Morgunblaðið - 15.04.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.04.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. APRlL 1973 3B$¥ptt!foIaM& Otgefandi Framkvaemdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjórl Auglýsingastióri Ritstjóri og afgreiðsla Auglýsingar Asknftargjald 300,00 kr. I lausasðlu 1 hf. Arvakur, Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Arni Garðar Kristinsson. Aðalstraeti 6, slmi 10-100. Aðalstræti 6, slmi 22-4-80. á mánuði innanlands. 8,00 kr. eintakið. j útvarpsumræðunum sl. ¦ fimmtudagskvöld bar það á góma, hvort íslendingar ættu að senda málflytjanda til að gæta réttar síns í Haag, og var það að vonum. Einar Ágústsson, utanríkisráðherra, hélt hyggilega á málum. Hann lokaði engum dyrum, enda hvílir mikil ábyrgð á hans herðum. Sannleikurinn , er sá, að í landhelgismálinu er aðeins ein veruleg hætta, þ.e.a.s. sú, að Alþjóðadóm- stóllinn telji sig knúinn til að kveða upp efnisdóm, áður en Haf; ^rcarráðstefnan verður haldin og treysti sér ekki til að taka okkar sjónarmið til greina að öllu leyti, þar sem það er ekki í hans verkahring heldur Hafréttarráðstefnunn- ar að skapa alþjóðareglur eða alþjóðalög. Að sjálfsögðu er eðlilegt, að dómsuppsaga frestist fram yfir Hafréttarráðstefnuna, og við íslendingar höfum það í hendi okkar að sjá til að svo verði. En nánar er um það fjallað í Reykjavíkurbréfi í dag. lengst gekk Svava Jakobs- dóttir, alþingismaður, (þeir passa upp á titlana sína ný- liðarnir í röðum kommún- ista) í útvarpsumræðunum sl. fimmtudag. Meginefni ræðu hennar var að túlka sjónar- mið Breta og undirstrika, hve réttur þeirra væri mikill. Hún tönglaðist á sjónarmið- um „brezka dómarans" hjá Alþjóðadómnum. Það var eins og hann væri sá eini, sem eitthvað hefði að segja af viti. Þar að auki gerði hún sér lítið fyrir að snúa út úr orðum Bjarna Benediktsson- ar á Alþingi til að benda Bretum á, að þau gætu þjón- að þeirra málstað, en væru íslendingum óhagstæð. Þessi óheilla þingmaður segir orðrétt: „Bretar báðu um tryggingu af íslenzku fiskimiðunum einn einasta dag — fyrr en þá dómur félii þeim í óhag." íslenzkir ráðamenn hafa frá fyrstu tíð haldið því fram, að Bretum bæri skilyrðis- laust að vera utan við nýja fiskveiðilögsögu, meðan Al- þjóðadómur fjallaði um mál- ið, en nú taka kommúnistar sér fyrir hendur að tilkynna Bretum, að þeim beri allur réttur til að veiða innan land- helginnar. Svo mikil er póli- tísk heift þessa fólks, að það vílar ekki fyrir sér að fórna íslenzkum hagsmunum til þess að reyna að slá sig til riddara. Einn dómaranna hjá Al- þjóðadómnum, Padilla Nervo, hefur efnislega fjallað um landhelgisdeiluna og komizt að þeirri niðurstöðu, að með MALFLYTJENDUR BRETA Hér er hins vegar hug- myndin að benda á, að þótt Islendingar eigi engan mál^ svara í Haag, þá eiga Bretar marga málsvara á Islandi. Stuðningsmenn ríkisstjórnar- innar nota hvert tækifæri sem gefst til þess að halda fram málstað Breta og einna fyrir því, að útfærslan næði ekki til þeirra, meðan dómur- inm fjallaði um málið og 6 mánaða tilkynningarskyldan var boðin fram af hálfu Við- reisnarstjórnarinnar til þess að veita Bretum þessa trygg- ingu — tryggingu fyrir því, að þeir þyrftu ekki að hverfa orðsendingaskiptunium 1961 hafi Bretar beinlínis lýst yfir því, að þeir viðurkenndu rétt íslands til yfirráða yfir land- grunninu öllu. Þetta innlegg í landhelgismálinu er hið mikilvægasta, sem íslending- um hefur hlotnazt. Engu að síður forðast ráðamenn þjóð- arinnar, svokallaðir stjórnar- þingmenn, eins og heitan eldinn að nota þessi rök til framdráttar okkar málstao. Að vísu hefur Einar Ágústs- son, utanríkisráðherra, eimi sinni á þau drepið, en hvergi hefur á alþjóða vettvangi verið á þau bent, því síður að hamrað væri á þeim. Svo lítilsigld er ríkisstjórn lands- ins og stuðningsmenn henn- ar, að þeir beita ekki þeim rökum, sem líklegust eru til að vinna málstað okkar fylgi, ef þau falla ekki inn í hina bjálfalegu framkvæmd land- helgismálsins. Annars var það kannski ánægjulegast við útvarpsum- ræðurnar sl. fimmtudag, að þar kom í ljós, að kommún- istar eiga engum hæfum manni á að skipa í röðum sinna yngri þingmanna. Fyr- irfram var vitað, að Ragnar Arnalds var valinn formaður Kommúnistaflokksins, vegna þess að þeir Magnús Kjart- arasson og Lúðvík Jósepsson deildu um tignina, og þess vegna varð að taka einhvern áhrifalausan maran og nægi- lega hæfileikalítinn. Og nú kom í ljós, að aðrir yngri þingmenn þeirra eru jafn gjörsneyddir forustuhæfileik- um, enda var engu líkara era að þetta fólk væri gjörsam- lega slitið úr tengslum við nútímaþjóðlíf og talaði eins og úr dauðs manns gröf. Reykjavíkurbréf Laugardagur 14. apríl Eimreiðin Hið gamla, merka tímarit, Eim- reiðin, er nú komið út á ný eft- ir nokkurt hlé og er að þessu sinni undir ritstjórn Magnúsar Gunnarssonar. Ritið er fjöl- breytt að efni og spáir þetta fyrsta hefti vissulega góðu um framhaldið. 1 formálsorðum segir ritstjór- inn: „Með nýrri ritstjórn er Eim- reiðinni ætlað að færast nær uppruna sínum, þ.e. fjalla um vísindi, þjóðmál, listir og bók- menntir. Sá andi, sem blaðinu er ætl- að að fylgja, kemur fram í þeirri fyrirsögn, sem valin hefur ver- ið á viðtal Eimreiðarinnar við Jónas Haralz, bankastjóra: „Kjölfesta frjálshyggjunnar er trúin á manninn." Blaðinu er ætlað að vera baráttutæki þeirra manna, sem hafa trúna á mann- iiun og hans beztu eiginleika að leiðarljósi og eru tilbúnir að halda þessari lífsskoðun á loft. Sannleikurinn er sá, að við stöndum í dag frammi fyrir þeirri andstæðu, að innan velferðarþjóðfélagsins ber stöð- ugt meir á skerðingu einstakl- ingsfretsisins um leið og reynt er að staðla einstaklinginn. Van trúin á getu og skynsemi fjöld- ans, hinn almenna borgara, virð ist verá sameiginleg með þeim stjórnarstefnum, sem vitandi eða óafvitandi stefna að hinu staðlaða þjóðfélagi. Framtíðar- þjóðfélag þeirra virðist eiga að búa við hópmenningu andlausra og kerfisbundinna einstaklinga, sem lúta vilja örfárra útvaldra." Og í lok ritstjórnargreinarinn ar segir: „Baráttan stendur um að opna þjóðfélagið, að gera hlut hverr- ar manneskju meiri í flóknu samfélagi velferðarríkisins." Kjölfesta frjáls- hyggjunnar er trúin á manninn Viðtalið við Jónas Haralz, sem ber þá yfirskrift, sem ritið ger- ir að kjörorði sínu, er geysi- fróðlegt og skemmtilegt uppgjör við ofstjórnarstefnu og ágalla velferðarþjóðfélagsins . Skulu hér birtar nokkrar tilvitnanir. Jónas Haralz svaróu- spurningu um hugarfar ungs fólks þannig: „Ég held að ungt fólk hafi allt af haft tilhneigingu til að snú- ast gegn þvi, sem er ríkjandi stefna, þegar það er að alast upp. Þetta er hliðstætt því, að hver ný kynslóð rithöfunda og listamanna hlýtur að gera upp- reisn gegn fyrri formum. Þetta er liður í því að finna sjálfan sig, liður í því að þroskast og vaxa. Sálfræðingar, sem rann- sakað hafa þroskaferil barna, hafa komizt að raun um, að þau ganga gegnum mörg mótþróa- skeið. Áður var talað um eitt slikt skeið, nei-aldurinn. Nú hef ur komið í ljós, að þetta er ekki eitt skeið, heldur taka þau við hvert af öðru. Það er engu lík- ara en að barnið þurfti að kom- ast yfir vissan hjalla. Meðan á þessu stendur, verður það að setja sig i andstöðu við um- hverfið. Þegar það hefur náð þessu þroskastigi, kemst það i sátt við umhverfið á ný og breytist í skapi, þar til aftur kemur að nýjum hjalla. Ein helzta skyssan, sem foreldrar gera í uppeldinu, er að veita börnunum mikla andstöðu á þessum mótþróaskeiðum, því að þá skorðast þau föst i þessum skeiðum og komast ekki yfir þau á eðlilegan hátt. Sannleikurinn er sá, að menn ganga í gegnum skeið sem þessi alla ævi, eða á meðan menn yfirleitt taka þroska. — Nú varst þú sjálfur talinn róttækur á þinum yngri árum. Var einungis um timabundið mót þróaskeið að ræða? J.H.: Ólafur Thors sagði ein- hverju sinni við mig í kringum árið 1960. „Þú hefur nú alltaf verið byltingarmaður." Hann átti við, að það sem þá var verið að gera og sem við störfuðum sam- an að, vaæ í raun og veru afar róttæk breyting miðað við það ástand, sem hér hafði ríkt um langan tíma. Hún var í anda frjálshyggjunnar, en hún var af ar mikil breyting frá því, sem verið hafði. Ég lít svo á, að ég hafi alltaf verið róttækur í þeim skilningi, að ég hafi eindregið viljað stuðla að hreyfanleika, breytingum og þróun. — Geta slíkir breytinganna menn sótt sér styrk í gamlar fræðikenningar á borð við kenn- ingar Marx? Hlýtur þá ekki allt af að skorta fastmótaðan hug- myndafræðilegan bakgrunn og þurfa þeir á sliku að halda, þar sem þeir eru í athöfnunum? J.H.: Ég tel, að menn . geti ekki einungis verið breyting- anna menn breytinganna vegna.., Menn verða að hafa kjö^sslu, og sú kjölfesta, sem frjálslyggj- an hefur haft, er trúin á fl^ann- inn. Þessi trú felur það í sér, að fái maðurinn að þroskast með eðlilegum hætti og fái tækifæri, en sé ekki bundinn í fjötra, þá eigi hann mikinn sköpunarmátt til að bera og sé þar að auki velviljaður, en ekki iilviljaður. Það eru tengslin milli þessara hugmynda og viljans til breyt- inga, sem eru styrkur frjáls- hyggjunnar. Þetta hvort tveggja hlýtur að fara saman. Hafi menn þessa trú á heil- brigði mannsins þá eru menn ekki hræddir við breyting- ar, meðan þær gerast með eðli- legri þróun." ' Ef þið bara viljið... Spurningu um áhyggjur af þróun velferðarríkisins svarair Jónas Haralz þannig: „Ég á fyrst og fremst við það, að á háþróunarstigi velferðar- rikisins muni gæta vaxandi rík- isafskipta bæði af atvinnulífi og af einstaklingum og að þetta muni smám saman hafa víðtæk áhrif. Svo að vikið sé að at- vinnulífinu, þá er greinilegt, að í mörgum af þeim löndum, sem eru lengst á veg komin, er rík- ið tekið að hafa vaxandi afskipti af atvinnufyrirtækjum. Það er farið að skipta sér af þvi, hvar atvinnufyrirtæki setja sig nið- ur, hvort þau fjárfesta eða ekki, hvort þau skila meiri eða minni ágóða. Þetta gengur svo langt í landi eins og Svíþjóð að segja má, að framkvæmdavilji sé að verulegu leyti lamaður. Þeir sem stjórna fyrirtækjunum hafa ekki lengur áhuga á að leggja út á nýjar brautir eða fjárfesta svo nokkru nemi. Þegar þann- ig er komið, segir ríkisvaldið: Atvinnulífið bregzt okkur, stjórnendur atvinnufyrirtækja svíkja okkur. Það er þeim að kenna að við náum ekki eðli- legri framþróun, að hér ríkir of mikið atvinnuleysi o.s.frv. Þess vegna verður ríkisvaldið að Nýtt stálfiskiskip hefur bætzt í íslen 501, smiðað i Slippstöðinni á Akurey storð, eign Hraðfrystistöðvarmnar í Jón Rögnvaldss gripa til sinna ráða. Þá hefst næsta stig. Það getur verið fólg- ið í þvi að setja upp rikisfyrir- tæki til að leysa tiltekin verk- efni. Það getur líka verið, að ríkið geti með aðstoð mikilla sjóða, sem það annaðhvort á sjálft eða hefur umráð yfir eins og eftirlaunasjóðum, farið að veita lán eða styrki til atvinnu- fyrirtækja og segi: „Ef þið vilj- ið gera þetta eða hitt þá fáið þið svo og svo mikinn pening." Og það sem menn óttast nú mjög í Svíþjóð — og það þekkjum við afar vel hér á íslandi líka — er að atvinnurekendur fari að stunda spilamennsku með ríkið sem mótleikara. Þá er góð stjórn ekki lengur það markmið, sem atvinnufyrirtækin setja sér, og jafníramt hverfur sá agi, sem þau eru háð í markaðskerf- inu. Þá getur það ráðið úrslit- um um velgengni atvinnufyrir- tækis, hvernig stjórnandi þess stendur sig í spilinu við stjórn- málamennina, en ekki hitt, hvort hann rekur fyrirtækið betur eða ver. Við þekkjum það lika héð- an frá Islandi, að mikilvægasta hlutverk þeirra, sem stjórna sam tökum eins og t.d. LIÚ, er ein- mitt að spila svona spil við rík- isvaldið og þá vill stund- um gleymast það markmið að stuðla að sem beztum árangri í atvinnulífinu. Um þetta eru síð- usti ský: B Þ. um að ] Ein: er J ing, um, star því þrei ana og tvei Isini þjóe grir stæi umi kvö R þótí meC lanj ir I hor V á \ stjó gen fyri ekk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.