Morgunblaðið - 29.12.1972, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 29.12.1972, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1972 BÍLALEIGA CAR RENTAL T5? 21190 21188 14444^25555 CWmmi BRALUG^HVfRSG0T9JÐ^^j 14444 ** 25555 f LEIGAN AUÐBREKKU 44-46. - SÍMI 4260C STAKSTEINAR Sprútt Eitt af fyrstu verkum vinstri stjórnarinnar var að taka að nýjn inn í kaupgjalds- vísitölu áhrif vegna hækkun- ar á áfengi og tóhaki. Var þetta enda eitt af því, sem nú verandi stjórnarsinnar fundu viðreisnarstjórninni mest til foráttu. Stuttu síðar var á- fengi hækkað, og rökstuddi fjármálaráðherra þá ákvörð- un sína með því, að hækkun- in ætti annars vegar að draga úr neyzlu áfengis, en hins veg ar að færa ríkissjóði auknar tekjur. Þá þegar var á það bent, að þær hækkanir á kaup gjaldi i landinu, sem leiddu af hækkun áfengis, væru þvílík- ar, að frekar borgaði sig fyrir atvinnureksturinn í landinu að greiða beint í ríkissjóð það, sern Halidór ætlaði að hagn- ast á minnkandi drykkjuskap. enda yrði vín þá í sama verði. Nú skömrnu fyrir hátiðar var áfengi hækkað á nýjan leik. Báðherrann segir, að á- stæðan sé sú, að afla þurfi rikissjóði meira fjár. Ekki er lengur minnzt á bindindissjón- armiðin, enda sannast sagna erfitt fyrir ríkisstjórn, sem svo mjög treystir á tekjur af áfengissölu, að vonast eftir minnkandi áfengisneyzlu skattborgaranna. Eða hvernig færi um afkomu ríkissjóðs, ef landsmenn hefðu nú tekið upp á þvi til hátíðarbrigða að smakka ekki deigan dropa yfir hátíðarnar? Magnús Jónsson, fyrrver- a:i-Ji fjármálaráðherra, benti á það í sjónvarpsþætti skömmu fyrir jól, að meðan áfengi og tóbak væri í vísi- tölugrundvellinum, gæti það ekki talizt ýkja skynsamleg ráðstöfun að hækka fyrr- greindar vörur i tekjuöflunar- skyni fyrir ríkissjó'5. Atvinnu vegirnir þyrftu að greiða að minnsta kosti jafnháa upp- hæð í hærri laun til starfs- manna sinna og ríkissjóður ætlaðl að hagnast á með hækk nn verðsins, og ef hins vegar halda ætti vísitölunni óbreyttri, færi allur hagnað- urinn af hækkun áfengis og tóbaks til þess eins að greiða niður vísitöluhækkunina. Fjármálaráðherra, sem var til andsvara Magnúsi Jónssyni sagði þá, að nú væri í ráði að fara þess á leit við verkalýðs- hreyfinguna, að hún féllist á að nema brott úr vísitölu- grundvellinum áhrif áfengis og tóbakshækkana ráðherr- ans. Enda sagði ráðherrann, að það væri fráleitt að láta vörur eins og áfengi og tóbak hafa áhrif til breytinga á kaupgjald í landinu. Nú geta menn út af fyrir sig fallizt á þessa skoðun ráð- herrans. En þá vaknar aftur spurningin: Hvers vegna var hann þá að gefa út sérstök bráðabirgðalög til þess að koma áfengi og tóbakshækk- unum aftur í vísitölugrundvöll inn. Bormann Ef marka má blaðafréttir, virðist enginn núlifandi mað- ur hafa undirbúið flótta sinn betur en Martin Bormann. Einn mesti fjársjóður seinni tíma hefur frá stríðslokum verið í vörzlu þessa harðsvír- aða manns. Sjóðinn hefur hann notað til þess að tryggja sér öryggi í Suður-Ameríku og virðist það hafa tekizt furðu vel hingað til. En Mar- tin Bormann hefur bersýni- lega ekki þótt þetta nóg til þess að tryggja líf sitt og limi. Ef marka má síðustu fregnir hefur hann verið svo forsjáll að skilja höfuðkúpu sína eftir í Þýzkalandi til þess eins að villa um fyrir fjand- mönnum sinum! spurt og svarad Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Hringið í síma 10100 kl. 10—11 frá mánudegi til föstudags og bið.jið um I.esendaþjónustu Morg tinblaðsins. BILALEIGAN jX 11 MíjlÍ. 8-23-47 w sendum BlLALBTGAH VAG leigi HÓPFEBBH Til leigu í lengri og skemmrí ferði. 8—34 farþega bílar. Kjartan Ingimarsson, sími 32716. IfflDIR JÓLASTJÓRN Árni Kristjánsson, Hjálm- holti 7 spv r: a) Hver samdi þáttinn, sem Örnólfur Árnason og Páll Heiðar Jónsson fluttu í út- varprnu á annan dag jóla? b) Gerði útvarpsráð enga athugasemd við flutning þessa þáttar — þótti hann ef til vill i anda jólanna? c) Ef útvarpsráð samþykkti þennan þátt, án athugasemda, má þá telja hann mælikvarða á skopskyn þeirra, sem eiga þar sæti? H.jörtur Pálsson dagskrár- stjóri svarar: a) Höfundar þáttarins voru Örnólfur Ámasoti og Páll Heiðar Jónsson. b) Útvarpsráð samþykkti tillögu um, að þeir félagar tækju saman skemmtiþátt og stjórnuðu honum á annan í jólum, en útvarpsráðsmenn höfðu ekki hlustað á þáttinn fyrirfram og ráðið hefur ekki komið saman til fundar síð- an hann var fluttur. c) Síðasta lið spurningar- innar get ég að sjálfsögðu ekki svarað fyrir hönd út- vrrpsráðs. KEEEAVÍKUB- SJÓNVABPIÐ Hans Konrad Kristjánsson Borgarholtsbrant 1, Kópavogi: Hvers vegna birtir Morg- unblaðið ekki dagskrá Kefla- vikursjónvarpsins eins og is- lenzka sjónvarpsins? Eyjólfur Konráð Jónsson, ritstjóri svarar: Sjónvarpið á Keflavíkur- flugvelli er rekið fyrir vam- arliðið þar og sér Morgun- blaðið enga ástæðu til að birta dagskrá þess. FJÖLSKYLDUBÆTUR OG NAFNSKÍBTEINI Margrét Sæmundsdóttir, Reynimel 74 spyr: Er það rétt, að giftar kon- ur þurfi frá að hverfa, þeg- ar þær sækja fjölskyldubæt- ur, ef þær hafa ekki nafnnúm er eiginmanna sinna? Ef svo er, hvers vegna nægir ekki nafnnúmer eiginkvennanna? Ilaukur Haraldsson, fulltrúi í greiðsludeild Trygginga- stofnunar rikisins svarar: Giftar konur þurfa ekki frá að hverfa, þó þær hafi ekki nafnnúmer mannsins. Þeim er þá vísað á lífeyrisdeild stofnunarinnar þar sem þær sýna skirteini sitt og eftir því er fundið nafnnúmer manns- ins. Eiginmenn eru skrifaðir fyrir fjölskyldubótunum og spjöldunum raðað eftir nafn- númerum þeirra. Annan hvorn aðilann verður að skrifa fyr- ir þessum bótum og hefur alltaf tíðkazt að eigLnmenn- irnir væru skrifaðir fyrir þeim. Nafnskírteina er kraf- izt til öryggis svo að hver sem er geti ékki komið og farið fram á að fá bætur útgreidd- ar. HÖRÐUfl ÓLAFSSON hœstBrétta riögmaður skjalaþýðandi — ensku Austurstræti 14 sfmar 10332 og 35673 ÓLAFUR ÞORLAKSSON ■A ii If I u tn i ngss k rif stof a Laugavegi 17 — simi 11230. GULLSMIÐUR Jöhannes Leifsson Laugavegi 30 TRÚLOFUNARHRINGAR viðsmíðum þérveljið Látið ekki sambandið við viðskiptavinina rofna — Auglýsið — Kodak I Kodak í Kodak I Kodak « Kodak Kodak I Kodak ■ Kodak ■ Kodak ■ Kodak J. S. Bach JÖLAORATORÍA Flytjendur: Pólýfónkórinn, Kammerhljómsveit, flytjendur samtals 140. Einsöngvarar: Neil Jenkins, tenór, Sandra Wilkes, sópran, Ruth Magnússon, alto, Halldór Vilhelmsson, bassi. Stjórnandi: Ingólfur Guöbrandsson. Flutningur oratoríunnar fer fram í Háskólabíói föstu- daginn 29. desember kl. 21.00 og laugardaginn 30. desember kt. 14.00. Uppselt föstudaginn 29. des. — Vinsamlegast vitjið ósóttra pantana 28. des. fyrir kl. 17.00. Aðgöngumiðar að síðari tónleikunum 30. des. kl. 14.00 seldir hjá Ferðaskriðstofunni ÚTSÝN og Bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar. PÓLÝFÓNKÓRINN.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.