Morgunblaðið - 16.01.1973, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞHIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1973
SAGAN
verkin niðri, að frú Vleedam
œtlaði ekki að borða hjá hemni
hádegisverð, en þau yrðu bœði
komin aftur íyrir kvöldið. Frú
Cunningham kinkaði kolli og
lét sér hvergi bregða.
Þetta var friðsœll sunnudags-
morgunn, ofurlítil þoka og næst
um mannauð stræti, nema hvað
þarna var strákur með hvolp
að draga hann að tré og benda
á það með alvörusvip. Hann
glotti til þeirra, er þau fóru
framhjá, og hvolpurinn sleit sig
iausan og þaut burt og áleiðis
heim að húsinu. Henry æpti og
þaut á eftir honum.
Enn einu sinni óku þau þegj-
andi. — Ég hringdi í lyfjabúð-
ina, sagði Cal, — en hún var
lokuð.
Eftir langa stund sagði Jenny
— Ég get enn ekki trúað. .
— Hver sem þetta hefur ver-
ið, þá hefur sá sami getið sér
til, að þú værir komin heim til
min, sagði Cal snöggt og alvar-
lega.
— Þú átt við, að þetta hafi
verið einhver, sem þekkir okk-
ur. En Cal, þessir lyklar voru í
veskinu minu. Morðinginn get-
ur hafa náð í þá meðan ég var
hjá Fioru.
Cal kinkaði kolli. — Já. En
til hvers? Þér hefur ekki dott-
ið í hug nein ástæða til þess,
eða hvað?
— Nei, sagði Jenny vesældar-
lega.
Þau voru nú komim á veginn
til Sundsins og hússins, þegar
Cal sagði, rétt eins og honum
dytti það nú fyrst i hug: —
Þetta hlýtur að standa í sam-
bandi við morðið á Fioru. Eld-
ingu slær ekki aftur niður á
sama stað, nema mjög sjaldan.
Ég ætla að segja Parenti alla
söguna af þvi, sem gerðist í gær
kvöldi. En ég held ekki, að það
sé rétt að segja Pétri frá þvi,
c.ð minnsta kosti ekki strax.
Ertu á sama máli ?
Hjarta hennar tók undir sig
stökk. — Pétur hefi aldrei reynt
að komast inn í íbúðina mína.
Og hann hefði aldrei farið að
skilja þetta pillluglas eftir þc.r.
Auk þess var hann ekki í bæn-
um.
— Hann hefði nú vel getað
verið í borginni, þegar hann
hringdi til þin. Eða ekið þangað
GRESIKA auglýsir
öll snyrti- og hárg>-eiðsluþjónusta.
Mikið úrval af coty snyrtivörum.
Augnskuggar, varalitir, naglalökk allir litir.
Opið alla daga og eftir hádegi á laugardögum.
snyrti-og hárgreidslustofan
austurstræti 6 símí22430
Hrifi9t eftif midneetti
M.G.EBERHART
eftir að hann hringdi, hann
hafði nógan tima til þess. Ég
ætla að komast að því, ef ég
get. Vertu nú ekki vond við mig
því að mér dettur það alls ekki
í hug, að þetta hafi verið Pét-
ur. En ef við höfum ekki verið
elt héðan, þá hlýtur sá, sem
hringdi og talaði við Henry, að
hafa verið einhver, sem þekkir
okkur bæði og hefði getið sér
til, að þú hefðir farið heim til
mín. Og þá þrengist nú hringur-
inn um þá grunuðu. Hann dok-
aði við og sagði svo varkárlega:
— Ég held okkur væri betra að
fara dálítið varlega, þangað til
við vitum, hvað Psrenti ætlast
fyrir. Pétur mundi gera of mik-
ið veður út af því. Það er for-
stjóraskapið í honum. Hann
mundi skipa fyrir og skamma
alla. Hver sem hefur brotizt inn
hjá þér, gæti þá fengið aðvör-
un, og við mundum aldrei kom-
ast að sannleikanum. Það kann
að vera skakkt hjá mér, en ég
held við ættum að þegja sem
mest fyrst um sinn. Nema við
Parenti.
Þetta virtist ekki skipta
neinu máli. Hún sagði: — AEt í
lagi!
Þau komu inn á heimreiðina.
Cal Sc.gði: — Hvað er nú þetta?
Húsið var þama beint fram
undan þeim. Það voru bilar á
heimreiðinni, tveir lögreglubíi-
ar, einn skrautbíll, sem einkenn
isbúinn bílstjóri hallaði sér
upp að, leigubíll úr þorpinu og
opinn sportbíll.
Cal stöðvaði bílinn snöggt.
— Hvað er á seyði? sagði
Jenny og þf.ut út úr bílnum.
Cal steig líka út og gekk
kringum bilinn til hennar. —
Sennilega ekkert. Nú, þarna er
Blanche.
Já, auðvitað Blanche. Hún
kom út úr runna skammt frá
brautinni. Hún var í grænni
dragt, sem hún hefði liklega
kallað sveitafafcnað, en hefði
eins vel getað hæft í finu sam-
kvæmi. Jenny tók ósjálfrátt eft
ir falegu sniðinu og hátízku-
legu útlitinu. Svo var hún með
perlufesti og lághælaða skó.
Ekkert hár á hennar höfði var
í óreiðu, en hún var greinilega
ofurlítið fölari en venjulega.
Hún kom nú auga á þau. — Nú,
þið eruð þá komin affcur?
— Hvað er að? spurði Cal.
— Að?
— Ég á við alla þessa bíia.
— O, ekki neitt. Lögreglan er
bara að tala við Pétur. Ég er
með fína bilinn. Art Furby á
sportbílinn. En leigubillinn —
ja, hann veit ég ekkert um.
Leigubílstjórinn kom nú út úr
húsinu, leit á þau forvitin og
gaf í skyn, að þetta morð hefði
vakið mikinn óróa í öllu þorp-
inu, svo gekk hann að bílnum
sinum og ók af stað.
Blanehe sagði: — Ég ætla að-
eins að tala við bílstjórann
minn, og svo gekk hún að fína
bílnum. Hún var með failegt
veski í hendinni. Hún rétti að
honum skilding og sagði: — Ég
verð ekki samferða til borgar-
innar aftur. Þakka yður fyrir.
Húsdymar opnuðust og Art
Furby kom niður tröppurnar og
til þeirra. Hann neri hendurnar
með vasaklút og virtist eitthvað
úr jafnvægi, aldrei þessu vr.nt.
— Hvað gengur að þér? sagði
Cal hissa.
— Þessir bölvaðir asnar voru
að taka af mér fingraför. Hann
stakk klútnum í vasann, hristi
sig eitthvað og virtist nú vera
að jafna sig aftur. — Það þykir
vist sjálfsagt. En ég kann nú
samt ekki við það.
Blanche sagði: — Til hvers
voru þeir að þvi? Ekki varst þú
hérna þegar Fiora lézt.
Svona hefði enginn orðað
þetta nema Blanche, hugsaði
Jenny með gremju. Hún mundi
gera sem minnst úr morðinu.
— Spyrjið mig ekki, sagði Art
og yppti öxlum. Mér finnst þeir
vera að flögra um eins og haus-
lausir hænuungar. Mig furðar
mest á, að þeir skyldu ekki taka
fingraförin af leigubílstjóranum.
— O, vertu kátur, sagði Cal
og glotti. Þá ertu bara
orðinn einn af hópnum. Þeir eru
búnir að fá fingraförin af mér
og Pétri.
— En ekki af mér, sagði Jenny.
Cal virtist hissa. Það var ætl-
azt til, að þeir tækju fingraför
allra. Það mun vera reglan.
Art tók nú fram í. — Það er
í þýðingu
Páls Skúlasonar.
kona i forstofunni með einhver
ósköp af farangri með sér. Hver
er hún?
— Já, sagði Blanche. — Hún
hlýtur að hafa komið í þessum
leigubíl. Mér finnst einhver ætti
að aðgæta, hver hún er . . . ég
á við, ef hún skyldi vera blaða-
maður.
— Hún er enginn blaðamaður,
sagði Art. — Með allan þennan
farangur.
Cal gekk upp tröppurnar og
hin á eftir.
1 forstofunni stóð kona með
blómum skrýddan hatt, stóra
eymahringi, gleraugu, armbönd,
þrefalda perlufesti, sennilega
eina af þessum ódýru. Hún var
að stæla við ungan lögregluþjón.
— Ég er búin að segja, að ég
var hér ekki þetta kvöld!
Ég veit ekkert um þetta. — Þér
getið ekki tekið fingraförin af
mér, ungi maður. Ég er ríkisborg
ari og ég mótmæli . . .
— Æ, sagði Blanche. — Þetta
er frú Brown. Frænka Fioru.
— Afsakið frú, sagði lögreglu
|)jónninn. — Kafteinninn sagði, að
sig vantaði enn eina dömu. Hann
sagði ... — Nei, frú þetta er
ekkert sárt. Bara snerta með ein
um fingri í einu . . .
— Mér dettur það bara ekki
í hug. Frú Brown var lág vexti
en þéttvaxin, ándlitið rautt und-
ir þykku málningarlagi. Hún
horfði á unga manninn. Ég er að
segja yður, að ég er frænka
hennar og var að koma rétt á
þessu augnabliki. Þarna er far-
angurinn minn. Þér getið ekki
tekið fingraför af mér.
Jenny sagði við lögregluþjón
inn: — Þetta er einhver mis-
skilningur. Ég er sú, sem þér tal
ið um.
Ungi maðurinn snarsneri sér
við og leit á hana. Svo leit hann
á blað, sem hann dró upp úr
vasa sínum. — Eruð þér Jenny
Vleedam?
— Já.
velvakandi
Velvakandi svarar í síma
10100 frá mánudegi til
föstudags kl. 14—15.
4 Hafa ber það er
sannara reynist
Hér er bréf frá Jóni Þórar-
inssyni, dagskrárstjóra Sjón-
varpsins:
„Velvakandi góður!
I dálkum þínum 11. þ.m. er
Ueizlumutur
Smurt bruuð
08
Snittur
SÍLD Ss FISKUR
Í8WSIH
sagt frá bréfi íslenzkrar konu,
sem búsett er í Þrándheimi og
horfir á norskt sjónvarp.
Kvartar hún um, að „íslenzkt
dagskrárefni", sem þar er sýnt
„valdi oftast vonbrigðum".
Tilefni bréfsins, sem er rit-
að 5. desember sl. er sagt vera
„íslenzkur þáttur", sem sýndur
var í horska sjónvarpinu
kvöldið áður.
Rétt þykir að láta koma
fram, að umræddan dag var á
dagskrá norska sjónvarpsins
þáttur með nafninu „Islands-
flimru". Hann er gerður af
norskum sjónvarpsmönnum, er
hér voru á liðnu sumri, og
kvikmyndaður hér á landi.
Dagskrá þessi var og er ís-
lenzka sjónvarpinu með öllu
óviðkomandi.
12. janúar 1973,
•lón Þórariasson
dagskrárstjóri."
• Bravó fyrir Ríótríóinu
„Kæri Veivakandi!
Ég vil biðja þig að koma á
framfæri þakklæti fyrir sjón-
varpsþátt sem Ríótríóið hafði á
jólunum og einnig aðra þætti,
sem þeir félagar hafa umsjón
með. Ég var svo lánsöm að sjá
þá skemmta hér i félagsheim-
ilinu okkar, og sjaldan hef ég
séð fólk koma eins ánægt af
skemmtun og þá.
Bravó fyrir ólafi, Ágústi og
Helga! Þeir verða fslandi til
sóma í för sinni um Bandarík-
in fyrir góð skemmtiatriði og
prúðmannlega framkomu.
Ein frá Fáskrúðsfirði.
Ps. Hverjir eru mennirnir
með kaffibrúsana, sem koma
fram í þáttunum hjá Ríótríó-
inu?
Er ekki hægt að birta sjón-
varpsdagskrána fyrr í blaðinu,
við fáurri blöðin oft svo seint?"
Velvakandi er nú farinn að
halda, að Ríótrióið hafi „sleg-
ið í gegn“. Áður hafa birzt
bréf um ágæti þeirra félaga;
einnig hafa margir haft sam-
band við Velvakanda með
öðru móti, og láfcið i ljós á-
nægju sína með tríóið.
Velvakandi veit ekki hverjir
mennirnir með kaffibrúsana
eru, en geti einhver upplýst
það, verður sú vitneskja þakk
samlega þegin.
Ósk um það, að sjónvarps-
dagskráin sé birt fyrr en nú
er, vegna þeirra sem fá ekki
dagblöðin fyrr en eftir dúk og
disk, er hér með komið á fram-
færi, en mætti ekki eins hugsa
sér, að gefin yrði út fjölrituð
dagskrá á hverjum stað? Það
mun vera vandkvæðum bundið
að ákveða dagskrána með
lengri fyrirvara en nú er.
• Glerhaugur
Hér er bréf frá Steinbíti
nokkrum Karfasyni, sem kenn
ir sig við Ýsukot:
„Vegna blaðafrétta fyrir jól
um skort á umbúðum undir öl
og gosdrykki langar mig til
þess að segja eftirfarandi,
svona til umhugsunar og gam-
ans í skammdeginu:
Ef heilbrigðisyfirvöld bönn-
uðu öl- og gosdrykkjaframleið
endum að taka aftur tómar um
búðir myndi það gerast, að
þessi fyrirtæki yrðu að fá í er-
lendum gjaldeyri um það bil
eina miUjón króna á dag til um-
búðakaupa. Eins og nú er nota
þær um 15 prósent af þessari
upphæð.
Hjá kaupendum myndi safn
ast fyrir glerhaugur, sem yrði
að ummáli 120 þús x 120 þús x
160 þús. sm á dag.
Þetta er vegna þess, að dag-
lega eru framleiddar um það
bil 100 þúsund flöskur af áður
greindum vörutegundum og er
þetta rúmmál þessa magns.
Ef til vill vUja einhverjir
reikna út hversu stór þessi
haugur yrði eftir árið og hvað
þjóðin sparar mikinn gjaldeyri
með því að nota sömu umbúð-
irnar oft.
Með beztu óskum um gott ár
og mikinn sparnað i þjóðarbú-
inu. Steinbítnr Karfason
frá Ýsukoti.
8
4
!
í
Nýjung!
penol
SKIPTIBLÝANTINN
• þarf aldrei að ydda
• alltaf jafn langur
• ótrúlega ódýr!
Fæst í næstu ritfanga-
og bókabúð
HEtLDSALA ■ FÖNIX, REVKJAVÍK