Morgunblaðið - 22.03.1973, Blaðsíða 30
30
MORGUNÐLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1973
Enn tapa dómarar
Á UNDAN pressuleiknum
fór fram leikur á milli íþrótta
fréttaritara og dómara. Dóm-
ararnir ætliiðu nú að hefna,
en þeir töpuðu leik á milii
sömu aðila er fram fór fyrr
í vetur. En margt fer öðru
vísi en ætlað er og dómarar
verða að æfa enn betur en
þeir hafa gert, til að hafa roð
við fréttariturum. Ueikurinn
endaði með yfirburðasigri
pressunnar, 10—9, og í hálf-
leik hafði lið fréttamanna
yfirburðastöðu 5—4.
Þegar staðan var allt í einu
orðin 6—5 fyrir iöggæzlu-
merinina, — fréttamenn hugs-
uðu fyrst og fremst um að
halda spennunni í ieiknum —
sá Ingvi Hrafíi um næstu
þrjú mörkin og kom press-
unni á ný yfir. Dómaramir
voru eitthvað óhressir yfir
sríðasta marki Hrafnsins og
krunkuðu sin á miili um að
miarkið hefði verið ólögiegt.
Síðian fór ailt að ganga úr-
skeiðis hjá dómurum og eftir
að Ómar og Jón Ásgeirsson
skoruðu glæsilega úr sama
vítakastimiu og Sigtryggur á
Allþýðubliaðinu sendi knötttnn
i netið, flautaði Harry tíma-
vörður leikinn af og voru
dómarar honum mjög þakk-
látir, þvi þeir sáu fram á
enn meira burst.
Skemmtileg tiliþrif sáust í
leiknum, t.d. er Ómar Ragn-
arsson hitaði upp; er Einar
Hjartar skoraði úr vitafcasti,
þrátt fyrir að markið væri
fuJlt af fréttariturum; er
Hel'gi Dan varði aJJt sem á
markið kom, þó svo dómarar
skytu blimdandi eða aftur fyr-
ir sig, aJlt varði HeJgi. Enn
væri hægt að telja upp mörg
skemmtileg tiJþrif en það
verður ekki gert að sinni.
— áhorfandi.
I>að voru engin vettlingatök í leik blaðamanna og dómara.. Meðan Reynir Ólafsson dómari leiksins
(frakkakJæddur) visar Magnúsi V. Péturssyni af velli fyrir gróf brot, notar Sveinn Kristjánsson
tækifærið og þjarmar að fyrirliða fréttamannanna, Jóni Ásgeirssyni. Á þessi brot var dæmt víta-
kast s<mi þeir Jón og Ómar tóku sameiginlega og skoruðu með mikhim giæsibraig.
Yfirburðir KR-inga
- yfir slöku UMFN-liði
KR-ingar áttu aldrei í erfið-
leikum með slakt lið UMFN í
fyrrakvöld. Allt frá fyrstu
mín. ieiksins tii hinnar síðustu
var KR liðið miklu betra lið, og
sigur þelrra 110:78 er sízt
of stór eftir gangi leiksins.
Fað var fyrirfram vitað, að
ef KR tældst að stöðva hina
Meistara-
keppnin
hefst í kvöld
MEISTARAKEPPNI KSl
hefst á Melavellinum klukkan
[7.00 í kvöld með leik Fram
>g Iþróttabandalags Vest-
nannaeyja, en auk þessara
iða tekur ÍBK þátt í keppn-
nni. I fyrra báru Keflvíking-
ar sigur úr býtum, en Fram
irið áður. Bæði liðin verða að
illum líkindum með sitt sterk
&sta lið í ieiknum í kvöld, en
Vestmannaeyingar unnu að
því í gær að fá Ólaf Sigur-
vinsson og örn óskarsson til
lands en þeir ern við störf í
Eyjum. Elmar Geirsson er nú
i leyfi frá námi sínu hér á
landi, en ekki var vitað hvort
hann léki með Fram í kvöld.
mikiu stórskyttu UMFN David
Iiavany, þá væri hálfur sigur
unninn. Það kom þó ekld tii að
þeir þyrftu mikið að gefa sig
að því að gæta hans sérstaklega,
David skaut og skaut í sífellu
allan leikinn út i gegn, og þótt
hann skoraði 33 stig er það ekk
ert til að hrópa húrra fyrir.
Skotanýting hans i þessum leik
var afar slæm, og hefðu senni-
lega allir leikmenn liðsins getað
skorað jafn mikið úr jafn mörg-
um tilraunum og hann notaði.
Leikurinn sjálfur var háifgert
hnoð lengst af, og það eina sem
sást af viti gert í honum voru
vel útfærðar sóknarlotur KR af
og tii allan leikinn. Þar var
Kolbeinn Pálsson aðaidrififjöðr-
in, og átti hann mjög góðan leik.
Hann skoraði jafn mikið og
David, en ætli tilraunir hans
hafi ekki verið tæplega helmingi
færri. Að vísu skorar Kolbeinn
mikið úr „lay-up“. Um miðjan
fyrri hálfleik var KR með for-
ustu 24:14, en í hálfleik
var staðan orðin 55:38, og greini
legt að KR stefndi ákveðið að
100 stigum. Staðan rétt eftir miðj
an siðari hálfleik 89:60 benti til
þess að vallarmet ÍR-inga sem
er 119 stig væri í hættu, en stig
KR urðu i leikslok 110 gegn 78
eins og áður sagði.
Njarðvíkingar ætluðu sér
greinilega um of í þessum leik
og oft á tiðum var ekki heil brú
í leik liðsins. Sá sem fyrstiur kom
með boltann I 10 metm fjar-
lægð frá körfu KR hleypti af, og
skipti einu hvort sá leikmaður
var vel dekkaður, eða einhverj-
ir aðrir í betra skotfæri. Svo
þegar þetta gekk ekki hjá þeim
fór það að fara í skapið, og ekki
bætti það úr.
KR-ingar reyndu hins vegar
að spila körfubolta, og tókst oft
mjög vel. Er ljóst að liðið er
betra nú en i upphafi mótsins
og fyrri umferðinni, en því mið-
ur er ekki hægt að dasma liðið
af viti eftir þennan leik. Til þess
var mótstaða UMFN allt of til-
viljanakennd. Auk Kolbeins
átti Hjörtur Hansson mjög góð-
an leik, og er óðum að ná sinu
gamla landsliðsformi. Bjarni
Jóhannesson átti góða kafla, en
mætti að skaðlausu fara i þrek-
æfingar. Gunnar Gunnarsson
var allsæmilegur en Kristinn og
Guttormur léku undir getu.
Þeir David og Kolbeinn skor-
uðu mest eins og fyrr segir 33
stig hvor, Hjörtur Hansson skor
aði 22 stig, Kristinn Stefánsson
15, og nafnamir Gunnar Gunn-
arsson KR og Þorvarðsson
UMFN 14 hvor.
Torfi Magnússon og bræðumir Þórir og Jóhannes voru máttar-
stólpar Valsliðsins í leiknum við ÍR.
Valur velgdi í R undir uggum
íslandsmeistararnir
unnu þó leikinn 86-78
ÍR og Valur háðu hörkubaráttu
i Islandsmótinu í fyrrakvöld.
Það var ekki að sjá lengst af að
hér ættust við efsta liðið í 1.
deild og það næst neðsta. Vals-
arar iéku mjög glæsilega á köfl-
um, og nú kom í Ijós hvað liðið
getur ef það sýnir sínar beztu
hliðar. Hefðu Valsmenn leikið
eitthvað svipað þessu í mótinu
hingað til væru þeir í baráttunni
um titilinn, en ekki í baráttunni
neðst í deildinni.
Það sem gerir e.t.v. gæfumun-
lnn fyrir Valsmenn er það að
Þórir Magnússon virðist nú bú-
inn að ná sér að fiillu eftir
meiðsli sem hann hefur átt i und
anfarið, og kraftur hans og geta
nú, virðist hafa örvandl áhrif á
aðra leikmenn liðsins. Leild lið-
ið eitthvað svipað þessu það sem
eftir er mótsins þá mega hin lið-
in biðja fyrir sér. Og það er bezt
að KR-ingar byrji, því þeir eiga
að leika við Val um næstu helgi.
Valsarar voru seinir í gang, og
ÍR komst í 10:5, og virtist flest
benda til þess að þetta yrði frem
ur auðvelit fyrir þá. Stuttu síðar
var staðan 22:11 fyrir ÍR og á
11. mán. 28:17. En þá fór Valslið-
ið fyrst almennilega i gang, og
ÍR réð ekki við neitt. Þeir voru
heldur ekki lengi að jafna, og
staðan stuttu fyrir lok fyrrí hálf
leiks var þannig að Vaismenn
voru komnir með forustu 37:34.
iR náði þó að rétta hluit sinn fyr-
ir leikhlé, og var staðan þá 45:43
íyrir ÍR. Mikið skor, enda vamir
liðanna beggja fremur slakar.
Bæði liðin léku maður á mann
vörn, en þes ber að geta að hittn
in var mjög góð.
Jafnt var framan af síðari hálf
leik, t.d. 49:49 — og 57:57, og
síðan komst Valur yfir 58:57. Þá
tóku iR-ingar leikhlé, og breyttu
um leið yfir í „sókn vöm“. Þetta
virtist koma Val úr jafnvægi, og
ÍR skoraði næstu 14 stig, enda
sóknarleikurinn vel útfærður.
Valsmenn voru þó ekki á þeim
buxunum áð gefast upp, og þeg-
ar fjórar mín. voru til leiksloka
var staðan 75:73 fyrir ÍR, og allt
virtist geta gerzt. En það eina
sean gerð st var það, að ÍR liðið
var mun sterkara á lokamín.
leiksins, og virtust Valsmenn þá
búnir með úthald, og hættir að
hitta. ÍR sigraði með 86:78.
Kristinn Jörundsson og Anton
Bjarnason voru beztu menn ÍR
í þessum leik, báðir sívinnandi
og ákveðnir lelkmenn sem gef-
ast aldrei upp. Þá átti Birgir Jak
ohsson góðan leik, og var sá eini
sem eitthv-að hafði í Valsmeinn
að gera í fráköstunum. Agnar
var ekki í stuði, og Einar Sigfús-
son hefur oftast verið betri.
Þórir átti stjömuleik fyrir Val,
en að öðru leyti var liðið mjög
jafnt, og er skipað sterkum ein-
staklingum.
Beztir þeirra fannst mér þeir
vera Jóhannes Magnússon og
Torfi Magnússon.
Kri-stinn Jörundsson skoraði
mest fyrir iR, 24 stig, og Agnar
Friðriksson 22.
Þórir var með 30 sti-g og Kári
Maríasson með 16 fyrir Val.
— gk.
Ajax og
Derby
í undanúrslitum
SlÐARI Jei'kir í fjórðiungsúrsJit-
um Evrópukeppnainna þriggja í
knattspymu voru leiknir i gær-
kvöldi og fara hér á eftir úr-
siit þeiira svo og samianlögð úr-
siit ieikjanna beggja i umferð-
inini.
Evrópukeppni meistaraJiða:
Bayem Múnehen — Ajax
2:1 (2:5)
Derby — Spartak Tmava
2:0 (2:1)
Ujpest Dozsa — Juventus
2:2 (2:2)
ReaJ Madrid — Dynamo Kiev
3:0 (3:0)
1 uindanúrslitum í Evrópiu-
keppni meistaraJiða leika því
Ajax Amsterdam, Derby Count-y,
Juventiis og Real Madrid.
Evrópuibeppni bi'karhafa:
Rapid Búikares't — Leieds
1:3 (1:8)
Hajduik Split — Hibeminan
3:0 (5:4)
Sparita Praig — Schallkie 04
3:0 (4:2)
A.C. Milian — Spartak Moskva
1:1 (2:1)
I undamúnslituim í Evrópu-
keppni bikarhafa lei-ka því Leeðs
Utd., Hajduk Split, Sparta Prag
og A.C. Milan.
UEFA-bikariimn:
Dyna-mo Dresdem — Liverpool
0:1 (0:3)
Twemte Eratschede — OFK
Beligrad 2:0 (4:3)
Vitaria Seitiubal — Tottenham
2:1 (2:2)
Bor. Mömóheragladb. — Kaiser-
lautem 7:1 (9—2)
í umdan-únsJitum í UEFA-bik-
amum leika því Liverpool,
Twente Entschede, Bomssia
Mönchenglaðbach og Tottenham.
Frjáls-
íþróttafólk
FRJÁLSÍÞRÓTTASAMBAND
íslamds og íþróttakennarafélag
íslands gangast fyrir fundi lau-g
ardag'nn 24. marz kl. 2, að Hótel
Esjiu.
Fundurinn er ætlaður iþrótta-
þjálfurum, íþróttakennurum,
íþróttaf-ólki og áhugafólki um
iþróttir.
Aðalefni fundarins er hl-aupa-
þj'álfun, eimkum miltiveg-alengd-
arhlaup.
EngHendin-gurinn Ron Ward
Framhald á bls. 20.