðarásinn i ís- lenzku leiklistarlifi um langt skeið. Það er því skemmtilegt að sjá svo marga af þessum leikurum leika í Maríu Stúart, leikriti, sem krefst feikilegrar nákvæmni. Það eru snörp tilþrif I þessu verki og spennandi augnablik í þeirri valdabaráttu og þeim ör- lagaleik sem leikritið fjallar um. Það er hið kunna skáld Fried rich von Jþ-hiUer, sem hefur gert þetta f ikrit, en þýðinguna gerði Alexander Jóhannesson. Þorsteinn frá Hamri fór yfir verkið fyrir þessa uppfærslu og gerði nokkrar breytingar. Leikstjóri er Ulrich Erfurth frá Þýzkalandi, en aðstoðarleik stjóri er Geirlaug Þorvaldsdótt ir. Leikmyndir gerði Gunnar Bjarnason og búningateikning- ar gerði Lárus Ingólfsson. Leikstjórinn, Ulrich Erfurth, er fæddur árið 1910. Faðir hans var prófessor i guðfræði, en móðirin þekktur píanókennari. Starfaði fyrst við leikhús árið 1931. Árið 1934 var hann ráð- inn leikstjóri við Ríkisleikhúsið í Berlín, en þar var þá hinn þekkti leikhúsmaður Gustaf Grúndgens leikhússtjóri. Er- furth starfaði síðan mikið með honum. Var hermaður í síð- ustu heimsstyrjöld, en eftir stríð 1946 til 1949 er hann aðal- leikstjórinn við Hamburger Kammerspiele. Siðar varð hann þar leikhússtjóri. Ennfremur var hann leikstjóri i Frankfurt am Main og viðar. Erfurth hef- ur að undanförnu stjórnað leik sýningum (Festival) í Hersfeld og mun gera það næsta sumar. Erfurth hefur einu sinni áð- ur komið til Islands, en það var árið 1937. Þá ferðaðist hann ásamt konu sinni um landið. Þau fóru m. a. til Akureyrar og ferðuðust yfirleitt á hestum. Titilhlutverkið, María Stúart, er leikið af Kristbjörgu Kjeld, en Bríet Héðinsdóttir fer með annað aðalhlutverkið, Elísabet I. Eftirtaldir leikarar fara með stór hlutverk í leiknum: Gunn- ar Eyjólfsson, leikur Róbert Dudley, greifa af Leicester, Ari ar Jónsson er Mortímer, Rúril Haraldsson, leikur Wilhelm Ce ciel, barón af Berleigh, Róber Arnfinnsson, Georg Talbot greifa af Shrewsbury, Guð björg Þorbjarnardóttir, leikui Hönnu Kennedy, fóstru Maríu Valur Gíslason er Amías Paulet riddari, gæzlumaður Maríu Baldvin Halldórsson er Melvil heimilisbryti Maríu. 1 minn hlutverkum eru leikararnir Ævar Kvai'an, Benedikt Árna son, Gísli Alfreðsson, Brynj: Benediktsdóttir, Sigmundur öri Arngrímsson, Jón Gunnarssoi og fleiri. — á.j. t MORGUNÖLAÖIÐ, SUNNUDAGUR 34. DESF/MBER 1972 Maria Stúart í t*jódleikhúsinu: Leikur örlaga o g spennu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.