Morgunblaðið - 22.03.1973, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1973
Ólafur B. Thors:
Umhleypingar, nagla-
dekk og salt
— skemma göturnar
í RÆÐU Ólafs B. Thors (S)
á fundi borgarstjórnar í fyrri
viku kom fram, að aðalorsök-
in fyrir hinum gífurlegu
gatnaskemmdum í miðbæn-
um f vetur er hinn hái ald-
ur gatnanna, en þær voru,
sem vonlegt var, ekki lagðar
með það fyrir augum að bera
hinn gífurlega umferðar-
þunga, sem sívaxandi bifreiða
eign borgarbúa hefur haft í
för með sér. Ólafur var að
ræða um tillögu minnihluta
flokkanna um sérfræðirann-
sókn á gatnaskemmdunum.
Tillögunni var vísað til borg-
arráðs með 15 samhljóða at-
kvæðum.
Kristján Benediktsson (F): Við
borgarfulltrúar minni hlutans
flytjum hér tillögu þess efnis,
að sérfræðileg athugun fari
fram á þvi, hvað hefur valdið
hinum stórkostlegu gatna-
skemmdum í borginni í vet-
ur. Sérstaklega teljum við að
huga þurfi að undirbygg-
ingu gatna, malbikslögum, áhrif
um negldra hjólbarða og að því
hvort saltburður á göturnar
dregur raunverulega úr slysa-
hættu. Við þessa rannsókn vilj-
um við, að bæði verði leitað tU
innlendra og erlendra sérfræð-
inga.
Ekki þarf að fara mörgum orð
um um nauðsyn slíkrar rann-
sóknar. En það virðist vera al-
veg ómögulegt að fá menn til
þess að gefa ákveðin svör við
því, hvað valdi skemmdunum.
Þess í stað velta menn vöngum
og kenna um breytilegu tiðar-
fari, nagladekkjum og salti.
Við viljum nú, að visindin
verði nýtt til þess að finna svör
við þessum spumingum, sem þá
geta væntanlega orðið til þess
að spara borginni stórfé í við-
haldskostnaði og borgurunum
einnig mikinn kostnað við við-
hald og viðgerðir á bifreiðum
sínum.
Ólafur B. Thors (S): Það er
rétt hjá Kristjáni Benedikts
syni, að götur borgarinnar eru
mjög illa farnar þessa dagana.
Ég held aftur á móti, að það sé
ekki jafn rétt að orsakir gatna-
skemmdanna séu jafn leyndar-
dómsfullar og Kristján vill vera
láta. Menn eru, að ég held, sam-
mála um hvaða meginþættir það
eru, sem hafa mest áhrif þ.e.a.s.
veðurfar, undirbygging gatna,
slitlög, útbúnaður bifreiða og
saltburður. Hin tíðu skipti
frosts og þíðu valda því,
að vatn kemst niður i burðar-
lög gatnanna í gegnum sprung-
ur í malbikinu. Vatnið rýrir síð-
an burðargetu gatnanna sem
veldur því, að malbikið spring-
ur gjaman meir og brotnar og
myndar holur.
Einnig er þess að geta, að á
sumar götur hafa ekki verið
lögð öll þau slitiög sem fyrir-
huguð eru og eykur það hætt-
una á skemmdum, þvi hvert mal
bikslag eykur burðarþol götunn
ar mikið.
Þá eru og sumar götumar svo
gamlar að undirbygging þeirrá
er áQs ekki gerð með tilliti til
þeirrar gífurlegu umferðar, sem
nú fer um þær. Þetta á sórstak
Ólafur B. Thors.
lega við um göturnar í miðbæn-
um. Þessar götur þarf þvi raun
verulega að endurbyggja alger-
lega.
Útbúnaður bifreiðanna þ.e.
nagladekk og keðjur hafa mik-
il áhrif á slit gatnanna og slit
þeirra, þ.e.a.s. þynning malbiks-
ins veldur aukinni hættu
á sprungumyndun og holum.
Ég er því á þeirri skoðun, að
timabært sé að banna nagla-
dekk a.m.k. að sumarlagi.
Ekki má gleyma saltinu en það
hefur svipuð áhrif og frost og
þíða en einnig slitna göturnar
mun meira í bleytu en í þurru
veðri, en saltið veldur einmitt
því, að götumar verða síblaut-
ar. Það er aftur á móti. skoðun
lögreglunnar að saltið sé óhjá-
kvæmileg öryggisráðstöfun.
Og hefur raunar hvorki hér né
t.d. á hinum Norðurlöndunum
heppnazt að finna öruggari né
betri lausn en saltið. En hins
má og geta, að með betri tækj-
um en nú eru fyrir hendi má
draga úr saitmagninu, sem dreift
er án þess að árangurinn
minnki. í sambandi við þá til-
lögu, sem hér er til umræðu tel
ég, að rétt sé að vísa henni til
borgarráðs þvi ég held að alls
ekki liggi fyrir nægar upplýs-
ingar um þá þekkingu, sem nú
þegar er fyrir hendi á þessum
málum hjá starfsmönnum borg-
arinnar. Og jafn miklar rann-
sóknir og hér eru lagðar tii,
kyninu því að gefa minni upp-
lýsingar en vænzt er.
Kristján Benediktsson (F)
kvaðst harma, að ekki væri hægt
að taka afstöðu til tillögunnar í
borgarstjóm en sagðist
samþykkja, að henni yrði vísað
til borgarráðs.
Ólafur B. Tlrors (S) sagðist
vilja taka skýrt fram, að hann
hefði alls ekkert á móti vísinda-
legum rannsóknum en í þessu til
viki teldi hann rétt, að frek-
ari undirbúningsvirma fæsri
fram, enda væri engin skynsemi
í því, að rannsaka bara rann-
sóknarinnar vegna.
Sigurjón Pétursson (K)
kvaðst telja, að rcurnsóknar væri
full þörf enda sæju allir, hvem
ig götumar væru og úrbætur I
þessum málum mættu ekki drag-
ast.
Eiginmaður minn,
Ágúst Halldórsson,
andaðist að heimiii okkar,
Lamgholtsvegi 50, Reykjavik,
hinn 20. marz.
Anna Finnbogadóttir.
ÓLÖF NORDAL
- MINNING
1 tæpa fjóra áratugi, sem ég
hef verið með annan fótinn í
fóstri í húsi Ólafar og Sigurð-
ar Nordal á Baldursgötu 33, hef
ég ávallt komið þar að opnum
dyrum, og hurðir ólæstar til
beggja handa inn í mikil og fjöl
skrúðug völundarhús. Þó að stof
ur væru flestar fremur þröngar
var hjartarúm hjónanna ótak-
markað og tortryggni
óþekkt vandamál, enda leitaði
þangað fjöldi andlega þorstláts
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
FRÚ LARA Ó. KOLBEINS,
Skeiðarvogi 157, Reykjavik,
andaðist sunnudaginn 18. marz sl. í Landakotsspítala.
Aðalheiður Kolbeins, Sæmundur Kristjánsson,
Grsli H. Kolbeins, Sigríður B. Kolbeins,
Guðrún Scheving, Jón Scheving,
Ema Kolbeins, Torfi Magnússon,
Eyjólfur Kolbeins, Ragnhildur H. Kolbeins,
Þórey Kolbeins, Baldur Ragnarsson,
Ólafur Valdimarsson, Anna Jörgensdóttir,
Lára Agústa Kolbeins, Snorri Gunnlaugsson
bamabömin.
fólks á ýmsu aldursskeiði og úr
öllum landshlutum, að fá upp-
örvun og þiggja leiðbeiningar
hjá hinum hjartahlýju og við-
sýnu hjónum, sem kunnu flestra
meina bót sakir ástar sinnar á
heilagri viðleitni hikandi mann-
anna barna. Hér var öllum sýnd
þolinmæði og örlæti og áreiðan-
lega oft um efni fram, skoðað
á veraldarvísu, þvi höfðings-
skapur er Guðs gjöf. En það
verður enginn óbarinn biskup,
enda voru þau hjónin hreinskil-
in við lærisveina sína, og er þó
sá enn ófundinn svo ég viti til,
er ekki minnist með ást og þökk
daga og nátta á Baldursgötu 33
og verður aldrei samur maður.
Sigurður Nordal gerðist með
mannkostum sínum og þekkingu
og umfram allt mannást sinni,
sjálfkjörinn leiðtogi æsku þessa
lands í sögu og skáldskap, i
meira en hálfa öld, eins og Jón
Sigurðsson hafði áður verið leið
togi þjóðar sinnar í félags- og
atvinnumálum.
Nú hefur Ólöf Nordal
lagt aftur sín fallegu, gáfulegu
augu. Fengið væran blund eftir
erilsama daga og baráttu við þrá
láta vanheilsu. Jafnvel við, sem
bezt þekktum til um vinnudag i
húsi hennar, kunnum ekki skil á
því, hvenær tóm gafst þar að
Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför eigm-
konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu,
ÖNNU EINARSDÓTTUR,
Suðurgötu 22, Sauðárkróki.
Sigurður Stefánsson,
Indriði Sigurðsson, Erla Arnadóttir,
Otför
GRÓU ÞORLAKSDÓTTUR THORLACIUS,
Skeggjagötu 23,
•em andaðist 16. marz, fer fram frá Fossvogskirkju 23. marz
klukkan 10.30.
Guðmundur Hólm,
Jermý Arnadóttir, Bjami Alfreðsson,
Katrín ösp Bjarrvadóttir.
t
HERMANN EYJÓLFSSON,
Kreppstjórí, Gerðakoti,
verður jarðsunginn frá Hjallakirkju, laugardaginn 24. marz,
Wukkan 14.00.
Bílferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 12.30.
Sóh/eig Sigurðardóttir,
böm, tengdabörn og bamaböm.
Hreirm Sigurðsson, Edda Baldursdóttir,
Guðríður Guðlaugsdóttir, Þuríður Pétursdóttir
og barnaböm.
t
Þökkum innilega öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og
vinarhug við andlát og útför mannsins míns, sonar, föður,
tengdaföður og afa,
GUÐMUNDAR GfSLASONAR,
bifreiðastjóra,
frá Esjubergi.
Fanney Jónsdóttir, Oddný Amadóttir,
Erlendur Guðmundsson, Guðlaug Hróbjartsdóttir,
Guðmundur Guðmundsson, Oddný Helgadóttir,
Ólafur Guðmundsson, Eybjörg Sigurpálsdóttir,
Gisli Guðmundsson, ivar Erlendsson,
Erlendur Atli Guðmundsson, Jón Þ. Guðmundsson,
Helgi Guðmundsson, Þóranna R. Ólafsdóttir.
huga að eigin skáldskap. Voru
það ef til vill stundirnar frá mið
nætti til fótaferða er aðrir sofa
vært.
Ólöf Nordal var prýðilega rit
fær, en hlédrægnin var
hennar mikli veikleiki. Hún
hafði svo djúpstæða þekkingu
og tilfinningu fyrir mikilleika
skáldskapar og örugga ábyrgð-
artilfinningu gagnvart lífsgildi
lista, að hún var stöðugt á verði.
Og hún hiaut að vita hve mik-
inn og dýrmætan þátt þau hjón-
in áttu í samtíðarsköpun I landi
sínu.
Ólöf hafði mjög mikla þörf
fyrir tónlist og næm fyrir áhrif-
um hennar. Kannski var hún þó
aldrei jafnsæl og er hún hafði
í höndunum nýja ljóðabók eða
leikrit. Þá kviknaði innra ljós
er bókstaflega lýsti hana upp
og gleði hennar var svo sönn
og falleg. En Ólöf var á marga
lund gerð af öðru og brothætt-
ara efni en samtíðarfólk hennar.
Hún var viðkvæm eins og blóm.
,,Hvers vegna öll þessi mann-
vonzka, þessi óþrifnaður," vairð
henni ef til viii að orði alveg
upp úr þurru.
Að eðlisfari var Ólöf glað-
sinna og félagslynd, og hvergi
naut hún sín jafn vel og úti i
náttúrunni, með blómum og
trjám og skemmtilegu fólki. En
Ólöf átti i stöðugu stríði við grá
lynda sjúkdóma. Hef ég ekki i
annan tíma verið minntur harka-
legar á miskunnarleysi örlag-
anna en að sjá þessa gáfuðu og
viðkvæmu manneskju bíða ósig-
ur í þeim skiptum.
Það er án efa engin tilviljun
að jafnvel I hópi fremstu lista-
manna, þeirra er hafa átt mik-
inn þátt í að skapa hinn fjöl-
breytilega heim okkar, virðist
tvennt skipta mestu máli er öllu
er á botninn hvolft: Guð og nátt
úran.
Ólöf Nordal var hér engin
undantekning. Trú hennar, reik
andi i dag, örugg á morgun, var
henni styrkur í miklum veikind
um. En fegurð náttúrunnar,
var hennar líf. Ilmur af tré rifj-
aði upp hálfgleymt stef og stef-
ið minnti á ævintýr úr æsku.
Allt samkembt og á svipstundu
var fyrir augliti manns rakinn
langur þráður gleði og sorgar.
1 norðvestur horninu á garð-
inum hjá húsi Ólafar og Sig-
urðar, Baldursgötu 33, var henn
ar hjartfólgnasta minning, lítill
og óstyrkur trjástofn orðinn að
stórvöxnum hlyn, sem breiðir
Frainhald á bls. 20