Morgunblaðið - 22.03.1973, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.03.1973, Blaðsíða 12
1 o TUrvPr' TTATDT AnTXT Tr’Tl\ T1> T'T’T TUA A PT TD OO A T A TV7 1 O'TO Agnar Guðnason: Hverju á að sá í vor? Á tilraunastöðvunum er gerður sam anburður á mismunandi teg'undum fóð «irjurta. Þessi mynd er frá Sámsstöð um, þar sem er verið að vigta upp- skeru af tilraunareit. Á undanförnum árum hefur fjöl- breytni i fræi aukizt töluvert. Það er hægt að velja um mismunandi teg undir grænfóðurs og af sumum teg- undum eru til fleiri stofnar og af- brigði. Fræinnflytjendur hafa lagt áherzlu á það undanfarin ár, að flytja inn fræ af viðurkenndum stofnum, og þeir eru allir af vilja gerðir, að koma á móts við óskir bænda um að hafa alltaf nægilegt fræ á boðstólum. En sú óvissa, sem ríkir í verzlun með fræ hér á landi, verður að breytast, en það er aðeins ein leið fær í þeim efnum, en hún er sú, að bændur panti fræ að hausti og séu skuldbundnir að taka við og greiða það fræ, sem pantað var. Nú eru til í landinu yfir 300 tonn af sáðvöru frá í fyrra, aðallega er það bygg og hafrar, þvi mun minna var sáð af grænfóðri, en gert hafði ver- ið ráð fyrir og margir bændur hættu við að sá, eins og þeir höfðu ætlað sér. Það má ekki dragast öllu lengur fyrir bændur að gera áætlun um ræktun grænfóðurs fyrir sumarið. Þetta yfirlit, sem hér fer á eftir, er birt til að auðvelda bændum að taka ákvörðun um hvaða fræ skuli velja. RÝGBESI Á markaðnum eru til tvær undir tegundir af einæru rýgresi, Wester- voldicum og italskt. Þar sem ein- göngu er ætlunin að beita á rýgres- ið, er eflaust rétt að velja ítalskt rýgresi, annað hvort Dasas EF 486 eða Tetila. Þar sem meiri áherzla er lögð á að rækta rýgresi til að hirða í vothey, þá er rétt að kaupa fræ af Tewera (Westerv.). Á Vestfjörð- um og víðar í kaldari sveitum lands- ins gefur Tewera beztu uppskeruna af því rýgresi, sem hér hefur verið ræktað. Rýgresi til beitar: Stofnar af ít- ölsku rýgresi, ferlitna eða tvílitna. Rýgrresi til sláttar: Westervoldic- um t.d. Tewera. Sáðmagn af venjulegu rýgresi 30 kg á ha, af ferlitna 45 kg. BYGG Þar sem tiltölulega seint er hægt að sá, getur bygg gefið góða upp- skeru, þrátt fyrir stuttan vaxtar- tíma. Bygg hefur verkazt ágætlega í vothey, einnig hefur tekizt sæmilega að þurrka bygg, ef það hefur verið slegið eftir að það er skriðið. Af byggafbrigðum er helzt mælt með Edda II, Arla og Lysa. Auk þess hafa fengizt önnur byggafbrigði, sem gefið hafa góða uppskeru eins og t.d. Xngrid, Sáðmagn: 200 kg á ha. HAFRAR Miðað við gott vor og eðlilegan vaxtartíma, þá gefa hafrar meiri uppskeru en bygg. Margir bændur hafa þá skoðun, að hafrar verkist verr í vothey en bygg. Hafrar hafa sjaldan brugðizt í ræktun hér á landi. Á þá má beita með góðum ár- angri. Einnig henta þeir vel að gefa þá græna að hausti eftir að kýrn- ar eru komnar inn. Afbrigði, sem helzt er mælt með, er Sol II, en auk þess hafa afbrigðin Astor og Cond- or gefizt vel hér á landi. Sáðmagn: 200 kg á ha. FÓÐURKÁL Á undanförnum árum hefur mest verið sáð af Silona. Ný fóðurkáls tegund hefur komið á markaðinn í Svíþjóð og Noregi, sem gefizt hef- ur betur en Silona, heitir það Fora. Er það einnig frá Svalöv, eins og Silona. Á tilraunastöðinni Korpu hef ur þetta nýja afbrigði reynzt mjög vel. Það er trúlegt, að á næstu ár- um muni mikið verða sáð af þessu nýja fóðurkáli hér á landi. Mjög lit- ill munur hefur verið á uppskeru á Silona og Rape kale, ennfremur hef ur Risa-smjörkál (Giant rape) gef- ið góða uppskeru hér á landi. Trú- lega skiptir ekki verulegu máli fyr ir bændur, hvað af þessum þrem repjuafbrigðum þeir velja til rækt- unar. En sjálfsagt er fyrir bændur víðast hvar á landinu, sem ætla sér að rækta fóðurkál til beitar að velja þessi afbrigði. Þar sem vaxatartími getur orðið 130 dagar, eða lengri, þá má reikna með, að fóðurmergkál- ið geti gefið mestu uppskeruna. Víða á Suðurlandi og veðursælli sveitum landsins er rétt fyrir bændur að rækta eitthvað af mergkáli, til að beita á seint að haustinu. Sáðmagn: 6 kg á ha. GRÆNFÓÐUR MEÐ GRASFRÆI Nokkuð hefur það tiðkazt að sá saman grasfræi og fræi af græn fóðri. Þegar sáð er snemma sumars, er augljós vinningur af þessu. Það getur fengizt góð uppskera sáningar- sumarið og minni hætta á að arfi nái yfirhönd í sáðsléttunni. Þær teg undir grænfóðurs, sem henta be,T.t sem skjólsáð, eru bygg og Tewera rýgresi. Hæfilegt sáðmagn af byggi með grasfræi eru 120 kg á ha en af rýgresi 15 kg. Aðrar tegundir grænfóðurs hafa ekki gefið eins góð an árangur. Systkinin -lóhanna og Guð- bjartnr. Guðjón, Guðlaugur, Sigrún og Grétar. Guðbjartur, 6 ára, vih helzt fara aftur á morgun á svona leikrit. Fannst honum mest gaman að fiskunum. Furðuverkið6 6 í Grindavík Grindavík, 19. marz. ÞAÐ bar til tíðinda í Grinda- vík sL sunnudag, að frumsýnt var barnaleikritið „Furðuverk ið“ í félagsheimilinu Festi. Það sem sérstaklega gladdi okkur Grindvikinga, var að þetta var frumsýning Þjóð- leikhússins á verkinu, sú fyrsta utan Reykjavíkur, og fyrsta ieiksýning'ín í okkar glæsilega félagsheimili. Uppselt var á sýninguna og kunnu börnin vel að meta, bæði efni og nýstárlega með- ferð leikara. Var gaman að fylgjast með viðbrögðum barnanna og þátttöku, og breytist leikrit ð að nokkru eftir viðtökum þeirra og svör um. Höfundur og meðleikarar notuðu sérstaklega skemmti- lega og frjálslega leikaðferð og túlkun efnisins í þeim til- gangi að ná til barnanna og láta áhorfendur taka þátt í leiknum. 1 stuittu viðtali við þjóðleik- hússtjóra kvaðst hann ánægð ur með, hve vel þessum bama leik og leikendum var tekið af áhorfendum, sem fylgdust með af lifi og sál. Að lokum var haft samtal við nokkur böm, og hafa þau þetta að segja um leikinn: Guðlaugur, 7 ára, Guðjón, 8 ára, Sigrún og Grétar, 9 ára vom á einu máli um að þetta hefði sko verið skemmtilegt leikrit, það skemmtilegasta, sem þau hefðu séð, leíkararn- ir hefðu verið svo fjörugir og töliuiðu við krakkana. Jóhanna, 8 ára, hafði mest dálæti á Ste'naldarmönnun- um. Þetta var svo mikið fjör, sagði hún, og miklu meira gaman en á öðrum leikritum, sem hún hefur séð. — G.B. Fullorðnir skemmtu sér ekki síður en börnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.