Morgunblaðið - 16.01.1973, Síða 3

Morgunblaðið - 16.01.1973, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1973 3 að skjóta ykkur öll“ hótadi byssumaðurinn fyrrverandi eiginkonu sinni í síma. Tilviljun aö f jölskyldan var ekki öll heima, er hann brauzt inn ALGJÖR tilviljun réð því, að Haraldur Ólafsson skyldi ekki hitta alla fjölskylduna heima að Yrsufelli 11, þegar hann réðst þar inn vopnaður hagla- byssu og særði fyrrum tengdamóður sína og son henn ar. Haraldur hafði fyrr um morg-uninn átt símtal við eig inkonu sína fyrrverandi, Báru Magnúsdóttur, þar sem hún var þá stödd á heimili móður sinnar, og sagði við hana: — .,Nú ætia ég að skjóta ykkur öll.“ „Ég er orðin ýmsu vön frá Haraldi og því reyndi ég að vera kokhraust á móti og svaraði eitthvað á þá leið, að iiann skyldi þá bara gera það, þar sem reynslan hefur kennt mér að það dugir einna bezt á hann að l'áta engan bilbug á sér finna,“ sagði Bára Magn úsdóttir í samtali við Morgun blaðið i gær um atburðinn, sem átti sér stað að Yrsufeili i 1 á sunnudag og aðdraganda hans. „Ég var svo ásamt bami minu hjá móður minn' fram eítir degi. Ok'kur hafði verið boðið í kafíiboð til vin- konu okkar kl. 3 um daginn, svo að um tvö leytið ákvað ég að fara með bamið og systk ini mín sem heima voru, í biltúr til að mamma fengi næði til að klæða siig. Það var þvi al-gjör tilviljun að við vor um ekki he'ma, þegar hann kom, og þe-gar við komium a.tiur rétt fyrir þrjú var þetta aiit af staðið.“ „Þessi ósköp eiga sér svo langan aðdraganda, að éig veit varla hvar ég á að byrja,“ sagði Bára ennfremiur, „raun ar má segja, að fjölskyldan hafi lifað í eilífuim ótta frá því að við skildum fyrir rúm- um tveimur árnm. Þá fluttist ég til móður minnar, sem bjó á Grettisgötunni, og hann hó’f óðar að ofsækja okkur — braut oftsinnis rúður í ibúð- inni o™ hleypti upp ferm'ngar veizlu bróður míns, eins og fram kom þá í fréttuim. Þetta limiabil stóð í svo sem þrjá mánuði og leiddi til þess, að móðir mín misst íbúðina, sem i’ún hafði á leigu á Grettis- götunni." Bára ssgh’ að þá hafi hún verið búin að fá nóg, og þvi reynt að taka saman við manninn að nýju, bæð': vegna þess að hún stóð ein uppi með iítið barn og til að fyrir- byggja að hann ofsækti móð- ur herinar og systkini frekar. Litlu síðar ákvað hún að flýja frá honum til Danmerk- ur, keypti sér farmiða á laun og fór utan með barnið án vitneiskju hans. „Ég var ekki búinn að vera nema 3—4 daga þama úti, þegar hann birtist þar sem ég bjó, og með Dana með sér. Ætluð'u þeir að flytja mig nauðuga yfir til Sviþjóðar, og voru komnir með mig að ferj unni, þagar fólk kom mér til hjáltpar.“ Bára segist ekki hafa verið viðstödd réttarhöldin yfir Har aidi i Danmörku en kveðst hafa lesið í blöðunum, að hann hafi þótzt vera banda- rískur leyniþjónustumaður og fengið Danann í lið með sér undir þvi yfirskyni, að málið væri þess eðlis að löigreglan mætti ekki frétta af því. — Einnig kvaðist hún hafa lesið, að hann hefði átt að vera bú- inn að útvega sér leigumorð- inigja í Svíþjóð til að sjá fyrir hienni í eitt skipti fyrir öll og ætlað að greiða 5 þús- sænsk ar krónur fyrir verknað’nn. Eftir þetta kveðst Bára að mestu hafa farið huldu höfði í Danmörku næstu 8 mánuð- ina, en nú er hún tiltölulega nýkomin heim ög hefur gætt þess að hafa hægt um sig til að verða ekki á vegi hans. „Mér fannst ég verða að koima he:m,“ segir Bára, „því hérna á ég mitt fyrirtæki, sem ég verð að iíta eftir, fjölskyldu mina og svo er þetta einu sinni mitt land.“ Bára segir, að nauimast sé hægt að lýsa með orðum ótt anum sem hún og fjölskylda hennar hafi orðið að þola frá því að þau Haraldur skildu að skiptum. Haraldur var með stöðuigar ógnanir og jafnvel lífiátshótanir, aiuik þess sem hann sat um þær mæður, braut iðulega rúður á heimili þeirra og ofsótti á allan hátt. Oft var lögregluvörður um heimili þeirra en ekkert dug'ði. „Það trúir þvi engirm, sem ekki hefur reynt það sjálfur, hvernig er að lifa i svona sifelldum ótta," sa.gði Bára. „Á kvöldin va’rð ég að gera það upp við mig, hvar ég ætti að fá að sofa um nótt ina til að vera óhult íyrir hon um — hvort ég ætti að fara tll móður minnar eða fá að vera hjá vinkonu minni og svo framvegis. Á sam.a tíma gekk óg á milli yfirvaldanna, lögre'glunnar og sakadóms, tii að reyna að fá hann tekinn úr umferð, en það var alltaf eitthvað þvi til fyrirstöðu. -— Mér skilst t.d. að slí'kt heyri ekki undir lögreigluna og hjá rannsóknarlögreiglunni var mér sagt að þeir gætu ekkert gert í siiku •— bryti hann t.d. rúðu væri það eina sem rann sóknarlögreghimienn gætu gert að fá hann dæmdan til að borga skemmd rnar. Samta gilti um Klepp — þar höfðu menn , ekki vald til að halda honum inni. Fyrir mig, sem vissi að maðuirinn er sjúk ur, var ekkert hægt að gera.“ Bára sagði, að maðurinn hefði að visu fjórum sinnum verið úrskurðaður á Klepp um stundarsakir, og til þess að hafa svefnró kvaðst hún stundum hafa hringt þangað til að fullvissa sig um aðhann yrði þar um nóttina. „Ég var fullvissuð um, að svo yrði. En ekki tókst betur til en svo, að I eitt skiptið brauzt harrn þaðan út, reyndi að skera sig á púls og var því fluttur í sjúkrahús. Þaðan gekk hann svo út sömu nóttina." En með- an hann gekk frjáis höfðu þær mæðgur oft vaktaskipti á nóttinni, svo að önnur gæti sofið róleg á meðan. „En þó að svona mál sé sprottið af deilu milli hjóna, finnst mér þetta eigi ekki að vera einkamál eins og mér hefur stundum fundizt á við- brögðum yfirvalda, þegar ég hef þurft að biðja þau að hafa afskipti af Haraldi, heldur varði það alla þjóðina," sagði Bára ennfremur. „Það verð- ur að ganga þannig frá lög- unum, að það sé sakhæft að hóta fólki lífláti, eins og hann hefur iðulega gert, og hægt sé að taka menn úr umferð fyrir slikt. Ég tala nú ekki um þegar í hlut á sjúkiingur, eins og í þessu tilvik', sem þarf að loka inni og fá lækn- ismeðferð. Það finnst mér miklu alvarlegra en hefði hann gert þetta af tómri mann vonzku. r eefiím 1C% AFSLATT >1 af öllum vörum í verzlun okkur ^ frum til múnuðumótu jun. og feb. iður n dömur og herru - Hljómtæki og hljómplotur Snyrtivörur - STÓRKOSTLEGT TÆKIFÆRI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.