Morgunblaðið - 24.10.1973, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÖBER 1973
19
Albert Guðmundsson borgarfulltrúi:
Stórátak nauðsynlegt
í málefnum aldraðra
Vandamál gamla fólksins njóti
forgangs hjá Reykjavíkurborg
Á FUNDI borgarstjórnar Reykjavfkur f síðustu viku var samþykkt
eftirfarandi tillaga frá Albert guðmundssyni (S):
Borgarráð Ieggur til við borgarstjórn, að samþykkt verði, að ákveðn-
um hundraðshluta af álögðum útsvörum í Reykjavík, samkvæmt
nánari ákvörðun við gerð fjárhagsáætl. 1974, skuli varið til bygging-
ar nýrra íbúða, dvalarheimila og I iúkrunarheimila f þágu aldraðra í
Reykjavík eða til endurgreiðslu á sfórlánum, er tekin yrðu til að hraða
framkvæmdum, og skipuð verði 3ja manna nefnd til að annast.
undirbúning og sjá um byggingarframkvæmdir f samráði við borgar-
stjóra. Nefnd þessi verði skipuð fólki með starfsreynslu f málefnum
aldraðra.
Albert Guðmundsson(S): öllum
er það löngu ljóst, að gera þarf
átak f byggingarmálefnum aldr-
aðra sem allra fyrst, til þess að
bæta úr þeirri brýnu þörf fjrir
elli- og hjúkrunarheimili, sem nú
erí borginni.
Oft hefur verið bent á þessa
brýnu þörf en jafnan hefur verið
daufheyrst við henni og þeim
mönnum, sem helgað hafa sig
þessu málefni. Tillögu þeirri, sem
ég flyt hér, er ætlað að leysa þessi
miklu vandamál til frambúðar og
slikt verður ekki gert nema þvf
aðeins, að varið verði verulegu
fjármagni til þessara mála.
Þeir menn, sem við málefni
aldraðra fást og ég hefi átt tal við,
segja jafnan, að „pólitíkusarnir“
hlusti ekki á þá og vilji ekki sinna
þessu málefni af þeim stórhug, er
til þarf. Ég er hins vegar þeirrar
skoðunar að æskunni og þvi fólki,
sem tekið hefur við þvf þjóðfé-
lagi, sem gamla fólkið hefur nú
fengið því í hendur, beri skylda
til þess að búa vel að gamla fólk-
inu. Tillaga mfn fjallar ekki um
neinar sérstakar framkvæmdir
heldur á hún aðeins að tryggja, að
nægilegt f jármagn verði til staðar
svo unnt sé að ganga að þeim
verkefnum, sem fyrir liggja og
leysa þau. Ég held, að ef þessi
tillaga verður samþykkt og kemst
í framkvæmd muni hún einnig
leysa stóran vanda hjá spítölun-
um, sem nú verða að hafa fjölda
langlegusjúklinga innan sinna
veggja, sem svo taka upp rúm
fyrir fólki með bráða sjúkdóma,
sem nauðsynlega þarf að komast á
spftala. Mér finnst að við borgar-
fulltrúar eigum að standa að þvf
að fegra lífið i borginni og þá ekki
síður líf gamla fólksins.
Steinunn Finnbogadóttir (Sfv)
kvaðst fagna áhuga Alberts Guð-
mundssonar á málefnum aldr-
aðra. Jafnframt sagðist Steinunn
vilja endurflytja tillögu minni-
hlutans í borgarstjórn frá 21. des-
ember i fyrra um stórátak í mál-
efnum aldraðra.
Sigurlaug Bjamadóttir (S):
Hér Iiggja nú fyrir tvær tillögur
svipaðs efnis. Og vil ég í því sam-
bandi taka fram að tillaga minni-
hlutans frá því í desember hefur
verið í athugun hjá félagsmála-
ráði og hefur það skilað ýtarlegri
umsögn um hana. Mér finnst hins
vegar nauðsynlegt að leggja
áherslu á þá skoðun okkar sjálf-
stæðismanna, að ekki beri að
leysa vandamál aldraðra með þvf
að safna gamla fólkinu saman á
einhverjum stofnunum, sem það
kærir sig e.t.v. ekkert um að vera
á. Það er skoðun okkar, að gera
eigi því kleift að vera sem lengst í
heimahúsum við eðlilegar aðstæð-
ur. Og í þessu sambandi vil ég
drepa á heimilishjúkrun þá, sem
fram hefur farið á vegum borgar-
innar og hinn mikla vöxt f þvf
starfi. Árið 1969 nutu 59 heimili
aðstoðar, 1970 100 heimili, 1971
var 181 heimili veitt aðstoð og
1972 voru 220 heimili aðstoðuð og
varið til þess samtals 45710 vinnu-
stundum.
Hjúkrunarvandamálið í heima-
húsum, á spítölum og elliheimil-
um, er þó mjög erfitt viðfangs
bæði vegna skorts á menntuðu
fólki og vegna þess, að launakjör
þeirra er við heimahjúkrun starfa
eru til háborinnar skammar.
Við bindum þó nokkrar vonir
við B-á.mu Borgarspftalans í
þessu efni, en því miður bendir
margt til þess, að ríkið muni þar
láta sinn h!ut eftir liggja en lög-
um samkva mt á það að greiða
lang stærsti hlutann af bygging-
arkostnaðinum.
Adda Bára Sigfúsdóttir (K)
kvaðst í samræmi við jákvæða
umsögn félagsmálaráðs um til-
lögu minnihlutaflokkanna frá 21.
desember, sem fjallaði um stofn-
un lítilla vistheimila f. aldraða,
vilja leggja þá tillðgu aftur fyrir
borgarstjórn.
Hún sagðist leggje á það ríka
áherslu að kannaðir yrðu allir
möguleikar á því að stjfna slík
heimili sem víðast og þá t.d. á
heimilum þar sem e.t.v. væri að-
eins eftir ein manneskja, hugsanl.
ekkja, eða einhver annai aðili,
sem taka vildi að sér að hu. sa um
nokkrar gamlar manneskji , sem
þó gætu að einhverju leyti verið
sjálfbjarga. Það er hins v.gar
einnig alveg ljóst, sagði Adda
Bára, að nauðsyn ber til að koma
á fót opinberum elliheimilum f
viðbót við slík lítil einkaheimili.
Birgir tsleifur Gunnarsson
borgarstjóri: Vandamál aldraðra
ber daglega á góma hjá Reykja-
víkurborg, sífellt er verið að óska
eftir aðstoð við að koma gömlu
fólki á elliheimili eða hjúkrunar-
stofnanir. Ekki eru menn hins
vegar allir sammála um það hvar
vandinn felist þ.e. hvort frem-
ur vanti langlegudeildir eða dval
arheimili. En á síðari tímum hef-
ur það þó orðið æ algengara að
blanda saman t.d. á hjúkrunar-
heimilum fólki, sem þarf að
dvelja þar um áraraðir og svo þvf
sem kemur aðeins til stuttrar end-
urhæfingardvalar. Þetta er t.d.
gert á Grensásdeildinni. Ég kemst
ekki hjá því vegna þeirrar gagn-
rýni, sem Steinunn Finnbogadótt-
ir hefur haft uppi í sambandi við
ráðningu hjúkrunarfólks á Grens-
ásdeildina, að minna hana á það
hversu lengi ýms mikilvæg mál,
m.a. hennar vegna, lágu óaf-
greidd f félagsmálaráðuneytinu
þann tíma sem Steinunn var þar
aðstoðarráðherra.
Þá vil ég og geta þess, að sam-
kvæmt áreiðanlegum heimildum
hef ég það fyrir satt, að í fjárlaga-
frumvarpinu, sem nú er til um-
ræðu, sé ekki gert ráð fyrir neinni
fjárveitingu til B-álmu Borgar-
spftalans.
Að lokum ætla ég svo að ræða
lítillega um tillögu Alberts Guð-
mundssonar, sem ég er að öllu
leyti fylgjandi, þó með þeirri
breytingu, sem flutningsmaður
hefur fallist á, sem er sú, að ekki
verði hér og nú ákveðin prósenta
af útsvarstekjum, sem verja á til
þessara mála, heldur verði sú
ákvörðun látin bíða fjárhags-
áætlunar. En ég er vissulega sam-
mála þvf, að hér er um málaflokk
að ræða, sem þarf að hafa for-
gang.
Björgvin Guðmundsson (A)
fagnaði tillögu Alberts en tók
undir það með borgarstjóra að
skynsamlegt væri að láta ákvörð-
un um fjárhæðir f þessu sam-
bandi bíða afgreiðslu fjárhags-
áætlunar.
Kristján Benediktsson (F)
taldi tillögu Alberts einbera sýnd-
armennsku og yfirdrepsskap, sem
eingöngu ætti að nota i áróðurs-
skyni. Albert hefði verið látinn
flytja þessa tillögu til þess að
meirihlutinn gæti sett upp eitt-
hvert sjónarspil en engin alvara
lægi að baki. Tillögur minnihlut-
ans frá þvf f desember væru hins
vegar raunhæfar og framkvæm-
aalegar.
Sigurlaug Bjarnadóttir (S)
sagðist ekki geta skilið hvers
vegna ekki væri hægt að ræða
þær till., sem fyrir lægju efnisl.
Hvort það skipti endilega öllu
máli hver bæri tillöguna fram og
hvers vegna það þyrfti að vekja
slfka hneykslun minnihlutans að
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks-
ins bæri fram djarfa og stórhuga
tillögu.
Markús öm Antonsson (S)
kvaðst vilja benda Kristjáni
Benediktssyni á í sambandi við
mannaráðningar að Grensásdeild
inni, að heilbrigðismálaráð hefði
ekki á nokkurn hátt reynt að
skjóta sér undan ábyrgð f þvf
máli. Það hefði fylgst vel með
öllu, sem gert hefði verið til þess
að afla starfsliðs og lýst yfir
stuðningi sinum við þær aðgerðir,
er forstöðufólk Borgarspítalans
hefði haft í frammi í því sam-
bandi. Það væri hins vegar ekkert
fólk að fá og mér þætti gaman,
sagði Markús Örn, að sjá hvaða
töfrabrögð þau Kristján og Stein-
unn Finnbogadóttir vijja hafa i
frammi til þess að ná I þetta
hjúkrunarfólk, sem svo sárlega
vantar.
Adda Bára Sigfúsdóttir (K) tók
til máls og sagðist vilja leiðrétta
þann misskilning borgarstjóra, að
ekki væri gert ráð fyrir neinum
framlögum til B-álmunnar í fjár-
lögum. Þetta væri rangt, f fjár-
lagafrumvarpinu væri gert ráð
fyrir slíkum framlögum en það
hefði ekki verið í fyrsta uppkasti
þess.
Birgir tsleifur Gunnarsson,
borgarstjóri kvaðst fagna þess-
um upplýsingumöddu Báru.
Að lokum tók Albert Guð-
mundsson til máls og fagnaði
þeim miklu umræðum, sem til-
laga hans hefði valdið. Hins vegar
kvaðst hann ekki skilja særindi
minnihlutans i þessu máli og
dylgjur þeirra um að áhugi sinn
fyrir velferðarmálum aldraðra
væri sýndarmennska og leikara-
skapur. Slíkur málflutningur
sýndi eingöngu óhreinan hugsun
arhátt þeirra sjálfra.
Tillaga Alberts var síðan sam-
þykkt með 8 samhl jóða atkvæðum
en tillögum Steinunnar og öddu
Báru var visað til nefndar þeirrar
er annast á framkvæmdir á til-
lögu Alberts og borgarráð
mun tilnefna.
Stríðið getur
spillt fundum
NATO og Rússa
Brussel, 19. október. NTB.
STRlÐ Araba og Israelsmanna
getur valdið þvf, að fresta verði
viðræðunum um gagnkvæman
samdrátt herja ( Evrópu er eiga
að hefjast ( Vfn 30. október að
sögn talsmanna Atlantshafs-
bandalagsins f dag.
„Ef Rússar halda áfram vopna-
flutningum með loftbrú sinni til
Araba fram yfir 30. október, mun
það torvelda viðræðurnar um
samdrátt herja,“ sagði talsmaður
inn.
Talsmaðurinn sagði, að NATO
vildi ekki dragast inn I stríðið og
að bandalagið mundi allt gera
sem hægt væri til þess að slökkva
ófriðarbálið.
„NATO vill að endi verði bund-
inn á stríðið sem allra fyrst. Ef
átökin dragast á langinn getur
það orðið mjög hættulegt," sagði
talsmaðrinn.
Hann sagði að aðildarlönd
NATO mundu ræða ástandið við
Rússa og sin á milli.
\
BOSCH
FRYSTI-
KISTUR
Foröabúr
heimilisins
Stæróir:
2101 2601 3301 4001
BRÆÐURNIR ORMSSON %
LÁGMÚLA 9 SIMI 38820