Morgunblaðið - 29.09.1973, Page 10

Morgunblaðið - 29.09.1973, Page 10
10 MORGUNIBLAÐIÐ — LAUGARDAGUK 29. SEPTEMBER 1973 einn hraðskreiðasta „húsbil“, sem völ er á. Hér er um að ræða bíl, sem í grundvallaratriðum er smíðaður úr Ford Escort station og sérfræðingar i ofaná- byggingum gengu frá nauðsyn- legum breytingum. Svefnpláss er fyrir tvo fullorðna og eitt barn. Þakið má hækka þannig að næstum tveir metrar verða tii lofts. Hámarkshraðinn er yf- ir 160 km/klst, (með þakið í lægstu stöðu). Til þess þarf bíll inn Ford 1600 U t vet og hefur gott viðbragð. Kannski ekki vagn sem menn kæmu til með að kaupa í stórum stíl hérlendis en athyglisverður engu að sið- ur. Ford umboðin á tslandi hafa Sveinn Egilsson hf, Skeifunni 17 og Kr. Kristjánsson hf, Suðurlandsbraut 2. að Mustanginn sé bein stæling á honum. Mustang 11 er 445 sm langur, næstum 50 sm styttri en árg. 1973 og minni en nokkur fyrri árgerð. Vélin er einnig ný. Um tvær er að velja. Sú minni er fjögurra strokka, 2,3 lítra með yfirliggjandi knastás, og er smíðuð í Ohio í Bandaríkjun- um. Stærri vélin, sem er V6; 2,8 lítra er smíðuð í Köln í Þýzkalandi. Stærri vélin verður yfirleitt í þeim bílum, sem hingað koma. Fjögurra gira beinskipting eða sjálfskipting er fáanleg með bilnum. Verðið verður nálægt 800 þús. kr. Það var semsagt Mustang, er kom af stað í Ameriku algerri sportlegra bíla dellu þegar hann kom fyrst fram, enda seldist þá meir af bílnum held- ur en nokkurn tíma fyrr af nýrri bílgerð. En nú með sí- auknum vinsældum minni sportlegu bíianna frá Evrópu og Japan á Amerískum markaði sáu þarlendir framleiðendur að sér og eru nú sem örast að minnka bíla sina. Þar kemur ekki sízt til bensínsparnaður en Ameríkönum er þegar orðið tíð- rætt um fyrirsjáanlegan eld- sneytisskort. Svo enn sé talað um nýja bíla frá Ford má nefna að Ford í Englandi hafa sett á markaðinn Nýi Ford Mustanginn er mest breytti ameríski bíllinn af ár- gerð 1974. Hann er minni, hljóðlátari og þægilegri en áð- ur. Þessi nýi Mustang er væntan- legur hingað til landsins um eða fyrir miðjan október. Mustanginn, sem á sinum tíma var bylting í bandarisku bíla- framleiðslunni hefur sem sagt verið endurhannaður. Bíllinn er minni og hefur orðið fyrir sterkum áhrifum frá evrópsk- um bílahönnuðum, bæði i útliti að utan og innan og i tæknileg- um atriðum. Öll hin nýja lína hjá Mustang hefur orðið fyrir áhrifum frá hönnunarfyrir- tækinu Ghia, sem er á Italíu en Ford verksmiðjurnar festu kaup á ekki alls fyrir löngu. Glæsilegasti Mustanginn kallast nú Ghia. Til að byrja með er væntanlegur einn slíkur til landsins. Næstum 3 milljón Mustang bílar hafa vérið fram- leiddir siðan þeir komu fyrst á markaðinn fyrir níu árum síð- an. Sumum þykir nýi Mustang- inn minna mjög mikið á hinn enska Ford Capri og halda Englendingar því óspart fram Gjörbreyttur FORD MUSTANG Haflib'i Jónsson Landnytjar og þjóðhollusta. I viðtalinu, sem einn af fréttamönnum útvarpsins átti fyrir skömmu við bónda í Þykkvabænum um lélega kartöfluuppskeru, benti þessi ágæti bóndi á nauðsyn þess, að landsmenn sýndu nú þá þjóð- hollustu að nýta smávaxnar, fslenzkar kartöflur í erfiðu ári, fremur en að flytja inn til neyzlu kartöflur frá öðrum löndum. Óefað hefur þessi at- hyglisverða áskorun farið fram- hjá mörgum, jafnvel einnig einnig þeim, sem heyrðu. Ef að líkum lætur, mun á komandi vetri margt og mikið verða rætt og ritað um kartöfl- ur, verð þeirra og gæði. Enginn vafi er á því, að næstu misserin verður mikið magn flutt inn af garðávöxtum frá Danmörku, HoIIandi, Pollandi og fleiri Iöndum, en samtímis mun veru- legt magn af sömu vöru fá að rotna I svaðið af innlendri framleiðslu. Við erum þannig gerðir Islendingár, að vilja að- eins vöru, sem við teljum fyrsta flokks og teljum ekki eftir afla- magn eins eða tveggja skuttog- ara til kaupa á hnefastórum kartöflum frá Póllandi fremur en að eta okkar kartöflusmælki. Að flestra dómi mun það þykja þjóðarnauðsyn að standa í striði við Breta og Þjóðverja vegna réttar okkar til fiskveiða í landhelgi íslands, svo við get- um veitt meiri og stærri fisk til útflutnings, bæði á brezkan og þýzkan markað og fengið frá þeim i staðinn landbúnaðarvör- ur meðal annars, fremur en að fullnýta okkar eigin fram- leiðslu. Vitanlega ber okkur að haga okkur skynsamlega og nýta jafnt lands- og sjávarafla. Ef það er ekki gert, mun illa fara um okkar búskap. Þess vegna eigum við að sýna þann þegn- skap, sem Þykkvabæjarbónd- inn minnti okkur á. Við eigum að eta smávaxnar, islenzkar kartöflur meðan þær eru fáan- legar, áður en við leyfum okkur þann munað að flytja inn kart- öflur frá öðrum löndum. En þetta gildir ekki aðeins um íslenzkar kartöflur, heldur allar íslenzkar framleiðsluvör- ur. Það er vissulega tímabært að ihuga vandlega hvar við er- um á vegi stödd I okkar hagsýni um landnytjar og þjóðarholl- ustu. Suður í Krísuvik er ræktað verulegt magn af tómötum i gróðurhúsum. 1 jarðhræringum á dögunum hrundu ávextirnir af plöntum og frá því var sagt í fréttum, að einni smálest af tómötum hafði verið fleygt á haug. Hvar annars staðar í heiminum hefði þannig verið frið með góðan mat. Hvarvetna hefði sjálfsagt verið reynt að nýta þessa ávexti til niðursuðu. Islenzk tómatsósa er bæði ljúf- fengari og ódýrari en sams kon- ar erlend vara, sem fslenzkar húsmæður taka þó margar hverjar framyfir vegna land- lægrar vantrúar á eigin fram- leiðsluvarning þjóðarinnar. Á sama tíma og flutt er inn i stórum stíl söxuð og þurrkuð gulrófnablöð, er mun kraft- meiri og ljúffengari grænmetis- næring Iátin rotna niður í mold- ina hvert haust á okkar eigin ökrum. Því miður hafa engar mót- mælaöldur risið gegn þeim þjóðarlesti að vanmeta eigin landnytjar. Það er öskrað og heimtað í tima og ótíma, þegar minna liggur við, og víst væri hér verðugt vakningarmál fyrir þá, sem þurfa fóðrið sitt úr trogi framleiðslustétta þjóðar- búsins. ORÐ í EYRA Bókstafastríðið Þá er nú maggnústorvi búinn að kasta setunni fyrir róða, og þótti flestum míenn- ingarvitum mál til komið rúmlega það. Hvaða vit er til- aðmynda í að skrifa stytztur með téi, þó svo maður haldi áfram með þetta tilgángslausa err I stærstur og þorskur? Ekki er vafamál, að grunn- skólabörnin kunna vel að meta þetta framtak ráðherrans. Auðvitað yrðu þau mörg kvur þákklátust, ef flest, sem kennt hefur verið til þessa, yrði skor- ið niður við trog. Þeð er nebb- lega miklu auðveldara að snúa sér að félag'svísindum og föndri en flóknum og leiðin- legum \stafsetningarreglum, úreltum stærðfræðiformúlum og níðþúngum óreglulegum sögnum. Ráðherrann hefur sumsé tekið réttan pól í hæðina og heldur vonandi áfram á þess- ari braut, enda þola væntan- legir skylduþrælar grunnskól- ans ekki of míkið álag, ef þeir eiga allir að rennagrunnskeiðið til enda. Hitt verður svo þraut- in þýngri að ákveða, hvar ráð- ast skal til atlögu næst. Jakob þykist samt brandsjúr á því, að það bögglast ekki leingi fyrir brjóstinu á ráðherranum, enda af nógu að taka: Það eru yfir þrjátíu bókstafir uppistand- andi enn. Það er líka spursmál útaf fyrir sig, hvort það borgar sig yfirleitt að vera að burðast með stafsetníngu. Værum við ekki alveg jafnvel sett í vel- væddu nútímaþjóðfélagi, þó að stafsetningarkunnátta menntamálaráðherrans væri bara á borð við dittó hjá simpl- um og einföldum Spánarfara? Og er ekki sjálfsagður hlutur, fyrst okkur tekst ekki að fæla þjöf alýðinn brezka úr varpan- um, að'kasta þeim bókstöfum, sem víð getum okkur að vand- ræðalausu án verið, ”út í yztu myrkur? Svo mætti nú reyndar ein- falda þetta svokallaða talmál líka i anda þeirra úllinga, sem hafa poppið fyrir sinn guð. Mundi ekki tilaðmynda grunn- skólafölki nægilegt að tjáspekt sína með einu hljóði: þvi hljóði, hljóða, sem táknast með bókstafnum A? Þá loxins yrði stafsetningin einföld og auð- veld, svo um munaði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.