Morgunblaðið - 24.12.1972, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1972
19
hressu fólki
og prúðu
Og dajisiiui dunaði af hjartans list.
(Ljósm. Mbl.: Árni Johnsen)
Gagnfræða,skóli Laugalækjar:
Einar, Valur og Hjölli
Sýniishorn af skreytingum yfir dansgólfinu.
Sveinn kennari lengst t.v. ásamt nemendum við afgreiðslu á
gosi.
Hrönn og Matti
Gagnfræðaskólanemar i Lauga
lækjarskóla héldu „Litlu jól-
in“ sl. fimmtudagskvöld með
skemmtun í skóla síniim. Höfðu
nemendurnir skreytt húsakynni
á listilegasta hátt og auðséð var
að mikil vinna var lögð i undir
búning þó að aðeins væri tjald
að til einnar nætur.
Skemmt'unin hófst kl. 8 með
dansi og eintnig var þjóðlága-
söngur. í kjallara skólans var
einnig dansað, en þar voru spil
aðar hljómplötur. Einnig var
innréttuð veitingastoía í eirani
kennslustofunni. Var mikið fjör
á skemmtuninni, en þó truflaði
það nokkuð að rafmagnið fór
tvisvar af um kvöldið. í fyrra
skiptið í eina og hálfa klukku-
stund, en i síðara skiptið i hálfa
klukkustund. Var þá gítarinn
tekinn fram og suraginn fjölda
söngur með mi'klum tilþrifuim.
Mjög skemmtilegt var að sjá
þann góða félagsanda, sem rík-
ir í þessum skóla og framkoma
nemendanna var til fyrirmynd
ar, en þarna voru hátt á þriðja
hundrað nemendur úr 1„ 2., 3.
og 4. bekk. Gleði og gaman var
i hávegum haft, en hver einasti
uraglingur sýndi prúðmennsku.
Að sjálfsögðu var dansinn fram
leragdur vegna tafa af völdum
rafmagnsfleysis og dönsuðu
unglingarnir ýmist gömlu eða
nýju dansana, en Roof Tops
léku fyrir dansi.
Þegar rafmagnið fór voru
kertaljós tendruð og tók ung.a
fólkið öllum frávikum eins og
heiðursfólki sæmdi. — á.j.
Ingibjörg tók sig vel út við kertaljósið í rafmagnsleysinu.
Það var erfitt að ná í bíl í
óveðrinu
Helga Möller raular nieð gítamum
Jólagleði
m m
með