Morgunblaðið - 18.10.1973, Síða 3

Morgunblaðið - 18.10.1973, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. OKTÖBER 1973 3 Norðursjórinn: 100 millj. í vikunni Ekkert lát er á sfldarsöltun I Danmörku, og með sama áfram- haldi er hreint ekki ólfklegt, að fslenzku sfldarveiðibátarnir selji fyrir 100 milljónir f þessari viku. Ef það tekst, verður um nýtt met að ræða, en til þess, að svo megi verða verður veðrið og veiðin á Norðursjávarmiðum að vera gott, a.m.k. fram á fimmtudagskvöld. 1 gær seldu sjö bátar f Hirtshals og Skagen, og meðalverðið var sem fyrr í kringum 30 krónur. Eítirtaldir bátar seldu í Hirts- hals: Loftur Baldvinsson EA 2326 kassa fyrir 2.7 milljónir, Isleifur VE 1246 kassa fyrir 1.4 milljónir, Fífill GK 1383 kassa fyrir 1,6 milljónir, Héðinn ÞH 2119 kassa fyrir 2,5 milljónir og Grindvíking- ur GK 2229 kassa fyrir 2.6 milljónir. I Skagen seldu tveir bátar Skirnir AK 2090 kassa fyrir 2,5 milljónir og Sveinn Svein- björnsson NK 1573 kassa fyrir 1,9 milljónir. Vitað er um fimm báta, sem eiga að selja i Danmörku i dag, þeir Isleifur 4. VE með 1350 kassa, Eldborg GK með 1100 kassa, Óskar Magnússon AK með 2100 kassa, Helga 2. RE með 1900 kassa og Tálknfirðingur BA 1400 kassa. Dani sigraði í orgelleik NORRÆNA tónlistarkeppnin fór fram í Stokkhólmi fyrr f þessum mánuði. Keppt var f orgelleik. Aðeins einn fslenzkur þátttak- andi var með í keppni þessari, Marteinn Friðriksson, organisti f Háteigskirkju. Dómarar af tslands hálfu voru Ámi Kristjánsson, tónlistarstjóri, og Ragnar Björnsson, dómorgan- isti. Fyrstu verðlaun hlutu að þessu sinni Daninn Fleming Dreisig og önnur verðlaun Hans Fafius frá Svíþjóð. Keppnin fór mjög vel fram, og leiddi fram f sviðsljósið mikla listamenn á sviði orgelleiks, segir í fréttatilkynn- ingu frá Norræna félaginu. 44 sátu sam- bandsþing Norr- æna félagsins SAMBANDSÞING Norræna félagsins var haldið í Norræna húsinu hinn 5. október sl. Þingið sátu 44 fulltrúar frá 12 félags- deildum. Helztu umræðuefni voru störf félagsins á sfðasta starfsári og væntanleg störf þess á tveimur næstu árum. Þingið gerði tvær samþykktir. Ákveðið var að senda bræðra- félögunum á hinum Norðurlönd- unum árnaðaróskir og þakkir fyrir mikilsverða hjálp vegna eld- gossins í Heimaey. Einnig var ein- dregið varað við skerðingu kennslustunda i norrænum málum I kjarnanámsskrá mennta- skólanna I stjórn voru kosnir; Gunnar Thoroddsen, formaður, Helgi Bergs, varaformaður og auk þeirra Hjálmar Ólafsson, Gunnar Ólafsson, Guðmundur Björnsson, Sverrir Pálsson og Þóroddur Guð- mundsson. Keflavík Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Keflavíkur verður haldinn í Sjálf- stæðishúsinu í Keflavík í kvöld kl. 20.30. Eins og sagt hefur veíið frá f Morgunblaðinu, halda Sjálf- stæðisfélögin I Reykjaneskjör- dæmi aðaifundi sína í þessum mánuði. Þingmenn flokksins í kjördæminu sækja fundina eftir því, sem við verður komið. Frú Bima og hr. Björn flytjast búferlum FRU Birna og hr. Björn hafa jafnan verið mjög ógestrisin og tekið öllum heimsóknum illa þau þrjú ár, sem þau hafa verið búsett í plássi einu sunnan við Hafnar- fjörð. Þau hafa búið í húsnæði, sem hefur verið af lakara taginu, þröngt og litlir möguleikar á eðli- legu einkalífi. Ráðamenn í plássinu hafa haft af þessu áhyggjur og létu því verða sitt fyrsta verk, er peningar fengust, að láta steypa upp nýtt húsnæði handa frú Birnu og herra Birni. En Birna og Björn hafa lítinn áhuga sýnt því að skipta um aðsetur og ekki verið til viðræðu um flutninga. Ráða- mennirnir hafa ekki getað sætt sig veið slíka þrjózku og fengu þvi í gærmorgun mikið lið einvala manna til að flytja hjúin milli bústaða með valdi, Var sérfróður maður fenginn til að skjóta svæf- ingarsprautum í hjúin og þau sið- an hífð í miklu neti upp á bilpall og flutt á milli bústaða. Eru þau nú komin í nýja húsnæðið og virð- ist líka vel, en hafa þó ekki viljað láta neitt uppi um skoðanir sínar i því efni. Stolt þeirra hjóna leyfir slíkt ekki. Brynjólfur Sandholt, dýralækn- ir, skaut þremursvæfingarspraut- um i dýrin, en þó sofnuðu þau aldrei alveg. Hr. Björn reyndi eft- ir megni að veita konu sinni vernd og stillti sér upp við vegg, þrýsti afturendanum að veggnum og reyndi að forðast að síga niður. Á endanum voru þau þó orðin það dauf í dálkinn, að óhætt þótti að fara inn til þeirra og koma netinu utan um þau. Er þáu lágu á bil- pallinum, áttu Brynjólfur og Björn tal saman og fór vel á með þeim, eins og ein myndanna sýn- ir. Þess sakar ekki að geta, að er dýrin komu til safnsins, bæði á fyrsta aldursári, fylgdu þær upp- lýsingar, að bæði væru kvendýr. En siðar fór að bera á því, að annað dýranna kastaði af sér vatni á óvenjulegan hátt, miðað við kyn, og atferli þess var einnig sérstætt. Fór menn að gruna ýmislegt, en áttu þess aldrei kost að kanna málið almennilega fyrr en i gær, að grunur manna var staðfestur: Annað dýrið er karl- dýr. Vonast menn nú til þess, að þessari uppgötvun fylgi ánægju- leg tíðindi síðar meir, þ.e. um f jölgun i fjölskyldunni. — Sveinn Þormóðsson tók myndirnar. Vestur-íslenzk gift- ist forsætisráðherra Nýfundnalands FYRIR skömmu voru gefin saman í hjónaband í Fyrstu Iúthersku kirkjunni í Winnipeg þau Janis Guðrún Johnson frá Winnipeg og herra Frank Moores forsætisráðherra Ný- fundnalands. Myndin er tekin við það tækifæri. Forsætisráðherrafrúin er is- lenzk í báðar ættir, dóttir þeirra hjóna Dorisar Marjorie (Blöndal) og Georgs Johnsons læknis í Winnipeg. Georg lækn- ir var um Iangt skeið heil- brigðismálaráðherra Manitoba- fylkis og síðar menntamálaráð- herra. Georg læknir á ættir að rekja til séra Benedikts Vigfús- sonar á Hólum i Hjaltadal. Kona hans Doris er dóttir þeirra hjóna Ágústs Blöndal læknis og Guðrúnar (Stefáns- dóttir) Blöndal. Það má með sanni segja. að forsætisráðherrafrúin í Ný- fundnalandi hafi sýnt sinum ís- lenzka arfi ræktarsemi. Hún nam íslenzku og íslenzkar bók- menntir við Manitobaháskóla og átti sæti í ritstjórn tímarits ins The Icelandic Canadian. A háskólaárum sínum lagði frúin leið sína til tslands og dvaldist þar sumarlangt við störf i Landsbanka Islands. Sfðar rit- aði hún greinaflokk um tsland í stúdentablöð Manitobaháskóla. Hin unga forsætisráðherra- frú í Nýfundnalandi hefur full- an hug á því að efla sem mest samskipti Nýfundnalands- manna og granna þeirra á Is- landi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.