Morgunblaðið - 11.04.1973, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.04.1973, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRlL 1973 - Akurnesingar framhald af bls. 16. menn þekkja þaS, að gangi þorskur á miðin hverfur ýsan. Þannig var það árið 1970, sem var eitthvert allra mesta aflaár í Faxaflóa. Þá kom það i dag- blöðum Reykjavíkur, að Akra- nesbátar væru með 6,8 tonn að meðaltali í róðri, þá fengu tog- bátar af Breiðafirði gífurlegan afla hér í flóanum. Stöku bát- ar komust yfir 400 tonn á rúm- um mánuði en á sama tima var Reykjavíkurbátum haldið i verkbanni. Jafnvel bátur Jóns Árnasonar, togbáturinn Fram fiskaði óvenju vel, þá sveik Út- vegsmannafélag Akraness sam- tökin eins og svo oft áður. Það er rétt, að það komi hér fram, að Útvegsmannafélag Reykja- víkur vann að þvi að fá friðað svæði fyrir þorskanetum hér við flóann, var það svæði inn- an linu, sem hugsast dregin úr Þormóðsskeri í Hellnanes. Inn- an þessarar línu eru þekktustu hrygningarsvæði þorsksins og jafnvel síldarir.nar, svo sem Búðahraun og hörðu blettirnir norður af Þormóðsskeri. Þarna er það harður botn að trolli eða dragnót verður ekki við komið. Þessu höfnuðu Akurnesingar og sögðu, að þetta væru þeirra heimamið og því bein árás á þeirra útgerð að friða þetta þýð ingarmikla hrygningarsvæði. Svipaðar friðunarráðstafanir hafa Breiðfirðingar gert með mjög góðum árangri. Skaga- menn eiga eftir að komast að þeirri staðreynd að sement er ekki smjör og taka virkan þátt í friðunaraðgerðum eins og hér er lagt til, en vera ekki að ota mönnum saman i veiðarfæra stríð. Tími sérréttinda er liðinn og þeir fáu Skagamenn, sem enn stunda sjó verða að sætta sig við að þeir eru ekki lengur einir í heiminum. Enda munu það hafa verið þorskarnir á þurru landi sem Jón Árnason var að slægjast eftir með lokun Flóans en ekki þeir sem hafa sporðinn fram yfir hann. Opnun Faxaflóa hefði ríkis- stjórnin^átt að láta fiskveiði- laganefnd leysa í kyrrþey eftir tillögum Útvegsmannafélags Reykjavíkur frá i haust, þar sem félagið samþykkti, að bátar allt að 70 rúmlestir og skráðir eru í höfnum við Faxaflóa fengju að veiða þar hluta úr ár- inu. Síðan átti að greiða bátun- um sannanlegt aflatjón úr Við- lagasjóði þann tíma sem lokað hefur verið. Ég vil að lokum þakka Pétri Sigurðssyni alþing ismanni og öðrum flutnings- mönnum frumvarp þeirra um takmarkaða veiði með dragnót og botnvörpu í Faxaflóa. Þeir eru menn að meiri að viðurkenna að þeir voru blekktir og vilja nú bæta fyrir það ranglæti sem reykviskir bátaeigendur og sjó- menn hafa oiðið fyrir. Reykjavik, apríl 1973. — Tómlæti Frarnhald af bls. 16. allt nokkur hópur manna, sem ekki virða lög, reglur né samn- inga, og munu því brjóta lög og samninga, og fiska þar sem ekki er leyft. Við þvi er ekki hægt að sporna nema með valdi, sem þeir verða að virða. Rikisstjórnin og aðrir ráða- menn okkar verða að varasf að teygja sig of langt til samkomu- lags, í trausti þess, að þá fáist friður um það, sem samið er um. Það er óumflýjanlegt að efla mjög varðskipakostinn. Leita ætti eftir kaupum, eða leigu á hraðskreiðum heppilegum her- skipum frá vinveittum þjóðum. Hér gætu komið til Bandaríkin, Sovétríkin, Danmörk, Noregur, Svíþjóð og ef til vill fleiri. Einnig kæmi vel til greina, að ríkið tæki á leigu fullkomnustu togar- ana okkar. Yrði vitanlega mikill kostnaður við þetta, en hér er um svo alvarlegt mál að ræða, að þjóðin veiður að taka á sig verulegar fórnir í þessu sam- bandi. Kranabíll Til sölu 20 — 25 tonna kranabíll, amerískur krani með vökvastýrðum undirstillingum og lengri bómu. Sérlega góður byggingakrani. Upplýsingar í síma 34033 á kvöldin. Nýtt — Nýtt Úrval af KÁPUM og JÖKKUM tekið fram i dag. BERNHARÐ LAXDAL, Kjörgarði, Laugavegi 59, sími 14422. Útgerðarmenn Skipstjórar Flugáhugafólk Nú er rétti tíminn að panta sandblástur og zinkhúðun á báta og skip. RYÐVERK HF., Kársnesbraut 104 — Kópavogi, simar 43277 og 42398. Framhaldsstofnfundur félags flugáhugamanna verð- ur haldinn i Snorrabúð Hótel Loftleiðum fimmtudag- inn 12. apríl kl. 20.30. Fjölmennið. UNDIRBÚNINGSNEFND. 5 herb. — Bólstaðarhlíð 5 herbergja mjög rúmgóð íbúð á 4. hæð i blokk við Bólstaðarhlíð. íbúðin er 2 stofur, 3 svefnherbergi, eldhús, bað. Góðar innréttingar. Parkett og ný teppi. Sérhiti. Tvennar svalir. Bílskúrsréttur. Glæsilegt út- sýni. Heimasímar: HÍBÝLI & SKIP, 20178 — 51970. Garðastræti 38, sími: 26277. Athugið! Tökum að okkur allan almennan sandblástur og zinkhúðun. Sækjum — Sendum. RYÐVERK H.F., Kársnesbraut 104 — Kópavogi simar 43277 og 42398. Miðinn. segir sína sögu VERÐ A KG. ÞYNGD PAKKANS VORUMERKt VERÐ PAKKANS DAGSETNING VORUHEITI INNIHALDSLÝSINQ VERÐ: HRÁEFNI: Kálfakjöt Kindakjöt Svinakjöt Kartöflumjöl Krydd NÆRINGARGILDI í 100G Eggjahvítuefni 9g Fita 25g Kolvetni 5g Hitaeiningar i 10Ög ca 280 MAGN AF NÆRINGAREFNUM GEYMISTI KÆLI VIÐ 0- +4 C SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA Flestum tegundum GOÐA-vara fylgir þegar nákvæm lýsing á hráefni og næringargildi, og sífellt bætast fleiri í hópinn. Viö framleiðslu á GOÐA-vörum eru engin litarefni leyfð. GOÐA-vörur eru undir stööugu eftirliti eigin rannsóknarstofu. _ merkið tryggir gæði og geymsluþol KJÖTIDNADARSTÖD SAMBANDSINS KIRKJUSANDI SIMI 86366 Samband • Aug ly singadeild

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.