Morgunblaðið - 18.10.1973, Page 18

Morgunblaðið - 18.10.1973, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. OKTÖBER 1973 Skólameistari í setningarræðu: Skuggalegar horfur i byggingarmálum MÍ „EF HALDIÐ verður áfram þeirri stefnu að skera f járveiting- ar niður við trog, án nokkurs til- lits til raunhæfra byggingar- áfanga eða brýnna þarfa, er sýnt, að framkvæmdir við Menntaskól- , ann á ísafirði einan munu drag- ast langt á annan áratug. Þessar skuggalegu horfur f byggingamál | um skólans valda þeim mun meiri vonbrigðum, þegar þess er gætt, að bygging M.l. átti að vera eitt fyrsta verkefnið, sem kom til kasta nýrrar ríkisstofnunar, framkvæmdadeildar Innkaupa- stofnunar rfkisins. Samkvæmt sérstakri lagasetningu átti þessi stofnun að bæta úr ófremdar- ástandi þvf, sem lengi hefur rfkt f byggingarframkvæmdum á veg- um rfkisins.“í petta kom meðal annars fram í skólasetningar- ræðu Jóns Baldvins Hannibals- sonar, er Menntaskólinn á isa- firði var settur 22. sept. sl. Var skólinn þá settur í 4. sinn við hátfðlega athöfn f Alþýðuhúsinu á Isafirði, að viðstöddum nemend- um, aðstandendum og öðrum gestum. Við skólasetninguna flutti for- maður nemendafélags skólans, Elísabet Þorgeirsdóttir, ávarp og bauð nýja nemendur sérstaklega Pólland - England 1:1 London, 17. okt. NTB Jafntefli varð í knatt- spyrnuleiknum milli Pólverja og Englend- inga á Wembley leik- vanginum í London í kvöld 1:1. Þar með komust Pólverjar í úr- slitakeppnina í Vestur- Þýzkalandi í sumar og er það í fyrsta sinn frá því árið 1938. Jafnframt er þetta í fyrsta sinn, sem Bretar komast ekki í úr- slitakeppnina frá því þeir tóku fyrst þátt í heimsmeistarakeppn- inni árið 1950. velkomna. Því næst flutti skóla- meistari ræðu og rifjaði upp helztu áfanga á ferli skólans til þessa. Fyrsti nemendahópurinn taldi aðeins 35 manns, annað árið voru nemendur 75, 120 þriðja árið og í haust bættust 60 nýir nem- endur f hópinn. Fyrsta skólaárið starfaði einn fastráðinn kennari við skólann ásamt skólameistara. I ár verða fastráðnir kennarar i fullu starfi 8 fyrir utan stundakennara, sem eru 7 talsins. Athygli vakti, að f hópi stundakennara eru tveir af framandi þjóðerni: Frú Dina Sjabakajeva, sem er sovézkur ríkisborgari, kennir rússnesku og ensku, og Willy Carl van den Hoonaard, sem er Hollendingur, | en kanadískur rfkisborgari og fé- lagsfræðingur að mennt, kennir félagsfræði. Aðalverkefni van Hoonaards verður hins vegar að vinna að félagsfræðilegri rannsókn á lífi og starfi sjómanna í útgerðarbæj- um við Djúp. Þetta rannsóknar- verkefni mun hann leggja fram til doktorsvamar við Manchester- háskóla. Námsefni til stúdentsprófs við Ml er skipulagt á þremur kjör- sviðum, eðlisfræði-, náttúrufræði- og félagsfræðikjörsviði. Námsefni á félagsfræðikjörsviði er einkum frábrugðið námsefni annarra menntaskóla. Fyrir utan sameig- inlegt námsefni í kjama í sam- tíðasögu, félags- og stjórnmála- fræði, leggja nemendur á þessu kjörsviði stund á rekstrar- og þjóðhagfræði, bókfærslu, reikn- ingshald og stjórnun. Tungumála- nám samsvarar því, sem er í ný- máladeildum annarra mennta- skóla. Þá gat skölameistari þess, að kennsla í valgreinum hæfist í fyrsta sinn við skólann á þessu skólaári. T.d. væri boðið upp á námskeið í latínu, rússnesku, ís- lenzkum og erlendum samtíða- bókmenntum, tónfræði og tónlist- arsögu. Síðastnefnda greinin væri kennd í samvinnu við Tónlistar- skóla Isafjarðar. Auk þess hefði skólinn samvinnu við Iðn- og tækniskóla Isafjarðar. Raun- greinadeildarmenn við Tækni- skólann tækju hluta af námsefni sinu við Menntaskólann og menntskælingar gætu valið sér vélstjóranám við Iðnskólann sem valgrein. Eins og fyrr segir ræddi skóla- meistari um þær skuggalegu horf- ur, sem framundan væru í bygg- Hafnar Tho Nóbels- verðlaununum? Parls, 17. okt. AP. Haft er eftir n-vietnömskum embættismanni í Parfs, að hann sé persónulega þeirrar skoðunar, að Le Duc Tho, sem hlaut friðar- verðlaun Nóbels, ásamt Henry Kissinger, muni hafna þeim. Enn hefur ekkert heyrzt frá Hanoi um verðlaunaveitinguna en n- vietnamski embættismaðurinn sagði, að hún væri ósmekkleg, þar sem hún skipaði þeim Tho og Kissinger á sama bekk. N-Vietnamar hafa aldrei viður- kennt að samningar þeirra Thos og Kissinger hafi verið pólitísk málamiðlun heldur lýst þá ein- hliða sigur fyrir Vietnama. Veiting 8 friðarverðlaunanna hefur verið harðlega gagnrýnd viða um lönd. Meðal þeirra, sem telja, að ekki hefði átt að veita þau Kissinger og Tho, er Dagfinn Varvik, utanríkisráðherra Noregs. I NTB fréttum er haft fyrir satt, að talsverð óeining hafi verið í Nóbelsnefndinni um hver verð- launin skyldi hljóta og hafi val þeirra Kissingers og Thos ver- ið ákveðið með þremur atkvæðum gegn tveimur. Búizt var við, að skýrt yrði frá veitingu bókmenntaverðlauna Nóbels i dag, en ekki varð af þvi. Helzt eru taldir koma til greina tyrkneska skáldið Yasar Kemal, og Ástralíumaðurinn Patrick White, en einnig hefur verið minnzt á Graham Green sem líklegan. NAUÐUNGARUPPBOÐ sem auglýst var í 58., 59. og 60 tölublaði Lögbirtingablaðsins 1 973 á Löngubrekku 32 — hluta -—, þingl. eign Sigríðar Guðmundsdóttúr, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 24 október 1973 kl. 1 2 Bæjarfógetinn f Kópavogi ingarmálum skólans. Hann sagði ennfremur, að meginverkefni framkvæmdadeildar Innkaupa- stofnunar ríkisins ætti að vera að tryggja, að tæknilegur undirbún- ingur verks væri vel unninn fyrir- fram og að heillegir byggingar- áfangar kæmust I notkun á sem skemmstum tíma. Þetta ætti að koma í veg fyrir, að f jármagn lægi lengi bundið í hálfköruðu hús- næði. Þær vonir, sem menn gerðu sér um bætt vinnubrögð, for- gangsröðun framkvæmda og auk- inn framkvæmdahraða, hefðu ekki rætzt, a.m.k. ekki að því er varðaði Ml. Hann sagði að lokum: „Ef taka á 5 ár að byggja heimavist fyrir 80 nemendur ásamt mötuneyti, mun væntanlega sækjast seint að byggja yfir þá menntaskóla, sem fyrir eru í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi, hvað þá nýja skóla á Egilsstöðum og e.t.v. viðar, ef það á að gerast með sama fram- kvæmdahraða. Viðlagasjóður: Rafmagn og gler í öll Eyjahús Viðlagasjóður hefur nú samið við sjálfstæða verktaka, iðnaðar- menn I Eyjum, um að ganga frá og gera þannig við hús I Eyjum að gler sé heilt I þeim og rafmagn f lagí- „ Að sögn Hallgríms Sigurðs- sonar hjá Viðlagasjóði er talið að þessu verki verði lokið á næstu vikum, en ekki mun hægt að kynda sum hús fyrr en farið verður að búa í þeim, vegna þess hve mikið eftirlit þarf að hafa með kyndikerfum þeirra. Verða húsin þó varin eftir getu. — Hitaveita Framhald af bls. 32 flokksins, enda skrifaði fulltrúi hans í samninganefnd undir samninginn með fyrirvara og full- trúi Alþýðuflokksins í bæjarráði lýsti óánægju með ýmis atriði þegar hann var lagður fram þar. Það hefur verið mikið baráttu- mál sjálfstæðismanna í Hafnar- firði, að fá hitaveitu í bæinn og hafa þeir haft frumkvæði í málinu ásamt Vilhjálmi Skúla- syni fulltrúaóháðra borgara. Þess er hins vegar að vænta, að allir bæjarfulltrúar muni greiða at- kvæði með samningnum, enda er hér vafalaust um stærsta málið að ræða, sem afgreitt verður í bæjar- stjórn Hafnarfjarðar á þessu kjör- tlmabili. Miðað við núverandi verðlag er reiknað með að þessi framkvæmd kosti Hitaveitu Reykjavfkur um 600 miilj. kr., en m.a. fær Hitaveitan þarna aukna möguleika á nýtingu heita vatnsins, sem hún hefur yfir að ráða.“ — Skriðdrekaorrusta Framhald af bls.l að þó nokkur átök hafa verið þar engu að síður, að minnsta kosti lenti ljósmyndari Associated Press-fréttastofunnar, Horst Faas, í meiriháttar stórskotaliðs- orrustu á leiðinni til Damaskus. Hussein, Jórdaníukonungur, ræddi átök ísraels og Araba I fyrsta sinn opinberlega í dag og sagði þar meðal annars, að fram- tíð hinna stríðandi aðila héngi nú á bláþræði. Hann sló mjög úr og í og sagði, að friður kynni að vera vlðs fjarri — en gæti líka verið nærri. Hann hélt uppi vörnum fyrir þátttöku Jórdaníu I styrjöld- inni, sagði menn sína berjast hraustlega með sýrlenzka hern- um, og kvaðst aldrei kaupa frið því verði að gefa eftir réttindi Jórdaníu til landsvæðanna, sem Israelsmenn hefðu tekið I sex daga stríðinu, þar á meðal Jerúsalem. — Kosygin Framhald af bls.l hernumdu svæðin frá 1967, svo framarlega sem jafnframt væru gerðar ýmsar minni háttar breytingar á landamærunum. Forsetinn skýrði frá þessu á fundi með fréttamönnum I París og kvað þetta sýna, að sjónarmið Israela hefðu nálgast Araba. Aðspurður hvað við væri átt með „minni háttar breytingum á landamærunum" sagði forsetinn, að þær þýddu tilfærslur hér og þar sem næmi einungis nokkrum kílómetrum. Orðrómurinn um komu Kosygins til Kairo er upphaflega til þess rakinn, að aflýst var fundi, sem til stóð að forsætis- ráðherra Dana, Anker Jörgensen, ætti með Kosygin I gær og að Jörgensen var tilkynnt, að Kosy- gin gæti ekki komið til veizlu hans í danska sendiráðinu I Moskvu. Sömuleiðis var óvenju- stór og virðuleg bifreiðalest úti fyrir sovézka sendiráðinu í Kairo I gærkveldi. Sovétmenn hafa viðurkennt, að hafa sent vopn og vistir til Araba en segja markmið sitt það eitt, að hjálpa Aröbum að ná aftur her- numdu svæðunum frá 1967. Haft er eftir dönskum heimildum, að Leonid Brezhnev, leiðtogi sovézka kommúnistaflokksins hafi tjáð Anker Jörgensen á 3_klst. fundi þeirra I gær, að æskiíegast væri að binda sem fyrst enda á átökin milli Israels og Araba, og að Bandarikin og Sovétríkin bæru sérstaklega ábyrgð á því að svo mætti verða. Þó segir Tass I dag að styrjöld Araba gegn Israel sé hluti víð- tækrar þjóðfrelsisbaráttu gegn heimsvaldasinnum. Sakar frétta- stofan Kínverja sérstaklega um hálfvelgju I stuðningi við Araba. . . ■ O — — Olíuframleiðsla Framhald af bls.l verði þegar vart I Banda- rfkjunum innan mánaðar. I tilkynningu ráðherranna um mál þetta segir ennfremur, að þau lönd, sem styðji Araba i átökunum við Israelsmenn muni fá jafn mikla olfu og hingaðtil. Nixon forseti Banda- rfkjanna hafði f dag átt fund f Hvíta húsinu með utanrfkis- ráðherrum fjögurra Araba- landa, þ.e. Saudi-Arabfu, Marokko, Kuwait og Alsír. Ræddu þeir allar hliðar deilunnar milli Israels og Araba og sagði utanrfkisráð- herra Saudi-Arabfu að við- ræðum loknum, að þær hefðu verið einkar nytsamlegar. Hann kvað ráðherrana fjóra hafa mætt þar fyrir hönd átján Arabaríkja. — „Friðaráætlun” Framhald af bls.l kg, sem menn hér segja mjög hátt. SAMKOMULAG ENN NAUÐSYNLEGRA NU Blaðið Grimsby Evening Telegraph hefur í dag eftir Anthony Crossland, verka- mannaflokksþingmanni héðan frá Grimsby, að bæði Bretum og Islendingum sé samkomulag í fiskveiðideilunni ennþá nauð- synlegra nú en fyrir nokkrum mánuðum. Nú líti út fyrir, að liðið geti tvö ár eða meira þangað til Hafréttarráðstefna S.Þ. komist að nokkurri niður- stöðu um fiskveiðilögsögu og það er að sjálfsögðu segir Cross- land, allra áhugamál, að þorska- striðið haldi ekki áfram næstu tvö árin. Spurningin er, segir hann, hvort tilboð Heaths muni nægja til að vernda hagsmuni Grimsby en menn verða að sætta sig við þá staðreynd, að endanleg niðurstaða samkomu- lags hiýtur að verða málamiðl- un, þar sem báðir aðilar gefa eftir. Cross kveðst einlæglega vona að samkomulag náist og út- koman verði viðunandi en bætir við, að dómur þar um verði að bíða unz fyrir liggja endanlegir skilmálar samkomu- lags og hægt er að reikna út i smáatriðum áhrif þess á Grims- by. I gær sagði sama blað frá niðurstöðum viðræðna þeirra Heaths og Ölafs í stórri frétt á forsíðu, ásamt mynd undir 7 dálka fyrirsögn. Þar eru ein- stök atriði reifuð og siðan segir blaðið: „Vegna áhrifa kommún- ista í íslenzku ríkisstjórninni er nokkurt vafamál, hvort Ölafi Jóhannessyni tekst að fá stjórn sina til að samþykkja þessar friðartillögur." — Gæsla slök Framhald af bls. 14. um framlengingu laganna um bann við veiðum með botnvörpu og flotvörpu. Er þar einnig um að ræða staðfestingu á bráðabirgða- lögum. Lúðvik Jósepsson, sjávarút- vegsráðherra, fylgdi frumvarpinu úr hlaði og sagði að óhjákvæmi- legt væri að framlengja núgild- andi lög um þetta efni, þar sem ekki hefði tekist á síðasta þingi að afgreiða ný lög um veiðibann. Boðaði hann framlagningu nýs frumvarps, sem til stendur að afgreiðasem lögfyrir áramót. Jón Ármann Héðinsson (A) sagði, að mistök hefðu orðið sl. sumar með veiðar á Faxaflóa, þar sem menn hefðu ekki virst skilja auglýsingu sjávarútvegsráðu- neytisins um leyfilega möskva- stærð á ýsunetum, þar sem i aug- lýsingunni hefði aðeins verið tal- að um þorskanet. Uppvist hefði orðið um ólöglegar veiðar með of smáriðnum ýsunetum og vildi hann af þessu tilefni spyrja ráð- herra um, hvort efla ætti eftir- litið. Jón Amason (S) sagði, að þrá- látur orðrómur hefði verið um, að slakað hefði verið verulega á gæslunni nær iandi, þar sem varð- skipin þyrftu að einbeita sér að eftirlitinu með Bretunum utar á miðunum. Svo væri t.d. á Faxa- flóa. Varpaði hann því fram, i hvort ekki væri hægt að fá minni skip til að stunda þetta eftirlit. Vildi þingmaðurinn fá að vita, hvað ráðherrann hugsaði sér að gera til að bæta úr þessu ástandi. Lúðvik Jósepsson kvað þrjá að- ila einkum hafa haft eftirlitið á sinni hendi, en það væru Land- helgisgæslan, Fiskmat ríkisins og fiskifræðingar hjá Hafrannsókna- stofnuninni. Hefði ráðuneytið gengið eftir þvf við þessa aðila, að eftirlitið yrði hert. Þetta væri aftur á móti timafrekt starf, sem þessar stofnanir ættu oft erfitt með að rækja. Sagði ráðherrann, að rætt hefði verið um að ráða sérstaka starfsmenn til að hafa með höndum þetta eftirlit, en ekki væri það á framkvæmdastigi ennþá. Að umræðu lokinni var frum- varpinu vísað til 2. umræðu og sjávarútvegsnefndar. — Sjónvarp Framhald af bls. 14. inu. En ekki er víst, að allir geri sér grein fyrir, að svo þýðingar- mikið sem sjónvarpið er þéttbýl- inu, er þjónustuhlutverk þess hvergi mikilvægara en í strjálbýl- inu. Þar sem fásinni og einangrun er mest, hefur sjónvarpið mestu hlutverki að gegna. Af þessu leiðir, að sjónvarpið er eitt hið þýðingarmesta tæki til að stuðla að byggðajafnvægi. Hins vegar hefur það hinar alvarlegustu af- leiðingar, ef sum byggðarlög eru afskipt sjónvarpinu. Svo er ein- mitt ástatt f dag í mesta strjálbýl- inu. Þannig hefur tilkoma sjón- varpsins ekki orðið þessum byggðarlögum lyftistöng, en þvert á móti aukið á jafnvægisleysið milli þeirra og þéttbýlisins. Við svo búið má ekki standa." Tillaga framsóknarþingmanna hljóðar svo: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að láta gera þriggja ára áætlun um útbreiðslu sjónvarps með byggingu endurvarpsstöðva eða aðstoð við einstök býli, þar sem ekki næst sending frá slíkum endurvarpsstöðvum, en unnt er ! að skapa móttökuskilyrði með öðrum hætti. Skal að því stefnt, að öll býli, sem telja má að notið geti sjónvarpsútsendinga með við- ráðanlegum stofnkostnaði, hafi fengið þá aðstöðu að fram- kvæmdatimabilinu loknu. Til framkvæmda samkvæmt áætlun þessari skal aflað fjár- magns þannig, að þær geti hafizt á árinu 1974.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.