Morgunblaðið - 22.03.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.03.1973, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2Z. MARjé 1973 Launamismunur á togaraflotanum eykst með hinum lögboðnu samningum Pétur Sigurðsson: Láta togararnir úr höfn þótt verkfallið leysist, spurði Sverrir Hermannsson Lúðvík Jósepsson I DAG var lagt fram stjóm- arfrumvarp um kaup og kjör yfirmanna á botnvörpuskip- um, sem eru stærri en 500 rúmlestir brúttó. Með lögun- um er síðasta tilboð yfir- manna í togaradeilunni stað- fest sem samningur milli Fé- lags ísl. botnvörpuskipaeig- enda annars vegar og Vél- stjórafélags íslands, Félags ísl. loftskeytamanna og Skip- stjóra- og stýrimannafélags- ins Öldunnar hins vegar. Hannibal Valdimarsson fé- Iagsmálaráðherra, mælti fyr- ir frumvarpinu og sagði hann að það væri fram komið vegna þess að hið alvarlega verkfall á togurunum virtist ekki geta leystst við samn- ingaborðið. Engum myndi finnast ríkisstjórnin blanda Alþingi of fljótt í málið, en sjálfsagt fyndist ýmsum, sem ríkisstjórnin hefði dregið of lengi að setja þessi lög. Jóhann Hafstein, formaður Sjálfstæðisflokksins og Gylfi Þ. Gíslason, formaður Alþýðu flokksins, sögðust mundu verða við tilmælum ráðherra að hraða meðferð málsins. Hins vegar sögðu þeir, að þetta frumvarp væri svo illa úr garði gert, og að öllu leyti óskýrt, að ekki yrði hjá því komizt að skoða það ýtarlega í nefnd. Fjölda spurninga þyrfti að svara um áhrif frumvarpsins og fleira, og myndi afstaða þingflokkanna miðast við þau svör. Sagði Jóhann Hafstein að þingmenn Sjálfstæðisflokksins væru til- búnir að leggja á sig mikla vinnu til þess að hraða mætti frumvarpinu, án þess þó, að það yrði samþykkt án þess að þingmönnum yrði fært að kynna sér efni þess. Hannibal Valdimarsson félags- málaráðherra: Þetta mál er mjög þýðingarmikið, en það er svo einfalt í sniðum, og þing- mönnum er svo kunnugt um efni þess, að ég tel óþarft að hafa um það langa og ýtarlega fram- sögu. Verkfall á togurunuro hófst um svipað leyti og eldgos- ið kom upp í Vestmannaeyjum. Fyrst var um að ræða verkfall undirmanna á togaraflotanum. Það var álit ríkisstjórnarinnar, að lítið bæri á milli í þeim deil- um, en mikil stífni var í deilunni og viðkvæm atriði. Ríkisstjórnin ræddi þvi við aðila og kom með tilboð um, að hún myndi brúa bilið og varð það til þess að samningar náðust. Nokkru áður en þessi deila leystist hófst verk fall yfirmanna á togaraflotanum. Hinn 16. þessa mánaðar hélt rikisstjórnin fund með deiluað- ilum og fékk fram hvað í milli ban'. Leitaðist hún við að fá þá til að minnka bilið eins og hægt var og síðan bauðst hún til þess, að ríkissjóður greiddi það sem á milli bæri á árinu 1973. Fulltrúar yfirmanna tóku því líklega, en fulltrúar útgerð- armanna vildu fá tryggt rekstr- aröryggi og höfðu uppi kröfur um háar greiðslur úr ríkissjóði. Ekki þótti rétt að blanda þess- um tveim málum saman, enda upplýst, að fram færi könnun á rekstrargrundvelli togaranna og hún gæti tekið langan tíma. Und irtektir útgerðarmanna undir tilboð ríkisstjórnarinnar voru neikvæðar. Voru síðan enin kamnaðir möguleikar um lausn á deilunni, en þeir voru ekki neinir fyrir hendi. Því var óhjákvæmilegt að höggva á þann herta hnút með löggjöf. Það er engum ánægjuefní, og sízt mér, að beita lö'ggjafanum til að binda enda á deilur, sem með réttu iagi átti að leysa við samningaborð. 1 þetta sinni höfðu samningar verið reyndir tii fyllstu þrautar, hér var orð- ið við alvarlegan þjóðfélagsvanda að glíma og sýnt að aðilar gátu ekki leyst hann sjálfir og þvi varð ríkisstjórnin að skerast í leikinn. Engum mun finnast að ríkisstjórnm geri þetta of fljótt heldur miunu margir vera á því, að ríkisstjórnin hafi dregið það um of, að binda enda á deiluna. Pétur Sigurðsson: Það er rétt hjá ráðherranum að hér er um alyairlegt vandamál að ræða. Margir hefðu nú haldið eftir öll stóru orð þessa ráðlheTra meðan hann var í stjómarandstöðu, að ekiki ætti að gripa inn í samn- inigafrelsið, að hann myndi þurfa að segja niú, að siláikt gætu menn þurfit. að g!era, þóitit þeim þætti það þuragit. Þegar gripið er til Sllíiks ráðs, þá er aðalatriðið að vandamiálið sjáift lieysist um leið. vil benda á, að vandamóJlið leysisit aðeins nú gagnvart fá- mennum hóp, oig um leið er verið að búa til vandiamál, sem gengur í berhögg við stefn-u ríkisistjóim- arinnar um, í fyrsta lagi að ganga frtam fyrir skjöidu um að bæta kjör hinna lægst launuðu. 1 ööru lagi steínunni að draga úr skriði verðbólgunnar. U'ndirmenn voru i ver'kfalli og á meðan á því stóð voru hinir bet- ur laumuöu á launum. Þegar sáttatiliboðið i vinnudeifu þeirra kismur fram boða yfirmeinn verk- fal-1. Samninigar takasit vegna lof- orða ríkisstjómarinnar, en þá er verkfall yfirman'na skollið á, oig undirmenn haldia áfram að vera laiunalausir. Vissiulega þarf a3 hraða þessu máli, en það þarf áður en það verður saimþykfct að fá fjölmörgum sp'umiingum svar- að í nefnd. Af hverju var eik'ki borin fram sáttatillaiga í þessari deilu. Hér er verið að sfcapa for- dæmi með því að lögfesta óska- lista ammars aðilians. Slílkt hefur efeki heyrzt í allri þingsögunni, að þegar þurft hefur að leysa svo viðkvæma dieilu, að þessi leið væri farin. Þá heifur dei!a>n verið sett í gerðardóm, eða lög- fest síðasta s'átiCaitillaga. Og nú gerist það, að eifltir að hinir teikjuminni haifa samið þá æt'lar rifcisstjórn'in að lögfesta meiri kiauphækfcun fyrir þá t'efcjuhærri. Með þessu er verið að stíga sitórt spor til að aufca tefcjumuninn. Og um leið er ríikisstjórnin að axla nýtt vamdamál, þ. e. kapp- hiaupið um að þæta tekjuhlut- fallið. Meginástæður kaupkrafna og verfcfa'lla, sem þeim fyl'gja e-u þrjár. í fyrsta lagi tilraun til að haiida i við verðbólgu, í öðru lagi til að fá hlut í aufcnimgu þjóðartekna og í þriðja lagi er viðmiðunarástæðan og er hún ekki hættuminnst. f þeasu frumvarpi er ákvæði um, að fækki hásetum, þá fái yfirmenin hærri laun, en hins vegar er ekkeirt um það, að ef yfirmönnum faéklki, þá fái und- irmenn hærri laun. Þetta er eitt af þei.m atriðum, sem fá verður skýringu á í nefnd. Það er margt annað óljóst. Við höfum ekki gi'ldandi samniniga, og við vit- um ekki hvernig þetta frumvarp virkar fyrr en við fáum tæki- færi til þess að bera þetta sam- an. Og þó að þetta frumvarp verði samþýkfet, þá er málið hvergi nærri leyst, því enn er efckert vitað um hvernig á að tryggja rekstrargrundvöll togaraútgerð- arinnar. Gylfi Þ. Gíslason rakti á hvern hátt rikisstjórnin hefði með hverri klípu sem hún lenti í brugðizt áratugagömlum stefnu málum. Nefndi hann gengisfell- ingamar, fyrirheitin um að breyta ekki samningum með lög um og visitölumálin. Sagði þing- maðurinn að Alþýðubandalagið hefði alls ekki getað gengið ræki legar á bak orða sinna og stefnu yfirlýsinga en það hefði gert á þessum tveimur árum. í því frumvarpi sem nú lægi fyrir þinginu ætti að lögfesta kjara- samninga, en það hefði nánast verið trúaratriði hjá mörgum stuðningsmönnum stjóraarinnar að löggjafarvaldið hefði alls ekki afskipti af samningum. Auðvitað ætti löggjafarvaldið að forðast í lengstu lög, að grípa inn í slík- £ir deilur, en þingmaðurinn kvaðst sjálfur aldrei hafa sagt, að slíkt gæti ekki komið til greina. Þá sagðist Gylfi Þ. Gísla son vera reiðubúinn að styðja það frumvarp, sem nú lægi fyr- ir, ef nokkrar breytingar yrðu gerðar á frumvarpinu og upp- lýst yrði um fjöldamörg atriði, sem væru óljós. Ræddi hann m. a. um það atriði að laun yfir- manna hækkuðu, ef hásetum fækkaði á skipunum, en ekki öfugt, og sagðist hann ekki trúa öðru, en að hér væri um mistök að ræða. Sverrir Hermannsson: Ekki er ástæða kannski til málaleng- ingar um þetta mál við fyrstu umræðu, þar sem allar upplýs- ingar skortir — frumvarpið ber alls ekki með sér þær upplýsing ar, sem máli skipta. Rétt eftir að eldgosið hófst í Eyjum sagði Hannibal Valdimarsson að nú væri etoki fimi verfcfalla. Bn það sannaðist enn á ráðherranum að hann er fljótari til orða en at- hafna og nú hefur togaraverk- fallið staðið í tvo mánuði. Það er alveg einstakt, að gripið sé til þess, að lögfesta samningstil boð annars deiluaðila í kjara- deilu. Það hefur komið fram áð- ur, að meginástæðan fyrir þessu langvinna og illviiga verkfalli var ekki ágreiningur deiluaðila. Það var hitt, að ekki var fyrir hendi neinn rekstrargrundvöllur fyrir togarana. Það væri fróðlegt að heyra hér með hvaða hætti þær yfirlýsingar ráðherranna við út gerðarmenn voru, sem urðu til þess, að samningar við undir- menn voru undirritaðir. Nú þykir útgerðarmönnum hiins vegar ljóst, að i enigu hafi verið við þær yfirlýsdn'gar staðið og þvi þótti þeim einsýnt, að ekki átti að standia við þær yf- irlýsingar, sem rnú voru gefnar, og því neituðu þeir. Sjávarút- vegsráðherra segir, að ekki sé hægt að ákveða hvemig rekstr- argrundvöllurinn verði tryggður, því að það þurfi að rannsiaka þessi mál. Þau hafa miú verið ramisökuð síðan í júld og hvað hefuir feomá'ð fram. Nett'órekisitr- artap togaranna var 99 miiljón- ir árið 1972 oig hagramnsófcna- deiild Framkvæmdastjómarinn- ar spáir að halliinn verði 176 milljónir á þessu ári. Ég vil spyrja bankamálaráðherrann, Lúðvík Jósepsson, hvort hann sé viss um að togararnir geti látið úr höfn, þótt verkfallið leysist. Hvort hann haldi að viðskipta- bankarnir leyfi að skipin leysi landfestar, meðan ógreiddar eru 99 milljónir og meðan reksitrar- grundvöllurinn er ekki fyrir hendi og fyrirsjáamlegur stór- kostlegur halli 1973? Skuldahallinn frá síðasta árl er óbærilegur fyrir útvegsmenn, og nú hefur komið fram, að skut togurum vérður í engu hjálpað, þó að sjávarútvegsráðherra hafl áður sagt að hann væri mjög opinn fyrir að kanna hvort ekki yrði hægt að fresta hinni 20% frystingu aflaverðmætis, sem nú færi i vexti og afborganir. Jóhann Hafstein sagði að sér hefði borizt frumvarpið um kl. sex daginn áður, og þá hefði rík- isstjórnin verið með tilmæli um að stjórnarandstaðan myndi greiða fyrir skjótum framgangi málsins. Hér er um alvarlegt mád að ræða, og við sjálfstæðismenn munum ekki telja eftir að starfa við frumvarpið fram eftir nóttu. En það er með ólíkindum hvern- ig frumvarpið er úr garði gert. Ómögulegt er að átta sig á, hvað í frumvarpinu felst — það á að staðfesta samninga með þeim breytingum sem koma fram í frumvarpinu, en samningarnir fylgja ekki með því. Lágmarks- krafa er nú að frumvarpinu fylgi greinargerð, en svo er ekki. Ríkisstjórnin situr uppi með all- ar upplýsingar í málinu, en um þær er ekkert getið i frumvarp- inu. Ég minnist þess ekki í langri þingsögu að Alþingi hafi þurft að meðhöndla frumvarp sem er svo gallað sem þetta. En við sjálfstæðismenn höfum gert allt til að afla okkur upplýsinga á þeim stutta tima sem við höf- um haft og miunuim gera okfcar ýtrasta til þess að þetta mál geti fengið sómasamlega meðferð. Aðalfundur Iðntryggingar hf. verður haldinn fimmtudaginn 22. marz nk. kl. 17.00 í fundarsal Iðnaðarbankans, Iðn- aðarbankahúsinu, Lækjargötu 12, 5. hæð. FUNDAREFNI: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.