Morgunblaðið - 11.02.1973, Síða 16

Morgunblaðið - 11.02.1973, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR U. FEBRÚAR 1973 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjclfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Augiýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22-4-80. Áskriftargjald 225,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 15,00 kr eintakið. hefði afþakkað þetta boð. í stuttu máli sagt, Ólafur Jó- hannesson væri að mótmæla afstöðu Norðurlandanna. Auð vitað er það ljóst, að sérhver þjóð tekur afstöðu til mála á alþjóðavettvangi í samræmi við sína hagsmuni. Norræn samvinna hefur aldrei verið byggð á þeim grundvelli, að ein þjóðin geti krafizt þess, að hinar fómi hagsmunum sínum hennar vegna. Þess vegna lýsir það einstökum barnaskap hjá forsætisráð- herra, þegar hann tekur upp ER RÍKISSTJÓRNINNI í NÖP VIÐ AÐRAR ÞJÓÐIR ? ITndanfarnar vikur hefur sú ^ spurning vaknað hvað eftir annað, hvort ríkisstjórn þeirri, sem nú situr við völd hér á landi, sé beinlínis í nöp við þær þjóðir, sem okkur standa næst fyrir sakir frændsemi og sameiginlegrar menningararfleifðar. Sumar athafnir ráðherranna síðustu sem nú er orðínn frægur með alþjóð, að við íslendingar mundum ekki gleyma því, að frændur okkar á Norðurlönd- um hefðu ekki greitt at- kvæði með tillögu okkar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Skömmu síðar ger- ist það, að forsætisráðherra afþakkar boð um að mæta á vikur gætu bent til þess, að þeim væri í rauninni mjög í mun að skapa versnandi and- rúmsloft í samskiptum Is- lands og nálægra ríkja. í áramótaávarpi sínu til þjóðarinnar lýsti Ólafur Jó- hannesson, forsætisráðherra, yfir því með þeim „þunga“, samkomu Norrænu félaganna í Kaupmannahöfn, ásamt forsætisráðherrum annarra Norðurlandaþjóða. Hinn mæti blaðafulltrúi forsætis- ráðherrans upplýsti, að auð- vitað væru tengsl á milli um- mæla forsætisráðherra í ára- mótaávarpi og þess að hann á því að móðgast við frænd- þjóðir okkar af þessu tilefni. Slík tilfinningasemi á ekki heima í samskiptum þjóða. Hins vegar væri mun meiri ástæða til fyrir Anker Jörg- ensen, forsætisráðherra Dana, að móðgast við forsætisráð- herra íslands, því að Ólafur Jóhannesson upplýsti í við- tali við fremsta blað Dan- merkur, að hann gæti með engu móti munað, hvað hann héti þessi nýi forsætisráð- herra þeirra, sem hefði tekið við af Krag! í kjölfar þessara klaufa- legu athafna forsætisráðherr- ans kom svo Lúðvík Jóseps- son, sjávarútvegsráðherra og sýndi af sér furðulegan ruddaskap í garð frænda okk- ar, Færeyinga, vegna fyrir- ætlana þeirra um viðræður við Breta um landhelgismál- ið. Ummæli og hótanir Lúð- víks vöktu náttúrulega mikla athygli og reiði í Færeyjum og hefur framkomu hans ver- ið líkt við framferði Brezhn- nevs gagnvart leppríkjum Sovétríkjanna í færeyskum blöðum. Auðvitað er það mál Færeyinga, hvernig þeir halda á landhelgismálum sín- um og við íslendingar verð- um að skilja að vel má vera, að það þjóni hagsmuniun Færeyinga betur að fara að á annan veg en við höfum gert. Fyrri hluta janúarmánaðar voru þeir því iðnir við að sletta úr klaufum sínum yfir frændur okkar og nánustu vini, forystumenn íslenzku ríkisistjórnarinnar. Um svip- að leyti gerðist sá . einstæði atburður í samskiptum ríkja í okkar heimshluta, að utan- ríkisráðherra Breta lýsti því yfir í brezka þinginu, að ut- anríkisráðherra íslands hefði ekki staðið við orð sín. Slík yfirlýsing er nánast eins- dæmi og Einar Ágústsson hefur enn ekki gefið viðhlít- andi skýringar á því, sem þeim fór á milli í Briissel, honum og Sir Alec Douglas- Home. Þegar hamfarirnar hófust í Vestmannaeyjum streymdu að tilboð um aðstoð erlendis frá. Það er alveg ljóst, hvað sem fullyrðingum ráðherr- anna líður, að þeirra fyrsta hugsun var sú að hafna allri slíkri aðstoð. Þannig er t.d. vitað, að Norrænu félögin á Norðurlöndum héldu að sér höndum vegna þess, að þau fengu vitneskju um, að það væri í óþökk íslenzku ríkis- stjórnarinnar, ef þau efndu til söfnunar. Fyrir þrýsting almenningsálitsins hér heima fyrir varð ríkisstjórnin að láta undan síga, en ekki án þess að láta að sér kveða. Þegar sendiherra vinveitts Evrópuríkis afhenti hjálpar- samtökum hér myndarlega fjárupphæð, kallaði forsætis- ráðherra hann fyrir sig og móðgaði hann rækilega með því að blanda saman þessari fjárgjöf og deilum um land- helgismál. Hér hafa aðeins verið nefnd örfá dæmi, sem renna stoðum undir þann grun, að ríkisstjórninni sé beinlínis í nöp við vinveittar erlendar þjóðir. Hitt er svo annað mál, að þessi framkoma ráðherr- anna er ekki í samræmi við hagsmuni og vilja íslenzku þjóðarinnar. Hún er hins veg- ar til marks um, að í ráð- herrastólum á íslandi sitja litlir karlar, sem eru þrúg- aðir af minnimáttarkennd. Reykjavíkurbréf i _____Laugardagur 10. febr.--‘ Samstaða um sjóðstofnun Á því leikur enginn vafi, að hver einasti íslendingur vill fús lega leggja sitt af mörkum til að bæta tjónið, sem orðið hefur í Vestmannaeyjum og til að end- urreisa byggðina þar. Á Aiþingi hefur líka tekizt samstaða um stofnun tveggja milljarða sjóðs. Því er að visu ekki að leyna, að skoðanir manna voru mjög skiptar um það, hvernig afla bæri fjár til þessarar sjóðstofnunar. Sjálfstæðismenn lögðu til, að verulegur hiuti fjár ins kæmi með niðurskurði á f jár lögum. Raunar hafði ríkisstjóm- in sjáif í upphaflegum tillögum sínum bent á 500 milljón króna niðurskurð, og reyndi Sjálfstæð isflokkurinn til hins ítrasta að fá stjórnina til að standa við þá tillögugerð. Samhliða lækkun fjárlaga var unnt að taka verulegt fjármagn úr A tvi nnu l'e y s is tryiggi n gasj óði, enda er ekkert eðlilegra en að nota fjármagn hans einmitt í þessu sambandi. Bent var á þá leið, að 500 milljónirnar, sem fcðlabankinn hefur þegar heit- ■j að lána, yrðu greiddar af At- vwirtuleysistryggingasjóði, t.d. á nokkrum árum. Ef þessi leið hefði verið farin, hefði einungis þurft að afla eins milljarðs með nýjum sköttum og hefði þá 2% söluskattshækkun nægt. Þvi miður féllust stjórn- arflokkamir ekki á slíkar til- lögur, en hins vegar tókst að hindra, að sjóðstofnun þessari væri blandað saman við hinn al- menna efnahagsvanda, og einnig tókst að draga verulega úr þeirri skattheimtu, sem rík- isstjórnin hafði hugsað sér, með því samkomulagi, sem gert var. Átti að ná samkomulagi Sumir segja kannski, að Sjálf stæðisflokkurinn hefði átit að gera ágreining, úr því að ekki var faliizt á þær tillögur, sem hann setti fram. En því er til að svara í fyrsta lagi, að mjög mikilvægt var, að eining gæti orðið um lausn þessa geigvæn- lega vanda, því að nóg er böl Vestmannaeyinga, þótt ekki upp hæfust á Alþingi háværar deil- ur um þetta mál. í öðru lagi ber á það að líta, að árangur stjórnarandstöðunn- ar var hreint ekki lítill. Henni tókst að hindra áformin um að tengja almennar efnahagsráðstaf anir við þessa sjóðstofnun. og jafnframt tókst að koma í veg fyrir miklu meiri skatt- heimtu, sem ríkisvaldið hafði á prjónunum, og ná nokkru fé á fjárlögum og úr Atvinnuleysis- tryggi n gas jóði. Sumum kann að finnast, að sjóður bessi sé óþarflega stór og meira iánsfé hefði átt að nota, en þess er að gæta, að enn er ekki séð fyrir, hve mikið tjón- ið í Vestmannaeyjum verður, og má telja gott, ef þessi sjóður stendur undir helmingi þess tjóns. Hinn helmingurinn yrði þá að koma með frjálsum fram- lögum og lántökum til langs tíma. Nú er hér á landi mesta góð- æri, sem um getur, og því er eðlilegt að gera stórátak til að bæta það tjón, sem orðið er. Lækkun beinna skatta Sjálfstæðisflokkurinn hefur á stefnuskrá sinni lækkun beinna skatta, enda eru þeir orðnir fár- ; ánlega háir, og valda i senn auknum skattsvikum og minna j vinnuframlagi þeirra, sem háar tekjur hafa. Söluskattshækkunin nú er ein ungis til eins árs, en eðlilegast væri, þegar sá tími er liðinn, að nota þetta fé til að lækka beinu skattana. Þyrfti þá í senn að lækka þann hundraðshluta, ! sem beinir skattar til ríkis- og j sveitarfélaga geta náð, t.d. í 45%. j Og jafnframt bæri að undan- ! anþiggja þurftartekjur skatt- j greiðslu með öllu. Fljótt á litið j virðist sem 2% söluskattur mundi ' nægja til að ná þessum markmið- j um, samhliða eðlilegum sam- drætti hinna óeðlilega háu rík- isútgjalda. | Svo rammt kveður nú orðið að j skattheimtu hér á landi, að jafn | vel stjórnarsinnar, sem ábyrgð bera á tekjuskattinum, viður- : kenna nú, að lengra verði ekki gengið i því efni, og höfðu eng- ar tillögur uppi um nýjan tekju- skatt, þegar rætt var um Við- lagasjóð Vestmannaeyja. Óstjórn í utanríkismálum Það liggur við, að menn trúi ekki sínum eigin eyrum, er þeir heyra ráðherrana gefa yf- irlýsingar um gang landhelgis- máisins, og sífellt verður vitleys an meiri. Utanríkisráðherra lýsti því fjálglega við fjölmiðla, strax sama daginn og dómurinn var kveðinn upp í Haag, að hann væri furðu lostinn yfir niður- stöðu hans. Utanríkisráðherr- ann botnaði ek'kert i því, að A1- þjóðadómstóllinn skyldi telja sig hafa lögsögu „þrátt fyrir mót- j mæli íslendin,ga“. Nokkrum dögum síðar kemur svo forsætisráðherrann í ræðu- stól á Alþingi og hefur mörg orð um það, að þessi niðurstaða dómsins sé eðlileg með hliðsjón af þeim tilmælum, sem dómur- inn beindi til deiluaðiia hinn 17. ágúst s.l. Forsætisráðherrann segir, að engum heilvita manni hafi getað dottið i hug, að nið- urstaðan yrði önnur en sú, sem raunin varð á. Óhætt aúti að vera að full- yrða, að aldrei hafi utanrikis- ráðherra í neinni ríkisstjórn í víðri veröld verið rassskelltur jafn rækilega og forsætisráð- herra gerði með þessum ummæl- um sínum. Hann segir umbúða- laust á Alþingi, að utanrikisráð- herra hans sé hreinn af- glapi, sem ekkert vit hafi á mál- um. Ekki veit bréfritari, hvern- ig utanrikisráðherra hefur tek- ið þessari ákúru, en þjóðin á hins vegar heimtingu á að fá að vita, hvort þeir forsætis- j ráðherra og utanríkisráðherra hafi aldrei ræðzt við um hina lagalegu hlið landhelgismálsins. Getur það, verið, að utanríkis- ráðhierra ráðgist ekki við for- sætisráðherrann, sem jafnframt er lagaprófessor? Eða er skýr- ingin sú, að utanrikisráð- herra taki ekkert mark á skoð- unum forsætisráðherrans í þessu efni og hafi meiri trú á eigin dómgreind og þekkingu? Ekki verður séð, að utanríkis- ráðherra geti komizt hjá því að gera hreint fyrir sinum dyrum í þessu efni. Forsætisráðherra hef ur sagt, að engum heilvita manni hefði átt að detta það í hug, að Alþjóðadómurinn hefði ekki lög sögu, en utanríkisráðherra segir í alþjóðar áheyrn, að hann sé Bátur Uemur furðu lostinn yfír þeirri niður- stöðu. Utanríkismálin mikilvægust Þótt traust stjórn innanlands- mála, t.d. efnahagsmálanna, sé auðvitað mikilvæg, ríður á enn meiru, að utanrikismáiin séu í traustum höndum. Því miður hef ur svo farið, að utanrikis- ráðherra og forsætisráðherra hafa látið kommúnista ráða of miklu. í lengstu lög reyndu menn að vona, að Framsóknar- menn mundu halda kommúnist- um utan við stjórn utan- ríkismálanna, en því miður brást sú von strax haustið 1971, þeg- ar ráðherranefndin svokallaða í

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.