Morgunblaðið - 22.03.1973, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.03.1973, Blaðsíða 21
Þóröur Jónsson, Látrum: Stórstreymi og eldgos Árni .Tohnsen frá Vestmanna eyjum, sem veit flest um eyj- arnar sínar og heldur sig hjá þeim í þrengingum þeirra, sló því fram hér i blaðinu fyrir nokkru, að menn ræddu um það þar úti, að eitthvert sam- band kynni að vera milli hegð- unar gossins og stórstreymis. Þegar ég fór að hugsa út í þetta, fannst mér mjög senni- legt að svo væri, minnugur sem bóndi hinna miklu og margvís- legu áhrifa stórstreymis. Bændur landsins hafa sjálf- sagt vitað það frá ómunatíð, að áhrif tunglsins á jörðina sjálfa og flest sem á henni er, eru mikil og margþætt. Þeir vissu að við stórstreymi þenst eða tognar á jarðskorpunni það mikið, að til dæmis torfrista gat verið ágæt i smástraum. Torfurnar, sem voru um 6 fet á lengd og eitt og hálft á breidd, voru þéttar og meðfæri legar án þess að detta i sund- ur, en á sama stað í stórstraum gat torfið verið ónothæft, gras rótin gróf og sundurlaus, sem sagt óhæft til þakgerðar. Á þessu urðu fyrri menn að vita skil vegna frumstæðrar húsa- gerðar úr þeim efnum, sem jörð in gaf. í þessu sambandi datt mér í hug franski eldfjallafræðingur inn, sem var í Heimaey um stór straum og taldi eyjuna vera að tútna út vegna eldsumbrot- anna. Það er ekki alveg víst, þó ég vilji ekki vefengja vís- indamenn, að það hafi verið vegna þeirra, þar sem þau voru búin að fá útrás, eins gat það verið af völdum stór- straumsins. Áhrif stórstreymis gæti verið mælanleg með ná- kvæmum tækjum. Hin miklu öfl úti í geimnum, sem halda þessu öllu gangandi, láta ekki að sér hæða. Þegar komið er að því að eld gos verði, af ástæðum sem vís- indin þekkja, og ef til vill öðr- um sem óþekkt eru, þá gætu ytri ástæður vafalítið hjálpað til að koma gosinu af stað, eins og til dæmis stó'rstreymi, djúp lægð yfir staðnum o.fl. sam- verkandi aðstæður. Það er ekki ólíklegt, að flest eldgos hefjist í stórstraum. Ég hef aldrei séð neitt um þetta frá innlendum eða erlendum jarð- eða eldfjallafræðingum, en það væri gaman að heyra um það frá sérfræðingum okk- ar, hvort þeir teldu samband þarna á milli. Ég efast um, að það sé tilvilj un, hversu mörg eldgos hafa byrjað hér í stórstraum, til dæmis í Surtsey 1963, í Heima- ey 1973, í Öskju 1961, og svo þrjú síðustu Heklugos 1945, 1947 og 1970 svo eitthvað sé tal ið. Þó hefjast þessi Heklugos engin nákvæmlega þá daga, sem stærstur er straumurinn, en í námunda við stærstan straum. Þar gætu önnur ytri áhrif hafa ráðið um, eins og af- staða tungls til jarðar o.fl. Það má vel vera, að vísinda- menn okkar viti flest um áhrif stórstreymis á eldgos o.fl., þótt það sé ekki almenningi ljóst. Að mínu viti og minni ósk er alltof lítið gert að því, að kynna þjóðinni ýmsar vísinda- legar rannsóknir á hinum marg víslegu sviðum, til sjós, lofts og lands. Hannsóknaráð ríkisins ætti að athuga þetta mál. Ég held að allur þorri fólks í landinu, sem ekki er visindafólk, nema í eðli sínu, mundi taka slík- um fréttum og fróðleik mjög fegins hendi. Sendi svo öllum Vestmanna- eyingum beztu kveðju og vona að þeir megi sem fyrst kom- ast í eyjuna sína og eiga þar áfram langa og góða framtíð. Látrum 1.3. 1973. Einn sá veðraversti Mykjunesi, 4. marz — ÉG HELD að febrúarmánuður sá, sem nýskeð hefur kvatt, sé einn sá veðraversti febrúarmán- uður, er hér hefur komið um langt árabil. Stormar tíðir og miklar úrkomur, ýmst regn eða snjór, þó að snjórinn hafi haft betur og hér er nú allmikill snjór og klaki í jörð. Allir vegir eru færir, en á þeim er sums staðar Waki og hefur hlað'zt upp þegar bleytt hefur í snjónum. Nú eru öll þorrablót fyrir nokkru afstað in eins og gefur að skilja í mið- góu og er þá litið um samkomur, enda er nú obbinn af vetrinum að baki og farið að hilla undir vorið með hækkandi sól, þó vetr arlegt sé á yfirborði jarðar'nnar. í janúar gekk hér mislingasótt í börnum og var skólanum á Laugalandi lokað a.m.k. í viku af þeim sökum. Einnig hefur hettu sótt stungið sér niður. Að öðru leyti hefur ekki gengið kvef i vet ur og heilsufar verið ágætt. Eins og frá hefur verið skýrt áður er nokkuð af fólki frá Vest- mannaeyjum hér á svæði Lauga- landsskóla og hefur skólastjórinn tjáð mér að þaðan hafi 11 böm komið i skólann eftir að gosið hófst. Og sem betur fór var bæði pláss í skólanum og hér eru á gætir kennslukraftar. Hér fellur öðru hvoru aska frá gosinu og hefur það farið vax- andi nú i seinni tíð, t.d. varð snjórinn mjög dökkur nú fyrir nokkrum dögum, en þá var mjög hvöss sumnanátt. Gosdrunurnar heyrast hér grenilega af og til. Nokkuð hefur borið á því í vet ur að sauðfé hafi drepizt úr svo nefndri Hvanneyrarveiki og hafa einstaka bændur misst þó nokkr ar kindur af þeim sökum. Er helzt kennt um slæmu eða skemmdu fóðri þó að tilfellin verið ekki rakin til þeirra orsaka. Gjafatimi verður að þessu sinni óvenjulangur því viðast hefur fé verið gefið síðan í vetumætta- bylnum seint í október. Og þó ekki hafi verið miklir snjóar svona yfirleitt eða frosthörkur þá hefur oft verið þannig veðra hamur, að fé hefur haldið sig við hús. Það hefði verið slæmt að fá þennan vetur i mestu kalárun um, en nú eru næg hey til þó þau séu ekki að sama skapi gott fóð- ur. Urn helgina 24.—25. febrúar sl. var Héraðsþing Skarphéðins haldið að Laugalandi hér í Holt um. Voru þar mörg mál til um- ræðu og margar samþykktir gerðar. Sambandið nær yfir Ár- nes- og Rangárvallasýslur og er starf þess mjög víðtækt og þrótt mikið svo sem jafnan hefur ver ið. Formaður sambandsins er Jó hannes Sigmundsson, Syðra- Langholti. Og svo væntum við þess, að vorsólin fari bráðum að bræða klakanm af jörðinni. — M. G. Ur Austur-Skagafirði Bæ, Höfðaströnd, 3. marz HÉR er nú vetur í bæ — frá- munalega óstillt, þó er varla hægt að segja fannkyngi. Að mestu er þó haglaust fyr'.r allan fénað og er það líklegast um alit hérað'ð. Eins og sagt var frá í haust eru næg hey, hrossum er viða gefið út eða þau höfð á gjöf. Bændur eru og hafa að undam förnu verið við uppgjör framtala fyrir 1972. Virðist mér afkoma betri en undanfarin ár, þó allt sem framkvæmt er hlaupi nú á stórum upphæðum og rekstur margra búgreina meiri en marg ur gerir sér ljóst að óathuguðu máli. Þorri er Iðinn og öll þorrablót, sem honum fylgdu, en nú verður að hafa eitt til tvö blót í hverj- um hrepp. Nokkuð eykst að fólk panti sér þorramat frá veitinga- húsum og þá helzt frá Sauðár- króki, Reykjavík og Borgarnesi. Er þetta tilbreyting sem íólki þykir gaman að reyna. Föstudaginn 2. marz hélt Ung mennafélagið Geisli í Óslands- hlíð upp á 75 ára afmæli sltt að viðstaddri stjórn Ungmennasam bands Skagafjarðar og fjölda annarra gesta. Félagið Geisli mun vera eitt það elzta, sem starfað hefir á þessum grund- velli, þó fyrstu árin héti það bind indisfélag. Eftirtektarvert er, hve glöggar heimildú þar eru í fundargerðum um störf félagsins og ýmisskonar fróðleikur er þar samansafnaður eftir þessi 75 starfsár. Ber þar vott um óvenju blómlegt félagslíf og samheldni í þessari sveit. Töluvert ber á tófuslóðum úr fjöllum niður til sjávar í leit að æti, jafnvel sjást slóðir heima á túnum. Litið er unn'ð að bygginga- framkvæmdum í sveitinni á þess um tíma en i Hofsósi er unnið að krafti við félagsheimili, sem á nú að byggjast upp og ljúka í einum áfanga. Hefir nú á stutt- um tíma verið greiddar út um 4 milljónir króna, Eru þar 11 menn fastir starfsmenn auk í- gripamanna. Mikill áhugi ríkir um að ljúka þessari framkvæmd enda þarf húsið að vera tilbúið að einhverju leyti til skólahalds fyrir næsta haust. Verður húsið bæði skóli og félagsheimili. Ér félagsheimilinu mikill styrkur að þeim tengslum. Búið er að vinna 120 til 130 gjafadagsverk, aðal- lega frá verkamannafélagi og ungmennafélögum hreppsins. — Byrjað var á viðbótarskólabygg ingu á síðasta ári, en sú vinna hefir legið niðri í vetur. Ákveðið er nú að framvegis verði einn skóli í Hofsósi 'með heiman- keyrslu úr nærliggjandi hrepp- um. Ekkert er nú Ttið til sjávar og þvi erfitt að fá nýjan fisk til mat ar. Togskipið öm er nú á loðnu veiðum og er þegar þetta er skráð vel í meðallagi með afla. Gerum við okkur vonir um að loðnuvertíðin verði útgerðinni bjargráð. Heilsufar fénaðar má heita gott, en í mannfólki hafa kvillar gengið, þó er þar ekki talinn neinn faraldur. — Björn i Bæ. K YNNIN G ARRIT UM ÆSKULÝÐSSTARF Víða þungatakmark- anir á vegum landsins ÆSKULÝÐSRÁÐ Reykjavíkur hefur nú ráðið sérstakan starfs- kraft til þess að annast kynn- ingu á æskulýðsstarfi í höfuð- borginni, bæði starfi Æskulýðs- ráðs og annarra, sem að æsku- lýðsstarfi vinna. Þessar upplýs- ingar komu fram í ræðu Markús- ar Amar Antonssonar (S) á fundi borgarstjórnar á fimmt.u- daginn var. Sigurjón Pétursson (K); Nú fer í hönd sá timi, er fjölskyldur fara að huga að sumarstarfi bama sinna. Ég held, að fæstir geri sér grein fyrir þvi mikla æsikulýðsstarfi sem fram fer á vegum borgarinnar. En af því má m.a. nefna, að í Saltvik er reið- skóli og væntaniegar sumarbúð- ir. 1 Nauthólsvik er siglinga- klúbbur og auk þessa er svo hverfastarf Æskulýðsráðs, skóla- garðar, íþrótta- og leikjanám- skeið. Þetta starf tel ég að sé alls ekki nægilega vel kynnt og legg ég því tii, áð aliir þeir aðil- ar, sem þessum málum sinna, gangi sem fyrst frá samræmdum áœtiunum og gefi út kyniningar- bækling um þetta til dreifingar í skólum. Kristján 1. Gunnarsson (S): Ég er fyllilega sammála því, að æskilegt og nauðsynlegt er að kynna æskuiýðsstarf borgarinn- ar sem bezt. Venjulega er þvi þannig varið, að nýjungar í starfmu eru kynntar vel og ræki- lega i gegnum skólana en síðan aðeins með auglýsingum i blöð- um um hvert einstakt námskeið. Tiliaga Sigurjóns er því bæði þörf og góð og legg ég eindregið til að hún verði samþykkt. Markús Örn Antonsson (S): Ég er eindregið fylgjandi tillögu Sigurjóns Péturssonar og vona að hún verði samþykkt. Síðastlið- ið vor var einmitt rætt um þessi mál í Æskulýðsráði en ekki reyndist unnt að láta verða af fraimkvæmdum, vegna þess að starfskraft skorti. En nú hefur verið ráðin böt á því og maður verið fenginn til þess að undir- búa kynningu á starfi Æskulýðs- ráðs og annarra, sem hafa æsku- lýðsstarf með höndum. Menn eru aftur á móti ekki á eitt sáttir um, hvernig haga eigi þessari kynningu, þ.e. hvort henni eigi eingöngu að beina til skólanemenda í gegnum skólana eða hvort fara eigi aðrar leiðir, þar eð Æskulýðsráð þarf, eins og allir vita, að ná til fleiri en þeirra, sem í skólum eru. Ég tel einmitt, að hér sé um að ræða kjörið starfssvið fyrir upplýsingafull- trúa borgarinnar, en tiliaga mín um hann mun nú vera til með ferðar í borgarráði. Alfreð Þorsteinsson (F) lýsti einnig yfir ánægju sinni með til- lögu Sigurjóns Péturssonar og var hún síðan samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum. Akranesi, 15. marz. Á FUNDI bæjarstjórnar var gerð ef tirf arandi samþykkt: „Bæjarstjóm Akraness mótmæl- ir harðlega ákvæðum frumvarps til laga á þingskjali nr. 348, sem lagt hefur verið fram á alþingi þess efnis að heimilaðar verði að nýju veiðar í Faxaflóa með drag nót og botnvörpu. Faxaflóinn hefur nú verið friðaður fyrir notkun þessara veiðarfæra í hálft annað til tvö ár. Það er samdóma álit sjó- — ÁSTAND á vegum er sæmi lega gott, og snjór er ekki á vegum, nenia á hæstu fjall- vegum á Vestfjörðum, sagði starfsmaður Vegaeftirlitslns i manna og útvegsmanna á Akra- nesi að sú ráðstöfun hafi þegar haft mjög heillavænleg áhrif á fiskgengd í Flóann. Til dæmis hefur meðal ýsuafli Akranesbáta á haustvertíð aukizt frá árinu 1970 úr 0,7 lestum i róðri í 1,7 lestir árið 1972. Bæjarstjórn Akraness vill þvi vara alvarlega við afleiðingum þess að leyfa að nýju notkun þessara veiðarfæra í Faxaflóa og beinir þeirri eindregnu áskorun til alþingis að samþykkja ekki neinar slíkar heimildir.“ — HJÞ gærdag, þegar við liöfðum sam- band við hann. Annars staðar eru vegir vel færir og lítið er um frostskemmd ir. Þó hefur orðið að grípa til þungatakmarkana t.d. á öllum vegum Snæfellsnes- og Hnappa dalsýslna, og á Ólafsvíkurvegi vestan við Borgarnes. Þá eru einnig þungatakmark- anir á Krísuvíkurveginum milll Vatnsskarðs og Þorlákshafnar, og á öllum vegum Rangárvalla- sýslu vestan Rangár, riema á Suðurlandsvegi og á veginum austan Rangár. Á Austurlandi er mikið um þungatakmarkanir, t.d. á vegin- um m'-lli Eskifjarðar og Norð- fjarðar og á Suðurfjarðavegin- um. Annars staðar er ekki búið að grípa til þungatakmarkana, en það er rétt að minna á, að sums staðar eru vegir blautir og veg- brúnir veikar og því ber btt- reiðastjórum að fara gætilega. Vilja Faxaflóann friðaðan áfram

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.