Morgunblaðið - 29.09.1973, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ — LAUGÁRDAGU'R 29. SEPTEMBER 1973
3
yfir
Furðulostin
apparatinu
VEGNA deilna frétta-
manna ríkisútvarpsins og
yfinnanna stofnunarinnar
við meirihluta útvarpsráðs,
þótti Morgunblaðinu rétt
að kanna hug almennings
til málsins og spurðu
blaðamenn þess vegfarend-
ur þeirrar spurningar í
gær, hvernig þeir litu á
mál þetta. Þess skal getið,
að blaðamenn Morgun-
blaðsins tóku menn tali á
förnum vegi og spurðu þá
fyrirvaralaust fyrrgreindr-
ar spurningar. Þess er
skylt að geta, að enginn,
sem spurður var, tók mál-
stað meirihluta útvarps-
ráðs, heldur voru allir ein-
huga í gagnrýni sinni á
vinnubrögð hans og þá til-
raun til ritskoðunar, sem
meirihlutinn hefur gert sig
sekan um. Þetta samdóma
álit kemur fram í svörun-
um hér á eftir:
Páll Jónsson, framkvæmda
stjóri: Þetta eru heldur furðu
leg vinnubrögð meirihluta út-
varpsráðs, en svona hafa ým-
is vinnubrögð útvarpsráðs ver
ið að undanfömu. Málið er
formanni útvarpsráðs sérstak
lega til skammar, en kom eng
um á óvart, ef menn muna
eftir vinnubrögðum hans í
sambandi við bókmenntakynn
inguna í sjónvarpsfréttatim-
unum.
Ég verð að segja, að ég er
furðu lostinn yfir þvi hvernig
þetta „apparat" er látið
ganga.
Hi'lmar Steingrímsson: Að
vísu hef ég ekki kynnt mér
þetta mál rækilega, en eftir
því, sem ég hef komizt næst
þá hefði útvarpsráð átt að
láta þetta mál ganga fyrst
til útvarpsstjóra. Svona vinnu
brögð eru ekki þolandi öllu
lengur, og mín samúð er með
fréttamönnunum.
Ingi Björn Albertsson: Af-
staða meirihluta útvarpsráðs
er óafsakanleg. Fréttamenn-
irnir hafa bezt vit á fréttun-
um og fréttaskýringum, og
vita hvað eru hlutdrægar frétt
ir og hvað ekki. — Á kannski
að fara að ritskoða allar frétt
ir, sem koma í útvarpi og
sjónvarpi?
Þórður Guðmundsson: Mér
finnst óeðlilegt að svona nokk-
uð þurfti að koma fyrír, og
mín samúð er með frétta-
möninunum og útvarpsstjóra,
en ekki með þessu útvarps-
ráði.
Kolbeinn Pétursson: Af-
staða útvarpsráðs er til há-
borinnar skammar, en núver-
andi meirihluti útvarpsráðs
hefur heldur ekki gegnt hlut-
verki sínu nema í áróðurs-
skyni. Ég stend þvi algjörlega
með fréttamönnunum. — Ann
ars vildi ég losna við útvarps
ráð i núverandi mynd.
Hannes Finnbogason, lækn-
ir: Mér finnst að útvarpsráð
hefði átt að koma athugasemd
um sínum beint til frétta-
mannanna.
Hjörtur Gislason, kennari,
Neskaupstað: Mér finnst út-
varpsráð koma skammarlega
fram við fréttamenn, með því
að leyfa þeim ekki að flytja
sínar fréttir eins og þær koma
fyrir.
Jens Gislason, deildarstjóri:
Mér finnst kjánalega að farið
hjá útvarpsráði. Aðalatriðið
er að menn fái að hafa sina
skoðun án þess að allt fari á
annan endann. Fréttamenn
ei'ga að fá að taka afstöðu.
Ágúst Ragnarsson, laga-
nemi: Vinnubrögð útvarps-
ráðs hafa einkennzt af annar-
legum sjónarmiðum, bæði í
sambandi við sjónvarp og út-
varp. Þó að fréttamenn fari
ekki alveg eftir hugsunum
Njarðar P. Njarðvík og Ól-
afs Ragnars Grimssonar er
óþarfi að vera að ófrægja þá
á opinberum vettvangi.
Jakob Hafstein: Fljótt á lit
ið, finnst mér þetta ástand
mjög alvarlegt, og þá sérstak-
lega þegar jafn gætin og var-
færinn maður og Andrés
Bjömsson, útvarpsstjóri þarf
að ganga af fundi útvarps-
ráðs. Ég styð fréttamennina
algjörlega i þessu máli, enda
hafa þeir bezt vit á þessum
málum.
óskar Magnússon, Eyrar-
bakka: Afstaða meirihluta út
varpsráðs er óafsakanleg, og
þetta eru í hæsta máta
óeðlileg afskipti útvarpsráðs
af fréttum. Það á að vera mat
fréttamannanna hverju sinni
hvernig fréttaskýringar eiga
að vera, eða á kannski að
fara fram „ritskoðun" á öll-
um fréttum hjá útvarpi og
sjónvarpi.
Jakob Hafstein
Óskar Magnússon
Amþór Arason
Amþór Arason, jarðfræði-
nemi: Ég veit ekki hvernig
valdakerfið er hjá útvarpinu,
en ég álit að útvarpsráð hefði
átt að bera athugasemdir sin-
ar fyrst undir útvarpsstjóra.
Afstaða meirihluta útvarpsráðs óafsakanleg:
Þórður Guðmundsson
Koibeinn Pétursson
Ingi Björn Albertsson
Hiimar Steingrímsson
Jens Gislason
Hjörtur Gíslason
Nýja Sjálfstæðishúsið:
Sjálfboðaliðar
mætið í dag
SJÁLFBOÐALIÐA, bæði
karla og konur vantar í bygg-
iingarvininu í dag við nýja
Sjálifstæðishúsið. Er stuðniings
fól'k Sjálfstæðisflokksins hvatt
til þess að leggja hönd á plóg-
inn við bygginguna miilá kl.
13 og 19 I dag. Sjálfboðaliðar
eru beðniir um að mæta með
hamar og kúbein.
Sandgerði, 28. sept.
VÉLBÁTURINN Steinunn gamla,
sem sökk í Sandgerðishöfn i ó-
veðrinu um síðustu helgi, náð-
ist á flot i m^rgun. Reyndist
báturinn ekki mikið brotinn. Það
voru menn frá Björgun h.f. og
skipverjar á björgunarskipinu
Goðanum, sem náðu bátnum upp.
Goðinn dró svo Steinunni gömlu
til Keflavikur og var hún tekin
upp í dráttarbraut Keflavíkur og
þar mun viðgerð á bátnum fara
fram. — Jón.
Hafnarf jörður:
LJÓSAPERU-
SALA LIONS-
MANNA
í DAG, laugardaginn 29. septem-
ber ætla félagar úr Lionsklúbbi
Hafinarfjarðar að ganga um bæ-
inn og selja ljósaperur til fjár-
öflunar. Fé því sem safnast, verð
ur varið til líknarmála. Verk-
efni síðasta starfsárs voru með-
al annars kaup á sjúkralyftara
er Sólvangi var afhentur og kven
lækningatæld er St. Jósepsspít-
ala verður afhent á næstu dðg-
um. Mun kostnaður þessara
tækja án tolla og söiuskatts vera
um 340 þúsund.