Morgunblaðið - 24.12.1972, Side 18
MOWGtíWÖLAÖlÐ, StJMfWDAGtJ'R 24. DESEMBBR 1972
18
Sölumannadeild V.R.
SÖLUMENN
Vegna ófyrirsjáanlegra orsaka verður að fresta aðal-
fundi deildarinnar til 4. janúar n.k.
Stjórn sölumannadeildar V.R.
RA
UM
jöm
FRÁ RAFMAGNSVEITU REYKJAVfKUR
Rafmagnsveitunni er það kappsmál, að sem fæstir
verði fyrir óþægindum vegna straumleysis nú um jól-
in sem endranær. Til þess að tryggja öruggt raf-
magn á aðfangadag, jóla- og gamlársdag, vill Raf-
magnsveitan benda notendum á eftirfarandi:
IReynið að dreifa elduninni, þ. e. jafna henni
yfir daginn eins og kostur er.
Forðizt, ef unnt er, að nota mörg straumfrek
tæki samtímis, t. d. rafmagnsofna, hraðsuðu-
katla og brauðristar — einkanlega meðan á
eldun stendur.
Farið varlega með öll raftæki til að forðast
bruna- og snertihættu. Illa meðfarnar lausa-
taugar og jólaljósasamstæður eru hættuleg-
ar.
Útiljósasamstæður þurfa að vera vatnsþéttar
af viðurkenndri gerð.
Eigið ávallt til nægar birgðir af varatöppum
(„öryggjum"). Helztu stærðir eru:
10 amper, Ijós
20—25 amper, eldavél
35 amper, íbúð.
Ef um viðtækari straumleysi er að ræða skul-
taldar ráðstafanir:
Takið straumfrek tæki úr sambandi.
Ef straumleysið tekur aðeins til hluta úr íbúð,
(t. d. eldavél eða Ijós), getið þér sjálf skipt
um vör í töflu íbúðarinnar.
Ef öll íbúðin er straumlaus, getið þér einnig
sjálf skipt um vör fyrir íbúðina í aðaltöflu
hússins.
Ef um síðtækari straumleysi er að ræða skul-
uð þér hringja í gæzlumenn Rafmagnsveitu
Reykjavíkur.
b
Bilanasími er 86230
I skrifstofutíma er sími 86222.
1RAFMAGNS
3 VEITA
^ REYKJAVÍKUR
Vér flytjum yður beztu óskir um GLEÐILEG JÓL og
FARSÆLD Á KOMANDI ÁRI, með þökk fyrir sam-
starfið á hinu liðna.
80 ára annan jóladag:
Jón Gestur
Vigfússon
JÓN Gestur Vigfússon fyrrum
sparisjóðsgjaidkeri er 80 ára á
annan dag jóla.
Jón Gestur er einn þeirra
manna, er sett hafa mikinn svip
á bæjarlifið hér í Hafnarfirði,
því segja má, að hann hafi starf-
að að þjónustustörfum fyrir bæj
arbúa allt sitt líf.
Innan búðarborðsins var Jón
Gestur hvort tveggja í senn
traustur og húsbóndahollur, sem
þó jafnframt bar hag viðskipta-
vinarins fyrir brjósti. í Spari-
sjóði Hafnarfjarðar var Jón Gest
ur gjaldkeri um 18 ára skeið, unz
hann varð að láta af störfum sök
um aldurs. Rækti hann það starf
með mikilli prýði.
Jón Gestur hefur víðar komið
við í sögu bæjarins okkar, en í
atvinnulífinu. Hann var um
margra ára skeið einn virkasti
kraftur í leiklistarlífi bæjarins
og söng i kariakómum Þröstum
og kirkjukór Hafnarfjarðar-
kirkju.
Ræktunarstörf Jóns Gests
munu þó hvað lengst verða í
minnum höfð. Hinn fagri skógar-
lundur hans í Sléttuhlið ber Jóni
Gesti fagurt vitni. Þar hefur
hann með ótrúlegri seiglu unnið
á fokinu. Á sólbjörtum sumar-
degi er unun að ganga um þenn-
an fallega skógarlund, sem skart
ar dásamlegu litaskrúðí. Slíkt
starf verður seint fullþakkað.
Jón Gestur hefur á margan hátt
verið gæfumaður. Hann og kona
hans, Sesselja Magnúsdóttir frá
Skuld geta nú litið stóran fjöl-
skylduhóp 12 bama þeirra er upp
komust, sem allt er hið ágætasta
fóik.
Jón Gestur er em vel, þó að
sjóndepran bagi hann, en bjart-
sýni og trú hafa verið hans góðu
eiginleikar öðru fremur og nýtur
hann þeirra nú.
Ég sendi Jóni Gesti og fjöl-
skyidu hans beztu afmæiis- og
jólakveðjur og veit að undir það
tekur með mér fjöldi Haínfirð-
inga.
Matthias A. Mathiesen.
farsælt komandi ár. Innilegt þakklæti til allra, sem
styrkt hafa basar félagsins og aðra starfsemi þess
á liðnu ári.
Félag austfirzkra kvenna.
aðstoðum
Þeir bændur, sem ætla að kaupa nýja dráttarvél á
næsta ári, geta fengið til þess lán frá Stofnlánadeild land-
búnaðarins, ef þeír sækja um lánið nú fyrir næstu áramót.
Við aðstoðum þá, sem þess óska, við frágang
umsóknarinnar og afhendingu. Umsókninni þurfa að fylgja
veðbókarvottorð, búrekstrarskýrsla og upplýsingar um
hvaða tegund dráttarvélar ætlunin sé að kaupa.
Hafið samband við okkur sem fyrst í síma eða
bréfleiðis.
MF
Massey Ferguson
-hin sigilda dráttarvél
J^JVjÓUbtjCLhLÁ/
SUÐURLANDSBRAUT 32 • REYKJAVlK*SlMI 86500 • SlMNEFNI ICETRACTORS