Morgunblaðið - 21.08.1973, Page 28

Morgunblaðið - 21.08.1973, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ — I»RIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1973 SAI BAI N 1 Anne Piper: 1 Snemma í háttinn Segðu mér heldur eitthvað sem fer betur við Oxfordheim iinin. — Jæja ef þú endilega vilt. Ég fæddist í Cambrigde, eina barn miðlungs menwtahjóna. Þau voru bæði lærð, svo að ég varð að halda mig eingöngu hjá fóstr unni, sem var hræðilegur harð- stjóri. — Eimhvern veginin kemur þetta ebki allskostar heim og sarnan. — Það er ómögulegt að gera þig ánægða... Hvað segirðu um, að mamma hafi verið lei'kkona og átt heima í Putney? Pabbi giftist þrisvar og við vorum stór hópur barna úr öllum áttum. — Það er nú skemmitlegra, en ólíklegt þó. Ég hef verið gift þrisvar og fólki fínnst það skrýt ið. — Hvers vegna það? Mérfinnst það vera eðlidegasti hlutur í heimi. En ég hitti bara svo sjald an svona eftirsóknarverðar kon ur. .— Þekkirðu margar konur? — Já, ég hitti margar í sam- bandi við starf mitt. — Ég giftist alltaf skökkum mönnum, sagði ég dauflega. — Það sannar ekkert. Því út- gengilegri verðurðu, því meir sem þér hættir til að velja skakka menn. Þú hefur úr of mörgum að velja. — Finnst þér það ? Það var gott að heyra að það þurfti ekki að vera mér að kenna þótt ég ienti á leiðindapésum elns og Fred og Edward. — Ert þú kvæntur Johnny? — Nei. Hef aldrei þurft þess með. Hann tók að strjúka mér dálítið fast. Ég rétti úr mér. — Nóg af þessu! Ég er ekki svo hrifin af asvisögunni þinni, að ég sjái ekki hvert stefnir. — Já, en, Jenny... Hann sýnd ist móðgaður. Allt I einu var ég orðdn vond við þennan litla bjána. Eiginmenn eins og Edward og Fred, vinir eins og Skeggi og þessi ómögu legi Johnny — Ekkert nema rak in ledðiindi! Hvergi neitt gaman! Ég fékk beinverki af þrá eftir Jack. — Ertu ekki að fara heim? sagði ég geispandi. — Og stofna mér í Ufshættu eftir þetta ágæta bað? Auk þess er síðasti vagninn farinn. — Æ, farðu til fjandans! Jæja, þú verður víst að fá að sofa þarna á legubekknum. Ég náði í einhver teppi. — Góða nótt og dreymi þig vel, sagði ég blíðlega um leið og ég læsti mig inni i svefn- herberginu. Legubekkurinn yrði of stuttur fyrir hann. Næsta morgun vaknaði ég við það að hann barði á dyrnar hjá mér. Þegar ég opnaði stóð hann þarna með morgunmat á bakka. Ég strauk hárið frá augunum. Han-n var kominn í þennan and- styggilega regnfrakka sinn. — Reyndu ekki að segja mér, að þú farir svona snemma út að njósna, sagði ég og brölti upp í rúmið aftur. — Klukkan er yfir niu, og ég verð að komast í skrifstof- una. En ég kem aftur í kvöld. — Nei, það gerirðu ekki! 1 kvöld ætla ég út með Skeggja. Þá ætla ég að sitja á stiga- gatántx þangað tii þú kemur heim. — Æ, farðu til fjandans! Það máttu alls ekki gera því að þá vekurðu of mikla eftíntekt. Taktu lykilinn í töskunni minni. Ég hef annan. — Eins og þú segir, elskan! Hann laut niður og kyssti mig ofan á kollinn. — Hvað segirðu um að giftast mér, þegar þú skilur næst? — Hvernig veiztu að ég muni skilja? — O, það bara leggst svona einhvern veginn í mig. Ég er dá- litdð skrýtinn með svona hug- dettur. — Þú skalt endurtaka bónorð ið þegar ég er orðin laus, því að þá verð ég farin að þekkja þig nægilega tii þess að vita hvaða mark ég má taka á því. Ég fór að smyrja brauðið sem hann hafði steikt handa mér. Hann gekk út, en kom svo aftur með bréfin min. Þama var eitt frá Fred og snerist um Miðjarðar hafið, orðsending frá Skeggja, þar sem sagði, hvað við hefð- um skemmt okkur guðdómlega í fyrrakvöld og ég mætti ekki gleyma kvöldinu í kvöld. Og svo var, mér til mestu furðu, bréf frá Jaok. — Ætlarðu ekki að opna þetta síðasta sagði Johnny. — Ekki fyrr en þú ert farinn, sagði ég. — Það er frá mann- inum sem ég elska. — Hjáipi mér vel! Hver gæti það nú verið? Ég hélt ég vissi um þá alla. — Þú ert bölvaður snuðrari, sagði ég. Og ég skil ekki, tii hvers ég ætti að fara að segja þér það. Hamn er mörg þúsund mílur í burtu, því miður, og þú gætir engan áhuga haft á hon- um. í þýáingu Ráls Skúlasonar. — Ég hef áhuga á öllu sem þér viðkemur, og ég get ekki beðið lengur eftir að vita hvem þú elskar. — Hann heitiir Jack og er í flughernum. Ertu þá nokkru nær? — Ekki mjög. En þetta kemur nú allt heim og saman. Nú verð ég að fara. Sé þig um mið- nættið, Öskubuska. Framdyra- hurðin skall í og hann gekk blístrandl burt. Það var sýni- legt að hann hafði engar áhyggj ur af mannorðinu minu. Ég opnaði bréfið frá Jack, hægt og bítandi og minnt- ist þess að nú voru komin tvö ár, síðan ég hafði heyrt frá hon um og nú væri hann bara að Iskrifa til þess að tilkynna mér, að hann væri giftur. Ég þorði ekki að vona að hann væri i þann veginn að koma, og það var jafngott eins og allt var í pottinn búið. Húsmóðirín mælir með Jurta! Húsmóðirín mælir með Jurta! jlQjirríiai »■ IENNÞA DRYGRAI OG BRAGÐMEIRA Ó. Johnson og Kaaber kaffið er nú fínmalaðra og drýgra. Þannig viljum við tryggja húsmóðurinni enn betra kaffi. NÝ KVÖRN BETRA OG DRÝGRA RÍÓ KAFFI: O.JOHNSON ,** &KAABERHF. o% velvakandi Velvakandi svarar í síma 10100 frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. 0 Enn um kommúnisma í útvarpinu Þ. ski’ifar: „Ég get ekki stillt mig um að minnast örlítið á útvarpið og það, sem það hefur fram að færa. Margt ber vel að þakka, sem sú stofnun hefur gert fyrir okkur á Mðnum árum og hafa margir komizt þar að með marg víslegt efni til fróðleiks og skemmtunar. En með valdatöku núverandi stjórnar breyttust hlutföllin i Útvarpsráði, frjálsræðinu í óhag. Nú er svo komið, að lítið kemst að, nema það sem er eftir kommúnista og þeirra fylgi- fiska. T. d. eru flestar sögur, sem valdar eru til flutnings, eftir þá — eir.nig kvæði, sem upp eru lesin Ef efnið er ekki eftir komma, þá eru flytjendur a. m. k. langflestir kommar. Eins og maður sé ekki löngu búinn að fá nóg af áróðri þeirra. íslenzkir kommúnistar sverja og sárt við leggja, að þeir fari ekki eftir kokkabókum valdhaf anna i Kremi og Peking. En hvað hafa kommúnistar á Is- landi breytzt? Þeir eru samir við sig, eins og þeir voru fyrir þrjátíu árum. aðeins er um að ræða nýja menn. Stefnan er hin sama: Að brjóta lýðræðisþjóð- félagið niður, svipta menn frels inu til að láta í ljós skoðanir sinar, en koma á hvers konar fjötrum, höftum og hinu mesta ófrelsi, sem hugsazt getur. 0 „Kannski verður þú . . Eina glætan, sem verið hefur i útvarpsdagskránnd undanfam- ar vikur, er sagan „Kannski veiður þú . . eftir Hilmar Jónsson, bókavörð í Keflavík. Að visu li'ggur honum lágt róm ur við upplestur, en þar eru þó gerðir upp reikningar við kommúnismann. Hilmar er ritfær maður í góðu lagi. Hann lætur oft á sér kræla á síðum Suðumesjablaðs, sem gefið er út í Keflavík, og ég sé við og við. Finnst mér þar hressilega tekið á málum og fá kommar þar allmakleg málagjöld. Það væri vert, að Útvarps- ráð vaknaði upp af einokunar- blundi sinum og leyfði öðrum en kommúnístum að komast að. Annars er ég hissa á því, að Hiilmar skuli hafa komizt með sögu sína í gegnum hið þétt- riðna net kommúnismans, sem rikjandi er hjá Útvarpinu. Meira af sffiku. Með þökk fyrir birtinguna. — Þ.“ • Engan skemmtiiðnað í Austurstræti Hér er bréf úr Vesturbænum: „Kæri Velvakandi. Það var dásamleg hugmynd að loka Austurstrætii fyrir bíla umferð og fegra strætið, en auðvitað kemur þetta ekki að fullum notum fyrr en öll umferð þar (líka strætisvagna) er bönn uð. Vona ég einlæglega, að fleiri götur í miðbænum verði látnar íylgja á eftir. Svo las ég í Vísd, mér til hrellingar, að einhver skemmti- iðnaðarmaður, sem hefir á sin um snærum einhvern mesta há- vaða, sem hugsazt getur, vill fara að flytja hann í strætinu. Þetta má alls ekki verða. Ef eitthvað þarf endilega að vera þá mætti auðveldlega útvarpa einhverjum þáttum frá útvarp- inu. En þarf alitaf að vera að gera eitthvað fyrir fólkið? Má það ekki bara rölta þarna um og rabba samian — spilla jafin- vel á spil eð tefla, eins og maður sér marga gera á götum úti í útlöndum? Svo mætti auðvitað setja upp „huggulegar" kaffistofur. Sigga í Vesturbænum" ^ A að sekta sóðana? Jóhanna Björnsdóttir hringdi. Hún sagðist vilja taka undir það að sekta eigi þá, sem fleygja rusld á almannafæri eða taka að öðru leyti þátt í þvl, að gera umhverfið að hálfgerð- um öskuhaugi. Jóhanna sagði, að með svona aðgerðum yrði sitíigið spor í rétta áitt, en auðvitað þyrfti að ganga miklu lengra. Til dæmiis fyndiiist mér að taka þyrfti til gaumgæfilegrar athugunar umgengni og frá- gamg í hinum ýmsu iðnaðar- hverfum, jafnt í Reykjavík og nágrannabyggðarlögum. Óskilj anílegt væri hversvegna sóða- og trassaskapur væri látinn við- gangast árum og jafnvel ára- tugum saman. Þessa aðdla þyrfti að sekta lika, og engu síður en smásóðana. Silicone þéttikýttið nýkomið. Pantanir óskast sóttar. Byrgðir takmarkaðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.