Morgunblaðið - 24.10.1973, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1973
Magnús Finnsson skýrir frá ferð
sinni til Grimsby og Hull
Fjöldi óvina —
aðeins 2 vinir
Tvö gamalkunn nöfn frá þeim tfma, er mest gekk á vi8 strendur Islands. Nær er togarinn Alders-
hot, en fjær Arctic Avenger; og þarna hvfla þeir sig í slipp f Grimsby.
Þegar ég hafði kvatt Jackson,
sem frá sagði f fyrstu grein
minni frá Grimsby, tók ég mér
leigubfi frá Cleethorpes til
Grimsby. Þar sem mér hafði
gefizt svo vel að kynna mig sem
fslending, sagði ég bflstjóran-
um deili á mér. Hann skeliihló,
og sagði: „Og hvað er svo fs-
ienzkur biaðamaður að gera til
Grimsby?“ Ég sagði að menn
ættu að þekkja óvini sfna.
Hann hló enn meir og sagðist
vera mér hjartanlega sammála.
Það var þó aldrei, að Grimsby-
búi og fslendingur gætu orðið
sammála. Annars sagði hann,
að lfklegast væri hann eini
Grimsbybúinn, sem væri fs-
iendingum sammála — nú
þyrftu Bretar bara að taka á sig
rögg og færa sjálfir út. Þetta
væri ekki nokkur hemja, allur
fiskur uppurinn á heimamið-
unum.
Grimsby, sem ég nú sá fyrsta
sinni í björtu, var mjög ólík því,
sem ég hafði gert mér í hugar-
lund. Þau hús, sem eru hærri
en 2 hæðir eru sárafá — jafnvel
á lóðum, sem hljóta að vera
rándýrarí miðborginni, eru að-
eins tvílyft hús. Þetta gerir
borgina að sjálfsögðu mun víð-
feðmari, en að mannf jölda til er
hún á stærð við Reykjavík, eða
öllu meiri, þar sem íbúarnir eru
90 þúsund. Sé nágrannabærinn,
sem vaxið hefur saman við
hana, talinn með, Cleethorpes,
er samfelld byggð með um 140
þúsund íbúa. Þar af eru 2 þús.
sjómenn, sem starfa á togurum,
og um 500, sem vinna á smærri
fiskiskipum. Við fiskiðnaðinn
vinna um 5 þúsund manns og
um þúsund í frystiiðnaðinum.
Samtals vinna því beinlínis að
fiskiðnaði tæplega 10 þúsund
manns, en einnig teygja sig inn
f borgarlífið alls konar tengsl
við þá miklu útgerð, sem stund-
uð er frá bænum. Alls eru gerð-
ir út frá bænum 50 úthafstogar-
ar, en það þýðir, að hér er um
að ræða aðra mestu togaraút-
gerðarborg Breta, því að Hull
gerir út 93 togára og Fleetwood
12. Frá öðrum borgum eru
gerðir út 17 togarar, frá Shields
9. Aberdeen 6 og Lowestoft 2.
Alls eiga Bretar rúmlega 40
frystitogara, en einmitt sú gerð
togara verður nú samkvæmt
samkomulagi forsætisráðherr-
anna útilokuð frá veiðum á ís-
landsmiðum. Til Grimsby eru
nú að koma 4 nýir frystitogar-
ar, þar sem fyrirtækið British
United Trawlers f Grimsby hef-
ur nýlega keypt The Ranger
Fishing Company í Hull. Mikill
fjöldi Grimsbytogara er orðinn
um 20 ára gamall og á næsta ári
á að endurnýja 5 til 6 togara, og
næstu árin er áætlun uppi um
áframhald endurnýjunarinnar.
Hið sama var mér tjáð, að væri
uppi á teningnum í Hull. Þá er
einhver hluti flotans togarar af
miðlungsstærð, en þá er ekki
unnt að nota við tsland á vet-
urna, og stunda þeir þá aðal-
lega miðin við Færeyjar og
Hjaltland. A næstu 5 árum hef-
ur British United Trawlers t.d.
ráðgert að breyta helming
togaraflota síns í frystitogara,
en verksmiðjutogarar virðast
ekki eiga upp á pallborðið með-
al brezkra sjómanna, þar sem
þeir krefjast 2ja til 3ja mánaða
úthalds,. Afli hefur ekki verið
ýkja mikill, en fiskverð hefur
Don Lister, framkvæmdastjóri
Consoiidated Fisheries i Grims-
by: „Flotvörpuna á að banna
aigjörlega.“
verið framar öllum vonum —
gífurlega hátt. Togarar haf selt
fyrir allt að 45 þúsund
sterlingspund, 9 milljónir
króna eftir veiðiferð, og er
þetta mjög hátt verð. Eins og
einn Grimsbybúi sagði við mig:
„Jafnvel fólk hér I nágranna-
• •
Onnur grein:
sveitunum kunni ekki að borða
fisk, en allt í einu hefur það
lært það og finnst gott.“ Þetta
hefur og hleypt verðinu upp —
eftirspurnin hefur aukizt, en
framboðið ekki að sama skapi.
Flestir ef ekki allir Grimsbybú-
ar, sem ég talaði við, eru sann-
færðir um, að Islendingár muni
vinna og fá sínar 50 mílur. Að-
eins er spurning um það,
hvenær viðurkenna verður
hina ársgömlu fiskveiðilögsögu.
Ég var snemma kominn á stjá
í togarahöfninni í Grimsby. Mig
langaði til þess að hitta Don
Lister, framkvæmdastjóra
Consolidated Fisheries í Grims-
by. Skrifstofa hans er í miðju
athafnalífinu framan við pall-
ana, þar sem fiskkaupmennirn-
ir þrátta um fiskverð og gera
sína sanminga. Don Lister var
ekki kominn á skrifstofuna, og
ég sat hjá einkaritara hans og
beið. Hún bauð upp á kaffi.
Loks kom framkvæmdastj.,
og við spjölluðum saman inni í
skrifstofu hans. Hann sagðist
enn ekki hafa frétt um viðræð-
ur forsætisráðherranna i smá-
atriðum, en hann sagðist gera
sér ljóst, að þær myndu fela í
sér takmarkanir á veiðum
Breta við tsland. Hann sagði, að
hann hefði sjálfur alltaf verið
fylgjandi ákveðinni friðun fisk-
stofnanna. Bretar hefðu á
síðastiiðnu ári ákveðið að tak-
marka sig við 170 þúsund tonn,
þ.e. að hlýða úrskurði Haag-
dómstólsins, en það væri þeim
bráðnauðsynlegt að fá eitthvert
samkomulag — „það yrði
ógerningur fyrir þá að veiða
annan vetur við Island án þess
að geta farið í var í vondum
veðrum. Ég hef sjálfur verið
skipstjóri um margra ára skeið
við Island og veit, hvað það er
að veiða þar. Það er erfið at-
vinna að stunda togveiðar þar á
vetrum,“ sagði Lister. Á vissum
tíma árs, aðallega vegna ísingar
yrði líka að draga úr veiðum við
Norðvesturland og Vestfirði.
„Þorskastríðið er mjög
hættulegt þorskstofninum,“
sagði Lister. „Vegna afskipta
varðskipanna íslenzku hafa tog-
ararnir neyðst til að veiða á
takmörkuðum svæðum og þar
hópast þeir saman. Þetta skað-
ar þorskinn og veiðamar í
framtíðinni og miðin úti fyrir
Austfjörðum og þá kannski
einkum Suðausturlandi verða
uppurin. Dreifðar veiðar um-
hverfis allt landið myndu ekki
gera eins mikinn skaða. 12
mílna lögsagan, sem þið tókuð
ykkur I blóra við alþjóðalög
1958, hefur einnig skaðað mjög
þorskstofnana. Brezkir togarar
veiddu upp á 4 mflum og þar
áður upp að þremur og þeir
veiddu ýsu, flatfisk og þorsk.
Sfðan hefur þeim smátt og
smátt verið ýtt út af þessum
miðum og nú geta þeir ekkert
veitt nema þorsk. Ýsumiðin og
flatfiskmiðin eru miklu
grynnra. Þannig hefur útfærsl-
an smátt og smátt aukið álagið á
þorskstofnana. Fyrr á tímum
komu brezkir togarar með
blandaðan afla — nú aðeins
þorsk.“
Og Don Lister heldur áfram:
„Eg var togaraskipstjóri í 15 ár.
Við veiddum alls staðar, en
mér féll alltaf bezt við íslands-
miðin. En hvernig á að vernda
fiskstofnana? Það er ekki gert
með þvf að færa út fiskveiðilög-
sögu. Sums staðar gildir 12
mílna lögsaga og annars staðar
enn víðáttumeiri. Það á ekki að
láta stjórnmálamenn ráða
þessu — mennirnir með reynsl-
una á bak við sig eiga að
semja.Það á að stækka möskv-
ann og semja um friðanir á
þeim tímum, sem fengitíminn
er og á þeim svæðum, sem fisk-
urinn hrygnir á. Og það á sem
allra fyrst og hefði átt fyrir
löngu að vera búið að banna
flotvörpu. Hún er það mesta
morðtól, sem unnt er að nota á
fiskinn. En sjómennirnir hugsa
ekki um það, hvort þeir eru að
skaða fiskstofninn. Þeir vilja
bara hafa sem mestan afla og
fiskverð er hátt á öllum fiski.
Guð einn veit, hvað komandi
kynslóðir munu hugsa um okk-
ur, þegar allur fiskur er uppur-
inn.“
„Fiskurinn í sjónum á ótal
marga óvini, nýtízku hraðvirka
togara, bergmálsdýptarmælinn,
ratsjána, fisksjána og flottroll-
ið, sem ég álít, að sé óvinur
númer eitt. Og það gera fleiri.
En hvaða vini á fiskurinn? Að-
eins tvo — veðráttuna og ís-
inn.“
Consolidated Fisheries í
Grimsby á nú 15 togara, sem
allir eru úthafstogarar. Ellefu
þeirra eru 12 til 13 ára dfsil-
skip, en 4 eru gamlir, 15 ára og
eldri. „Togarakallamir vilja
sitt, þeir hafa verið heppnir,
þvf að verðið hefur verið hátt.
Við erum allir ánægðir," sagði
Don Lister, en bætti við að lok-
um: „Þessi borg mun verða fyr-
ir miklum skakkaföllum, ef 50
Framhald á bls. 18.
Auglýsing
um úlhlulun löflar unfllr velllngahús
I Árbælarhverfl
Fyrirhugað er að úthluta lóð undir veitingahús í aðalverzl-
unarmiðstöð Árbæjarhverfis.
Veitingahúsið er á tveimur hæðum 380 fm. hvor hæð.
Taka skal fram í umsókn um fyrri veitingarekstur eða
störf umsækjenda. Þá skal gera grein fyrir byggingar-
möguleikum umsækjanda.
Umsóknarfresturer til 5. nóvembernk.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu borgar-
verkfræðings í Skúlatúni 2, 3. hæð.
Lóðanefnd Reykjavíkurborgar.
Til sölu
4 herb. ibúð, 1 1 0 fm í blokk við Álfheima. Endaíbúð á 4.
hæð. Nýleg teppi á gólfum, geymsla og þvottahús í
kjallara. Bílskúrsréttur. Uppl. í síma 30219 og 23371.
íbúð vlð stóragerði
6 herbergja úbúð í 2ja hæða húsi við Stóra-
gerði, ásamt bílskúr, til sölu. Sér hiti, sér
inngangur og ræktuð lóð.
Nánari upplýsingar:
Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmunds-
sonar, Guðlaugs Þorlákssonar, Guðmundar
Péturssonar, Axels Einarssonar, Aðalstræti 6
(Morgunblaðshúsinu) iii. hæð. Sími:26200.
Olíuhækkun
rýrir kjör
fiskimanna
Frá C.M. Thorngren,
Bríissel, föstudag.
STÖÐUGT hækkandi verð á
eidsneyti veldur fiskimönnum og
togaraeigendum f Beigfu vaxandi
áhyggjum.
I ársbyrjun greiddu fiskimenn
1.10 belgfska franka fyrir einn
lítra af olíu. Nú borga þeir 2.25
belgíska franka. Verðið hefur þvf
hækkað um meira en helming á
nokkrum mánuðum.
Að vísu er á það bent að verð á
fiski á markaðnum f Ostende
hefur hækkað. En aflamagnið
hefur minnkað.
Sfhækkandi olíuverð hefur
greinilega rýrt kjör fiskimanna.
Eins árs olíunotkun á hvern fiski-
bát er áætluð um 400.000 lítrar.
Fiskimenn eru því greinilega illa
settir.
Flskimenn neyðast til að vera
lengur í höfn en nauðsyn krefur
til þess að spara olíu. Eli
afleiðingin er minni afli.