Morgunblaðið - 02.03.1973, Page 28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1973
2<s
SAGAIM
fastar en fótunum, að það hefði
verið Blanche, sem reyndi að
komast inn í húsið, og satt var
það að Blanche hafði ekki ver-
Ið heima hjá sér, eða að minnsta
kosti ekki svarað í símann. Frú
Brown hafði sakað Blanche um
morð og nú tók Jenny að viður
kenna vissar forsendur.
Blanche hafði knýjandi ástœðu
til að myrða Fioru — Pétur
hafði nefnt hjónaband við hana
og Fiora hefði beitt sér gegn
skilnaði — Blanche hafði gilda
ástæðu og sterkan vilja, og
Blanche gat hafa hafzt eitthvað
að. Blanche gæti einnig talið sig
hafa jafngilda ástæðu til að
losna við hana sjálfa — það
væri ekki nema óhugnanlega
rökrétt.
Pétur hafði óttazt að Jenny
mundi hefna sin á honum — það
skildi hún nú eins greinilega og
hefði hann sagt henni það sjálf
ur. Hann var fljótur að hefjast
handa og treysti þar á ást
Jennyar á honum og viss um, að
hann gæti beygt hana, bundið
sér hana, að minnsta kosti þang
að til hættan á morðákæru væri
liðin hjá, og yfirlýst ákvörðun
hans að giftast Jenny aftur
fannst honum sjálfum vera
trygging fyrir því, að Jenny
mundi standa við þessa fjar-
verusönnun.
Hefði Blanche myrt eina
konu og önnur kona kæmi og
stæði í vegi hennar, gæti hún
myrt aftur. Blanche hefði hæg-
lega getað fundið svefnpilluglös
in. Fiora hafði falið þau hér og
þar, og það þurfti ekki ein-
beitni Bianche til þess að þefa
þau uppi. Hitt var erfiðara að
Sjúkraliðar
Munið að það er í kvöld, föstudaginn 2. marz 1972
sem árshátíðin er í Félagshelmili Fóstbræðra við
Langholtsveg 109—111 kl. 8 stundvíslega.
Mörg skemmtiatriði, matur, dans.
Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar
frá Selfossi leikur.
Mætið vel og stundvíslega og takið með ykkur gesti.
Miðapantanir í síma 12144 og 43322.
Hfingl eftii miðncctti
M.G.EBERHART
skilja: hvernig hafði Blanche
getað komið þessum andstyggi-
legu glösum fyrir? Blanehe var
undirförul og sniðug, hugur
hennar var háll og viljinn stál-
harður.
En ef Blanche hafði í bak-
höndinni einhverja aðra aðferð
til að losna við hana en beinlín
is morð — til da^mis eitthvað,
sem gæti litið út eins og sjálfs-
morð. Piiluglösin, hvíslingamar
í símann, þar sem henni var sagt
að taka pillurnar — allt þetta
væri auðveldara. En þó hefði
Blanche mátt vita, að hún færi
aldrei að taka þessar pillur.
Jenny hélt áfram að velta
þessu fyrir sér. Kona hefði get-
að elt hana þennan dag, í eins
konar dulargervi, eins og hún
sjálf hafði notað. Þessi kænska
að elta hana, að blekkja lása-
simiðinn til að afhenda sér lyk-
iiinn, allt þetta gat komið heim
við kænsku Blanche. Og hún
hefði ekki þurft annað en leita
í nágrenninu, leita í síma-
skránni þangað til hún fyndi
lásasmið, sem hefði sett nýja
skrá fyrir, segja honum, að hún
hefði týnt lyklinum sínum og
senda síðan sendil eftir honum.
Sendillinn, sem hafði sagzt
vera frá símanum, hefði vel get-
að verið Blanche sjálf, íklædd
karlmannsfrakka. Satt að segja
var Jenny ekki viss um það
núna, hvers konar rödd það var,
sem svaraði henni — þessi
falski sendill hefði getað verið
hver sem var. Það hafði verið
næstum alveg dimmt á gangin-
um, svo að sendillinn var ekki
annað en skuggamynd, sem nálg
aðist hana.
Allt þetta bar vott um vilja-
styrk og kænsku, og það var
óhugsandi að bera það saman
við framkomu Blanche, þegar
morðið var framið. Blanche
hafði staðið þarna fyrir augun-
um á Jenny, í forstofunni, þar
sem hún studdist við stigastólp-
ann, aðeins augnabliki eftir að
Fiora var myrt. Hún gæti ekki
hafa hleypt af þessum skotum,
falið byssuna, hlaupið úr her-
bergi Fioru að stiganum, lokað
vængjahurðunum á eftir sér, án
þess að Cal, Jenny sjálf eða Pét
ur hefðu séð hana.
Það var ógeðslegt að snerta
glasið og hún fleygði því frá
sér. 1 neðri forstofunni var
dauft ljós og ljósrák skein upp í
stigann. Hún gekk til herberg-
is Cals, dyrnar voru opnar og
dimmar. Hún kallaði lágt á Cal
og kveikti síðan. Cal var þarna
ekki og rúmið var ósnert.
Henni datt í hug, að hann
væri niðri, kannski enn að tala
við Parenti i símann í bókastof-
unni. Hún gekk niður. Bóka-
stofan var lokuð svo að það-
an heyrðist ekkert, en þegar
hún opnaði, var ljós i stofunni,
en enginn maður þar inni. Reyk
lagði upp frá vindlingsstúf, sem
í þýðingu
Páls Skúiasonar.
lá þar i öskubakka. Einhver
hafði verið þarna alveg nýlega
— líkiega Cal eða Pétur.
Hún beið og hlustaði en
heyrði ekkert, settist svo á stól-
brík og hugsaði sig um. Vindl-
ingurinn brann upp, hægt og
hægt. Enginn kom og hvergi
heyrðist mannamál. Það var
eins og hún væri þarna ein í yf
irgefnu húsinu.
Yfirgefnu . . . já. . . og fullu
af draugum, hugsaði hún og
reyndi að finna sér eitthvað til
dundurs, enda þótt hún vissi
ekki sjálf, hvað það ætti að
vera. Kannski leita i húsinu og
finna einhvern. . . hvern sem
væri. . . en í sama bili hringdi
símnn. Hún greip hann og datt
í hug, að þarna gæti komið þó
ótrúlegt væri, eitthvert svar við
velvakandi
i
Velvakandi svarar i sima
10100 frá mánudegi til
föstudags kl. 14 —15.
0 Tafir af völdmn
ófærðar
„Velvakandi sæll.
Vegna bréfs mins, sem
birtisit i þætti yðar sl. föstudag,
þess efnis, að ákveöinn sitrætis-
vagnastjóri á ledð 4 hefði fellt
niður ferðir að óþörfu, nánast
vegna leti, Isangar mig að eiftir-
farandi leiðréttingar komi
fram: Til mín hringdi i gær
Pétur Urbancic hjá S.V.R. og
upplýsti mig um það, hvemig á
þessu stæði, en svo er mál með
vexti, að umræddur vagnstjóri
átti ekki að fa.ra þá ferð, sem
ég vænti, heldur þá næstu, og
hef ég því haft haran fyrir
rangri sök, hvað ég bið haran að
fyrirgefa mér. Vaigniran, sem
áttd að fara þessia ferð, hafði
hiras vegar tafizt í bænum af
völdum ófærðar.
Kvörtun mín byggðist á
þeim missldilnmigi, að ég taldi
hiran unga vaginstjóra eiga að
fara fyrrnefnda ferð kl. 4.32 á
mánudag, þar sem hann var
þá kominn á endastöðina og
engdnn annar vagn var til að
fara þá ferð, en mig grunaði
ekki, að skipulaigi ferðanna
væri öðru vísi háttað, þ.e.a.s.
þanmig, að hver vagnstjóri hefur
sána ákveðnu timiaáætliun fyr-
ir aila vafctina og ber ekkl að
taka ferðir fyrir aðra, sem flall-
ið hafa úr, enda þótt timi sé til,
því að slikt mundi raska kerf-
imu gersamlega.
Bið ég þá, sem hlut eiga að
máii, afsökunar á ónotum min-
um í þeirra garð. Jafnflramt
þakka ég Pétri Urbancic fróð-
legt samtal, sem gerði mér
fyMlega ljóst, að starfsmenn
S.V.R. eru allir af vilja gerðir
tíi að leysa vanda fairþegiænna,
en ráða eðlitega ekki við dynt-
irna í þeim stræti svögnum, sem
raotazt er við.
Virðiingarfyllst
Rvik, 28. febi'. 1973.
Jón Vatnsfirðingm.“
0 Vill fá ósykraða
júgurð og vörumerktar
mjólkurafurðir
Kona, sem sagðist vera í
megrun, hringdi og spurði,
hvort ekki mætti eiga von á
því, að júgurð án bragðefna
kæmi á markaðinn. Ennfremur
sagði hún, að sér fyndisit tíl-
flnnianlega vanita upplýsimgar
um hvað þessi vara immihéldi —
svo sem fitumagm, tölu hitaein-
imga og þess háttar. Einmig
sagði kona þessi, að sér þætti
nauðsynilegt að geta keypit súr-
mjóik í minind uimbúðum en
hymum, sem taka heMan látra.
Að lokuim saigðist hún vilja
beinia þeim tilim'ælum til Mjólk-
ui'sam.söl unnar, að vörumerk-
imgar væru teknar upp á allri
framleiðsiu saimsöluinmar.
Velvakandi hafði samband við
Odd Helgason hjá Mjóikursam-
sölunni. Oddur sagði, að vegna
miikillar efltírspuimar á ósætri
iúgurð vasaá nú von á henni á
markaðiínn ininan sikamms.
Um súrmjóllk í minni umbúð-
um, sagði Oddur, að ekki væri
áliitið, að hiaifa þyrfti hana í
minni umbúðum, enda væri
geymsluþol heranar í kæliskáp
aldit að ednni viku.
Hvað snertir vörumerkiragar,
sagði Oddur Heiigaeon, að
Mjólkursamsalan vildi ekki
taka þær upþ fyrr en fullkom-
in aðstaða ti'l rannsóknia á vör-
unnd væri fyrir hendi og hægt
værd að gefa tæmandi upplýs-
ingar um inniihald hinnia ýmsu
vörutegunda.
0 Sýnum þakklæti
Filippía Kristjánsdóttir
hriragdi. Henini fórust svo orð:
„Mig hefur oft undraö á þvi
hversu látiið þakklæti Banda-
ríkjamenn, sem hér dveljast, fá
fyrir allia þá hjálp, sem þeir
veita okkur Isilendingum, þeg-
ar í nauðirnar rekur. Nú síðast
en ekki sízt á þetta við um elds-
voðann i Vestmannaeyjum, en
þar haía starfað tugir Banda-
ríkjiamamnia við björgun, auk
þeas sem þeir hafa lánað flug-
vélar ti'l fluitninga.
Það er árátta hjá okkur
mönraunium, að láta fremur i
ljós áffi t okkar á hinu nei'kvaaða
í samféliaginu, aðfinnslur og
vainiþafcklæti, fremur en þakk-
læti og viðuirkenniragu fyrir það
sem vel er gert, ef efnið saim-
rýmist ekki eigin skoðunum.
Verum þaikklát og sammgjöm.
Þá mun vel viðra í andlegu og
tiimaniegu samfélagl."
Litid þér út eins og....
þvi ekki að reyna....
SLENDERTONE
Slendertone þjálfar slöppu vöðvana
með rafbylgjum.
Slendertone grennir.
Slendertone fegrar húðina.
Reynið hið frábæra grenningar- og
vöðvauppbyggingatæki.
6eða 10 skipta meðferðir.
Að sjálfsögðu eru okkar rómuðu nudd- og
gufutímar í fullum gangi, jafnt fyrir
konur sem karla.
Allar upplýsingar í síma 23131.
NUDD- OG GUFUBAÐSTOFAN HÓTEL SÖGU.
Kodak i Kodak 1 Kodak 1 Kodak i Kodak|
■■■■■ ■■■■■1 ■■■■■ ■■■■■ ■■■
KODAK
Litmqndir
á(3^ dögum
HANS PETERSEN H/f.
BANKASTR. 4 SÍMI 20 313
GLÆSIBÆ SÍMI 82590
Ihh ■■■ ■■■■■ ■■■■■ ^■■■1
Kodak 1 Kodak I Kodak I Kodak i Kodak j