Morgunblaðið - 11.02.1973, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1973
23
Minning;
Eva Sigurðardóttir
frá Vestmannaeyjum
Fædd 19. marz 1915.
Dáin 2. febrúar 1973.
Það var í æskunnar árdegissól,
er auðnan lét velta hin kviku
hjól.
IHér varð okkiar vordags kynning.
Þú namst hennar orð við unnar-
hy),
sem aleinn i heim nú ég man otg
skil.
Gnæfandi hamar, hér finn ég til.
6, horfinna vordaga minning.
E. B.
Eva min. Árið 1940 lentum við
á sambýli á Vifilsstöðum, oig
hvað við voruim ungar með 'trú
á lífið og allt það góða, hvað við
töluðum lítið um framtíðina,
nama í gleði, hvað við ætlUðum
að gera margt þegar við kæmum
út í lífið á ný. Nú skulum við
rifja upp allt það góða. Manstu
hvað við nutum þess að heyra
Sólon Islandus lesinn fyrir okk-
iur, sjá hraunið gróa, margar ferð
ir í hraunið, drukkið kaffi hjá
Hauki og margt —margt. Hvað
mér var kait á fótunum og alltaf
gazt þú hlýjað mér, eða þegar
þú varst að kenna mér að prjóna
og ég missti altltaf fram af prjón
unutm.
Ég fór 1946, en þú varðst eftir.
Þú kvartaðir aldrei. Ég rifja ekki
upp þina sjúkrasögu, það er ekki
atí þinu skapi. Ég man hvað aílt
lék í höndum þér, og ég man
llka hvað þú varst vel klædd,
þótt efni væru ekki alltaf mikil,
Kannski varst þú stundum hrjúf,
em var það ekki til að dyl'ja þá
harma að ná aldrei fuilri heilsu?
Ég man þina sérstöku hæfi-
leika að finna það, sem var sér-
kenni'legt fyrir hvern einstakling.
Þú varst svo ung þegar þú veikt
ist, en hversu vel hefðir þú ekki
motið þin nú á þessum tímum,
ef þú hefðir verið ung og hraust.
Og hvað þú varst glöð, þeigar þú
fórst að vinna hjá S.I.B.S., þar
var þitt starfssvið, hver átti að
vita það betur en þú, hvers virði
sá ifélagsskapur va-r.
Þú varst búin að búa þér ynd-
isllegt heimili, þú nauzt alls sem
íagurt var. Ég veit lika að S.l.B.
S. mat þina velvirkni.
Eva mín, þakka þér fyrir síð-
ustu stundirnar, sem við áttum
saman, föstudaginn miili jóla og
nýárs. Við rifjuðum margt upp
frá Vífilsstöðum, allt gott, enga
hryggð, bara gleði. Þú stóðst á
meðan stætt var, eins og Vest-
mannaeyingi sæmir. Við töiuð-
um sjaldan um trúmál, en ég veit
og vona að þegar ég kem þá tak-
ir þú á mótl mér, og segir:
Loksins ertu komin.
Innileg samúð til þinna.
Vinkona i fjarliegð.
Foreldrar Evu voru hin víð-
kunnu sæmdarhjón, Sigríður
Jónsdóttir og Sigurður Sigurðs-
son, trésmíðameistari og útvegs-
bóndi að Lögbergi í Vestmanna-
eyjum. Bjart var yfir æskudög-
um þessarar fríðu og glaðlyndu
meyjar. Eftirlætisbarn foreldra
sinna og arinarra varidamianna, á
glaðværu fyrirmyndarheimili.
Þar bar ekki skugga á.
Þar blasti við framtíðin með sin
fögru fyrirheit. En skyndilega
IESI0
IncLEcn
morgfnldar
morkoð yðor
dró dimmt ský fyrir sólu, og
þetta ský vék ekki frá og sól-
in hætti að skína á lífsbraut
hennar.
Tvítugri að aldri náði
berklaveikin tökum á henni og
sleppti ekki. Hún varð því að
slást í för með hinum fjölmenna
hópi útffllýtjenda úr Vestmanna-
eyjum, sem á þeim árum
streýmdu til Vífilsstaðahælis.
Svo virtist sem væri það illvig-
ur stofn berklasýkla, sem í þann
tima herjaði í Vestmannaeyjum,
svo mikið var mannfallið af völd
um þeirra og svo margir hlutu
ævilöng örkuml. I þeim flokki
var Eva. Hún átti ekki aftur-
kvæmt til fagurra bernsku-
stöðva, nema sem skyndigestur.
Æskublóminn fölnaði, þrekið
þvarr og draumarnir rætt-
ust ekki. Þess í stað upphófst
fádæma löng og ströng barátta
fyrir lífinu, þar sem Eva lék
hlutverk hetjunnar svo vel og
sannfærandi að áhorfendur
munu aldrei gleymia. Þó að sigur
fengist loks- á berklaveikinni,
með hjálp undralyfja, þá gekk
hún af iþeim hólmi s vo hart leik-
in, að verjur hennar voru ail-
ar brostnar, nema lífsþráin. Við
slík lífsskilyrði er fæstum unnt
að skila eftirminnilegu lifsstarfi.
Þó gerði hún allt sem hún mátti
til þess. Þegar af henni bráði
vann hún í skrifstofu Reykja-
lundar, þótt hörfa yrði hún á ný
til sjúkrahússins. Síðustu 7—8
árin vann hún að símavörzlu í
skrifstofu S.I.B.S. x Reykjavík,
meira af vilja en mætti. Þó vann
hún starf sitt við bezta orðstír.
Var til þess tekið hve góða síma
vörzlu sú skrifstofa veitti. Vissu
þó fáir að röddin sem svaraði
í þann sima, svo kurteis og glað
leg, var rödd deyjandi konu.
Mikið þrek þarf til'að varðveita
reisn í fasi, ljúft viðmót og glæsi
brag, mitt í þrotiausum hörm-
ungum. Það tókst henni þó svo
vel, að hún varð aldrei einmana,
sem oft vill verða um lífstíðar-
sjúklinga, þá sem bugast láta
andlega.
Við samstarfsmenn hennar,
sem kvöddum hana að kvöldi,
^íannst það ekki ólíklegt að það
væri hinzta kveðja, og svo var
það um margra ára skeið. Með
ofurmannlegri seiglu og vilja,
heilsaði hún þó aftur að morgni
og skilaði sínu dagsverki óað-
finnanlega, brosandi, virðu-
leg og jafnframt hlý í viðmóti.
Svo kom að þvi að hún kom
ekki að morgni. Um nótt-
ina hafði hún verið flutt á
sjúkrahúsið til að deyja. Síðasta
virkið var fallið. Þetta er ís-
lenzk hetjusaga, því miður illa
sögð.
S.l.B.S. þakkar Evu vel unn-
in störf og löng og ljúf kynni.
Færum aðstandendum henn-
ar hugheilar samúðarkveðjur.
Þórður Benediktsson.
Timburverzlun Árna Jónssonar & Co. hf.
Plöturnarfast hjá okkur
Venjulega er fyrirliggjandi:
KKOSSVroUK: STÆRÐIR ÞYKKTIR
Furukrossviður ......................... 122X220 cm. 4—5—6—8—10—12 mm
Beykikrossviður......................... 122x220 cm, 3—4—5—6 mm
VATNSÞOLINN KROSSVTOUR:
WBP „water boil proof“ til alhliða nota — margar 150X150 cm. 3—4—6,5—9 mm
stærðir. Viðurkenndur af skipaskoðun ríkisins til 120x240 cm. 4—6,5—9—12—15 mm
nota í báta og skip. 150X300 cm. 9—12—15—18 mm
Do. m/phenol filmu — brúnn.................. 120X260 cm. 4—6,5—9—12—15—18 mm
Ðo. m/phenol filmu — brúnn ............ 150X300 cm. 12—15—18—24 mm
Do. ENSO—NOVA:
Hvít plasthúð beggja megin og/eða brún phenol-
faced öðru megin........................ 120X240 cm. 6,5—9—12 mm
GÓLFKKOSSVroUR:
Plægður................................. 50X150 cm. 12—15 mm
OREGONPINE KROSSVTOUR
Vatnsþolinn............................. 122X244 cm. y4"—Vz"—7*'
Do. í utanhúsþiljur . ................. 122X244/274/305 cm. %"
Do. eldvarinn krossviður................ 122X244 cm. 5/16"
Do. sandblásinn í inniþiljur............ 122X274 cm. 5/16"
GABOON—PLÖTUR—HÚSGAGNAPLÖTUR:
Finnskar — birki....................... 150X300 cm. 16—18—22 mm
Tékkneskar — beyki — limba o. fl.......... 122X220/244 cm. 16—19—22—25 mm
SPÓNLAGÐAR SPÓNAPLÖTUR: „OKAL“......... 122X220 cm. 14—18—20 mm
SPÓNAPLÖTUR — NORSKAR „ORKLA“
Með fölsuðum köntiun.................... 122x250 cm. 10—12 mm
Með sléttum köntum................... 122/124x250 cm. 8—10—12—16—19—22—25 xwm
VATNSÞOLNAR SPÓNAPL. NORSKAR „ELITE“ 124x250 cm. 12—16—18 mm
Do. gólfspónaplötur.................... 62X242 cm. 22 mm
Plasthúðaðar spónaplötur hvítar ........ 122x244 cm. 12—16—19 mm
Do. teak-viðarlíking.................... 30x250 cm. 12 mm
SPÓNAPLÖTUR TÉKKNESKAR „LIGNA“ ......... 170X270 cm. 12—16—18 mm
HAMPPLÖTUR TÉKKNESKAR „LIGNA“........... 122x244 cm. 9—12—16—18—20—22—26 mm
PLASTHÚÐAÐAR HVÍTAR HÖRPL. „LIGNA“ . .. 120X240 cm. 12—16—18 mm
HARÐTEX PLÖTUR ......................... 122x210/274 cm. 2 mm
HARÐTEX PLÖTUR.......................... 122X274 cm. %"
HARÐTEX PLÖTUR vatnSþolið (phenol)...... 122X274 cm. %"
HARÐTEX PLÖTUR olíusoðið Masonite....... 122X274 cm. %"
TRÉTEX PLÖTUR........................... 122X244 cm. %"
Timburverzlun Árna Jónssonar & Co. hf.