Morgunblaðið - 12.04.1973, Page 12

Morgunblaðið - 12.04.1973, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1973 Alliance Francaise Skemmtifundur verður haldinn í Hótel Sögu (Átt- hagasalnum) í kvöld og hefst kl. 8.30. Dr. EINAR ÓL. SVEINSSON prófessor les nokkur kvæði úr „Ljóðum“ sínum. CATHERINE EYJ- ÓLFSSON fer síðan með sömu kvæði í þýðingu á frönsku eftir RÉGIS BOYER. HJÁLMTÝR HJÁLMTÝSSON syngur við undir- leik ELlSABETAR KRISTJÁNSDÓTTUR. Dansað verður til kl. eitt. Aðgangur er ókeypis fyrir félagsmenn og gesti þeirra. STJÓRNIN. Útgerðarmenn — skipstjdrnr Höfum fyrirliggjandi netadreka á hagstæðu verði. VÉLSMIÐJAN MAGNI H.F., (Vestmannaeyjum) Melabraut 20, Hafnarfirði Sími 53312. KAUPMENN - VERZLUNARSTJÓRAR HARÐFISKUR Höfum aftur fyrirliggjandi nægar birgðir af okkar góðu vöru. HJALLUR H.F., simi 40170. Tilkynning um aðstöðugjald í Reykjavík. Ákveðið er að innheimta í Reykjavík aðstöðugjald á árinu 1973 samkvæmt heimild í V. kafla laga nr. 8/1972 um tekjustofna sveitarfélaga og reglugerð nr. 81/1962 um aðstöðugjald. Samkvæmt ákvörðun borgarstjórnar verður gjald- stigi sá sami og fyrir árið 1972, eða eins og hér segir: 0.130% Rekstur fiskiskipa. 0.325% Rekstur flugvéla. Matvöruverzlun í smásölu. Kaffi, sykur og kornvara til manneldis í heildsölu. Kjöt- og fiskiðnaður. Endurtrygg- ingar. 0.650% Rekstur farþega, og farmskipa. Sérleyfis- bifreiðir. Matsala. Landbúnaður. Vátrygg- ingar ót.a. Útgáfustarfsemi. Útgáfa dag- blaða er þó undanþegin aðstöðugjaldi. Verzlun ót.a. Iðnaður ót.a. 0.975% Sælgætis- og efnagerðir, öl- og gosdrykkja- gerðir, gull- og silfursmíði, hattasaumur, rakara- og hárgreiðslustofur, leirkerasmíði. Ljósmyndun, myndskurður. Verzlun með gleraugu, kvenhatta, sportvörur, hljóðfæri, snyrti- og hreinlætisvörur. Lyfjaverzlun. Kvikmyndahús. Fjölritun. 1.300% Skartgripa- og skrautmunaverzlun, tóbaks- og sælgætisverzlun, söluturnar, blóma- verzlun, umboðsverzlun, minjagripaverzlun. Listmunagerð. Barar. Billjarðstofur. Per- sónuleg þjónusta. Ennfremur hvers konar önnur gjaldskyld starfsemi ót.a. Með skírskotun til framangreindra laga og reglu- gerðar er ennfremur vakin athygli á eftirfarandi. 1. Þeir, sem ekki eru framtalsskyldir til tekju- og eignarskatts, en eru aðstöðugjaldsskyldir, þurfa að senda skattstjóra sérstakt framtal til aðstöðu- gjalds, sbr. 14. gr. reglugerðar nr. 81/1962. 2. Þeir, sem framtalsskyldir eru í Reykjavík, en hafa með höndum aðstöðugjaldsskylda starfsemi í öðrum sveitarfélögum, þurfa að senda skatt- stjóranum í Reykjavík, sundurliðun er sýni, hvað af útgjöldum þeirra er bundið þeirri starfsemi, sþr. ákvæði 8. gr. reglugerðar nr. 8/1962. 3. Þeir, sem framtalsskyldir eru utan Reykjavíkur, en hafa með höndum aðstöðugjaldsskylda starf- semi í Reykjavík, þurfa að skila til skattstjórans í því umdæmi, þar sem þeir eru heimil'sfastir, yfirliti um útgjöld sín vegna starfseminnar í Reykjavík. 4. Þeir, sem margþætta atvinnu reka, þannig að útgjöld þeirra teljast til fleiri en eins gjaldflokks, samkvæmt ofangreindri gjaldskrá, þurfa að senda fullnægjandi greinargerð um, hvað af út- gjöldunum tilheyri hverjum einstökum gjald- flokki, sbr. 7. gr. reglugerðar nr 81/1962. Framangreind gögn ber að senda til skattstjóra fyrir 25. apríl n.k., að öðrum kosti verður aðstöðu- gjaldið, svo og skipting í gjaldflokka áætlað, eða aðilum gert að greiða aðstöðugiald af öllum útgjöld- um skv. þeim gjaldflokkí. sem hæstur er. Reykjavík, 11. apríl 1973. SKATTSTJÓRINN I REYKJAVÍK. Einbýlishús á Hellu Til sölu er 136 ferm. steinsteypt einbýlishús. Húsið er allt á einni hæð 4 ára gamalt. 950 ferm. falleg, ræktuð lóð. Góð lán áhvílandi. Verður selt á sann- gjörnu verði. Tilboð óskast. Upplýsingar í sima 99-5803 eftir kl. 19 á kvöldin. ÚRIN ERU VONDUÐ ÚR -)< Höggvarin -K Vatnsþétt Sjálfvindur Bezta fermingargjöfin Kornelíus Jónsson úra- og skartgripaverzlun Skólavörðustíg - Bankastræti. merkið trygrgrir græðin HALLDÓR JÓNSSON HF., Hafnarstræti 18, sími 22170. Guð- mundína Jónsdóttir í DAG verður til moldar borin frá Fossvogskirkju frú Guð- mundína Jónsdóttir, Laugavegi 147, sem lézt á Landspítalanum 6. apríl sl. eftir 10 mánaða legu þar. Ég heimsótti Guðmundínu nokkrum smmunri á sjúkrahúsið og dáðist að hvað hún bar vei sjúkdóm sinn til siðustu stundar. Guðmundina var fædd 19. apr- íl 1889 í Þaralatursfirði i Grunmavíkurhreppi, Norður-ísa- fjarðarsýslu og var því nærri 84 ára er hún dó. Móður sína miissti hún á fyrsta eða öðru aldursári og föður sínum hafði hún aldrei neitt af að segja. Ólst hún því upp á ýmsum bæjum í hreppnum við þröngan kost og kröpp kjör, eins og aigengt var í þá daga, enda fátækt mikil í hreppnum. Nú eru æskustöðvar hennar allar í eyði og Grunna- víkurhreppur allur ásamt Jökul- fjörðum. I Grunn-aivíkurhreppi dvaldist hún til 34 ára aldurs, flyzt þá í Vatnsfjörð til“ séra Páls Ólafssonar og dvelur þar sem kaupakona. Þar kynntist hún eftirlifandi eigmmanni sin- um, Sigurði Halldórssyni, og giftist honum 30. des. 1929. Þegar Guðmundina kom i Vatnsfjörð þá var hún svó fá- tæk að hún átti varla föt til að klæðast i, því kaup var ekkert greitt á æskustöðvum hennar i þá daga. Sigurður keypti svo litla jörð í Mjóafirði er hét Galtahryggur, húsalaus að mestu. Varð því Sigurður að byggj-a upp öii peningshús og endurbæta baðstofu svo hægt væri að reka þama bú, sem not hæft væri til að lifa af. Þama bjuggu þau í 15 ár, en fluttust svo til Reykjavíkur 1952. Nú fyrir nokkrum árum keyptu þau sér íbúð á Lauga- vegi 147, mjög góða fyrir þau tvö og voru búin að koma sér upp fallegu heimili. Guðmundína var mikil starfs- kona, vann sér inn peninga við búðarþvott þar til hún var um áttrætt, og Sigurður maður henn ar vann hjá Reykjavíkurborg svo afkoma þeirra var góð síð- ustu árin. Sambúð þeirra Guð- mundínu og Sigurðar var afar góð. Þau 'tóku sér oft göngutúra þá gott var veður, notuðu aldrei strætisvagna, enda bæði létt til Framh. á bls. 21 Imruiilegafr þa-kkir færi ég þeim mörgu nær og fjær, sem glöddu mliig á 75 ára afmæM mimu hiinn 16. marz si. með heimsóknum, gjöfum og heiflilaskeytum. Guð blessi ykkur öll Anna Sigmundsdóttir, Hvanneyrarbraut 17, Siglufirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.