Morgunblaðið - 18.10.1973, Qupperneq 32
sólargeislinn
írá Florida
pJn>r0íWinMíiIfciit>
Fékkst þú þér
TROPICANA
■ i morgun?
MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1973
Hitaveita 1 Hafnarfjörð — Samningurinn tekinn fyrir í dag:
600 milljóna framkvæmd
Hitaveitu Reykjavíkur
1 dag verður lagður fram til
afgreiðslu f bæjarstjórn Hafnar-
Guðbjörn Jensson skipstjóri sýn-
ir Birgi Isleifi Gunnarssyni borg-
arstjóra, og Halldóri E. Sigurðs-
syni fjármálaráðherra, bró
Snorra Sturlusonar. A efri mynd-
inni er togarinn í Reykjavfkur-
höfn.
Snorri Sturluson kom til
landsins í gærdag
Skuttogarinn Snorri Sturluson
RE 219 kom til heimahafnar f
Reykjavík f gær frá Spáni, en þar
var skipið afhent Bæjarútgerð
Reykjavíkur fyrir tveimur
vikum. Var skipið 5 daga á
leiðinni heim og reyndist skipið
vel í alla staði að sögn Marteins
Jónassonar framkvæmdastjóra
Bæjarútgerðar Reykjavfkur.
Gekk allt að óskum og vélar og
annar bónaður reyndist vel að
sögn áhafnarinnar.
Skipstjóri á Snorra Sturlusyni
er Guðbjörn Jensson, I. vélstjóri
er Ölafur Torfason og I. stýri-
maður Jóhann Sigurgeirsson.
Allir þessir menn voru á Þorkeli
mána, en nó er bóið að selja hann
og var honum siglt til Skotlands í
brotajárn. Söluverð Þorkels mána
var 3,5 millj. kr.
Snorri Sturluson er þriðji stóri
Spánartogarinn, sem kemur til
landsins. Hinir voru Bjami
Benediktsson og Júní, en fjórði
togarinn mun verða afhentur um
jólaleytið og hefur Bæjarútgerð
Reykjavíkur ákveðið að hann beri
nafnið Ingólfur Arnarson.
Þessir stóru togarar eru þannig
búnir, að hægt er að renna vara-
trollinu strax út á meðan gert er
við rifna trollið og er Ut-
búnaðurinn þannig, að það borgar
sig að taka varatrollið í notkun ef
bæting tekur meira en 5 mínútur.
Er þetta nýmæli á skipum hér-
Iendis og getur munað mjög
miklu á veiðitíma.
Þegar samningar um kaupverð
á þessum togurum voru gerðir,
var kaupverð um 150 millj. kr., en
eitthvað mun bætast við þá upp-
hæð vegna breytinga i peninga-
málum.
Snorri Sturluson fer á veiðar
eftir nokkra daga, en eftir er að
ganga frá veiðarfærum um borð í
skipið og öðrum búnaði.
Utvarpsumræður um
stefnu stjórnarinnar
Geir Hallgrímsson og Gunnar Thoroddsen
tala af hálfu SjálfstæðLsflokksins
I KVÖLD verður útvarpað frá
Alþingi umræðum um stefnu-
ræðu rfkisstjórnarinnar, sem
Ólafur Jóhannesson, fosætis-
ráðherra, flytur. Ræðumenn af
hálfu Sjálfstæðisflokksins
verða þeir Geir Hallgrfmsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins,
og Gunnar Thoroddsen, for-
maður þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins, og tala í 15 mfnútur
hvor.
tJtvarpsumræðurnar hefjast
kl. 20. Ólafur Jóhannesson, for-
sætisráðherra, fær fyrst 30
mfnútur til umráða til flutn-
ings stefnuræðunnar. Röð
flokkanna er annars þessi:
Framsóknarflokkur, Alþýðu-
flokkur, Sjálfstæðisflokkur,
Samtök frjálslyndra og vinstri
manna og Alþýðubandalag.
Bjarni Guðnason fær 15 mfnut-
ur til umráða í lok fyrri um-
ferðar, en umferðirnar verða
tvær og hefur hver flokkur til
umráða samtals 30 mfnútur.
Af hálfu Alþýðuflokksins
verða ræðumenn Gylfi Þ. Gfsla-
son og Benedikt Gröndal. Af
hálfu Samtaka frjálslyndra og
vinstri manna verða ræðumenn
Björn Jónsson og Magnús Torfi
Ólafsson. Af hálfu Alþýðu-
bandalagsins verða ræðumenn
Lúðvfk Jósepsson og Magnús
Kjartansson. Auk Ölafs
Jóhannessonar talar af hálfu
Framsóknarflokksins Vil-
hjálmur Hjálmarsson.
fjarðar samningur milli Hita-
veitu Reykjavfkur og Hafnar-
fjarðar um gerð hitaveitu f
Hafnarfirði. Morgunblaðið sneri
sér til Arna Grétars Finnssonar
bæjarfulltrúa sjálfstæðismanna
og innti frétta af málinu.
„Samningurinn,“ sagði Ámi
Grétar, „er um að Hitaveita
Reykjavfkur taki að sér að leggja
og reka hitaveitu í Hafnarfirði.
Samkvæmt samningnum er gert
ráð fyrir að hitavéita verði komin
í allan bæinn á árunum 1976 og
1977, en reiknað er með að fram-
kvæmdir hefjist næsta ár. Hita-
veita Reykjavíkur fær með þessu
samningi rétt til að hagnýta hita-
orku í landi Hafnarfjarðar í
Krísuvík til húsahitunar.
Heita vatnið verður selt á sama
verði í Reykjavík og Hafnarfirði,
en í dag er áætlað, að hita-
kostnaður Hafnfirðinga sé um 100
millj. kr. á ári, en væri miðað við
gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur í
dag, um það bil 48 millj. kr.,
þannig að Hafnfirðingar myndu
spara sér 1 millj. kr. á viku i
Einn í gæzlu-
varðhald á
Sauðárkróki
RANNSÓKN er langt komið á
orsökum dauða Skarphéðins
Eiríkssonar, bónda, á Sauðár-
króki sl. föstudagsmorgun, en
eins og áður hefur verið skýrt frá,
voru talsverðir áverkar á líkinu,
er það fannst við hús f bænum.
Einn maður var á þriðjudag úr-
skurðaður f gæzluvarðhald vegna
rannsóknar málsins.
Jóhann Salberg Guðmundsson,
bæjarfógeti, sagði f viðtali við
Mbl. f gær, að allmargir menn
hefðu verið yfirheyrðir, og sumir
ftrekað. Vitnaleiðslum væri þó
senn að ljúka. Krufningarskýrsla
hafði ekki borizt honum f gær, en
hann taldi, að e.t.v. gæti hún orð-
ið tilbúin f dag eða á morgun.
kyndingarkostnaði miðað við nú-
verandi verðlag. Mál þetta hefur
verið lengi á döfinni og sérstak-
lega hefur komið fram andstaða
við málið frá fulltrúum Alþýðu-
Framhald á bls. 18.
Olíusamningarn-
ir við Rússa eru
„óhagstæðari,,
SAMNINGANEFND olfufélag-
anna er samdi um kaup á olfu frá
Sovétrfkjunum kom heim f gær
frá Moskvu og leitaði Morgun-
blaðið frétta um gang mála hjá
Indriða Pálssyni forstjóra Skelj-
ungs, en hann var einn samninga-
manna.
„Þessir samningar, sem við
gerðum nú, eru okkur óhagstæð-
ari en síðast af tveimur ástæð-
um,“ sagði Indriði. „Sú fyrri er,
að heimsmarkaðsverðið hefur
verið að hækka á þessu ári, en
okkar samningar hafa verið
bundnir heimsmarkaðsverði á al-
þjóðlegum skráningum. Sfðari
ástæðan er sú, að nú var samið um
minni afslátt en áður, en hins
vegar tel ég það hagstætt að við
höfum tryggt landinu olíu og
samningana tel ég hagstæða mið-
að við aðstæður."
300 milljónir
fyrir ónýt hús
í Eyjum
UM 300 millj. kr. mun Við-
lagasjóður greiða n.k.
laugardag fyrir ónýt hús f
Vestmannaeyjum og er það M
af brunabótamati þeirra. Er
þetta fyrsti áfangi f að greiða
brunabótamatið, en það verður
gert f fjórum áföngum. Næstu
gjalddagar eru 1. jan. 1974, 1.
apríl og 1. júlf sama ár.
Mikil fundahöld um skýrslu
forsætisráðherra — en inni-
haldið er trúnaðarmál
FORSÆTISRAÐHERRA gaf f
gærmorgun rfkisstjórninni
skýrslu um viðræður sfnar við
forsætisráðherra Breta um land-
helgisdeiluna og lagði fram þær
tillögur aðila, sem fram komu f
viðræðunum til lausnar deilunni.
Sfðar um daginn gaf svo Ólafur
Jóhannesson utanrfkismálanefnd
Alþingis skýrslu um viðræðurnar
en að þvf búnu var málið kynnt f
öllum þingflokkunum. Farið er
með efni skýrslunnar sem
trúnaðarmál, og þvf vörðust leið-
togar stjórnmálaflokkanna allra
frétta um afstöðuna til hennar,
þegar Morgunblaðið hafði sam-
band við þá f gær. 1 viðtali við
Morgunblaðið f gærkvöldi sagði
Ólafur Jóhannesson: „Við bfðum
eftir því að heyra álit flokkanna
áður en næsta skref f málinu
verður ákveðið."
Geir Hallgrímsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði í
samtali við Morgunblaðið, að
fundur hefði verið haldinn í utan-
ríkismálanefnd kl. 3 f gær og
hefði forsætisráðherra þar gert
grein fyrir viðræðum sínum við
brezka forsætisráðherrann. Síðan
hefði málið verið kynnt innan
þingflokkanna, m.a. þingflokks
sjálfstæðismanna, en þess hefði
verið óskað, að farið væri með
skýrsluna sem trúnaðarmál og
þess vegna væri ekki meira um
hana að segja á þessu stigi. I sama
streng tók Gylfi Þ. Gíslason, for-
maður Alþýðuflokksins. Hann
kvað þingflokk Alþýðuflokksins,
hafa byrjað að kynna sér efni
skýrslunnar í gær, en fjallað yrði
frekar um málið í dag. Að öðru
leyti vildi hann ekkert um málið
segja.
Þá leitaði Morgunblaðið einnig
álits Björns Jónssonar, ráðherra,
á skýrslunni en fékk áþekk svör.
Hann kvað menn vera enn að
bræða með sér hvað fælist i
skýrslunni. Forsætisráðherra
hefði gefið ráðherrunum skýrslu
um málið á ríkisstjórnarfundi, en
menn hefðu þar ekki tjáð sig um
efni hennar heldur tekið hana til
nánari athugunar innan sinna
flokka. Kvað hann þingflokk og
framkvæmdastjórn Samtaka
frjálslyndra og vinstri manna
eiga eftir að fjalla um málið, en
bjóst við að menn gæfu sér góðan
tfma til þess.
Ragnar Arnalds, formaður Al-
þýðubandalagsins, sagði að þing-
flokkur Alþýðubandalagsins
hefði komið saman til fundar
eftir að forsætisráðherra hafði
gefið skýrslu sfna fyrir utanríkis-
málanefnd. Hefði á fundi þessum
verið fjallað um skýrsluna, og
gerð um hana samþykkt, en
Ragnar kvað hann ekki til birting-
ar á þessu stigi málsins.