Morgunblaðið - 24.10.1973, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 24.10.1973, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1973 Fiárlagaræða fiármálaráðherra; Endurskoða ber tekju ðflunarkerfí ríkisins HALLDÓR E. Sigurðsson, fjár- málaráðherra flutti fjárlagaræðu sfna á Alþingi í gær. Ráðherrann notaði talsvert af ræðutfma sín- um til að láta I Ijós skoðanir sfnar á tekjuöflun rfkissjóðs. Helstu niðurstöður ráðherrans um það efni voru, að taka bæri upp virðis- aukaskatt í stað söluskatts (sjá frétt á baksfðu), endurskoða bæri tekjuskattakerfið og þar stefnt að brúttóskatti, eignarskattur héidist, leggja bæri niður marga smáskatta, herða viðurlög við skattsvikum og athuga bæri hvort ekki ætti að skattleggja hjón sitt f hvoru lagi. Ræða fjármálaráðherra tók um 3 klst. í flutningi, og mun hér aðeins verða sagt frá nokkrum af þeim málum, sem hann fjallaði um. Halldór vék að því hver árangur hefði orðið af innheimtu tekna ríkissjóðs árið 1972: Af persónusköttum inn- heimtust 75,1% árið áður 76,2%. Af tekju- og eignarsköttum innheimtust 75% árið áður 73,9%. Af söluskatti innheimtist* um 98,4% árið áður 99,1%. Heildarinnheimtan árið 1972 var 85,8% árið 1971 88,3%, en það væri besti árangur, sem náðst hefði í innheimtu. Ástæðan til þess að söluskattur skilaði sér ekki eins vel á s.l. ári og árið áður, væri sú breyting, sem gerð hefði verið á innheimtu skattsins, þar sem henni hefði verið flýtt um einn mánuð og þvf hefði tími til innheimtunnar orðið skemmri heldur en verið hefði árið áður. Ráðherra fjallaði um hvaða sam ráð hefði verið haft við Bjarna Guðnason varðandi tekjuöflun ríkissjóðs, en eins og mönnum er kunnugt hefur Bjarni sagt, að ekki hafi verið haft samráð við sig MMnci um það, og hefur hann lýst þvf yfir, að hann muni ekki styðja fyrirhugaða hækkun söluskatts. Um þetta sagði fjármálaráðherra: „Um mitt sumar, eftir að ákveðið hafði verið að auka niður- greiðslur og fjölskyldubætur, var talið nauðsyn að fara í tekjuöflun. Ég ræddi það í ríkisstjórninni og óskaði eftir, að þeir hefðu sam- band við sína flokksmenn þar um en sjálfur hafði ég samband við háttvirtan þríðja landskjörinn þingmann, Bjarna Guðnason, hét honum því að láta honum í té allar upplýsingar hagrannsókna- deildar, er ég fengi um málið, að sjálfsögðu sem trúnaðarmál.Þetta gerði ég. Hins vegar ákvað ég og lagði það til í ríkisstjórninni að beðið yrði átekta fram til þess tíma að Alþingi kæmi saman, þar sem ljóst væri, að tekjur myndu reynast meiri en spáð var, er mál- ið var til athugunar, eins og fram kom í síðari spá hagrannsókna- stjóra og reynslan sannaði. Ég tel mig hafa rætt þetta atriði við alla þá aðila, sem ég hafði ástæðu til að ræða það við, svo enginn gæti með réttu kvartað undan því, að þar hefði á skort. Frumvarp var aldrei samið eða nein ákvörðun tekin um tekjustofn, og þurfti ég ekkert bréf frá einum eða neinum þar um. Hins vegar er ég eftir atburði síðustu daga reynslunni ríkari um meðferð þeirra, er telja sig sérstaka siðapostula um það sem heitir trúnaður. Eins og ég hefi þegar sýnt fram á, var það mat mitt rétt, að ekki var aðgerða þörf í tekjuöflun f sumar. Hins vegar skal ég engu um það spá hver niðurstaða á ríkisreikningi fyrir árið 1973 verður." Fjármálaráðherra gerði saman- burð á því, hvernig fyrirhugaðar tekjur rikissjóðs skv. fjárlaga- frumvarpinu skiptust miili ein- stakra ráðuneyta. Las hann upp eftirfarandi töflu: Heilbrigðisráðuneytið 36,1% Menntamálaráðuneytið 18% Samgönguráðuneytið 12% Viðskiptaráðuneytið 7,1% Dómsmálaráðuneytið 5,6% Fjármálaráðuneytið 5,2% Landbúnaðarráðuneytið 4,5% Þrjú fyrstnefndu ráðuneytin eru skv. þessu með 2/3 hluta af öllum útgjöldum fjárlagafrum- varpsins. Síðar í ræðu sinni vék ráð- herrann að tekjuöflun ríkisins. Sagði hann, að nefnd hefði starfað að endurskoðun laga um tekjuöflun ríkissjóðs og væri full- frágengin skýrsla væntanleg upp úr næstu mánaðamótum. Sú skýrsla yrði ekki birt almenningi, heldur yrði hún afhent þing- flokkunum sem trúnaðarmál, til leiðbeiningar við þá vinnu, sem stjórnmálaflokkarnir vildu leggja í tekjuöflunarmálin. Þessu næst fjallaði hann um eigin skoðanir til ýmissa þátta í tekjuöfluninni, þar sem ríkis- stjórninni hefði ekki unnist tími til að móta formlega afstöðu sína til þess máls. Dró ráðherra saman niðurstöður sínar á eftirfarandi hátt: „1. Tekjuöflun ríkissjóðs, verði f einum lögum, sem sameinuðu ein- staka þætti skattaherfisins. 2. Virðisaukaskattur verði tekinn upp. 3. Tekjuskattakerfið verði endur- skoðað og þar stefnt að brúttó- skatti, þar sem frádráttur vegna mismunandi aðstöðu eða sér- stakrar nauðsynjar verði ákveðinn eftir álagningu skatts- ins. 4. Athugað verði og reynt að koma við sambandi í fjölskyldufrá- drætti milli tryggingakerfisins ogtekjuskattsins. 5. Eignarskattur haldist. 6. Sameina þarf skattana eða leggja niður smáskatta til þess að komast út úr flækju hinna mörgu skatta. Og algjörlega hætta við það, að gera tekjustofna með þeim hætti að bæta ofan á tekju- stofn sem fyrir er 1 eða 2% til þess að ná sér í tekjur fyrir af- mörkuð verkefni. Yfirleitt á að gera sem minnst af því að merkja tekjustofna sérstökum verkefnum heldur á Alþingi að skipta ríkistekjum á hverjum tíma til þeirra þarfa, sem nauð- synlegastar eru. 7. Ég tel líka, að það eigi að mæta skattsvikum með því að herða viðurlög við þeim, birta nöfn þeirra, sem skattsvikarar eru, ef um veruleg brot er að ræða, og að brotin geti varað við hegningar- lög. 8. Ég tel líka, að eignir og tekjur verði yfirleitt að koma til fram- tals annars náist ekki réttlæti í Seyðisfirði 23. október 1 DAG var opnuð hér ný sjálfvirk sfmstöð í nýju húsnæði, sem Landsfminn hefur látið reisa hér. í nýju stöðinni eru 400 númer, en notendur eru hér 240. Þar með fluttist síminn úr húsi þvf, sem hann hefur verið f um margra ára skeið, svonefndu Wathnehúsi, sem Norðmaðurinn Otte Wathne lét reisa fyrir aldamót, og er eitt þekktasta hús Seyðisf jarðar. Kviknaði í sængurfötum SLÖKKVILIÐIÐ var í gær- morgun kvatt að húsi við Frakkastíg, en þar hafði kvikn- að í sængurfötum og rúmi. Hjón, sem þar búa höfðu setið að sumbli um nóttina og reykt mikið, svo og um morguninn, og er talið, að kviknað hafi í út frá vindlingi. Logaði í sængurföt- um og rúmi og dýnu annars þeirra og má segja, að þetta hafi brunnið tii kaldra kola. Einhverjar vatnsskemmdir urðu og lítilsháttar aðrar skemmdir vegna eldsins. Hjón- unum varð ekki meint af. skattinum. Ég vil láta athuga það, að skattleggja hjón sitt í hvoru lagi og ég tel, að það verði að endurskoða skattalög viðvíkjandi fyrirtækjum og reyna að tryggja að þau ekki siður en einstaklingar skili sínu til sameiginlegra þarfa þjóðfélagsins." Ráðherra sagðist hafa verið einn af þeim, sem aðhyllst hefðu staðgreiðslukerfi skatta. Hefði hann kynnt sér slíkt kerfi í Dan- mörku, og væri reynsla Dana af því mjög slæm. Þeir hefðu varað okkur mjög við slíku kerfi. Kvaðst ráðherra álíta, að við ætt- um að reyna að nálgast þetta kerfi, eins og framast væri kostur, en vel þyrftum við að huga að, áður en við tækjum ákvörðun um að innleiða það í sinni fyllstu mynd. Fyrstu umræðu um fjárlögin lauk ekki á þinginu i gær, heldur talaði einungis einn fulltrúi frá hverjum þingflokki. Af hálfu Sjálfstæðisflokksins talaði Jón Árnason, og mun frásögn af ræðu hans birtast í Morgunblaðinu siðar. í hyggju er að gera þetta hús að byggðasafni og hefur bæjarstjórn Seyðisfjarðar falast eftir húsinu. Á fundi bæjarstjórnar hinn 8. október s.l. samþykkti bæjar- stjórn Seyðisfjarðar eftirfarandi tillögu samhljóða: Bæjarstjórn samþykkir að kaupa húseignina Hafnargötu 44 (gömlu símstöð- ina) og felur bæjarráði og bæjar- stjóra að ganga frá kauptilboði til samgönguráðuneytisins. Með kaupum þessa húsnæðis verði stefnt að því, að koma þar upp safni muna og minja úr sögu Seyðisfjarðar, í samvinnu við safnastofnun Austurlands. Ekki í lífshættu KONAN sem varð fyrir bifreið á Miklubrautinni í fyrrakvöld, reyndist hafa höfuðkúpubrotn- að. Hún var þó ekki talin í lífshættu, samkvæmt upplýs- ingum lækna f gær. Ný símstöð á Seyðisfirði Gamla símstöðin minjasafn? Ný þingmál BREYTING A BtJFJARRÆKTAR LÖGUM Ingólfur Jónsson (S) og Agúst Þorvaldsson (F) flytja frumvarp um breytingu á bú- fjárræktarlögum þannig að í stað orðanna í niðurlagi 2. mgr. 37 gr. laganna: „og 10% af út- flutningsverði hryssna" komi orðin „og 10% af útflutnings- verði hryssna, sem teknar hafa verið í ættbók Búnaðarfélags lslands“. TILKYNNINGAR AÐSETURSKIPTA Stjórnarfrumvarp um breyt- ingu á lögum um tilkynningar aðseturskipta, borið fram í þeim tilgangi, að þeir, sem lög- heimili áttu i Vestmannaeyjum 22. jan. s.l., skuli skráðir með lögheimili þar 1. des. n.k.,nema þeir lýsi sig heimilisfasta ann- ars staðar. HAFFRÆÐIKENNSLA 1 HASKÓLA ÍSLANDS Þingsályktunartillaga um að ríkisstjórnin láti kanna, hvort ekki sé tímabært að hefja kennslu i haffræði og skyldum greinum við Háskóla íslands. Tillaga þessi er flutt af þing- mönnum úr öllum flokkum, og er Ingvar Gíslason (F) fyrsti flutningsmaður hennar. TEKJUSKATTUR A EINSTAKLINGUM Þingmenn Alþýðuflokksins flytja þingsályktunartillögu um að rikisstjórnin skipi nefnd til að semja frumvarp um skatta- mál, sem að því miði, að lækka tekjuskatt á einstaklingum. Nefndin skuli skipuð 5 mönn- um tilnefndum af þingflokkun- um, auk hagrannsóknarstjóra og ráðuneytisstjóra í fjármála- ráðuneyti. Gylfi Þ. Gíslason er fyrsti flutningsmaður frum- varpsins. FYRIRSPURNIR ■Sjónvarp á fiskimiðunum Til menntamálaráðherra frá Karvel Pálmasyni (SFV) um hvort farið hafi fram könnun á móttökuskilyrðum sjónvarps- sendinga á fiskimiðunum um- hverfis landið. Hafrannsóknir Til sjávarútvegsráðherra frá Eysteini Jónssyni (F) um hvað líði gerð áætlunar um hafrann- sóknir og þjónustu við fiskiflot- ann. Sjálfvirk viðvörunarkerfi Til samgönguráðherra frá Oddi Ólafssyni (S) um hvað líði framkvæmd þingsályktunar frá 6. apríl s.l. um ítarlega könnun á notagildi sjálfvirkra hláku- viðvörunarkerfa á hraðbrautir. Geðdeild Landspítalans Til heilbrigðisráðherra frá Oddi Ólafssyni um hvenær ætla megi, að geðdeildin verði tekin í notkun og hvort gripið verði til bráðabirgðaráðstafana þangað til. Hitaveita á Suðurnesjum Til iðnaðarráðherra frá Oddi Ólafssyni um hvað líði rann- sóknum Orkustofnunar á jarð- hitasvæðum á Suðurnesjum. Heimili drykkjusjúkra Til heilbrigðisráðherra frá Pétri Sigurðssyni (S) um hver sé áætluð stærð á fyrirhuguðu heimili drykkjusjúkra á Vífils- stöðum og um hver áætlaður kostnaður sé. Seðlabankinn Til viðskiptaráðherra frá Pétri Sigurðssyni um stærð fyrirhugaðrar byggingar Seðla- bankans og hver fjöldi starfs- manna þess banka sé nú. Einnig hver sé áætlaður kostn- aður við þessa bankabyggingu. Lánamál húsbyggjenda Til félagsmálaráðherra frá Sverri Hermannssyni (S) um hvernig Húsnæðismálastofn- unin muni anna lánsfjárþörf húsbyggjenda fram til áramóta og hver sé áætluð lánsfjárþörf og lánsfé á næsta ári. Leiguhúsnæði Til félagsmálaráðherra Frá Sverri Hermannssyni um hverjar séu áætlanir um fjár- mögnun byggingar leiguhús- næðis skv. lögum nr. 58/1973. Birningsstaðir f Laxárdal Til landbúnaðarráðherra frá Braga Sigurjónssyni (A) um hvort ríkisjörðin Birningsstaðir I Laxárdal í S-Þing. hafi verið seld. Framkvæmdir V egagerðarinnar Til samgönguráðherra frá Helga F. Seljan (Ab) um hve mikið af framkvæmdum Vega- gerðar ríkisins sé unnið með eigin vélakosti, og hvort þar sé stefnt að aukinni vélvæðingu. Áhugaleikfélög Til menntamálaráðherra frá Helga F. Seljan um hvenær vænta megi lagafrumvarps um fjárhagslegan stuðning við áhugaleikfélög. Rafvæðing sveitanna Til iðnaðarráðherra frá Vil- hjálmi Hjálmarssyni (F) um hvað líði rafvæðingu þeirra býla, sem ekki eru inni á „þriggja ára áætlun". Sjómannastofur Til sjávarútvegsráðherra frá Vilhjálmi Hjálmarssyni um hvenær vænta megi frumvarps um sjómannastofur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.