Morgunblaðið - 15.04.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.04.1973, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. APRÍL 1973 17 Lárus Jónsson alþm.: Stórfelldur viðskiptahalli og erlendar lántökur FRAMKVÆMDA- og fjáröfluinar- áætluin rikLssitjórnaonmar er nú til umræðu á Aliþiingi. Þiinigmenn neðri deildar fengu i hendur skýrsiu fjár- máilaráðherra, seim fylgja ber frum- varpimu, 1 tii 2 dögurn áður en það vair aifgreitit af sitjónnarliOiniu úr deildinmii. Þessi siðbúna skýrsla, þótt sturtit sé, hefur að geyma fróðleik, sem á eriindi tii ajþióðar. STÖBFELLDUB VIBSKIPTAHALLI í skýrsiu f jármádaráðiherra kemur i ljós, að viðskiptahalli við útiönd nemur nálægt 2500 miUjónum króna árin 1971 og 1972, þegar dregin eru frá innflutt skip og flugvélar. Tii við- miiðunair var hann hagstæður um 1550 miUjónir króna 1970, eí tekið er á sarnia háitt tillliit tdl skipa og fiug- véia. Þessar tölur aíhjúpa afligerlega þá marg ítrekuðu fudiyrðdngu Lúð- viks Jósepssonar og fleiri ráðherra, að viðsfciptahaliinm undainifarin ár srtaifi af iminfliuitmingi skipa og flng- véla, bamm er 2500 miiljómiir króna uimfraim innifiutjt skip og flugvéiar áriin 1971 og 1972. Við höfum með öðrum orðum slegið framfærsluvíxla erlendiis á þessum vaidatima núver- andi rikiisistjórnar, þ.e.a.s. í raun hag- að okkur eins og eimistakliiinguir, sem drýgir kaupið siitt með þvi að sdá mánaðarlega vixil í banka till eyðslu. Auðviftað getum viið hækkað „kaup- mátt lauma" með þessu ráðsiagi í biii, en hvað verður, þegar kemur að skuldadögumum og þarf. að borga víxlana? Amnars er það svo, að fuil- yrðingar stjórnarsinna uim að kaup- máttur launa hafi aldrei hækkað meiira en á árimu 1972 eru airamgar, bæði vegna þess, að sá „kaupmátitur la'una" er falskur sem þeir miioa vi'ð áriö 1972 og svo hiitt, að kaupmátst- ur raumveruilegra lauma hækkaði meira árið 1970 heldur en föisku töl- urm&r fyrir 1972. „GÍFUBLEGAB EBLENDAB LÁNTÖKUK" FramkvæmdaáætJlunin bólgnar í höndum rikisstjórnarinmar engu að siður en fjárlögin. 1 skýrsliu „fjár- máiaráðherra standuir orðrétt um þetta: „Svo sem vænita má, ledðir hin miikla aulaiing áætkinarimmar fyrst og fremst til aukinnar lántöku erlendis, þótt ekki liggi enn að fuiiu fyrir hvernig sumar heimildamma verða notaðar." Hér er uim að ræða ekki síðri ófögnuð en uppiýsinigarnar um viöskiptaihailianin, þegar þetta er lesið í samhenigi viið aðra skýrslu, sem ríikisstjórniin hefur gefið úit og „valikostanefmdiin" saimdi í nóvember sl. Þar stendur orðrétt: „Lantökur fslendinga erlendis hafa verið gif'ur leg-a miklar á árumun 1971 og 1972, og hafa heildarskuldir við útlönd aukizt á þessum tveimur árum um nærri 6000 milljónir króna eða um 53%." Síiðan segir uim iántökur á ár- imu 1973: „Þegar tekið er tiliit til ammarra erlendra lána, sem tekiin- verða á árinu 1973, þar á meðad vegna togarakaupa, er ekki rúm nema fyrir 700 milljón króna lán- töku til að mæta uimræddri f járvönt- un vegna opinberra framjkvæmda og fjárfestiinigaiánasjóða, ef skulda- aukninigin á ekki að fara út fyrir him settu mörk." Markið var, að skuida- aukmingin færi ekki yfir 70% á ár- umum 1971 til og með 1973. í frv. að framkvæmda- og fjáröflumaráætl- uninmd er á hinm bóginn gert ráð fyr- ir nálægt 1350 milljón króna heim- ildiun til erlendrar lántöku i stað 700 milljóna króna, sem sérfræðinig- arnir töldu algert hámark, ef ekki ætti að stefna út í ófæru á þessu mikiilvæga sviði. Því er sýnt, að er- lendar iánitökur, m.a. vegna eyðslu, hækka aiit að 80% á eimungds þrem- ur árum og greiiðslubyrðin fer að náiigasit 15% af útflutniingi okkar á vörum og þjómusitu. Ur skýrslu f jármálaráðherra (miUj. kr.) Viiðskiptajöfniuður Inmifluitningur skipa og fiugvéla Lárus Jónsson DÆMIGEBÐ FJÁBMÁLASNILLI Það er mál út af fyrir sig, hvemig rikiisstjórnim nær samam endum i fraimkvæmdaáætlum sinni fyrir 1973. Ekki er nóg að gert sé ráð fyrir mikiu hærri erlendum lánitökum tffl fjárfestimigaiámasjóða en nokkru sinnd fyrr, né heidur að spariskártedini eigi aið seljast fyrir hærri fjárhæðir em nokkur vom er til, heMur er Seðiabainkamum ætlað að prenita 160 miiljónir króna í nýjum seðílum tid að ná endumi saman! Þetta er dæmigert fyrir tök rikisstjórnarinmar á efma- hagsrnáluim og ekki vom að vel fari, þegar þannig er á málum hadtíi'ð. 1970 + 651 900 1971 -f-3860 2252 1972 -4-2000 1120 Jöfnuður án skipa og flugvéla + 1551 -í-1608 zt í islenzka flotann, Bjarnarey VE i Akureyri. Skipið er 150 lestir að iriniiar i Beykjavík h.f. Skipstjóri er Sgnvaldsson. efst dlg- rrir- erk- að úlla t á eins að ínu- vilj- þið Og 5g í við - er að íkið iórn sem og agi, :erf- slit- rrir- þess órn- ifort eða héð- ista sam ein- rík- and- að ;ri í síð- ustu samningar um fiskverðið skýrt dæmi." Mælirinn fullur Þetta sýnishorn af hugleiðing- um Jónasar Haralz ætti að nægja til að vekja forvitni á Eimreiðarviðtalinu í heild, enda er það öllum mönnum holl lesn- ing, ekki slzt þeim lýðræðissinn- um, sem s.l. tæp tvö ár hafa starfað með kommúnistum að því að efla miðstjórnarvald, en þrengja hag einstaklinga, stofn- ana, fyrirtækja og sveitarfélaga og verið svo stórvirkir, að á tveim árum hefur hlutdeild rik- isins í heildaraflafé landsmanna, þjóðartekjunum verið aukin úr 20% i 30%, eins og Geir Hall- grimsson, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins, vék að í útvarps umræðunum s.l. fimmtudags- kvöld. Raunar er ekki að furða, þótt kommúnistar séu ánægðir með þessa ríkisstjórn og gangi lang lengst í vörn og sókn fyr- ir hana, og telji flest til heilla horfa, sem hún hefur aðhafzt. Við íslendingar erum nú á hraðferð þráðbeint út í of- stjórnarfenið, og sem betur fer gera fleiri og fleiri sér grein fyrir þessu. Borgararnir þola ekki lengur ofríki miðstjórnar- valdsins, hvorki hér á landi né í öðrum þeim ríkjum, sem vel- ferðarríki eru nefnd. Þess sjást nú hvarvetna merki, að hinn al- menni borgari er að gera upp- reisn gegn þvi fargi, sem rikis- valdið er orðið. 1 Danmörku og Noregi brjótast þessi átök út í stofnun nýrra flokka, sem hafa á stefnuskrá sinni stórlækkun skatta, en í Bretlandi hef- ur þetta tekið á sig kát- legt form. Tíunda febrúar s.l. flutti Har- old Wilson, leiðtogi brezkra jafnaðarmanna, mikla stefnu- ræðu, þar sem hann réðst af hörku gegn miðstjórnarvaldi rík isins, sem flokkur hans hafði raunar áður átt hvað drýgstan þátt í að byggja upp. Hann taldi, að brýnasta verkefnið í brezk- um stjórnmálum væri að dreifa þessu yaldi, auka frjálsræði og umsvif héraða og sveitarstjórna með margvislegum hætti og fá fólkinu meiri völd til áhrifa á framgang eigin málefna en hugsanlegt væri í þjóðfélagi mik ils miðstjórnarvalds. Öðru vísi mér áður brá, hef- ur sjálfsagt einhverjum dottið í hug. En foringjar brezkra jafn- aðarmanna eru sýnilega sniðug- ir stjórnmálamenn, þeir sjá hvar skórinn kreppir, og skilja, að brezkur almenningur er í upp- reisnarhug gegn miðstjórnar- valdinu. Þess vegna venda þeir sínu kvæði í kross og saka nú íhaldsmenn um, að þeir beri ábyrgð á óheillaþróuninni. Skerum upp herör Frá fyrstu tíð hefur það ver- ið stefna Sjálfstæðisflokksins, að umsvif ríkisvaldsins bæri að takmarka og borgurunum og sam tökum þeirra ætti að eftirláta þau verksvið, sem þeir gætu sinnt. Jafnframt hefur ver- ið lögð áherzla á sjálfstjórn sveitarfélaga og sjálfstæði stofn ana og fyrirtækja. Það má því kannski segja, að ekki sé um neina stefnubreyt- ingu af hálfu Sjálfstæðisflokks ins að ræða, þegar hann nú sker upp herör gegn því ofurvaldi ríkisins, sem borgararnir eru staðákveðnir í að brjóta á bak aftur. — Og þó. Sannleikurinn er sá, að svo gífurlega hefur verið þrengt að frjálsræði þegn- anna með skattpíningu, nefnda- fargani og fjármagnstilflutning- um, að miklu róttækari aðgerða er nú þörf en nokkru sinni áð- ur. Það er þess vegna sem sjálf- stæðismenn vinna nú kappsam- lega að því að marka i einstök- um atriðum þá heildarstefnu að hverfa af braut ofstjórnarvalds og skattpiningar og til meira sjálfræðis þegnanna, héraðanna og fyrirtækja. Á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins í byrjun maí mun án efa verða gerð samþykkt um þá heildarstefnu, sem fylgja beri í þessu meginmáli, og síðan mun hún nánar túlkuð í undirbún- ingi þeirra þingkosninga, sem væntanlega eru á næsta leiti, og loks framkvæmd, er Sjáifstæð- isflokkurinn fær á ný tækifæri til að ráða mestu um framvindu þjóðmálanna. Eftrr þessari stefnumörkun bíður fólkið, og þá stefnu mun það bera fram til sigurs. Lögfræðingur eða framsóknar- maður Mönnum er það enn í fersku minni, er Ólafur Jóhannesson lýsti því fjálglega, að smáþjóð yrði ætíð að halda þannig á mál um, að hún væri reiðubúin að leggja þau undir dóm alþjóða- dómstóls. Þar talaði lögfræði- prófessorinn Ólafur Jóhannes- son, en síðan kom pólitíkusinn upp í honum og hann hélt fram þveröfugri skoðun. Lærisveinn- inn, lögfræðingurinn Jón Skaftason, virðist ætla að feta i fótspor meistarans. Eftir honum hefur Tíminn eftirfarandi um af stöðuna tii Haagdómstólsins: „Alveg sýnist mér ósannað, að það að senda málflytjanda til Haag þurfti að leiða til lengri frests á dómsuppkvaðningu en hin aðferðin að senda engan mál flytjanda." Og síðar: „Þá er því haldið fram, að við munum vinna efnisdóm í málinu. Engin fullmægjandi rök fylgja þessari fullyrðingu, og mér finnst a.m.k. lítið samræmi vera í því að halda þessu fram og jafnframt því, að einn aðalávinn ingur okkar við að mæta fyrir Haag felist í þvi að fá sem lengst an frest. Hví skyldu þeir, sem trúa á efnisdóm okkur hagstæð- an í málinu, vilja fresta honum?" Haagdómstóilinn hefur ákveð ið, að Bretar eigi að skila skrif- legum málflutningi í ágúst- mánuði n.k., en við í janúar 1974. Ef við tilkynnum, að við ætlum hvorki að sinna skrifleg- um né munnlegum málflutningi, verður málið tekið til dóms strax í ágúst. Samt segir þessi lög- fræðingur, að það sé „ósannað", að lengri frestir fáist með þvi, að við tökum þátt í málflutn- ingi. En svo þykist Jón Skafta- son vera sniðugur. Hann spyr: Hvers vegna að fresta efnisdómi, ef við getum unnið málið? Auðvitað er Jón ekki svo skyni skroppinn, að hann viti ekki mætavel, að þróunin vinn- ur með okkur, og þess vegna fer það saman að æskja frests og treysta á sigur. En hann er meiri framsóknarmaður en lög- fræðingur, þegar út í stjórnmál- in er komið. Stóra hættan er einmitt sú, að Alþjóðadómstóllinn telji sig knú inn til að kveða upp dóm, áður en hafréttarráðstefnan er hald- in, vegna þess að ekki er óskað neinna fresta. Að visU standa til þess miklar vonir, að við vinn- um málið, án þess að úrslit ráð- stefnunnar liggi fyrir, einkum ef við sækjum það af þrótti. En hins vegar er eima áhættan sú, sem ríkisstjórnin virðist stað- ákveðin í að taka af þrákelkni, að halda þannig á málinu, að dómur verði upp kveðinn fyrir hafréttarráðstefnu og það án þess að okkar málstaðar sé gætt. Þetta veit Jón Skaftason jafmt og allir aðrir, en engu að síður telur hann sér, eftir því sem Tím inn upplýsir, sæma að vera með stráksskap á borð við þann, sem að framan getur að líta. Leikurinn að lækkun — og síðan hækkun Eins og kunnugt er lækkaði ríkisstjórnin landbúnaðarafurðir í janúarmánuði með því að auka niðurgreiðslur. Þetta var gert, vegna þess að Hagstoían miðar úfreikninga vísitölu hinn 1. marz við verðiag 1. febrúar, og nú átti að „falsa" vísitöluna. Siðan kemur visitalan 1. marz og um leið dregur ríkisstjórnin á ný úr niðurgreiðslum, sem verð ur til þess, að landbúnaðajrvör- ur hækka gífurlega. Spurningin er nú sú, hvort sami leik- ur verði leikinn á ný, að niður- greiðslur verði auknar um næstu mánaðamót, þannig að áhrif hafi á vísitöluna 1. júní og síðan lækkaðar strax og fram í maímánuð er komið. Reynt hefur verið að halda því fram, að mótmæli húsmæðra byggðust á andstöðu við hags- muni bænda. Sannleikurinn er auðvitað sá, að þau byggjast á andstöðu við verðbólgustefnu ríkisstjórnarinnar og þær aðferð ir, sem hún notar til þess að „falsa vísitölu". Með þeim að- gerðum hefur verið vegið jafnt að hagsmunum neytenda sem bænda, og þess vegna eiga þeir nú sem fyrr samleið, en hafa ekki andstæðra sjónarmiða að gæta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.