Morgunblaðið - 24.10.1973, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.10.1973, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÖBER 1973 Minning: Einar Pálsson, skrifstofustjóri Minning: Fanng Karls- dóttir Fædd 25. ágúst 1888. Dáin 16. október 1973. Þegar við systkinin, ásamt nokkrum vinum, stóðum við sjúkrabeð Fanrýjar á 85 ára af- mæli hennar 25. ágúst s.l., duldist engum, að leiðin var senn á enda. Hún hafði verið rúmiiggjandi í nokkra mánuði og kunni því mjög illa, enda hafði hún verið sérlega heilsuhraust langa ævi. Andlát hennar kom okkur því ekki á óvart, og víst mun henni hafa verið hvíldin kær. Samt er það svo, að skarð hefur myndazt í fjölskylduhringinn, og nokkurn tíma tekur að átta sig á breyt- ingunni. Það er ekki ætlun mína að skrá hér æviminningu eða rekja ævi- feril Fannýjar Karlsdóttur, stjúpu minnar. Ég vil aðeins I nafni okkar systkinanna færa henni örfá þakkarorð. Fyrst og fremst þökkum við henni fyrir það ágæta heimili, er hún bjó föður okkar í 40 ára hjónabandi. Þau gengu í hjónaband árið 1931 og áratugur kreppunnar varð þeim, eins og mörgum fleiri, erfiður, en dugnaður Fannýjarog bjartsýni áttu áreiðanlega mikinn þátt I að létta þeim lffsbaráttuna, og það mun ekki hvað sízt hafa verið fyrir hennar tilstuðlan, að nokkru eftir 1940 eignuðust þau litla húsið á Grímsstaðaholtinu, Þrastargötu 8, og þar lifðu þau sína sælustu daga, þótt nokkurn skugga bæri á síðustu árin vegna langvarandi veikinda húsbónd- ans. Aldrei gat faðir okkar nógsam- lega lofað þá stund, er hann náði í „kellu sina“, eins og hann orðaði það, og við systkinin vorum hon- um hjartanlega sammála. Oft var gestkvæmt á „Holtinu" eins og við kölluðum það, en þar var aldrei þröngt, þótt húsið væri lítið, þannig var heimilisbragur- inn. En nú er þetta heimili ekki lengur annað en minning, að vísu ákaflega hugljúf minning, minn- ing, sem er órjúfanlega tengd stjúpu okkar, er við nú kveðjum hinztu kveðju með þakklátum huga. Gunnar Ölafsson. F.5. aprfl 1914 D. 16. október 1973 IBÚAR höfuðborgarinnar hafa á þessu hausti fengið að njóta margra fagurra haustdaga. Sdl- skin og stillur hafa í rikum mæli sett svip sinn á veðráttuna. Geislar sólarinnar hafa varpað flóði sínu yfir borg og sund, og gullroðinn fjallahringur hefur verið stórkostleg umgjörð um hina dýrlegu mynd. Einn slíkur sólskinsdagur rann upp hinn 16. október s.l. Skerja- fjörðurinn var spegilsléttur og heiðríkjan endurspeglaðist á haf- fletinum líkt og dýrð himinsins hefði stigið niður til jarðarinnar. Á þessum fagra haustmorgni dró skyndilega ský fyrir sólu að Lynghaga 15. Húsbóndinn veikt- ist heiftarlega og að fáum mínút- um liðnum hafði hjartaslag lagt hann að velli. Dökkt sorgarský grúfði yfir þessu heimili. Eigin- kona og börn voru harmi lostin. Einar Pálss. varfæddur5. apríl 1914 f Reykjavík. Foreldrar hans voru Páll Magnússon járn- smfðameistari og kona hans Guð- finna Einarsdóttir. Þau Páll og Guðfinna áttu 8 börn og var Einar næst elztur en systirin lézt 1940. Einar ólst upp í foreldrahúsum, lauk gagnfræðaprófi 1931 og hóf þá störf hjá Landssfma Islands og starfaði þar til ársins 1936 að hann hélt til Noregs, þar sem hann innritaðist f Oslo Techniske Höjskole. Þaðan útskrifaðist hann þremur árum sfðar, eða 1939 sem tæknifræðingur með 1. ágætis- einkunn. Hélt hann þá heim til Islands og hóf aftur störf hjá Landssfmanum. Þar starfaði hann til ársins 1960, síðustu árin sem skrifstofustjóri. Einar mun hafa dreymt um að taka stúdentspróf og fá tækifæri til þess að stunda háskólanám og myndi hugur hans þá eflaust hafa staðið til raunvísinda. Árið 1959 tók hann stúdentspróf utan skóla, þá 45 ára. 1962 — 1965 kenndi Einar stærðfræði við Iðnskólann í Hafnarfirði og 1965 — 1966 var hann kennari við Iðnskólann f Reykjavík, en hóf þá jafnframt störf hjá fyrirtækinu Sindra h.f. í Reykjavík. Þar starfaði hann til ársins 1972, er hann réðst sem skrifstofustjóri til Raunvísinda- stofnunar Háskóla Islands. Hinn 17. febrúar 1940 kvæntist Einar eftirlifandi konu sinni, Guðlaugu A. Valdimarsdóttur, Sigurðssonar útgerðarmanns frá Eskifirði og konu hans Hildar Jónsdóttur ljósmóður, sama stað. Þau Einar og Guðlaug eignuð- ust 3 börn: Valdimar, starfsmann hjá Reykjavíkurborg, kvæntan Þórdísi Richter, læknaritara, Ein- ar Pál, rafvirkja, kvæntan Eddu Steinunni Erlendsdóttur og Hildi, gifta Erni Kjærnested rafvéla- virkja. Barnabörnin eru nú orðin sex, hinn fríðasti hópur. Það var mikið gæfuspor í lífi Einars, þegar hann stofnaði til hjúskapar með Guðlaugu. Hún reyndist framúrskarandi húsmóð- t Frændi okkar BJARNI SÍMONARSON, sem lézt að Hrafnistu 18 þ.m. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 26 okt kl 10 30 Ásta Sighvatsdóttir, Þorbjörn Þórðarson. Til sölu V/B Sæbjörg VE 56, 67 rúmlesta eikarbátur með 425 ha. Caterpillar vél. Togveiðarfæri geta fylgt með. Landssamband ísl. útvegsmanna. Sími 16650. t Móðir okkar, tengdamóðir og systir INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, Suðurgötu 37, andaðist í Landakotsspítala 22 þ.m. Ástdís Guðjónsdóttir, Haraldur Theódórsson, Sigurður Guðjónsson, Sigurdís Sigurðardóttir. Camilla Sæmundsdóttir, t Eiginmaður minn ÞORSTEINN TYRVINGSSON lézt að Vífilsstöðum 22. okt. Fyrir hönd aðstandenda Guðrún Pálsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda sam- úð og vínáttu við andlát og jarð- arför SIGURBJARNAR KRISTJÁNSSONAR, frá Finnsstöðum. Vandamenn. t t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför, konu minnar. móður okkar, tengdamóður og ömmu. VALGEIR EIRÍKSSON, frá Gestsstöðum, Fáskrúðsfirði, KRISTÍNAR MAGNÚSDÓTTUR, Kárastíg 8. andaðist á Hjúkrunar- og endurhaefingarstöð Borgarspítalans laugar- Halldór Oddsson, daginn 20 október, síðast líðinn Jarðarförin fer fram frá Fossvogs- Guðrún Halldórsdóttir, Þorsteinn Björnsson kirkjunni, mánudaginn 29 október. kl 10,30á d Ásta Oddsdóttir, Hans Blomsterberg Sigríður Oddsdóttir, Gunnar Ásmundsson Bræður, börn og barnabörn hins látna. Oddur Halldórsson, Magnús Oddsson og barnabörn. + + 1 Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför 1 EIRÍKS BJÖRNSSONAR, GUÐJÓN GÍSLASON, Vesturbraut 8, Gimli, Hafnarfirði, Garði, sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á Sólvangi, Hafnarfirði fyrir verður jarðsettur frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 24 október kl góða hjúkrun. 13 30 Fyrir hönd vandamanna Fyrir hönd ættingja Valdís Jónsdóttir. Guðfinna Jónsdóttir. ir, enda óvenjumikil mannkosta kona. Hún bjó eiginmanni og börnum fagurt heimili, þar sem ylur og birta réðu rfkjum. Ást hennar og umhyggja fyrir eigin- manni og börnum var einstök, og varð m.a. til þess að tengja fjöl- skylduna sterkum tryggðabönd- um. Má með sanni segja, að þau Einar og Guðlaug hafi ekki aðeins, reynzt börnum sínum góðii foreldrar f venjulegum skilningi, heldur reyndust þau þeim bæði einlægir vinir. Einar Pálsson var óvenju mikl- um og fjölbreyttum gáfum gædd- ur. Hugur hans beindist mjög að vísindastörfum. Má þar fyrst nefna fjarskiptatækni, en frí- stundastarf hans var m.a. á því sviði, þar sem hann náði ótrúleg- um árangri. Með tækjunum, sem hann sjálfur setti saman, var hann f daglegu fjarskiptasam- bandi við fólk í hinum ýmsu heimshlutum. Meðal samtaka frí- stundamanna á sviði fjarskipta (Radio Amateurs) hlaut Einar viðurkenningu fyrir framúrskar- andi árangur. Þá var Einar mjöglistrænn. Um skeið fékkst hann nokkuð við málaralist i frístundum, nokkrar myndir eru til eftir hann, og bera þær vott um listrænt handbragð. Gekkst hann mjög upp í málara- listinni og má segja, að það hafi einkennt.Einar, að þegar hann tók sér eitthvað fyrir hendur, þá sökkti hann sér niður í verkefnið af öllu afli. Ahuginn var brenn- andi og svo virtist sem hann fyndi ekki frið nema unnt yrði að brjóta málin gjörsamlega til mergjar. Það aftur á móti kostaði mikla vinnu, lestur, mikið sjálfsnám og margar vökunætur. Það var ekki að skapi Einars að fljóta ofan á og láta strauminn bera sig áfram 1 lífinu. Hann sökkti sér niður 1 málefnin að sið vísindamannsins. Kann þessi eiginleiki stundum að hafa valdið Einari mótlæti og a.m.k. vonbrigðum. Áður hefur verið minnzt á, að hugur Einars myndi hafa staðið til raunvísinda, ef hann hefði átt t Alúðar þakkir fyrir auðsýndan vinarhug við andlát og jarðgrför HALLDÓRU KRISTÍNAR JÓNSDÓTTUR, Snorrabraut 40, Fyrir hönd vandamanna, Eirfkur Jónsson. t Alúðar þakkir sendum við öllum þeim, er vottuðu okkur samhug við fráfall mannsins míns, föður okkar og sonar, SIGURÐAR NIKULÁSSONAR, Birkihvammi 8, Hafnarfirði. Þórunn Jónsdóttir Helgi Sigurðsson Jón Sigurðsson Karl S. Sigurðsson Valgarð Sigurðsson Kristín Sigríður Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.