Morgunblaðið - 24.10.1973, Síða 5

Morgunblaðið - 24.10.1973, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÖBER 1973 5 „Snillingur fullur af mannást” SÝNING Alfreðs Flóka i Boga- salnum var fjölsótt, og yfir helmingur myndanna seldist. Myndirnar á syningunni gerði Flóki aðallega á þessu ári, en þó var nokkuð af myndum, sem hann gerði eftir sfðustu sýningu sína einvörðungu myndum eftir Alfreð Flóka. Ég er mjög hress.“ „Ertu ánægður með viðtökurn- ar?“ „Já, mjög ánægður. Þetta er eflaust sú sýning, sem hefur hlotið beztar viðtökur og farið bezt í fólkið. Svo fór Björn Th. Björnsson ákaflega vinsamlegum orðum um mig í sjónvarpinu um helgina, enda er Björn kúltur- maður. Ekki hef ég orðið var við aðra kritikkera, en hins vegar Framhald á bls. 18 1970. Við sátum í Bogasalnum á sunnudaginn og röbbuðum saman við Flóki. Mannmergð var í saln- um að skoða myndir, og um hann fór ljúfur kliður. Konurnar á veggjunum, ævintýraverurnar, voru hljóðar, en töluðu þó sínu máli og áhugi streymdi úr augum áhorfendanna. Sýningargestur kom til okkar og spurði listamanninn, af hverju hann teiknaði ekki einnig þjóð- legar myndir úr atvinnulífinu og þjóðlífinu. Flóki sagði, að það gæti vel verið, að næsta sýning sln yrði öll í þeim dúr. „Annars skal ég segja þér,“ sagði Flóki, „þótt enginn trúi þvi, að ég vann í eina tið tvö sumur hörðum höndum hjá Eimskip og var meira að segja oft tekinn í eftirvinnuslag á kvöldin vegna vinnuhörku minnar. Mér finnst alveg nóg að sofna á kvöld- in með blóðbragð í munninum, þó að ég fari nú ekki að rifja upp þessa vinnuhörku." Sýningargesturinn gaf sig ekki og Flóki Iétti undir með honum og sagðist rejmdar vera að hugsa um að snúa sér meira að íslenzkum þjóðsögum og huldustelpum. „Annars held ég mig við efnið,“ hélt listamaðurinn áfram, „en legg þó meiri áherzlu á klassíska uppbyggingu en ég hef áður gert. Mótívin eru þó gegnumgang- andi ákaflega rómantísk. Ég geri yfirleitt blíðar myndir við hæfi taugaveiklaðra barna á öllum aldri.“ „Hvernig er vinnuaðstaðan?" „Ég er nú fluttur í Grana- skjólið, og þar hef ég ágætis vinnustofu, og svo hef ég íbúð í Kaupmannahöfn, þar sem ég hef einnig ágæta vinnustofu." „Þú myndskreyttir nýlega ljóðabók dansks skálds.“ „Einmitt, ljóðabók Ulfs Gudmundssen og þar er áfram- haldandi ráðabrugg á döfinni. Við erum báðir miklir aðdáendur Jack the rippers, Jakobs líkskera, en Ulfur er að skrifa bók um hann og ég myndskreyti." „Hvað finnst þér um mynd- listaráhuga íslendinga?" „Hér er geysilegur áhugi fyrir myndlist, ég held alveg einsdæmi í heiminum. Að mínum dómi er mjög mikil gróska hjá mörgum ungum myndlistarmönnum hér.“ I þessu kom einn sýningar- gestur og spurði Flóka, af hverju myndirnar hans væru verðlagðar svona lágt, en sú dýrasta kostar 35 þús. kr. „Eg verðlagði myndirriar i geðveikiskasti," svaraði Flóki, „það hljóp í mig æðiskast og ég fylltist af mannást, og því er þetta svona lágt, en maður skyldi aldrei fylla sig af mannást, annar eins snillingur." „Nokkur verkefni ádöfinni?" „Mitt stóra plan er, að heimur- inn verði svo góður við mig, að ég geti einbeitt mér að því eftir- sóknarverðasta, sem er að safna TriStar lætur nágrennið í friði. Lockheed L-1011 TriStar hefur verið valin af sex af tíu afkastamestu flugfélögum heims. Það eru góð tíðindi fyrir þá, sem eiga heima í nánd við flugvelli. TriStar er nefnilega hljóð- látasta risaþotan í heimi að því er sameigin- legt flugráð Bandaríkjanna hefur vottað. Það er Rolls-Royce RB. hreyflunum að þakka. I RB. 211 frá Rolls-Royce eru færri hlutir sem snúast og valda hávaða. Dregið er úr vélarhljóðinu með lofthjúps-einangrun og að öðru leyti er það dempað með sérstakri lokun inni í hreyflinum. TriStar minnkar hávaðasvæði kringum flugvelli um 92% Enn eitt stuðlar að góðum friðí TriStar við nágrennið Hún tekur tvöfalt fleiri farþega en eldri þotur. Svo að um allan heim verða flugtök hávaðaminni og færri. Að minnsta kosti færri en yrði, ef einungis smærri hávaðameiri þotur væru á ferðinni. TriStar kemst lengri leið í einum áfanga. Rolls-Royce eru að auka hestöflin í RB. 211 hreyflunum. Það þýðir, að TriStar mun komast í einum áfanga allt að 5300 mílur. Til dæmis frá London til Chicago, eða Singapore til Sidney. Hávaðasvið hjá L-1011 við flugtak. Hávaðasvið hjá eldri fjögurra hreyfla þotum við flugtak. Flugbraut. Flugvéladynur angrar þegar hann verður hærri en þau hljóð sem venjulega heyrast í borgum og bæjum. Eldri fjögurra hreyfla þotur hafa þannig áhrif á um það bil 160 fer- kíiómetra svæði. Þegar TriStar tekur sig á loft gerist það hins vegar á um 13 ferkílómetrum. (Skýringarmyndin hér að ofan sýnir þennan mikla mun á TriStar og eldri þotum.) En jafnvel þó að fólk kunni að búa á því takmarkaða svæði sem heyrist í TriStar, nýtur það þess að þær gefa frá sér helmingi minna hljóð en eldri þotur. Lockheed L-1011 TriStar Hljóðlátasta risaþotan

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.