Morgunblaðið - 18.10.1973, Page 2

Morgunblaðið - 18.10.1973, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. OKT0BER 1973 Tíðar áætlunarferð- ir milli Reykjavíkur og Stykkishólms Stykkishólmi 16. október. Undanfarið hafa sérleyfis- og hópferðabílar Helga Péturssonar h.f. annazt áætlunarferðir milli Reykjavíkur og Snæfellsness. I sumar voru daglegarferOir, og var það mikil samgöngubót. I vetur verða svo þrjár ferðir í viku frá Reykjavík og vestur þ.e. farið verður frá Reykjavík kl. 10 að morgni þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga, en frá Stykkis- hólmi kl. 9.30 á sunnudögum, mið- Álvktanir HÍP; Skattar lækki, visitala reikn- uð mánaðarlega Morgunblaðinu hafa borizt eft- irfarandi ályktanir frá Hinu fs- lenzka prentarafélagi, sem gerðar voru á fundi 10. þessa mánaðar. Fundur í Hinu íslenzka prentarafélagi, haldinn 10. októ- ber 1973 bendir á, að þær breyt- ingar, sem gerðar voru á skatta- löggjöfinni í upphafi valdatíma- bils núverandi ríkisstjórnar. urðu síður en svo til þess að rétta hlut launastéttanna, það er því vonum seinna að þau stjórnvöld, sem bor- in voru til valda af launastéttun- um, framkvæmi gagngerar breyt- ingar á skattalöggjöfinni, breyt- ingar, sem tryggi verulega lækk- un skatta hjá launafólki og að tryggt verði að eignamenn og at- vinnurekendur greiði skatta í samræmi við raunverulegar tekj- ur og eignir. Fundir í Hinu íslenzka prentarafélagi, haldinn 10.10. 1973 bendir á að á meðan vísital- an er reiknuð á þriggja mánaða fresti, bíður launafólk bótalaust i 3 mánuði eftir verðlagsuppbót, það er því eindregin skoðun fundarins að reikna beri kaup- gjaldsvisitöluna mánaðarlega. Fjórðungsþing Norðlendinga 15. fjórðungsþing Norðlendinga verður haldið á Húsavik dagana 21.—23. okt. nk. Auk vanabund- inna þingstarfa verða flutt fjöl- mörg erindi og Björn Jónsson, félagsmálaráðherra, og Páll Líndal, formaður Sambands ísl. sveitarfélaga, ávarpa þingið. Magnús G. Björnsson, arkitekt, flytur erindi um áætlana- og skipulagsgerð, Bjarni Bragi Jóns- son, forstöðumaður áætlana- deildar Framkvæmdastofnunar ríkisins, fjallar um framvindu áætlunargerðar á Norðurlandi, Guðmundur Guðlaugsson, verk- fræðingur, um samgönguáætlun Norðurlands, dr. Ólafur Ragnar Grímsson, prófessor, um dreif- ingu opinberrar þjónustu, Brynjólfur Ingólfsson, ráðu- neytisstjóri, 'um ferðamál og ferðamálaáætlun, og Steingrímur Hermannsson, alþingismaður, um störf byggðanefndar. Síldarsöltun í dag er verið að salta síld hér á Eskifirði. Það er vélskipið Faxa- borg frá Hafnarfirði, sem kom með síldina úr Norðursjó. Síldin vérður söltuð hjá söltunar- stöðinni Auðbjörgu. Faxaborg kom með 850 kassa af sfld. — fréttaritari. vikudögum og föstudögum. Þessi þjónusta hefur verið með ágætum, enda góðir menn og liprir, sem að henni standa. Oftast nær þegar bifreiðarnar koma, er hópur manna viðstadd- ur, og minnir þetta að nokkru á, þegar strandferðaskipin komu áður fyrr og fólk fagnaði þeim með því að mæta á bryggjunni. Fréttaritari. Kandídatar fá prófskírteinin Afhending prófskírteina til kandftata fer fram við athöfn 1 hátíðasal Háskólans nk. laugar- dag og hefst kl. 14. Vararektor, Ólafur Björnsson, prófessor, ávarpar kandfdata, en deildar- forsetar afhenda prófskfrteini. Eyjabændur eru nú byrjaðir að flytja sauðfé sitt aftur út f Eyjar og þessi mynd var tekin, þegar mótorbátur kom þangað I þessari viku fullskipaður kindum sauðfjárbænda. Kindurnar verða á Stórhöfða, en á myndinni sjást Óskar f Höfðanum og Magnús f Dölum t.h. Mynd Mbl. Sigurgeir. Um 130 umsóknir um lóðir á nýja byggingasvæðinu 1 Vestmannaeyjum Byggingaframkvæmdir hefjast á næstunni vestur á Hamri Á fundi byggingarnefndar Vestmannaeyja f gær lágu fyrir um 130 lóðaumsóknir á nýja byggingarsvæðinu vestur f Hrauni og var ákveðið á fundin- um að framkvæmdir hæfust fyrst vestur á Hamrinum næst sjónum en byggingarsvæðið er tilbúið. Hægt verður að hefja fram- kvæmdir á næstu vikum, en lóða- umsækjendum verður tilkynnt með bréfi um það. Morgunblaðið ræddi f gær við Valtý Snæbjörns- son byggingarfulltrúa Vest- mannaeyja og fékk hjá honum ýmsar upplýsingar varðandi ástand húsnæðismála f Eyjum. Valtýr hefur að undanförnu iðnaðarmenn í Eyjum um að kynnt sér ástand allra húsa í bæn- um, sem eftir eru, 800 talsins. Sagðist hann hafa skipt þessum húsum í fjögur hverfi, en Viðlaga- sjóður hefur nú samið við ganga þannig frá þessum húsum að þau verði öll glerjuð og raf- magni komið í lag. Alls er nú 801 íbúðarhús í bæn- um. Búið er í 342 íbúðum, 83 hús Lóð fyrir veitinga- * hús í Arbæjarhverfi Ákveðið hefur verið að auglýsa lausa til umsóknar lóð fyrir veitingahús í Árbæjarhverfi, að sögn Þórðar Þorbjarnarsonar borgarverkfræðings. Ldðin fyrir veitingahúsið er við Rofabæ þar sem verið er að byggja stóra U- álmu. Búið er að byggja einn hluta álmunnar, íbúðarblokk og kjallara annars hluta, en áformað er að byggja þriðju álmuna skjótt. Lóðin undir veitingahúsið er inni í U-álmunni og er grunnflöturinn 180 fm, en reiknað er með að húsiðverði átveimur hæðum. eru lokuð, en ekki er búið í 459 húsum alls rafmagn er komið á f 393 húsum og hiti í 554 hús, en ókominn í 247 hús. Gler er heilt í 666 húsum, en skemmdir eru enn- þá á 135 húsum. A svæðinu aust- an Kirkjuvegar, sem er meðtalið hér, eru aðeins eftir 75 hús og ennþá er búið í aðeins einu húsi þar, en fyrir gos voru á fimmta hundrað hús austan Kirkjuvegar. Viðlagasjóður ákvað s.l. sunnudag að taka aftur upp viðgerðir á hús- um í Eyjum þ.e. að koma raf- magni í lag og setja gler í þar, sem rúður höfðu brotnað, en áður hafði verið lýst yfir að hús væru víðast hvar á ábyrgð eigenda eftir 1. okt. Valtýr kvað mat húsa nú ganga vel og væri gott hljóð í mönnum. Þó kvað hann mikinn hörgul á iðnaðarmönnum. INNLENT Lægra fiskverð i Þýzkalandi Frá góðaksturskeppni BFÖ á Akranesi. Góðaksturskeppni BFÖ á sunnudag Bindindisfélag öknmanna efnir til sjöttu góðaksturskeppni sinnar f Reykjavfk nk. sunnudag. Að venju verður haft samstarf við lögreglu og Bifreiðaeftirlitið um framkvæmd hennar. BFÖ varð 20 ára á þessu ári og þess vegna er góðaksturinn hafðnr venju fremur viðamikill. Lagt verður af stað frá nýju lögreglustöðinni við Hverfisgötu og ekið víða um borgina, m.a. upp í Árbæjarhverfi og Breiðholts- hverfi, en endastöð verður við Rauðarárvík. Akstursleiðin verður um 24 km og verður þraut- unum dreift á hana og einnig fara fram nokkrar hæfniþrautir við Rauðarárvík. VERÐ á fsfiski hefur lækkað á v-þýzka markaðnum í vikunni. Ekki er vitað, hver ástæðan er, menn geta sér til, að framboðið hafi verið of mikið, en þó þarf það ekki að vera. Ingimar Einars- son, framkvæmdastjóri Félags fs- lenzkra botnvörpuskipaeigenda, sagði f samtali við Morgunblaðið f gær, að íslenzk togveiðiskip myndu selja 1000 lestir af ísfiskif V-Þýzkalandi f þessari viku. Fisk- urinn væri annaðhvort stórufsi eða blandaður fiskur. Hann sagði ennfremur, að menn vonuðu, að fiskverðið hækkaði aftur á næstunni, en það hefur fallið um tæpar 10 kr. að meðaltali í þessari viku. Tvö íslenzk togskip seldu í Bremerhaven i gær. Maf frá Hafn- arfirði seldi 130 lestir fyrir 152.550 mörk eða 5,3 milljónir. Meðalverðið er 40,10 kr. Skuttog- arinn Brettingur frá Vopnafirði seldi 134 lestir fyrir 154 þúsund mörk eða tæpar 5,4 milljónir. Meðalverðið hjá Brettingi var einnig 40,10 krónur. SIGLINGAAÐSTADA VIÐ GELDINGANES Siglingafélag Reykjavíkur hefur sótt um að fá aðstöðu í f jörunni norðan eiðisins, sem liggur út í Geldinganes. Að sögn Þórður Þorbjarnarsonar borgar- verkfræðings hefur borgarráð heimilað að fram fari líffræðileg rannsókn á svæðinu þarna, en náttúruverndarráð fór fram á i slíka athugun þar sem f jölbreytt fugla og sjávarlíf er á svæðinu. Siglingafélagið reiknar með að engir vélbátar verði á svæðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.