Morgunblaðið - 15.04.1973, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.04.1973, Blaðsíða 2
MORGÚNBLAÐTÐ, SUNNÚDAGUR 15. APRÍL Í973 Ásgeir Magnússon, frkvstj. Sa mvinnutrygginga, afhendir Pétri Sveinbjamarsyni, framkvæmdastjóra Umferðarráðs, silfurbílinn. Pétur Sveinbjarnar- son hlaut silf urbílinn F.IÓRÐI fulltrúafundur klúbb- anna Öruggur akstur var hald- inn dagaha 5. og 6. apríl sl. — Á fundinum fór fram afhending silfurbíls Samvinnutrygginga, sem er viðurkenning fyrirtækis- ins fyrir framlag til aukins um- ferðaröryggis, og að þessu sinni hlaut framkvæmdastjóri l.'m- ferðarráðs, Pétur Sveinbjarnar- son, silfurbilinn. Valur Fannar, gullsmiður, smiðaði gripinn Á fulltrúafundinum voru flutt mörg erindi*um umferðarmál og margar tillögur og ályktanir um umferðaröryggismál voru sam- þykktar. 1 stjórn Landssam- bands klúbbanna Öruggur akst- ur voru kosnir: Stefán Jason- arson, formaður, Hörður Valdi- marsson, varaformaður, Krist- mundur J. Sigurðsson, ritari og Ingjaldur Isaksson og Hafsteinn Jónsson meðstjórnendur. Erindi um Vilhjálm Finsen og Konrad Maurer 150 ár liðin frá fæðingu þeirra ÞRIÐJUDAGINN 17. apríl nk. verðnr þess minnzt, að 150 ár eru Hðin frá fæðingu Vilhjálms Fin- sens or Konrads Maurers. Sig- urður Líndal prófesor mun flytja erindi um þá otc fræðastörf þeirra. Erindi Sigurðar Líndals pró- fesaors verður í Lögbergi, stofu 102v 'og' hefst kl. 11 árdegis þriðju dagswtn 17. apríl. Af þessu tiléfni verður elnnig komiið upp sýnimgu á nokkrum ritverka Vilhjálms Finsens og Konrads Maurers. Ritverkim muniu liggja framimá til sýnis í bókasafni lagadeildar í Lögbergi. Vilhjálmur Finsen hæstaréttar- dómari fæddist 1. apríl 1823 og lézt 23. júm 1892. Konrad Maurer prófessor fæddist 29. apríl 1823 og lézt 16. september 1902. (Fréttatilfkynninig frá Orator.) Húsavík: Landsbankahús Húsavík, 12. apríl. f DAG flutti útibú Landsbanka íslarids á Húsavík í hús, sern bankiinn hefur látið reisa við Garðarsbraut 19. Útibúiið hefur verið í sama húsnæði og Spari- sjóður Húsavíkur hafði áður, en bankinn yfirtók sparisjóðinin fyr- ir 10 'árum. Það muai ekki al- gengt að svo umfangsmákiill rekstur hafi farið fram í jafn Mtlu húsnæði, sem bankinn hafði eða á 50 fm gólffleti, þar sem 8 manns vinna. Teifcningar að hinu aiýja húsi gerði Teiknistofan Sf., Árnrúla 6, arkitekt var Jósef S. Reynis. Verkfræðistofan Hönnun sá um allar verkiegar hlilðar bygginigarinnar. Raflögn teiknaði Sígurður Halldórsson. Verktaki byggin'garkinar var Tréamiðjan Fjalar hf., byggiingarstjóri Helgi Vigfússon og þykir það vel unn- ið verk. Múrverk sá Jón Bern- harðsson um, pípulögn Steingrím uir Árnason, raflögn Raftækja- vinnustofa Gríms og Árna, mál- arar Hafliiði Jónsson og Harald- ur Björnsaon. Bankabygginguna prýðir iistaverk, steimdur gler- veggur, sem aðsfcilur biðstofu og afgreiðslusal, gerður af Leifi Breiðfjörð og m<un það vera eitt fyrsta lfetaverk hans í opinberri byggitngu og er að því gerður góður rómur. Viðstaddir opnun- ina voru bankastjórarnic Helgi Berg9 og Sigurbjörn Sigtryggs- son. — Fréttaritari. „Furðuverkið" á ferðalagi BARNALEIKRIT Þjóðieikhúss- ins, Furðuverkið, verður sýnit á sex stöðum ura pásikana, í Loga- landi á sikírdag og i Borgarnesi sama kvöld, laugardag fyrir páska á HeMissaindi og í Ólafs- vik og ainnan páskadag í Gruind arfirði og í Stykkishólmi. Það verður sýrrt á Hvoísvelli í dag, 15. aprrl. Kom þebta fram á blaðamanTiafuindi hjá þjóðleik hússtjóra í gær og sögðu hann og teiks.tjórkwi, Kristín Magnús GuSbjartedóttir, að það væri al- ger nýlunda að senda barnaleik- rit, sem ekki hefði verið sýnt í Þjóðleikhúsmu áður, út á lamd. Hefði þetta þó gefdð mjög góða raun og ails staðar verið vel tekið. Væri það engu síður fyr- ir fuMorðna en bönn, Leikendur eru: KrLstm Magn- ús Guðbjartsdóttir, Herdís Þor- valdsdóttir, Halla Guðmunds- dóttir, Sigurður Örn Arngríms- son og Árni Elfar. Mbl. seldi málverk M.IÖG góð aðsókn hefur ver- ið að málverkaisýningu Jak- obs Haf stein í Hogasalnum og á fyrsta degi sýningarinnar seldust strax 16 myndir. Jak- ob seldi í fyrradag mynd með mjög sérstæðum hætti eða raunar var það Morgunblað- ið, seni gerði það. Hringt var í Jakob norðan frá Akureyri þennan dag og vildi sá er hringdi ólmur kaupa mynd, sem ljósmynd hafði birzt af í Morgunblað- iii'U þann hinn sama dag. Þessi maður keypti myndina án þess að vita nokkuð um li'ti hennar, því að að sjálf- sögðu koma þeir ekki fram í blaðinu. Segja má að hér hafi verið um einstæð kaup að ræða. Sýningu Jakobs lýkur 1 kvöld. Tónleikar Ashkenazy VLADIMIR Ashkenazy heldur tónleika í Háskólabíói annað kvöld, mánudag:, til ágóða fyrir Vestmannaeyjasöfnunina. Tón- leikarnir hef jast kl. 9 e.h. Þetta eru aðrir tónleikarnir, sem Ashkenazy heldur t.iíl ágóða fyriir sama máiefni. Fyrri tón- leiikarnir voru á Akureyri í gær- dag. Milljóna- g}OÍ STJÓRN Norræna samvinnusam bandsins (NAF) samþykkti á fundi sínum hinn 30. marz s.l. að gefa 500 þús. d. kr. til ráð- stöfunar vegna hamfaranna í Vestmannaeyjum. Nemur þessi upphæð um 7,8 millj. ísl. kr. 8. maí í BLAÐINU í gær, laugardag, var frá því sagt, að dregið yrði í happdrætti Geðverndarfélags- ins 1. júní. Þetta leiðréttist hér með. -— Dregið verður 8. maí n.k. Tónleikar Kammermúsík- klúbbsins ÞRIÐJU tónleikar Kammermús- ikklúbbsins á vetrinum verða í Norræna húsinu miðvikudaginn 18. april kl. 21. Blásarkvintett Sinfóniuhljómsveitar Islands leikur kvintetta eftir Jón Ásgeirs son, Mozart og Danzi, og Sextu- or efitir Poulenc. Biásarakvint- ettinn er skipaður þeim Jóni H. Sigurbjörnssyni, Kristjáni Þ. Stephensen, Gunnari Egilson, Stefáni Þ. Stephensen og Hans P. Franzsyni. Halldór Haralds- son leikur með á píanó. 14. bókauppboð Knúts Br uun á Sögu á morguh 14. BÓKAUPPBOD Knúts Bruun verður í Átthagasal Hótel Sögu á morgun, mániidag, kl. 17. Meðat þeirra bóka og ritverka, sem boðin verða upp, eru: Stutt landaskipunarfræði handa ólærð um, eftir Ludvig Stoud Platou, prenituð i Viöeyjarklaiusto 1843; Fyrirsagnar Tiflraun um Litun- ar-gjörð á Islandi,. eftir Ólaf ol'aviuis, prentuð i Kaupmanina- höfn 1786; rit Eggerts Qíafsson- ar, (Stutt ágrip ur) Lachanolo- gia eða Mat-urta-Bok, premtuð í Kaupmannahöf.n 1774. Safn til sogu Islainds og í^lenzkra bók- mennta, I—VI b'ndi, sem Bryn- le'fur Tobíasison skrásetti, gefið út í Kaupmannahöfn og Reykjia- vík 1856—1939; Hver er maður- inn, I—II, premtað í Reykjavik 1944, með kápum; Islenzk ijóða- bók, I—II deifld, eftir Jón Þor- lákisson, prest á Bægisá, prenit- uð í Kaupmannahöfn 1842—'43. Þá verða seldar á uppboðiiniu allmargair af bókuim Halldórs Laxnesss i frumútgáfu og er mja. bundið saman i eina bók Islands- klukkan, H;ð ljósa man og E)d- ur i Kaupimthaifn, en á Kjöi þeirr- »r bókar er gyllt: TJsita undrin eru bu.ndin saman Hailldór Kiljan kempamn svinin: Kliukkan Manið-Eldurinn. Dagur hestsins; í Gustfélagar ríða um götur Kópavogs HESTAMANNAFÉLAGIÐ Gust- ur í Kópavogi minnist „Dags hestsins" sunnudaginn 15. apríl með því að farið verður frá svæði félagsins Glaðheimum kl. 14.00 og riðið um götur kaup- staðarins og siðan staðnæmzt í malargryfjunum vestan Glað- heima. Börnum og konum verð- ur boðið á bak hestum, Glað- heimar sýndir svo og hirðing hesta. Að þeirri dagskrá tæmdri er opið hús og þar bornar fram veitingar, svo fólk þurfi ekki að tefjast við matseld heima. Á Kjóavöllum eru kappreiðar háðar. Verður þar firmakeppn- in 5. mai n.k. og er þegar haf- in sala auglýsinga, en hvert fyr- irtæki fær tvo miða á árshátið Gusts. Þá verða kappreiðar á Kjóavöllum 20. mai. Keppt er i mörgum greinum, m.a. fer fram viðavartgshlaiip, sem GtisV; ur hefur endurvakið. Á aðalfundi Gusts 22. marz gengu úr stjórn Hreinn Árha- son og Magnús Hjaltested, sem hvorugur gaf kost á sér. 1 stjóm eru Björn Sigurðsson, formaður, Vala Dóra Magnúsdóttir, ritati, Ólafur G. Jónsson gjaldkeri, Karl Benediktsson, varaformað- ur, Svanur Halldórsson, spjald- skrárritari og varastjórn Guð- leif Jörundsdóttir og Páll Val- mundsson. Fjölbreyttar Gullfossferðir GUL,SLFOSS fer till Isaljarðar um páskana eins og venja hef- ur verið undanfarin ár. Farþeg- arnir búa að venju um borð i skipinu, en eins og kunnugt er eru skiðabrekkurnar á fsafirði mjög góðar og þar eni tvær mjðg fullkomnar skíðalyftur. Lyturnar ná upp i liðlega 600 m hœð, en vegalengdin er á þriðja km. Þá er sérstök skíða- brekka fyrir byrjendur og þar er traktorslyfta með taug. Isfirðingar hafa unnið mark- visst að endurbótuím á aðstöðu í skíðahrekkunuim síðustu ár og t. d. mfi nefna stórbættain veg upp að skíðalandimi og ýmsa aðra þjónustu við Gullfossfar- þega oí? aðra gesti á pásikavik- uinini. Tveir hópferðabiliar mun flytja farþega GuMtfoss endur- gjalds'aiust frá skipi og í sikíða- laindið og til baika og verða þessar ferðir stanzliaiust á hverj- um degi. Um borð i Gullfossi verða kvöldvökur, söngur og bingó með rmeiru. Þá má getia þess að Vefstofa Guðrúnar Vigfús- dóttur muin halda tízlkusýningu ura borð í fuHfossi fyrir farþeg- aina. GuiHfoss miun koma til Reykja víkur kl. 8 á þriðjudagsmoirgun eftir pásika, en síðdegis leggur það af stað aft'ur i fyrstu utan- landsferðin'a á þessu ári, sem er gkemmtiferð til Cork á írlandi, San Sebastian á Spáni, Jersey, sem er eyja norður af Frakik- laindi og til Gla9gow. Guilifoss hefur aldrei áður komið í' neinia af fra'mangreindiuim höfnuim. — Þessi ferð mun stainda yfir í 17 daga og er leíigsta viðdvölin í San Sebastian, 4 dagar. í öðr- um viðkom'uhöfnum dvelur það ýmist einn eða tvo daga. Nokk- ur farþegapláss munju vera laus í þessa feirð, en á þeissuim tima er komið sumar á suð'.æga/ri slóðum. i . Að lokinni fyrstu vorferðionii fer GuiHfoss í aðra ferð. Mun skipið þá fara frá Reykjavík 11. maí til Þórshafnar, Kaupmaai'na- hafnar, Hamborgar, Amsterdam og Leith og þriðja vorferðiji verður farin frá Reykjavík 29. rniaí til Isaifjarðar þar sem 80 manna hópur Suniniuikórsins kiem ur um borð, og síðan verður haldið til Noregs og komið við á 4 stöðuim, þar sem Sunniuikö]> inin mun balda tónteiika. Og á heiml'eiðiinni m>un verða komið við í Þórshöfn í Færeyjuim. Þegar þessum þremiur vor- ferðum er lokið mun sfcipið hefjia áætliunarferðir milli Rvík- ur, Leith og Kaupmainniahafnar eins og undanifarin ár og miun sikipið sigla á 10 til 11 daga fresti i stað 14 áður. Fram- reiðslu- menn í Danmörku gefa til Eyja FÉLAG framreiðslumanna í Dan mörku hefur sent hinu islenzka systurfélagl sinu fjárhæð, sem nemur 10 þúsund dönskum krón um eða jafnvirði 155.355 króna íslenzkra með þeirri ósk að pen- ingunum verði varið til hjálp- arstarfs vegma náttúruhamfar- anna á Heimaey. Félag fram- reiðslumanna hefur lagt pening- ana inn á reikning Hjálparstofn- unar kirkjunnar við Útvegs- banka Islands, að því er segir 1 fréttatilkynningu frá félaginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.