Morgunblaðið - 29.09.1973, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.09.1973, Blaðsíða 8
MORGUNIBLAÖIÐ — LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 197-3 Ástæðan fyrir því, hversu langt hefur liðið á milili sjálf- stæðra sýninga hjá Valtý, er ekki sú, að hann hafii haldið að sér hönduim. Nei. Hún er sú, að Valtý humdlleiðist að standa í sýningum nú orðið. Með því fimnst honum sem hann sé að aifhjúpa sjálfan sig á torgi úti, og það kostar átak. „Maður flettir andskoti mikið ofan af sér með sýn- imgu, og geri maður það ekki, er maður faJskuir. Ég hef stundum heyrt leikara tala um senu.skrekk en ég held, að þetta sé ennþá djöfullegra. f þann mum<d sem sýning hjá mér er opnuð get ég tekið undir með Sartre í Lokaðar dyr: „Helvíti, það er amnað fóilk.“ “ En í sýninganlok er VaJitýr ánægður, þrátt fynir ailit. f»ar sem hann horfir yfir sköpun- arverk sín á veggj'jim kjallara Norræna hússins deitir hanm vetþóknunimni með Guðí; sá siðarnefndii leit yfir sköpunar- verk siitt á sjötta degi og þótti það harla gott. Sköpunarverk Valtýs hafa hinis vegar staðið viku lengur í Norræna húsinu og morgundaigurimn er hinn síðasti. Guð kvað upp sinn dóm, án þess að ráðfæra sig við eimn eða neinn, móttök- ur listunnenda hafa aftur á móti fært Valtý heim sanninn um, að hann er á réttri leið. „Á eimhvern hátt hef ég hitt maglann á höfuðið á þessari sýmingu. Þess hef ég orðið var með móttökuwum, er sýniingin hefur fengið. Hvað það er, hef ég ekki hugmynd ’jm — þótt ég ætti að vinna mér þao til liífs, gsati ég ekki frætt þig um hvað það er,“ seg ir Valitýr. Kannski er það rauði tónninn, sem bliikar á miðfleti ótal mynda, eins kon- ar sameiningantákn þeirra allra, sem Valtýr hafði þó sjáiifur ekki hugmymd um fyrr en hann hafði hengt þær upp á veggi Norræna hússins. — b.v. Rabbaö viö Valtý Pétursson um málverkasýningu hans í Norræna húsinu, er lýkur annaö kvöld Ein mynd Valtýs á sýningunni í Norræna húsinu. UM þessa helgi lýkur mál- verkasýningu Valtýs Péturs- sonar i Norræna húsinu. Margir hafa lagt leið sína á þessa sýningu að undan- förnu og fagurkerum hef- ur orðið tíðrætt um hana: Vattýr er breyttur, heyrir maður sagt. Helzti postuii abstraktismans er jafnvel fallinn i gröf figúratívra til- hneiginga. Iátasamsetningin Valtýskt landslag. (Ljósm. Mbl.: Brynjólfur) er öðru vísi, og þannig skegg- ræða listiinnendnr fram og aftur. Já, mikið vatn hefur runnið till sjávar frá því á sólarsýningunni sællar minningar í Listamanmaskál- anum fyrir 4 eða 5 árum. Að vísu sýndi hann mymdir á listahátíðinmi siðustu með fjórum öðruim myndliistar- mönnum og eims átti hann myndir á sýningu i Ameríku, en þetta er fyrsta sjálfstæða sýning hans „frá því að sólin gekk til viðar“, eins og Valtýr segir sjálfur. Heiiium horfin er sólin þó ekki; hún varpar geislium sin- um yfir sýningarsiatinn í kjaill- ara Norræna hússins, en hún er í öðrum formium, ekki ósjaldan blá á hiirmni næstum hreinna landslagsmynda. Þyk- ir þá sumum fokið í flest skjól hjá ,,ahstraiktLstunum“ og segja, að nú hafi Valitýr svikið byltinguna. Hann vis- ar öllum slíkum fuilyrðinigum á bug. „Enginn hefur gert byltingu tvisvar á ævinni nema Maó,“ segir hann. Aðr- ir iíta þróun myndgerðar Val- týs jákvæðari augum, eins og tiil dæmis eimn vinur hans, sem tók sér í munn hin fleygu orð Cocteaius: „Það þarf lang- an ttma til að verða umgur.“ Valtýr segir sjál'fur, að i myndumum á þessari sýningu sé viðfangsefnið mikið til hið sama og fyrr, en á því tekið á annan hátt. „Litirmir eru hreinni og hvellari en áður,“ segir hann „Víða er þetta ansi hátt stemmit hjá mér, það jaðrar jafnvel við að ég fari yfir mörkin. En oft er það nú svo, að það, sem er á mörk- um þess að vera banailt, er einmitt oft það beata. Þainnig er það með ýmsa heimsmeist- ara myndli'starinmar; þeir leika sér að því að keyra lit- ina í gegnum það banala — með undraverðum árangri auðvitað." Hann segir, að hver einasta mynd á sýnimgxtnni sé inspír- eruð af því, sem gerát aMt i kriingum hann, þó ekki eftir- líking heldur útúrdúr. „Það er ómögulegt að setja Esjuna á lérefit, en það er hægt að Valtýr Pétursson láta Esjuna sttmúlera sig á lérefti," segir hann. Hann leitast því við að lýsia and- rúmslofti hlutanna, og allir stefna þeir á myndflötimn. Valtýr leiðir mig að mynd nr., 19 á sýniimgummi — Goya nefnist hún. „Homage a Goya,“ segir hann, tiil heið- urs Goya. Mótófið á að vísu ekkert skiilt við þann ágæta Spánverja, en hún er í litum Goya. „Margar myndanna hér eru tengdar klassíkismanum, ekki klassáskar en ansi mikið afkvæmii hans,“ segir Valtýr til skýringar. Hann getur um Nolde-sýniimguna hér í Lista- safninu fyrir nokkrum árum —■ „hún hafði mikU áhrif á mig, og þar uppliifði ég Nolde á alveg sérstakan hátt og fyrir mér er Nolde Norð- ur-Evrópa. Hans gaatir þvi áreiðanlega í sumiuim mynd- anna, og Valtýr er óhræddur við að gamgast við áhrifavöld- um sínum. „Það var einu siinni um mig sagt í franskri krítik, að ég værii nokkuð lag- inn við að tina upp það, sem ég vHdi nota. Þetta þóttó mér gott hrós.“ Sýningin í Norræna húsinu er stór í sniðum — 84 málverk prýða þar veggi beggja ssal- anna. „Kanski er þetita alit- of mikið oig hefði ég sjálfur skrifað um þessa sýnimgu, hefði ég eflaust fumdið að þessum fjölda,“ segir Vaitýr hugsi. „En það er annað, sem við verðum að taka með í reikninginn; stærð myndanna er þannig, að heiidarsvipur sýnmgarinnar yrði nokkuð grisjóttur, væru þær ekkii svona margar. Annars er ég að sýna hverja mynd sjálf- stæða en ekki að kompónera veggi og gera úr þvi hál'f- gerða skrautsýniingu." Engin þessara 84 mynda í kjaúlaranum hefur verið sýnd áður, enda segir Vailtýr að yfirleitt sé það stefna sin að sýna ekki nema einu sinni hverja mynd. Þær eru alilar málaðar á þessum áruim, sem liðin eru frá sýningunini i Listamannaiskálawum, en megnið afi þeim hefur hann lengi verið með í smíðum og hann lagt síðusitu hönd á þær á þessu ári. Þær eru því flesitar signereðar frá 1973. Menn geta gert sér í hugarlund hvemiig útlítandi var á vinnustofu hans — með 84 myndiir og meira til í stafía þar inni, enda segist hann hafa þurft að skríða um vinnustofuna eiins og ána- maðkur áður en hann rýmdi hana vegna sýningarinnar. Valtýr játar, að geipimiiklar breytiiingar hafi átt sér sitað i myndum hans upp á síðkast- ið, en kveðst vona, að þær haldii sama persómiuíleika og var í myndunum í Lista- mannaskálanum fyrir fimm árum. Augljós tengsl eru lika milli allra sýninga hans, þær eru mislitir hlekkir í langri keðju. Hið ríkjandi þema þesisarar sýningar fæðir af sér nýja hugdettu, sem verð- ur ef ti'l viöl þema næstu sýn- ingar, og Valítýr viðurkennir að sjálfur ráði listamaðurinn ákafleja liitll'u um það, inn á hvaða brauitir listsköpun hans fari, þó að hann stýri penslin- um. „Eimn af göldrunum er að kunna að notfæra sér hliut, sem maður dettur óvart nið- ur á, og þá kemur þetta af sjáLfu sér. Picasso sagði ein- hverju sinni: „Ég bý ekki tiil hluitina, en ég finn þá.“ Picasso átti það lika tH að mála abstrakt fyrir hádegi en fígúratift síðdegis," segir Val- týr og gdottir. „í>að þarf langan tíma til að verða ungur“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.