Morgunblaðið - 18.10.1973, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 1973
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarf ulltrúi
Frétta stjóri
. Augiýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, slmi 10-1 00.
Aðalstræti 6, sfmi 22-4-80.
Áskriftargjald 360.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 22,00 kr. eintakið.
I^íkisstjórn Ólafs Jó-
hannessonar hefur nú
lagt fram 'sitt þriðja fjár-
lagafrumvarp. Þetta frum-
varp ber glöggt vitni um
það stjómleysi, sem ríkir
hér á landi við stjórn efna-
hagsmálanna. Þó að sýni-
legt hafi verið, þegar á
fyrstu mánuðum á valda-
tíma þessarar ríkistjórnar,
að hún hafði lítinn skilning
á fjármálastjóm ríkisins,
hefur sennilega fáa órað
fyrir, að niðurstöðutölur
fjárlagafrumvarpsins yrðu
komnar í 27,4 milljarða við
framlagningu þess nú, og
líklega í um 29,5 milljarða,
þegar það verður afgreitt
sem lög fyrir áramót. Sú
verður niðurstöðutala
þeirra, ef reiknað er með
samsvarandi hækkun á
frumvarpinu nú í meðför-
um þingsins og varð á
frumvarpinu fyrir þetta ár
á þinginu í fyrra.
I umræðum á Alþingi
1969 spáði Halldór E. Sig-
urðsson því við umræður
um fjárlagafrumvarp.að
með sama áframhaldi yrðu
fjárlög komin upp í 19í4
milljarð árið 1975. Tveim-
ur árum siðar tók þessi
sami maður við embætti
fjármálaráðherra og hefði
nú einhver haldið, miðað
við fyrri yfirlýsingar hans,
að nú yrði gert stórátak til
að sporna við þenslunni í
rfkisbákninu. En það var
nú öðru nær.
Síðustu fjárlög Viðreisn-
arstjórnarinnar, þ.e. fjár-
lögin fyrir 1971, hljóðuðu á
11,3 milljarða, en nú er fyr-
irsjáanlegt, eins og áður
getur, að fjárlög ársins
1974 muni hljóða á um 29,5
milljarða. Halldór er því
þegar kominn 10 milljörð-
um fram úr hrakspá sinni á
hendur Viðreisnarstjórn-
inni, en á þó eitt ár eftir til
aðbæta um betur.
Þessi hækkun fjárlag-
anna frá 1971 til 1974 nem-
ur u.þ.b. 160%. Til saman-
burðar má taka, að á tíma-
bilinu 1968 til 1971 hækk-
uðu fjárlögin úr 6,2 I 11,3
milljarða eða um 82%. Nið-
urstöðutölur fjárlaganna
hafa því hækkað tvöfalt
hraðar í tíð vinstri stjórn-
arinnar heldur en áður.
Og hverjar eru svo
ástæðurnar fyrir þessum
gífurlegu hækkunum fjár-
laganna frá ári til árs hjá
vinstri stjóminni. 1 fyrsta
lagi má hér um kenna al-
gjörum skorti ríkisstjórn-
arinnar á allri heildaryfir-
sýn yfir efnahágsmál þjóð-
arinnar.Gripiðer af handa-
hófi til alls konar ráð-
stafana, sem enginn gerir
sér neina grein fyrir,
hvaða afleiðingar hafi
þetta hefur fyrst og fremst
haft þær afleiðingar, að
verðbólguhjólið hefur
snúizt hraðar í tíð nú-
verandi stjórnar en dæmi
eru til áður. Það er ekkert
nýtt, að verðbólga sé á
Islandi, en aldrei hefur
nokkur ríkisstjórn staðið
jafn gjörsamlega ráðþota
gagnvart henni. Er ekki
annað sjáanlegt en að
stjórnin hafi endanlega
gefizt upp við að sporna við
verðbólgunni, þrátt fyrir
yfirlýsingar I stjórnarsátt-
málanum um að stefna ætti
að svipaðri verðbólgu hér
og I nágrannalöndunum.
I annan stað er útþensla
rfkisbáknsins yfirlýst
stefna ríkisstjórnarinnar,
og hefur það að sjálfsögðu
haft sín áhrif á fjárlög
ríkisins. E.t.v. má segja, að
eina stefnan, sem unnt er
OSTJORN
í EFNAHAGSMÁLUM
að greina hjá ríkisstjórn-
inni í efnahagsmálum, og
allir stjórnarflokkamir
virðast vera sammála um,
sé að stefna að stórauknum
ríkisafskiptum. Þetta hef-
ur komið fram á mörgum
sviðum. en þó líklega
hvergi eins greinilega og í
afstöðu ríkisstjómarinnar
og þingmeirihluta hennar
til sjálfsákvörðunarréttar
sveitarfélaganna. 1 tíð
vinstri stjórnarinnar hafa
umfangsmikil verkefni
verið dregin frá sveitar-
félögunum og færð á hendi
ríkisins, jafnframt því
sem tekjustofnar sveitar-
félaganna til frjálsra fram-
kvæmda á sínum eigin veg-
um hafa verið stórskertir.
Til þess að mæta þessum
auknu umsvifum sínum
hefur orðið að grípa til
þess ráðs að þyngja vem-
lega skattaálögur á fólkið I
landinu, eins og enn kemur
fram í þessu fjárlagafrum-
varpi. fíú er ráðgert að
hækka söluskatt um 2% og
lækka fjölskyldubætur og
niðurgreiðslur. Tekju-
skattur á einstaklinga og
félög mun á sama tíma
hækka um 1,8 milljarða frá
yfirstandandi ári.
Fjárlagafrumvarpið, sem
nú hefur verið lagt fram er
talandi vitnisburður um
frammistöðu þessarar
ríkisstjórnar í efnahags-
málunum. Sá vitnisburður
er I samræmi við það, sem
raunar áður átti öllum að
vera kunnugt: algjör
óstjórn ríkir í efnahags-
málunum.
VARANLEG
BYLTING
Eftir
C.L. Sulzberger
Mao Tse-tung
Chou En-lai
PEKING — Örlögin haga því þannig, að
blaðamaður fer eftir ráðleggingu, sem
Teilhard de Chardin fékk hjá vini sínum í
Shanghai: „Skrifaðu um Kfna áður en þú
hefur dvalizt þar of Iengi; seinna brýturðu
pennann."
Eiiginn Vesturlandabúi, sem er illa
undir búinn, kann ekki málið og þekkir
ekki baksviðið, menningarræturnar og
jafnstórkostlega sögulega arfleifð og
þjóðarþjáningu, getur skilið, svo nokkurt
gagn sé að, geysilega víðáttu þessa lands,
arfleifð þess, vonir þess. En þess er krafizt
af blaðamanninum, þótt það sé
ógerningur.
Stjórn Mao Tse-tungs hefur nýlega
minnzt þess, að hún hefur drottnað yfir
elzta og fjölmennasta þjóðríki veraldar í
24 ár. Október er afmæli kínversku
byltingarinnar, mikilvægustu afleiðingar
síðari heimsstyrjaldarinnar, nákvæmlega
eins og rússneska byltingin var helzta
afleiðing fyrri heimsstyrjaldarinnar.
Báðar höfðu marxisma að leiðarljósi,
báðar voru mannskæðar og hvorug varð
sigursæl fyrr en eftir blóðugt borgarastrfð
og hugmyndafræðilegar hreinsanir, sem
sigldu i kjölfarið. Leiðir þeirra urðu
einnig ólíkar. Draumar og þarfir smá-
bænda urðu jafnmikilvægur hornsteinn
byltingarinnar í Kína og vonir iðnverka-
manna urðu hornsteinn rússnesku
byltingarinnar.
Illdeilurnar, sem hafa gosið upp með
þessum tveimur byltingarstórveldum um
ólíka drauma þeirra, nágrannakrytur
þeirra og togstreita þeirra um áhrif í
heiminum eru ef til vill orðnar
mikilvægasta staðreynd síðari helmings
þessarar aldar.
Þótt mótsagnarkennt sé, er mikilvægi
hins nýja Kfna fyrst um sinn fólgið í því
umf ram allt, að viðleitnin til þess að koma
til leiðar breytingum hefur verið stöðug
og forystumennirnir hafa haldizt lengi við
völd. Mao formaður og helzta hjálparhella
hans, Chou En-lai, tóku völdin eftir
stöðuga valdabaráttu, sem stóð I rúma tvo
áratugi.
Mao er áttræður, Chou er 75 ára gamall
og ennþá hægri hönd hans, og enn ráða
þeir örlögum þessa stórbrotna lands.
Þetta er eins og Lenín, sem fyrstur manna
framkvæmdi kenningar Marx með frá-
bærum árangri, hefði enn verið við völd í
JfeUr fJorkStmes:
/V\>>
+ám
Sovétríkjunum 1941, þegar þýzkir
nasistar réðust inn í landið.
Þegar Mao formaður tók við stjórninni f
Klna fyrir tæpum aldarfjórðungi, voru
erfiðleikamir ennþá meiri en blöstu við
Rússum, þegar keisaranum hafði verið
steypt af stóli. Þjóðareining var ekki til í
Kfna. Kína var land ættbálka, léns-
höfðingja og herforingja. Hugmynda-
kerfið, sem uppreisn Sun Yat-sen 1911 lét
í arf, var sundurlaust og ruglingslegt.
Arið 1949 var Kína Iand hungursneyðar,
betlara, flóða og þurrka, taugaveiki, far-
sótta og umfram allt lítilsvirtra, gjald-
þrota bænda, sem voru þjakaðir af
spillingu lénskerfis í upplausn, eymdar,
vesældar, undirgefni og erlendrar yfir-
drottnunar.
Bylting maoista sópaði burtu þessum
rotna arfi og færði f staðinn þjóðarstolt,
reisn og virðuleika. Aðeins lausleg at-
hugun staðfestir vizku vinar Teilhard de
Chardins. Þetta er hægt að skrifa um Kína
án þess að brjóta pennann.
Þegar maoistar tóku við stjórninni, var
Kfna fátækara en Pakistan, Indland og
Indónesfa, matvælaneyzlan á mann var
einn fimmti neyzlunnar i Frakklandi og
meðalaldur rúmlega helmingi lægri en f
Bandaríkjunum. En nú f dag eru Kín-
verjar fullir af lífsþrótti og berjast hægt
en bítandi fyrir því að skapa betra mann-
líf. Landsmenn eru f fyrsta skipti vel
klæddir og fæddir, stoltir af áhrifum sín-
um f heiminum, fullir sjálfstrausts um
eigið öryggi, vel að sér og hraustir.
Þessi afrek hafa kostað mikið blóð og
mikla þjáningu, það gjald sem leiðir af
fjöldabyltingum og umróti. En Kína Maos
hefur staðfastlega fetað eigin veg og efna-
hagsmál, andlegt líf og stjórnmál stærsta
lands jarðarinnar hafa verið endurskoðuð
án þess að gengið hafi verið í smiðju til
Vesturlanda, þar sem velsæld situr í önd-
vegi, eða til Rússlands, þar sem kreddur
ráða.
Þess vegna eru Kínverjar að taka í sínar
hendur forystuhlutverkið meðal van-
þróaðra ríkja þriðja heimsins og virða að
vettugi valdablokkir beggja risaveldanna;
þeir eru ennþá þjóð á reiðhjólum, en þeir
hafa fengið nasasjón af leyndarmálum
kjamorkualdar og eldflaugaaldar.
Tvö veigamestu nýmæli Maos voru sú
ákvörðun hans að grundvalla kínverskt
þjóðfélag á smábændum en ekki tækni-
fræðingum, verkamönnum eða hefð-
bundnum menntarnönnum, og viður-
kenning hans á þörfinni á viðvarandi
byltingu, sem endurnýjast með óregluleg-
um blóðgjöfum.
Sfðari kenningin er róttæk í hæsta máta
og hafin yfir þá trú Thomas Jefferson,
sem hefur ekki verið sannprófuð, að tré
byltingarinnar verði öðru hverju að
endurnærast á blóði harðstjóranna. Mao
formaður lítur svo á, að sigursælar
byltingar móti sínar eigin forréttinda- og
valdastéttir, það sem Júgóslavinn Milovan
Djilas kallaði hina nýju stétt.
Því hefur Mao komizt að þeirri niður-
stöðu, að uppræta verði hverja nýja stétt
jafnóðum og kasta henni fyrir róða,
hvenær sem það sé nauðsynlegt. Eða eins
og hann sagði albanskri sendinefnd fyrir
sex árum: „Uppbygging sísíalisma kemst
ekki I framkvæmd með einni, tveimur,
þremur eða fjórum menningarbyltingum.
Þær verða að vera miklu fleiri.“
Kfnverjar hafa því minnzt byltingar,
þótt-þeir séu á kafi I byltingu og hún eigi
langt í land. Byltingarnar verða nánast
endalausar og hver einasti Kínverji stend-
ur í byltingu. En endalaus bylting ber með
sér hættu á endalausri áhættu. Kínverjar
vita líka, að þetta gjald verða þeir að
greiða fyrir stórstígari framfarir en heim-
urinn hefur hingað til kynnzt.