Morgunblaðið - 22.03.1973, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.03.1973, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1973 Hús- og landeigenda BJÖRGUN DANSKA SKIPSINS LOKIÐ * samband Islands: Lýsir samstöðu með húseigendum í Eyjum Á FUNDI stjórnar Hús- og land- eigendasambands Islands hinn 6. marz sl. var tekin til umræðu ályktan vegna . yfirlýsingar stjómarfundar Húseigendafélags Vestmannaeyja frá 5. þ.m. Af þvi tilefni lýsti fundurinn samstöðu með álykitunum Hús- Guðs- þjónusta í Eyjum GUÐSÞJÓNUSTA verður i Landaikirkju i Vestanannaeyjum í kvöki kL 20,30 ef flugfært verður til Eyja i dag. Mun séra Þorsteinn Lútlher Jónsson sókn- arprestur annast guðsþjónust- una, en það verður í fyrsta sinn eftir gos að messað er í Landa- kirkju. eigendafélags Vestmaninaeyja, og taldi sjálfsagt og eðliiegt, að fjármunum Viðlagasjóðs yrði varið fyrst og fremst til þess að bæta húseigendum i Vesifimanina- eyjum tjón þeirra, t.d. með þeim hætti að Viðlagiasjóður kaupi fcisteignir á sannvirði af þeim, sem þess óska, með greiðslum eða ábyrgðum, svo sem stjórn Húseigendatfél'ags Vestmanna- eyja lagði tU. Stjórn Hús- og landeigenda- sambands Islands lagði og áherziu á, um hvers koniar ráð- stafanir varðandi fjármuni Við- lagasjóðs, að rétt væri, að leit- að yrði áður álits og tíllaigm Húseigendafélags Vestmanna- eyja. Stjóm Hús- og landeigenda- sambands Islands skipa: Páll S. Pálsson, hrl., Leifur Sveinsson, lögfr., Jón Hjalita- son, hrl., Jóharmes Bjamason, verkfr. og Ásmundur S. Jóhanms- son, lögfr. Björgunarskipið Goðinn kom með danska flutningaskipið Tliomas Bjereo til Reykjavíkur. Skipið strandaði undan Eyjafjallasandi um síðustu helgi. Skijnð er furðulítið skemmt nema hvað sjór hef- nr komizt inn í vélarúm þess og verður líklega að taka véla'nar upp. Sjópróf vegna strands- ins hefjast í Reykjavík í dag. Myndin er af Goðanum og dsnska flutningaskipinu á ytri höfninni í gær, þar sem lóðsbátnr hefur tekið við togvímum og dregur danska skipið síðasta spölinn. Togaraútgerðin 1972: Bæjarstjórn Akraness: Rekstrarhallinn nem- ur 70 milljónum kr. — þrátt fyrir opinbert framlag og styrki — Ársaflinn í fyrra 11 þús. lestum minni en árið á undan Mótmælir dragnóta- og botnvörpuveiðum í Faxaflóa REKSTRARHALLI togaraút gerðarinnar á sl. ári virðist ætla að nema rúmlega 70 milljónum króna, þrátt fyrir 45 millj. króna framlag úr ríkissjóði og bætur úr aflatryggingasjóði, að því er Loftur Bjarnason telur í yfirliti yfir rekstur togaraútgerðarinnar á sl. ári í síðasta hefti Ægis. Ástæðurnar eru aflabrestur, en seinustu tvö árin hefur afiinn minnkað um meira en 30% mið að við sókn. Einnig kemur hér tii dýrtíð, að því er Loftur segir. I upphafi síðastliðins árs var gerður út 21 togari, en eftir því sem á árið leið heltust fjórir úr lestinni, þannig að seinni hluta ársins voru togarar í rekstri ekki nema 17 talsins. Eru þetta mestu afföll í togararekstrinum sl. 6 ár. Hins vegar ber þess að geta, að nú eru i smíðum eða ný smíðaðir 13 skuttogarar af stærri gerð og milli 20 og 30 togarar af smærri gerð, og hinir fyrstu þeirra raunar þegar komnir til landsins. Segir Loftur í grein sinni, að miklir erfiðleikar muni bíða hinna nýju togara nema því aðeins að til komi veruleg aflaaukning. Heildarafli togaranna á sl. ári nam 59,114 lestum og er það rúm lega 11 þúsund lestum minna en árið áður. Úthaldsdagar voru 6.825 á móti 6.647 árið á undan. Var aflinn því á siðasta ári 8,93 tonn á úthaldsdag á móti 10,77 tonnum árið á undan, og er það um 20,6% minnkun. Loftur getur þess, að af heild- araflanum hafi 25,437 lestir verið karfi, þar af var 23.036 lestum verið landað hérlendis. Er þetta miklu hærra hlutfall en undan- farin ár og stafar af mjög minnk andi borskafla og er það einnig mjög a’^arlegt vegna þess að þorskv' 'nn er mun verðmætari upp úr sjó en karfinn, segir Loft ur. Árið 1972 fóru svo togararnir 92 söluferðir með ísfisk til Bret- lands og Þýzkalands eða tveim- ur ferðum minna en árið áður og seldu í þessum tveimur lönd- um samtals 12.259 lestir fyrir 364,3 milljónir brúttó — á móti 12 444 lestum fyrir 309,1 millj. kr. árið áður. MORGUNBLAÐINU hefur bor- izt eftirfarandi fréfitatilkynning frá bæjarstjóm Akraness um áskorun til Alþingis: „Bæjarstjóm Akraness sam- þykkir að mótmæla harðlega ákvæðaiim frumvarps til laga, á þingskiali nr. 348, er liaigt hefuir verið verið fram á AKþimgi þess Spilakvöld á Akureyri SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN á Ak- ureyri efna til félagsvistar í Sjálf stæðishúsinu í kvöld, fimimtudag klukkan 20.30. Þetta er 5. spila- kvöidið í vetur og hafa þau öll verið vel sótt og hafa tekizt vel. Skemimt atriði verða og verð- iaun verða veitt. efnis, að heimilaðar verði að nýju veiðar í Faxaiflóa með drag- nóit og bO'tinivörpu. Faxaflói hefur nú verið frið- aður fyriir notkun þessara veið- arfæra í hálft annað til tvö ár. — Það er samdóma álit sjó- manna ag útgerðarmanna á Akranesi, að þessi ráðstöfún hafi þegar haft mjög heillavænleg áhrif á fiskgengd í flóanuim. T.d. hefur mieðalýsuafli Akranesbáta á haustvertíð aukizt, frá árinu 1970, úr 0,7 lestum í róðri, í 1,7 lestir árið 1972. Bæjarstjórn Akraness vll þvl vara alvarlega við afieiðinguim þess að leyfa að nýju notkun þessara veiðarfiæra i Faxaflóa, og beinir þeirri eindregnu ásikor- un til Alþingis, að samþykkja ekki ne'tiar slíkar heimildir.“ Fordæma afskipti hins opin- bera af togaradeilunni MOBGUNBLAÐIÐ ræddi í gær við talsmann Félags ís- lenzkra botnvörpuskipaiúg- enda og talsmenn tveggja stéttarfélaga, seni aðild áttn að togai-adeilunni og spurði þá uni álit þeirra á Iögfest- ingu ákveðins tilÍMiðs, sern fram kom i samningaumræð- unum. Allir aðilar, sem rætt var við fordæmdu afskipti hins opinbera af vinnudeilum og framkvæmdastjóri FfB sagði að ríkisstjómin hefði með þessu ákveðið að lög- festa kröfnr annars aðilans í deilunni og slíkt væri fyrir neðan allar hellur. Hér fara á eftir umsagnir þessara aðila: LÖGFESTIR KRÖFU ANN- ARS AHILANS „MÉR finnst þetta frumvarp vera fyrir neðan allar hell- ur,“ sagði Ingimar Einarsson, framkvæmdastjóri Félags ísl. botnvörpuskipaeigenda, er Morgunblaðið spurði hann um frumvarp rikisstjómarinn ar til lausnar togaraverkfall- inu, sem lagt var fram á Al- þingi í gær. „Það kemur manni spánskt fyrir sjónir," sagði Ingimar, „að ríkisstjóm in skuli færa inn á Alþingi og lögfesta kröfur annars aðil- ans í málinu og það án þess að reynt sé að fá fyrst fram málamiðlunartillögu hjá sátta semjara, sem síðar hefði ef tíl vill verið unnt að lögfesta, hefði hún ekki boríð árang- ur.“ Ingimar sagði, að stjórn FÍB myndi í dag halda fund og ræða viðhorfin við fram- komu þessa frumvarps. Félag ið lagði inn til forseta neðri deildar Alþingis skrifleg sjón armið sín og bað forsetann um að koma þeim til félags- málanefndar, sem félagið gerði ráð fyrir að fengi mál- ið til meðferðar á þingi. DEILUAHILARNIR ÞRÍR Loftur Júlíusson, talsmað- ur Skipstjóra- og stýrimamna- íéiagsins Öldunnar: — Það er aldrei gott að leysa vinnudeilur með laga- boði — það getur enginn mælt með slíkum aðgerðum, en svo er annað hvað menn sætta sig við. Ef þeir sem hlut ei,ga að máli eru óánægð- ir með þessa lagasefcniingu, geta þeir notað sér réttindi sin og sagt upp starfi. Ég hefði viljað að þessi vinnu- deiia hefði verið leyst við samningaborðið, en bilið á mili deiluaðiiia virtist óbrúan- legt. Ef litið er raumhæft á þessi mál þá eru deiluaðil- arnir í þessu máli þrir en ekki tveir, skipverjar, útgerð- armenn og rikisstjórniin, en útgerðarínenn vilja fá meira fé sivo þeir geti haildið skip- um sínum úti. Ég hef ekki trú á að útgerðarmenn séu ánægðir með sín býti, en það á eftir að koma í lijós, sagði Loftur að lokum. MUNUM LÁTA OKKUR LYNDA LAGASETN- INGUNA Ingólfur Ingólfsson, for- maður Vélstjórafélags ís- lands, saigði að nokikur að- dragandi hefði verið aið þessu og hanm nokfcúð langur, þar tíl þetta frumvarp verður að veruleiika og lögfesting þess á sér stað. „Það slkipti sköp- uim í kjaradeilú þessari,“ sagði Ingólfur, „þegar félags- miálaráðlherra lýsti því yfir í þinigræðu, að eklki væri unnt að leysa þessa deilu og eftir yfirlýsiragu hanis tók fyrir allar eðlilegar saminingavið- ræður milli aðiilja, Síðasiöið- inn liaugairdag knúði svo sáttasemjari okkur til þess að gera atviinniurekenduim ákveð- ið boð, sem var búið að ræða nóklkuð veruliega og lagði það síðain fyrir í báðum samninga- nefndunuim. Við saimlþykíktum, en útgerðarmenn höfnuðu því algjörlega og létu þess jafn- framt getið að þeir drægju nú til baka allt það sem þeir hafðu áður boðið. Síðan hefur ekkert gerzt í miál’inu, efcki einu sinmi verið boðaður fundur. Og nú kemur fruimvarpið fram, sem lög- festir það, som lagt var fram á fundi hjá sáittasemjara á laugardag. Er frumvarpið að verulegu leyti byggt á loka- tíllboði ofckar, að öðru leyti en því að í fruimvarpinu er gert ráð fyrir mánaðarkaupi því, sem útgerðarmenn höfðu boðið áður. Við höfðum hins vegar gert kröfu til mun hærra mánaðarkaups". „En hváð um frumvarpið al mennt?“ „Það er auðvitað alltaf sama svarið, sem gefa verður við því, að almennt er ég ákaflega andvígur afskiptum hins opinbera og er þá sama hverjir eiga í hlut. Hins veg- ar munum við láta okkur lynda þessi lagasetning, þar sem hún er byggð á því til- boði, sem við samþykktum á fundi hjá sáttasemj ara síðast liðinn laugardag — en ég und irstrika það að ég er afskap lega andvígur opinberum af- skiptum af kjaradeilum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.